Alþýðublaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JULI 1997 ¦ Fyrir allmörgum árum tók Haraldur Jóhannsson athyglisvert viðtal við Ólaf Friðriksson sem hér er birt brot úr Stofnun Alþýðusambands íslands og Alþýðuflokksins Þú stofnaðir fyrsta jafnaðar- mannafélagið hér á landi? „Já, það held ég. Ég veit ekki til þess, að annað jafnaðarmannafélag hafi starfað áður. Ég var á Akureyri fram til vors 1915 og þar stofnaði ég jafnaðarmannafélag. I Jafnaðar- mannafélagi Akureyrar voru ekki margir, en það voru góðir menn. Einn þeirra var Erlingur Friðjónsson, mjög greindur maður. Annar var lið- lega tvítugur piltur, sem vann í póst- húsinu hjá föður mínum, Finnur Jónsson. Við buðum fram í bæjar- stjórnarkosningunum eftir nýárið. Við kölluðum það framboð verka- manna. Við settum upp spjald, sem hneykslaði yfirstéttina, sem enginn kannaðist þó við, að væri til. A spjaldinu stóð: „Verkamenn, kjósið verkamenn". Erlingur náði kosningu. Við komum sem sagt einum að. And- stæðingarnir kærðu kosningarnar. Það var víst hálft ár, sem þeir ætluðu ekki að hleypa Erlingi inn. Erlingur settist ekki í bæjarstjórnina fyrr en í júlí, held ég." Var þetta fyrstaframboð jafnaðar- manna á íslandi. „Já, verkamenn í Reykjavík höfðu raunar fengið mann kosinn í bæjar- stjórn. I það sinn var ekki um eigin- legt framboð jafnaðarmanna að ræða." Gáfuð þið út blað á Akureyri? „Nei, um vorið fór ég að hugsa til Reykjavikurferðar." Hafðirðu samband við menn í Reykjavík? ,Já, það hafði ég. Um vorið lagði ég upp frá Akureyri. Til Reykjavfkur kom ég 14. eða 15. maí. Þá hafði mér verið séð fyrir svefnstað, ení kosti var ég hjá tengdamóður séra Bjarna. Áður en ég fór til íslands, hafði ég samið prógramm, - stefnuskrá, - fyr- ir nýjan flokk. Eg lét fjölrita það á Akureyri, hektografera það, eins og það var kallað. Það var ekki langt, en gott, að mér fannst. Ritstjóra ísafold- ar, Ólaf Björnsson, þekkti ég frá Kaupmannahófn. Til hans fór ég nú og spurði hann, hvort hann vildi taka prógrammið til birtingar. Ég sagði, að ég ætlaði að stofna stjórnmála- flokk. Það stæði efst í prógramminu. ,Já, þetta er fróðlegt", sagði hann. Ekki man ég, hvort hann birti prógrammið. Jafnaðarmenn voru þá ákaflega fáir í Reykjavík, en samt nokkrir. Sumir höfðu staðið að stofnun Báru- félaganna. Einn þeirra var Ottó Þor- láksson. Aðrir höfðu verið í Dan- mörku og kynnst þar jafnaðarstefn- unni. Einn þeirra var Ágúst Jóseps- son prentari. Nokkrir höfðu lesið sér til um jafnaðarstefnuna. Einn þeirra var Pétur Guðmundsson, sem um þetta leyti var þó ekki í bænum. I fyrstu varði ég tíma mínum til að ganga á milli þeirra og ræða við þá um flokksstofnun. Sumir voru með- mæltir flokksstofnun, en aðrir voru henni mótfallnir. Um sumarið stofn- uðum við þó jafnaðarmannafélag, Gamla jafnaðarmannafélagið, eins og það var kallað. Skömmu eftir að ég kom til Reykjavíkur, var haldinn fundur í Dagsbrún, og gekk ég þá inn. Á fundinum kom fram tillaga um hækkun tímakaupsins um fimm aura. Mófbárum var hreyft. í Dagsbrún yoru þá nokkrir atvinnurekendur minni háttar. Þeim leist illa á tillög- una, sáu öll vandkvæði á kauphækk- un. Ég tók þá til máls og reyndi að sýna fram á, að hægt væri að hækka kaupið. Samþykkt var að hækka kaupið um fimm aura. Og það gekk fram." í átt til framfara Varð verkfall? .J^Jei, það varð ekki verkfall þá. Það var þó ekki lágt tímakaup, sem olli mestum ugg hjá mér, heldur hitt, hve mjög verkamenn voru látnir vaka. Ég kom suður með áform um að gefa út blað. Hugmyndir mínar um blaðaútgáfu lagði ég fyrir stjórn Dagsbrúnar og fór fram á fjórðung kostnaðar af blaðaútgáfunni. Dags- brúnarstjórnin féllst á hugmyndir mínar. Blaðið var látið heita Dags- brún, og tók að koma út þá