Alþýðublaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 r Ikjölfar harðra ásakana tímaritsins Mannlífs um djúptæka spillingu innan fíkniefnalögreglunnar skipaði Þorsteinn Pálsson sérstakan rannsóknardómara til að kanna Geiri á Guggunni: Undir hans stjórn hefur Guggan verið eitt aflahæsta skipið... eitt aflahæsta skip flotans um langt skeið. Til að slá á óánægju ísfirðinga greip aðalstjórnandi Samherja Þorsteinn Már Bald- ursson til þess snilldarbragðs að gera bæjarstjórann á Isafirði, Kristján Þór Júlíusson að stjórnarformanni Samherja. Engin loforð voru þó gefin ísfirðingum önnur en þau að Guggan yrði áfram gul og héldi einkennisstöf- unum ÍS. í þetta lásu menn heið- ursmannasamkomulag um að ís- firðingar gengju fyrir störfum um borð. Það þótti þó bregðast um síðustu áramót þegar Akureyring- ur var ráðinn í hið veigamikla starf yfirvélstjóra um borð. Nú er fyrirætlunin að Guggan verði á Flæmska hattinum kvóta sem Pólverjar eiga, og verður því væntanlega flögguð út undir Pól- land. Nú þykjast því ísfirðingar endanlega vera búnir að sjá á eft- ir flaggskipi vestfirska flotans í hendur útgerðarstórveldis Akur- eyringa... Þorsteinn:Skipaði sérstak- an rannsóknardómara... ásakanir tímaritsins. Það var hæstaréttarlögmaðurinn Atli Gíslason, sem fenginn var til verksins. Atli er búinn að skila skýrslunni fyrir allnokkru til Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra, en það vekur furðu margra að ennþá bólar ekki neitt á framhaldi málsins... Þegar frystitogarinn Guðbjörg var seld Samherja á síðasta ári vakti það ugg meðal ísfirðinga um að með sölunni væri bæjarfé- lagið að tapa gríðarmiklum kvóta skipsins til Akureyringa. En undir stjórn feðganna Ásgeirs Guð- bjartssonar og Guðbjarts Ás- geirssonar hefur Guggan verið Þó engum blöðum sé um að fletta að íslenskir víkingar komu margsinnis til landa, sem í dag enr hluti af Kanada, telja þó margir að ennþá skorti handfastar sannanir fyrir að þeir hafi náð alla leið til þeirra slóða, sem nú heyra til Bandaríkja Norður-Ameríku. Það er raunar gert að umtalsefni í Fteyjavíkurbréfi Morgunblaðsins fyrir skömmu. í Eiríks sögu rauða er hinsvegar lýst ítarlega leiðangri Þorfinns karlsefnis sem sigldu langt suður með strönd Ameríku, og komu þar sem Eiríks saga kallar Hóp. Þar dvöldu leiðangursmenn í einn vetur, lentu þar í hörðum bardaga sem lýst er í sögunni. Mönnum hefur til þessa gengið illa að staðsetja Hóp með bærilegri nákvæmni. í væntanlegri bók sinni um vesturvíking íslensku landnámsmannanna mun Páll Bergþórsson fyrrverandi verðurstofustjóri hinsvegar færa sterk rök að því að Hóp sé ekkert annað en sjávarlónið, sem í dag Páll Bergþórs.: Færir rök fyrir að Hóp sé ekkert annað en sjávarlónið... myndar aðalhöfn New York borgar. Það er því meir en líklegt að fyrsti Evrópubúinn sem steig fæti sínum á Manhatian hafi verið íslendingur... Fyrir skömmu héldu hjónin Berta Bragadóttir og maður hennar Jón Helgi Guðmunds- son sem kenndur er við BýKó sameiginlegt fimmtugsafmæli beggja. Teitið var haldið að jarð- eign í eigu fjölskyldu Bertu, Drumboddsstöðum í Ámessýslu. Miklu fjölmenni var stefnt þangað, enda mikið um dýrðir. Berta er komin af miklu tónlistarfólki, þannig að söngur og dans setti svip sinn á samkomuna. Bróðir hennar er jazzgeggjarinn Halldór Bragason, forsprakki Vina Dóra og var náttúrlega mættur með slatta af vinunum til að leika af fingrum fram. Börn þeirra