Alþýðublaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 8
waniawioe expREss Nýtt aðalnúmer 5351100 JHmUBUHB Þriðjudagur 15. júlí 1997 92. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk wmúmm mawm Nýtt aðalnúmer 5351100 Islenskir tónlistarmenn eru óþekkt stærð erlendis Reynir Þór Finnbogason hljómdiskaútgefandi í Hollandi ætlar að koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri í útlöndum. Hann er þéttur á velli og þokkaleg- ur meðalmaður á hæð en lýsir sjálfum sér sem litlum, feitum og sköllóttum. Hvort það er merki um raunsæi skal ósagt látið, en eitt er víst að það kem- ur ekki í veg fyrir að maðurinn hafi hugsjónir. Raunsæjar hugsjónir. Reynir Þór Finnbogason tilheyrir ört stækkandi hópi íslendinga sem kýs að búa í útlöndum án þess þó að snúa al- farið baki við fósturjörðinni. Nokkrir íslenskir tónlistarmenn hafa gefið út geisladiska hjá Arsis, útgáfufyrirtæki Reynis í Amsterdam, fyrirtæki sem hann stofnaði fyrir þremur árum ásamt eiginkonu sinni Kristínu Waage og Hollendingnum Jos Vermeulen. Arsis sérhæfir sig í útgáfu á klassískri tónlist og gefur út um fimmtán diska á ári með vel völdum listamönnum. Aðall útgáfunnar er að leggja áherslu á tónlistarmennina: „Við viljum frekar að listamennirnir velji verk sem þeim þykir skemmti- legt að flytja en þröngva efnisskránni upp á þá. Þetta er spurning um sam- vinnu." Efasemdir manna í upphafi um að lítið útgáfufyrirtæki gæti ekki fengið gott fólk til liðs við sig hafa aldrei slegið Reyni Þór út af laginu. Hann fylgir þeirri grundvallarstefhu í lífinu að ekkert sé ómögulegt fyrr en annað kemur í ljós. „Þegar við vorum að byrja töldum við okkur eiga mögu- leika á að gefa út minna þekkta tón- listarmenn sem eru margir mjög góð- ir. Það reyndist rétt og áður en við vissum af voru við komnir með lista- menn úr hópi stærstu nafnanna í Hollandi og víðar. Þetta fólk hafði aldrei fengið tækifæri hjá stóru út- gáfufyrirtækjunum sem hafa verið að draga saman á síðustu árum. Á sama tíma hafa litlu útgáfufyrirtækin feng- ið góðar viðtökur í Evrópu að undan- förnu og selst ágætlega." Astæðuna segir hann einfaldlega þá að stórstjörnuar eins og Pavarotti séu „ekki eins vinsælar og áður". Fólk nenni ekki endalaust að kaupa upptökur með Karajan. „Það hættir að trúa því að þetta sé hin eina sanna túlkun og fer að leyta eftir öðru." Og þá koma litlu útgáfurnar inn í myndina. Rekstur Arsis skiptist í fjórar einingar; geisladiskaútgáfu, skipulagningu tónleika, gerð sjónvarpsþátta með klassískri tónlist og tækja- hluti með tækjum til að taka upp, klippa og hljóðsetja. Reynir Þór kemur ekki reynslulaus að út- gáfurekstrinum. Hann fékkst aðeins við upp- tókur á meðan hann stundaði nám í flautuleik og tónsmíðum í Hollandi og vann við þær til skamms tíma eftir að hann lauk tónlistarnám- inu. Þá fór hann til Englands til að læra ögn meira um upptökutækni fyrir klassíska tónlist. Áður en hann stofnaði eigið fyrirtæki fann hann við upptökur hjá stóru geisladiskaútgáfunum og fyrir kvikmyndir, mest í Hollandi en einnig í Suður-Afríku. Reynir var staddur á íslandi í byrjun júlí til að fylgja eftir tónleikum hollenska stórsöngvar- ans Wout Oosterkampt og Elísabetar Waage hörpuleikara. Þau hafa bæði gefið út diska hjá Reyni, en aðrir íslenskir tónlistarmenn sem Arsis hefur gefið út eru Kristinn Árnason gítar- leikari (þriðji diskurinn kemur í haust) og Rún- ar Óskarsson klarinettuleikari „sem er að ljúka Reynir Þór Finnbogason aetlar í tónleikaferð með sitt fólk í stað þess að kaupa hefðbundnar auglýsingar. námi og hefur náð mjög góðum prófum". Þá má ekki gleyma fyrirhugaðri endurútgáfu á nokkurra ára gömlum geisladiski Mótettukórs- ins, Islensk kirkjutónlist. „Margt af því lista- fólki sem ég hef gefið þennan disk segir hann vera með betri diskum sem það hefur heyrt. Mér fannst því tilvalið að ráðast í endurútgáfu á honum." Um samkeppnishæfni Arsis við ráðandi út- gáfur á markaðnum segir Reynir: „Við hjá litlu útgáfunum erum ekki eins háðir markaðnum og getum því leyft okkur að starfa af hugsjón. Við gefum í rauninni út án þess að hafa hugmynd um hvort fólk hefur áhuga á að kaupa allsendis óþekkt listafólk. Við tökum líka meiri áhættu því við höfum margfalt minni peninga til kynn- ingarmála en stóru útgáfurnar. Kynningarmálin eru okkar stærsta vandamál, auglýsingar eru nánast óborganlegar." Þess