um sum- arið einu sinni í viku. Dagsbrúnar- stjórnin lét skipa fimm manna blað- nefnd, en ég var ritstjóri. Auk þess að skrifa blaðið þurfti ég oft að sjá um sölu, póstun og innheimtu iðgjalda, 1 krónu 25 aurar á árshelming, minnir mig að iðgjaldið hafi verið. Blaðið fór víða. Það var prentað í Gutenberg, og kom ég þangað nær daglega. Þar kynntist ég Jóni Bald- vinssyni, sem í fyrstunni hafði enga trú á jafnaðarstefnunni Hann var sá eini, sem andmælti í Gutenberg. Þeg- ar ég hafði talað dálítið við hann, skipti hann um skoðun." Hvenœr var sjómannafélagið stofnað? „Þegar ég kom suður, hafði ég ekki gert upp við mig, hvort væri heppilegra, að sjómenn hefðu með sér sérstakt félag eða gengju í Dags- brún. Eftir að ég hafði ráðgast við ýmsa menn, varð það að ráði að stofna sjómannafélag. Um haustið, þegar menn komu í land, ákváðum við að stofna hásetafélag. Kallaður var saman fundur, sem á komu um fjörutíu menn. Þar komu fram ýmsir, sem ég hef ekki séð síðan. Þar var einn maður í yfrrfrakka, en að öðru leyti ber niður á brjóst. Hann hét Jós- ep Húnfjörð. Hann þurfti ekki að brýna. Kosnir voru menn til að semja lög fyrir félagið. Uppkast að þeim hafði ég gert, og ég held, að því hafi lítið verið breytt. Á næsta fundi voru lögin samþykkt. Þá skrifaði ég í snatri á blað þarna á fundinum: „Við undirritaðir gerumst hér með með- limir í Hásetafélagi Reykjavfkur". Ég fékk menn til að fara með það um salinn. Þeir fengu engan til að skrifa sig á, hafa sennilega ekki haldið því nógsamlega að mönnum. Ég sendi þá boð til þess, sem sá um Templarahús- ið, Felix Guðmundssonar, sem síðar varð góðkunnur jafnaðarmaður, og spurði, hvort við mættum ekki koma daginn eftir, sem var sunnudagur. Hann leyfði það. Ég bað þá, sem ætl- uðu að gerast meðlimir, að koma á sunnudagsmorguninn milli klukkan tíu og tólf og skrifa sig á. Þegar ég kom þangað, hafði ég meðferðis bók með sömu yfirskriftinni og verið hafði á blaðinu. Enginn vildi verða fyrstur til að skrifa sig á. Mér þótti ekki heppilegt, að ég gerði það. Loks fékk ég einn til að verða fyrstan til. Næsta dag var haldinn fundur í Bár- unni. Þá var kosin stjórn. Formaður var Jón Bach." ' ¦ Hvað var nœst á dagskrá? Þá fórum við að undirbúa að mynda verkalýðssamtök og stjórn- málaflokk, hvort tveggja í einum samtökum. Áður höfðu verið gerðar tvær tilraunir til að mynda verka- laýðssamband. Að fyrri tilrauninni stóðu Bárufélögin, en að hinni síðari stóð Dagsbrún, en það var 1907. Bæði samböndin urðu skammlíf. í undirbúningsnefndina voru kosnir tveir fulltrúar frá hverju fimm félaga í Reykjavík, að mig minnir, og líka tveir fulltrúar frá hvoru tveggja fé- laga í Hafnarfirði. Með mér í nefnd- inni voru meðal annarra Ottó Þor- láksson og Jónas Jónsson frá Hriflu, sem tekið hafði þátt í stofnun Jafnað- armannafélagsins. Kosning fimm bæjarfulltrúa í Reykjavík stóð þá fyr- ir dyrum, átti að fara fram í janúar 1916, en í bæjarstjórninni voru 7 fulltrúar. Við í undirbúningsnefnd- inni beittum okkur fyrir samstarfi verkalýðsfélaganna um framboð þriggja manna. Jón Bach átti að vera Eg kom suður með áform um að gefa út blað. Hug- myndir mínar um blaðaút- gáfu lagði ég fyrir stjórn Dagsbrúnar og fór fram á f jórðung kostnaðar af blaðaútgáfunni. Dagsbrún- arstjórnin féllst á hug- myndir mínar. Blaðið var látið heita Dagsbrún, og tók að koma út þá um sumarið einu sinni íviku. Dagsbrúnarstjórnin lét skipa fimm manna blað- nefnd, en ég var ritstjóri. Auk þess að skrifa blaðið þurfti ég oft að sjá um sölu, póstun og innheimtu iðgjalda, 1 krónu 25 aurar á árshelming, minnir mig að iðgjaldið hafi verið. efstur þeirra, en honum var bolað út af kjörskrá. Frambjóðendurnir urðu Jörundur Brynjólfsson, Ágúst Jós- epsson og