hjóna Dóri Braga: Mætti með nokkra vini og lék af fingrum fram... ÖRSOGUR eru ekki minna söngvin en ætt- móðirin, og sungu náttúrlega fyrir gesti og afmælisböm. Hámarki náði það þegar frumburðurinn söng fyrir pabba sinn gamalt dá- lætislag hans sem Animals gerðu frægt á sokkabandsárum Jóns Helga, en það var auðvitað Hou- se of the rising sun... Jafnréttisnefndir landsins halda árlegan fund sinn undir lok ágúst og að þessu sinni verður hann á Seltjarnarnesi. Margar mætar konur, sem tengjast stjórn- málaflokkum, halda þar erindi. Siv Friðleifsdóttir: Mun flytja erindi og tala af nokkurri reynslu... Konur úr stjómarflokkunum eru merkilega áberandi meðal þeirra sem eiga að flytja erindi á fundin- um. Þar á meðal eru tvær for- ystukonur ú Framsóknarflokkn- um. Önnur þeirra er varaþing- maður Framsóknar, Elín Líndal sem er einmitt formaður jafnréttis- ráðs. Hin er Siv Friðleifsdóttir, og mun flytja erindi undir yfirskrift- inni: Hvernig konur hasla sér völl í stjómmálum?. Siv mun væntan- lega tala af nokkurri reynslu því við myndun núverandi rikisstjóm- ar var það einmitt hún sem jafn- réttismálaráðherrann Páll Péturs- son tókst á síðustu stundu að koma í veg fyrir að yrði ráð- herra... Kynningin á annarri konu, sem boðið er að halda erindi vek- ur óneitanlega athygli. Það er Ás- dís Halla Bragadóttir, sem auk þess að vera í forystu fyrir Sjálf- stæðum konum eyðir tíma sín- um í að aðstoða Björn Bjarna- son við að vera ráðherra. Efni erindisins? Það veit enginn. í dag er bara búið að bjóða Ás- dísi að halda erindi, en ekki búið að ákveða um hvað erind- ið á að vera. í tilviki Ásdísar Höllu virðist því skipta meiru máli hvertalar, heldur en um hvað er talað. Hvernig í osköp- unum getur staðið á því? I haust fer fram kosning um for- mann Sambands ungra Sjálf- stæðismanna. Einn frambjóð- anda heitir einmitt Ásdís Halla Bragadóttir. Vísast væri það ekki verra fyrir hana í aðdrag- anda kosninganna að ná að vekja rækilega athygli í fjölmiðl- um með því að halda skelegga ræðu um þær umdeildu skoð- anir á jafnréttismálum sem Sjálfstæðar konur standa fyrir. En auðvitað fer því víðs fjarri að hér sé um að ræða hluta af hannaðri kosningabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæð- ar konur misnota ekki jafnréttis- málin misnotuð í svo subbulega Asdís Halla Bragadóttir: Aðstoðar Björn Bjarnason í að vera ráðherra... gamaldags flokkspólitískum til- gangi... ■ ■ Onnur Sjálfstæðiskona sem heldur líka erindi er gamla sunddrottningin og fjölmiðlakonan Ellen Ingvadóttir sem ræðir um framtíð kvenfélaga flokkanna. Margir munu líklega leggja koll- húfur og skrúfa upp einbeitnina þegar framkvæmdastýra Kvenna- llstans Guðrún Jónsdóttir heldur tölu sína um hið óræða efni Kyndblind stjómmál í kynjuðu samfélagi. Víst er, að konur úr Al- þýðuflokknum sperra örugglega eymn þegar þingkona Alþýðu- bandalagsins, Bryndís Hlöðversdóttir ræðir efnið sem henni er boðið að tala um. Titill þess er: Jafnfrétiisumræða á tímamótum!!! Fundurinn hlýtur nefnilega að vera nokkur tímamót fyrir konur í Alþýðuflokknumkomið sterkar fram í umræðu um jafn- rétti á íslandi. Engri þeirra er boð- ið að tala... væntustu úrslit síðustu sveitastjómarkosninga voru án efa stórsigur Fönklistanst á ísafirði, en hann samanstóð af framboði ungs fólks úr Mennta- skólanum á Isafirði. Fönklistinn fékk þá tvo bæjarfulltrúa kjörna af ellefu. Raunar varð annar þeirra varaforseti