vegna hefur Arsis ákveðið að kynna sitt fólk með því að skipu- leggja sjö tólf daga tónleikaferðir til sjc borga í Evrópu í byrjun árs 1998. „Við byrjum auðvit- að á stærstu og merkilegustu borginni, Reykja- vfk, og fórum síðan til höfuðborga Norðurland- anna, til Hamborgar, London og endum í Amsterdam." Framhaldið á útgáfu með íslensk- um tónlistarmönnum mun síðan velta á því hversu vel tónleikunum verður tekið. „Islensk- ir tónlistarmenn eru nánast óþekkt stærð er- lendis að undanskildum Kristni Sigmundssyni, Kristjáni Jóhannssyni og nokkrum stærri nöfn- um. Tónleikarnir eru liður í að kynna þá betur, en svo lengi sem enginn hefur heyrt í þessu fólki er mjög erfitt að selja diska með því." Reynir getur ekki stillt sig um að minnast á að íslensk stjórnvöld hafi lítið gert til að hjálpa íslenskum tónlistarmönnum til að komast er- lendis, ,Jcannski er það ekki þeirra hlutverk", en vonast engu að síður til þess að ráðamenn og íslensk fyrirtæki eigi eftir að sýna þessum tón- leikaferðum áhuga. Markmiðið er ekki aðeins að gefa listamönnunum tækifæri til að halda tónleika heldur ná til væntan- legra kaupenda í gegnum umfjall- anir blaðanna og með því að fá gagnrýnendur til að koma og þá vonandi skrifa um bæði tónleik- ana og Arsis. Það kostar ekki lítið átak að vekja á sér athygli í heimi þar sem framboðið er oft meira en eftir- spurnin og því skiptir miklu máli að halda tónleikana í góðum sölum. Sem ekki er alltaf auðvelt að komast inn í: „Auðvitað er það mál, en af einhverjum or- sökum hefur það gengið; það er allt hægt ef þú ákveður ekki fyrirfram að það sé ómögulegt." Hann talar af reynslu. „Fyrir um það bil tveim- ur árum gáfum við út disk með sögulegum upp- tökum af tónleikum með konunglegu Konsert- gebouw hljómsveitinni í Amsterdam undir stjórn Pierre Boulez. Aður voru allir búnir að segja mér að þetta fólk myndi auðvitað aldrei vinna með svona lítilli útgáfu." Boulez fannst hugmyndin hins vegar frábær „og sagði bara já." Tók meira að segja ekkert fyrir. Reynir Þór fer ekkert undan með að auðvitað kosti það bæði vinnu og þolinmæði að koma hlutunum í framkvæmd; ekkert gerist af sjálfu sér. En síð- an geti líka verið ágætt að hafa góð sambönd. Þannig hafi Arsis í upphafi tekist að laða til sín góða tónlistarmenn. „Ég lærði í hollenskum tónlistarskóla og upp úr því byggðust allskonar sambönd sem ég hef innan tónlistarheimsins. Þetta er svo lítill heimur að maður er fljótur að kynnast fólki. _ Og af hverjum örsökum vill fólk vinna með mér. Af hverju veit ég ekki." Okkur grunar hins vegar að maðurinn sé ein- faldlega þægilegur í samstarfi. Hann dregur úr því: „Eflaust spilar það inn í þetta að allir tón- listarmenn ganga með geisladisk í maganum." Reynir minnist á að ógrynni af geisladiskum sé gefið út á fslandi, en hitt sé annað mál að dreifa þeim. Og þá komum við aftur inn á fyr- irhugaða tónleikaferð. „Við stefnum að því að fá íslensk tónskáld til að semja tónlist fyrir hverja tónleikaröð og blanda þeim þannig inn í dæmið." Reynir vill þó leggja áherslu á að ekki sé eingöngu um að ræða tónleika með íslensku tónlistarfólki. „Ég held það geti verið mjög gott fyrir íslenska tónlistarmenn að koma fram um leið og erlendir kollegar þeirra, þá á ég við að þeir séu ekki sérstaklega kynntir sem Islending- ar. Það á ekki að skipta máli hvaðan menn koma og margir íslenskir tónlistarmenn stand- ast fullkomlega samanburð við erlenda kollega sína. Islendingar eiga hins vegar ekki mjög greiðan aðgang að tónleikasölum erlendis, þá skortir einfaldlega sambönd eða einhvern til að standa í skipulagningunni fyrir sig." Reynir ætlar ekki að leysa vandann, en telur að það geti reynst jákvætt fyrir íslenska tónlist- armenn að vera kynntir af hollensku fyrirtæki. Hvort tónleikarnir eiga eftir að hafa tilætluð áhrif, þau að vekja athygli á útgáfunni og lista- mönnum hennar, verður svo að koma í ljós. „Við sendum blöðunum tilkynningar um tón- leikana og diska með tónlistarmönnunum sem er alveg nauðsynlegt til að fá menn til að koma. En það veltur síðan á því hvort einhver hlustar á diskana fyrir tónleikana." MEÓ Velkomin um b©rí iffsf juna Balduf Frá Stykkishólmi kl. 10.00 &16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30 Símar: 438-1120 Stykkishólmi 456-2020 Brjánslæk Fax: 438-1093 Stykkishólmi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.