Alþýðublaðið - 17.07.1997, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 17.07.1997, Qupperneq 1
Stórframkvæmdir í Sandgerði 30 þúsund tonn af slógi - verða flutt út frá Sandgerði. Skortur á viðleguköntum og nauðsynlegt að dýpka. Loðnubræðsla er einnig í undirbúningi Miklar framkvæmdir eru hafnar á hafnarsvæðinu í Sandgerði og þær munu aukast. Grétar Mar Jónsson, formaður hafnarstjómar, segir að auka þurfi viðlegukanta í höfninni og eins þurfa að dýpka þar sem fyrirsjá- anlegt er að umferð um höfnina muni aukast frá því sem nú er, en í Sand- gerði eru fleiri landanir en í öðru höfnum. Framkvæmdir vegna ifystingar á slógi og öðrum úrgangi á fiski eru þegar hafnar. Það eru íslenskir aðilar í samvinnu við danska loðdýraífam- leiðendur sem standa að fyrirtækinu. Skortur er á loðdýrafóðri í Dan- mörku og varð það til þess að til fyr- irtækisins var stofnað hér á landi. Aætlað er að frysta í Sandgerði 25 þúsund tonn af slógi og öðmm úr- gangi úr botnfiskum árlega og 5 til 6 þúsund tonn af æurgangi úr sfld og loðnu. Reiknað er með að stór vöruflutn- ingaskip komi allt að 25 sinnum á ári að sækja fóðrið. Þegar er hafinn und- irbúningur að reisa 5 til 6 stóra tanka fyrir meltu, en hið nýja fyrirtæki hef- ur þegar fjárfest í fimm þúsund fer- metra húsnæði. Alls er áætlað að fjárfest verði fyr- ir um 200 milljónir króna og að um ■ Ákærur vegna mannslátsins á Vegas Dyravöröurinn var tvísaga Rflcissaksóknari er að senda frá sér ákærur á hendur tveimur mönnum vegna mannsláts sem varð á dansstaðnum Vegas um miðjan maí. Krufning leiddi ekki ótvírætt í Ijós að sá látni hafi beð- ið bana af höggum sem hann varð fyrir. Við rannsókn málsins hefur meðal annars komið fram að dyravörður á skemmtistaðnum hefur orðið tvísaga. I fjölmiðlum lýsti hann harkalegum líkams- árásurn en hjá lögreglu voru lýs- ingar aðrar og ekki eins fjálglegar. Búist er við að tveimur mönn- um verði birtar ákærur vegna málsins í þessari viku eða næstu. 15 manns fái störf við fyrirtækið. Innan fárra vikna tekur til starfa ný loðnubræðsla í Sandgerði. Það er Njörður hf. sem hefur fest kaup á verksmiðju sem annar allt að 650 tonnum á sólarhring, en fyrir er lítil verksmiðja sem bræðir um 300 tonn á sólarhring. Því er fyrirsjáanlegt að margfalt meira verði brætt af loðnu í Sandgerði en verið hefur. Það er fleira í deiglunni. Þrjú þýsk fyrirtæki hafa lýst áhuga á að reisa fiskvinnslufyrirtæki í samvinnu við heimamenn. Grétar Mar Jónsson segir að allar þessar framkvæmdir renna frekari stoðum undir öflugt atvinnulíf í Sandgerði og sé góð búbót fyrir bæ- inn. Þingmönnum kjördæmisins hef- ur verið kynnt hvað er framundan og sýnt fram á þörfina fyrir viðlegu- kanta og dýpkun í höfninni. ■ Hannes Hólm- steinn Gissurarson Er ekkert leyndarmál „Það er síðan ekkert leynd- armál, að þeir Jón baldvin Hannibalsson og Össur Skarp- héðinsson eru mér mjög reiðir þessa dagana. Astæðan er sú, að ég hef þorað að minnast á það opinberlega að, sem marg- ir vita, að Jón Ólafsson í Skíf- unni hefur keypt þá og nokkra aðra vinstri menn, að því er virðist með húð og hári.