bæjarstjómar, og stýrir því stundum fundum bæjarstjóm- ar. Annar hinna sigursælu fulltrúa listans var Hilmar Magnússon, en hann er kominn af ættboga ágætra jafnaðarmanna, því hann er sonur Magnúsar Kristjáns- sonar í Skipakaupum. Hinn fuli- trúinn Kristinn Hermannsson er sonur hafnarstjórans á (safirði, Hermanns Skúlasonar, sem var skipstjóri á hinu landsþekkta afla- skipi Júlíusi Geirmundssyni. Sam- kvæmt heimildum örsagna Al- þýðublaðsins djúpt úr iðrum Fönklistans mun vera Ijóst, að listinn býður ekki fram aftur. Ástæðan er einkum sú, að heistu forsprakkar listans eru útskrifaðir úr Menntaskólanum, og flestir komnir annað í nám eða vinnu. Helsti leiðtoginn, Hilmar Magnús- son, varð þannig stúdent í vor. Væntalega má hinsvegar gera ráð fyrir fönkaðri háskólapólitík á næstu misserum, því Hilmar er á leið suður til að afla sér frekari frama á menntabrautinni... Geimverufélagið eins og Félag áhugamanna um fljúgandi furðuhluti er kallað í daglegu tali komst fyrst í fréttirnar þegar Skúli Alexandersson fyrrum alþingis- maður og Magnús H. Skarphéðinsson sátu heila nótt á Snæfellsjökli með útlendum blaðamönnum og innlendum ferðalöngum að bíða eftir Magnús Skarphéðinsson: Sat næturlangt með erlendum blaðamönnum... geimskipi. Félagið lætur sér ekki lengur nægja að halda úti litlu riti, heldur verður heimasíða félagsins sett á Vefinn innan skamms. Ef marka má heimsóknir á erlendar síður af þessum toga verður hún án efa vinsæll áfangastaður á Netinu... fimm á förnam vegi Hvaða bók ert þú með á náttborðinu núna? ■ Friðný Heiða Þórólfsdótt- ir: Lion King. Fyrir bamið. Theovan Selm frá Hollandi: Ég er að lesa leiðsögubæk- ur um ísland. Karin Langhammer frá Þýskalandi: Atómsstöðina eftir Halldór Laxness. Erling Páll Karlsson: Allt í sleik. Ég man ekki eftir hvern hún er. Ólafur Aron Haraldsson: Enga. v i t i m q n n Maður verður að hugsa alveg um þessar 50 ær fyrst og síð- an hinar á eftir. Helga Björg Sigurðardóttir á Kjarlaksstöð- um í Saurbæ í Mogganum. Hinn andlegi tvíburabróðir Gróu á Leiti heitir Bjarni Haf- þór Helgason framkvæmda- stjóri á Akureyri, og stendur háskóladósentinum síst að baki í níði. Dr. Gunnlaugur Þórðarson í Mogganum. Það er erfitt að verjast þess- um ófögnuði með lýðræðisleg- um ráðum, valdsmenn sem þora ekki að ráðast á aðra en varnarlausa og lympast niður við minnsta mótlæti, eiga alltaf næga orku afgangs til að skerða hlut þeirra sem þeir þora til við. Árni Brynjólfsson, að skrifa um árásir á aldraða, í Mogganum. En er það göfugmanniegt að láta ellihruma og sjúka gjalda þess, að þeir eru ekki lengur gjaldgengir í lífsbaráttunni? Ingólfur Aðalsteinsson, fyrrverandi forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, í Mogganum. Jörundur Guðmundsson, hár- skeri og tívolístjóri stendur í þeirri trú að þegar hann tifi á hafnarbakkanum, verði allt vitlaust. Urður Gunnarsdóttir, í Mogganum. Víkverjarar aka, eins og aðrir, um þjóðvegi landsins af og til. Víkverji Moggans. Við þröngar brýr eru aðvörun- arskilti, sem fara mjög í taug- ar Víkverja. Víkverji Moggans. Auk þess vildi ég gjarnan sýna að einhverju leyti frumkvæði í þeim málaflokkum sem ég hef áhuga á. Orri Hauksson, nýráðinn aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, í DV. Ég get ekki setið lengur inni á þessari idíóta-samkomu. Hannes Hafstein um leið og hann gekk af þingfundi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.