Alþýðublaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 15. JULI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ Jónum Jónssonum fer óðum fækkandi a vand - segir Jón Jónsson þjóðfræðingur „Ég er virkilega stoltur af nafhinu mínu," segir Jón Jónsson sem er síður en svo óanægður með nafhið sitt en þeim fer óðum fækkandi sem bera þetta áður algengasta nafn landsins. Alls eru 40 manns í þjóðskrá með þessu nafiii, tveir þeirra elstu eru fæddir 1908 en sá yngsti er fæddur 1982. „Allir í fjölskyldunni minni heita Jón, nema konurnar, þær heita eitthvað annað," segir Jón Jónsson sem reynd- ar er þjóðfræðingur og starfar að ferðaþjónustu á Ströndum. Clr alfaraleið „Eldri bróðir minn heitir Jón Gísli, ég heiti Jón, og er þessvegna stundum kallaður Barajón, bróðir okkar sem dó áður en við fæddumst hét Jón. Yngsti bróðirinn heitfr síðan Arnar, því for- eldrar mínir voru ekki nægilega hug- myndaríkir til að skíra hann Jón. Pabbi minn hét Jón, afi minn hét Jón, og þannig er um alla forfeður mína. En ástæðan fyrir því að við bræðurnir heitum báðir Jón er að við heitum í höfuðið á sitthvorum manninum. Ég heiti í höfuðið á Jóni sem að ég er ekk- ert skyldur, en bróðir minn heitir eftir afa rnfnum. Mömmu mína dreymdi fyrir nafninu, en Jón besti vinur föður míns dó sumarið áður en ég fæddist, og hann vitjaði nafns í draumi. í fjöl- skyldunni var þerta aldrei vandamál, við vissum alltaf við hvaða Jón var átt. Það fór eftir tóntegundinni. Eina vandamálið sem kemur upp er í bönkum. Fyrir tvítugt var mér iðu- lega hent út úr bönkum og oft var neit- að að skipta fyrir mig ávísun. Þá var ég með ávísanir sem faðir minn Jón Jónsson gaf út og ég þurfti að fram- vísa. Forstjóri kvikmynda- húss fær reisupassann frá Hægri öfgamönnum í Vitrolles í Frakklandi Hin 43 ára gamla Regine Juin fékk reisupassann í starfi sfnu sem forstjóri kvikmyndahúss bænum Vitrolles í Suður Frakklandi enda neitaði hún að breyta áætlunum kvikmyndahússins um sýningar á kvikmynd um samkynhneigða og annarri um ástir tveggja alnæmis- smitaðra einstaklinga. Borgarstjór- inn Catherine Megret og meirihluti hennar í öfgasamtökum hægri manna, Þjóðernisfylkingunni kröfð- ust þess að myndir úr kvikmyndun- um á auglýsingaplakati hússins væru teknar út en hún neitaði og var gert að fara úr starfi sínu. Frönsk yf- irvöld eru slegin yfir uppsögninni og bæði heilbrigðisráðherrann og menningarmálaráðherrann hafa kallað uppsögnina „óréttláta" en enginn getur gripið fram fyrir hend- urnar á bæjarstjóminni. Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. júlí 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1.flokki1991 3. flokkí 1991 Lflokki 1992 2.flokki1992 Lflokki 1993 3. flokki 1993 Lflokki 1994 Lflokki 1995 1. flokki 1996 2.flokki1996 3. flokki1996 22. útdráttur 19. útdráttur 18. útdráttur 17. útdráttur 13. útdráttur 11. útdráttur 10. útdráttur • 7. útdráttur • 4. útdráttur • 4. útdráttur • 4. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu, þriðjudaginn 15. júlí. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Ú&2 HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS Lj HÚSBRÉFADEItD • SUÐURLAHDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900' F.h. Rafmagnsveitu Reykjavíkur er óskað eflir tilboðum í eftirfarandi verk vegna byggingu 132 kV háspennulínu, Nesjavallalínu 1, frá Nesjavöllum yfir Mosfellsheiöi og að Bringum í Mosfellsdal. Gerð vegaslóðar, áætluð lengd 16 km og fyllingarefnismagn 37.000 m3. Verkið felst í að hefla eldri slóðir, jafna undir nýja slóð, aka möl í slóðina og framkvæma tengda verk.ætti, svo sem losun efnis, ámokstur á bíla, útjöfnun í vegastæði, lagningu jarðvegsdúks, koma fyrir ræsum o.fl. Jarðvinna og gerð undirstaða fyrir 51 háspennumastur þar af 41 stagað mastur með forsteyptum undirstöðum og 10 frístandandi möstur með staðsteyptum undirstöðum. Verkið felst í að flytja forsteyptar einingar og stálhluti í mastursstæði og að koma þeim fyrir. Einnig að grafa fyrir og steypa undirstöður á staðnum, grafa og bora fyrir bergboltum og steypa þá niður. Ganga skal frá stagteinum og fylla að öllum einíngum og undirstöðum, plægja eða grafa niður jarðskautsborða í slóð og leggja jarðskaut að undirstöðum mastra. Verkið skal hefja 6. ágúst 1997 og skal því vera lokið 28. nóvember 1997. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: mi&vikudaginn 23. júlí 1997, kl. 11.00 á sama stað. rvr 106/7 F.h. Reykjavikurhafnar er óskað eftir tilboðum í gerð gangstétta, malbikunar, gerð gróðurbeða o.fl. tengt umhvefisbótum í Vesturhöfninni (við Grandagarð, Grunnslóð og Fiskislóð). Helstu magntölur eru: - Hellulögn (ýmsar stærðir): 1.200 m2 - Kantsteinar og jaöarsteinar: 350 m - Malbikun: 330 m' - Malar- og gróðurbeð: 2.000 m2 - 0.(1. Verkinu skal a& fullu lokið 1. nóvember 1997. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboöa: fimmtudaginn 24. júlí 1997, kl. 11.00 á sama stað. rvh 107/7 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegl 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 Netfang: isr@rvk.is

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.