Kristján Guðmundsson. Þeir náðu allir kosningu. Greidd voru 2028 atkvæði og hlaut listi verka- manna 911 atkvæði. Heimastjórnar- menn fengu hina fulltrúana tvo. Stofnþing Alþýðusambands ís- lands og Alþýðuflokksins var haldið 12. mars 1916. Að því stóðu í Reykjavfk: Dagsbrún, prentarafélag- ið, hásetafélagið, bókbandssveinafé- lagið og verkakvennafélagið Fram- sókn; og frá Hafnarfirði Hh'f og há- setafélagið þar. í fyrstu stjórninni var forseti Ottó Þorláksson. Á fyrsta reglulega þinginu þá um haustið var Jón Baldvinsson hins vegar kosinn forseti." Þetta hefur enga inter- essu Sœtti Alþýðusambandið og Al- þýðuflokkurinn mikilli andúð ( fyrstu? „Já, hjá einstökum mönnum. Framsóknarflokkurinn var stofnaður um lfkt leyti. Að stofnun hans stóðu bændasamtökin, sem kölluð voru. Þar var fremstur í flokki Sigurður Jónsson frá Ysta-Felli, hinn mesti höfðingi, og Jónas Jónsson frá Hriflu. Jónas studdi verkalýðsfélög- in, til þess að verkamenn yrðu ekki allir með auðvaldinu á móti bænd- um." Urðu harðar vinnudeilur á þessum árum? „Hásetaverkfallið 1916 var hart verkfall. Togarasjómenn höfðu þá um 70 krónur á mánuði í kaup. Að auki fengu þeir lifrarhlut. Þegar lifrin hækkaði í verði í stríðinu, vildu út- gerðarmenn komast hjá því að greiða lifrarhlutinn. I febrúar 1916 var gerð- ur samningur milli hásetafélagsins og útgerðarmanna um lifrarverðið, 35 krónur fyrir fatið. Samningurinn átti að gilda til mánaðamótanna apr- íl-maí þá um vorið. Þegar samning- urinn rann út, neituðu útgerðarmenn að framlengja hann. Hásetafélagið samþykkti þá, að enginn sjómaður mætti ráða sig á skip, nema á það væri skráð samkvæmt samþykktum félagsins. Hásetar á fjórum togurum neituðu að láta skrá sig 29. apríl. Hófst þá verkfallið. Það stóð til 12. maí. Útgerðarmenn reyndu allt hvað þeir gátu til að koma togurunum út. Þeim tókst aðeins að koma tveimur togurum á veiðar. Loks féllust út- gerðarmenn á að greiða 60 krónur fyrir fatið. Það þótti mikill verkfalls- sigur. Tók Alþýðuflokkurinn þátt í si'ð- asta áfanganum í sjálfstœðisbarátt- unni gegn Dönum?@ð: „f lok heimsstyrjaldarinnar deildu menn um það í Danmörku, hvort Danir ættu að taka allt Suður-Jótland af Þýskalandi eða aðeins þau héruð, sem vildu vera með Danmörku. Þá fóru þeir að sjá, að best væri að semja við íslendinga. Hallbjörn Hall- dórsson prentari, sem þá var formað- ur jafnaðarmannafélagsins, bar upp þá tillögu, að Alþýðuflokkurinn sendi mann til Danmerkur til að ræða við danska jafnaðarmenn um sam- bandsmálið. Þá var það, að þeir Jón Magnússon og Jón Baldvinsson hitt- ust og ræddu um það, hvort Alþýðu- flokkurinn gæti sent mann til Dan- merkur. „Það er enginn, sem getur farið þessa ferð nema Ólafur", sagði Jón Baldvinsson. Jón Magnússon spurði þá, hvort ég þekkti forystu- menn danskra jafnaðarmanna. Jón Baldvinsson sagði það ekki vera. Þá segir Jón Magnússon: „Hann kemur því fram. Ef þeir vilja ekki tala við hann, þá boðar hann til fundar eða gerir eitthvað svoleiðis". Það varð úr, að ég tókst þetta er- indi á hendur. Þegar ég kom til Kaup- mannahafnar, æskti ég viðtals við Stauning. Það gekk fljótt og vel. Þeg- ar ég fer að tala við hann, finn ég, að hann tekur erindi mínu illa. Hann segir: ,JSIei, þetta hefur enga inter- essu fyrir okkur". - Danska ríkis- stjórnin átti þá meirihluta sinn á þingi undir jafnaðarmönnum. Eg bið hann að vera ekki of fljótan á sér að taka ákvörðun. Síðan fer ég að finna Borgbjerg. Þeir Stauning voru helstu leiðtogar jafnaðarmanna þá. Borgbjerg tók máli mínu undir eins vel. Og þar með var málið unn- ið. Það var síðan fyrir atbeina jafnað- armanna, að danska samninganefnd- in um sambandslögin var send hing- að."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.