“ Þetta segir meðal annars í bréfi sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar og birt er á bls. 5 f blaðinu í dag. ■ Færri fundir þingmanna en fleiri þingmál Framleiðni þingmanna eykst Fundum Alþingis og þingnefnda hefur fækkað, og samanlagður fundar- tími styst milli ára. Fleiri mál eru þó lögð fram og afgreidd. En eru fleiri lög þjóðinni til heilla? Framleiðni þingmanna virðist á hraðri uppleið. Milli tveggja síðustu ára fækkaði fundum Alþingis um 31, eða úr 163 í 132. Eigi að sfður voru næstum jafnmörg lög samþykkt frá þinginu, og talsvert fleiri þingsálykt- unartillögur einnig. Fleiri fyrirspurn- ir voru einnig lagðar fram og varað, og þó nefndarfundum fækkaði veru- lega milli ára fjölgaði samt málum sem afgreidd voru frá nefndunum. Þetta kemur fram í úttekt skrifstofu Alþingis. Samanlagður fundartími síðasta vetrar Alþingis voru tæplega 534 klukkustundir en árið áður var fund- að í liðlega 622 tíma. Fjöldi þing- fundardaga fækkaði sömuleiðis úr 163 í 132. Fleiri frumvörp voru þó lögð fram, eða alls 218 á móti 207 árið áður. Af þeim urðu 123 að lög- um, en svipaður fjöldi eða 127 urðu að lögum árið áður, þrátt fyrir miklu lengri fundartíma. Þrátt fyrir færri og skemmri fundi fjölgaði nær öllum tegundum þing- mála. Þingsályktunartillögum fjölg- aði úr 87 í 111 á síðasta þingi. Af þeim voru 32 samþykktar, en aðeins 22 árið áður. Skýrslum fjölgaði einnig úr 22 í 34, og fyrirspumum úr 226 í 255. Sama gilti uin utandag- skrárumræður, en þær urðu alls 52 á liðnum þingvetri en 32 f fyrra. f heild urðu þingmál alls 621, en voru 543 árinu fyrr. Sama þróun birtist í fundum þing- nefnda. Þeim fækkar verulega, eða úr 530 í fyrra í 453 á síðasta vetri. Eigi að síður afgreiddu nefndir fleiri mál en áður, eða 166 á móti 164 árið áður. Söguleg rök benda til að þing séu jafnan þeim mun verri sem þau setja fleiri lög. Að þessu leyti er vafasamt að aukin framleiðni/þingmanna sé þjóðinni til heilla,. Cajun - lax 2 meöalstór laxastykki 2 msk. ólífuolía 1/2 tsk. paprikuduft 4 msk. smjör 1 bolli möndluflögur 11/2 tsk. Worcester sósa 1 rauður laukur, saxaður 2 msk. fersk steinselja 2 tsk. sítrónusafi 1 tsk. sítrónubörkur M 1 • * SMYRJIÐ GRILLBAKKA og leggið iaxastykkin í, roðhliðin snýr niður. Blandið ólífuolíu og paprikudufti saman og penslið laxinn. Grillist í 5-6 mín. Bræðið smjör í potti. Möndlur ristaðar 1 smjörinu. Worcester sósu, sítrónusafa og sítrónuberki hrært saman við möndlurnar. Lauk og steinselju bætt við. Möndlublandan er sett yfir laxinn og þetta látið grillast í örfáar mínútur. rax með sinnepsósw LAXABITAR ERU SETTIR í smurt grillform og þeir smurðir með ólífuolíu. Rósapipar stráð yfir. Grillað í 5-10 mínútur. Sósa: 1 eggjarauða 2 msk. Dijon sinnep 1/2 tsk. sykur í msk. vínedik 6 msk. olía 1 msk. dill sait og pipar Þeytið eggjarauðu og sinnep ásamt sykri þar til það er létt. Hrærið vínedik saman við. Olíu og dilli bætt í og kryddað með salti og pipar eftir smekk. Sósan er borin fram köld með grilluðum laxinum. Þú færð laxinn sneiddan í þægi- lega bita, beinlausa og roðlausa, tilbúna á grillið. Laxabitarnir eru hitaeiningasnauðir og góð tilbreyt- ing frá grillkjötinu. Laxabitarnir frá íslenskum matvælum fást bæði ferskir og frystir í verslunum Hagkaups og Nóatúns. ISLENSK MATVÆLI

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.