Alþýðublaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ1997 I viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur rœðir Gunnar Dal um konur og heimspeki, komma og krata og spáir eyðingu Evrópu árið 2063 Hvaða bók hafði mest áhrifá þig i œsku? „Sú bók er ekki til því ég varð svo seint læs. Sjö ára gamall harðneitaði ég að fara í skóla og móðir mín gerði ekki aðrar athugasemdir við það en þær að ég hefði greinilega ekki þroska til að stunda skólagöngu. Ein- staka sinnum kom stólpakvenmaður, kennari, tók í hnakkadrambið á mér og dró mig í átt að skólanum. Eg var ljúfur eins og lamb þangað til takið linaðist, þá slapp ég. Ég fór fyrst í skóla ellefu ára gamall." Heldurðu að þessi ár sem þú varst ekki í skóla hafi orðið þér til gæfu? ,Ég var götustrákur, blaðasali sem vann mér það til frægðar að selja fyrsta eintakið af Verkalýðsblaðinu, málgagni Kommúnistaflokks fs- lands. Ég var yngsti starfsmaður íiokksins." Hvaða baráttujaxlar eru þér minn- isstœðastirfrá barnsárunum? „Ólaf Friðriksson þekkti ég frá sjö ára aldri. Hann var hjartahlýr maður, réttsýnn og vildi vel. Hann var einnig æsingamaður, en það var til siðs á þeim tíma. Allir vinstri menn töluðu eins og Hitler. Þeir æptu, beittu múgsefjun. Ég sá Hannibal Valdi- marsson einu sinni ná fólki á þennan hátt. Ef hann hefði sagt: Nú förum við og rífum Alþingishúsið, þá hefði fólkið fylgt honum.“ Þú varðst ungur kommúnisti en nú ertu krati... „Nei, nei, nei! Guð almáttugur hjálpi þér! Heldurðu að afstaða bams sé afstaða?"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.