Alþýðublaðið - 22.07.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.07.1997, Blaðsíða 1
MÞYÐIWSIS Þriðjudagur 22. júlí 1997 Stofnað 1919 96. tölublað - 78. árgangur ¦ Forráðamenn Sólheima í Grímsnesi ósáttir við hreppinn, sem skýlir sér bakvið samning Sólheima og félagsmálaráðuneytisins. Fatlaðir afskiptir Án lögboðinnar þjónustu - segir framkvæmdastjórinn. Hann segir jafnframt að íbúar að Sólheimum fái langt í frá þá þjón- ustu sem þeir eiga að fá og einsdæmi sé að í Grímsneshreppi greiða fatlaðir fasteignagjöld íbúar að Sólheimum í Grímsnesi njóta ekki þeirra þjónustu sem fatlað- ir eiga að fá samkvæmt lögum. Óð- inn Helgi Jónsson, framkvæmda- stjóri að Sólheimum, segir að Gríms- neshreppur hafi ekki fengist til að sinna lagaskyldum sínum frá því að Sólheimum var breitt, frá því að vera viststheimili í sjálfstæða búsetu, á ár- inu 1993. Óðinn nefhir sem dæmi ferðaþjónustu og liðveislu fyrir fatl- aða. „Sveitarfélagið hefur ekki staðið við lagaskyldur sínar og það virðist sem þeir vilji ekki hafa okkur sem hluta að sveitarfélaginu. Það hafa jafnvel heyrst raddir þar sem talað er um hvort ekki sé hægt gera breyting- ar þannig að við tilheyrum ekki sveitarfélaginu. Samt hafa íbúar hér greitt útsvar og fasteignagjöld til sveitarfélagsins frá árinu 1993. Það er einstakt að fatlaðir greiði fast- eignagjöld, en þau eru innheimt hér í Grímsneshreppi," sagði Óðinn Helgi Jónsson. Aðspurður sagði fram- kvæmdastjórinn að svo virtist sem íbúar að Sólheimum séu óæskilegir í hreppnum. Hann bætti við og sagðist vita til að sveitarstjórnarmenn hafi hugleitt hvernig þeir geti náð til sín stjórn og forræði yfir Sólheimum. Hann benti á að árinu 1946 voru sett bráðabirðgalög um leigunám í Sól- heimum.þau fengu ekki samþykki Alþingis, þá þótti það óhæfa, hvað nú rúmum fimmtíu árum síðar. Óðinn segir að rök sveitarstjórnar- manna, fyrir framkomu sinni, séu meðal annars þau að Grímsneshrepp- ur sé of lítið sveitarfélag til að geta sinnt skyldum sínum gagnvart þeim fjörutíu fötluðu íbúum sem búa að Sólheimum. Það segir framkvæmda- stjórinn vera vandamál hreppsins en ekki Sólheima. Sólheimar hafa sagt upp þjónustu- samningi sínum við félagsmálaráð- neytið, meðal annars vegna þess að sveitarfélagið hefur borið hann fyrir sig og talið að samningurinn leysi þá frá lagaskyldum sínum. ¦ Hagskinna og ástalíf íslendinga Do-do dreifist jafn- ar yfir áriö Nóvember ber höfuð og herðar yfrr aðra mánuði ársins hvað varðaði tíðni ástaleikja um miðbik síðustu aldar, sé gert ráð fyrir að tíðni barneigna endurspegli fjor- leika holdsins níu mánuðum áður. Á þeim 150 árum sem síðan eru liðin hefur samförum í nóvember hlutfallslega fækkað um fjórðung. Allt skammdegið var raunar árstíð ástarinnar, því milli áranna 1853-1860 komu hlutfallslega flest börn undir á tímabilinu októ- ber-janúar. I dag er nóvember enn samfaramánuður ársins, en ásta- leikirnir dreifast nú miklu jafnar um árið en áður. Þessar niðurstöð- ur má lesa úr gögnum Hagskinnu, sem Hagstofan gaf út á dögunum, og hefur að geyma sögulegar hag- tölur íslendinga. Þar kemur fram, að barneignir eru langflestar í skammdegismán- uðunum, og á grundvelli fæðing- artalna eftir mánuðum má reikna út að af hverjum 1.200 börnum hafi 137 komið undir í ástaleikj- um í nóvember. Fæst börn voru getin í júní, eða aðeins 73 af sér- hverjum 1.200. Tölfræðilega má því reikna út, að árið 1853 gerðu menn do-do að meðaltali 87,7 % oftar í nóvember en júní. Þetta er sérlega athyglis- vert í ljósi þess, að í júní veldur vaxandi daglengd allt að fimm- földum styrk kynhormóna í blóði ungra karla. Á þessum árstíma hefðu ungir bændasynir á dögum Fjölnis- manna því átt að vera ærðir af bríma holdsins, einsog þekkist raunar meðal ýmissa eskimóþjóða norðurheimskautsins. En sauð- burðurinn hefur bersýnilega tekið upp allan tíma þeirra. Miðað við tíðni fæðinga eru samfarir enn í dag iðkaðar fimmt- ungi oftar í nóvember en júní, og er sannarlega ekki hægt að kenna sauðkindinni um það. Ekki lengur myncllist með kaffinu á Mokka Mokka kaffi við Skólavörðustíg ætlar að hætta að sýna myndlist. Mokka kaffi hefur starfað í tæp fjör- tíu ár og hefur aldrei glatað því for- skoti að selja besta kaffið í bænum. Það er alltaf hægt að stóla á það rétt eins og girnilegar hnausþykkar rista- brauðssneiðarnar og góða súkkulað- ið með rjómanum. Ekki breytist inn- réttingin og ekki hefur það brugðist að listaverk væru til sýnis á veggjun- um. Allavega ekki ennþá. Listaverk- in virtust stundum vera það eina á Mokka sem mark tók á tíðarandan- um. Þau sveifluðu honum inn í óhagganlegt andrúmsloftið svo kaffiþyrstir gátu ekki gleymt því að þeir voru staddur í nútímanum. Mokka hefur aldrei fest í fortíðinni. Síðustu fimm árin hefur myndlist- in sótt í sig veðrið og orðið meira áberandi í starfseminni. Mokka hafði verið svipt inn í hringiðu sam- tímans og ekki laust við að þar væri starfandi einn líflegasti sýningar- staður myndlistar í allri Reykjavík. Enginn listáhugamaður gat látið sýningamar á Mokka framhjá sér fara. Þessi skyndilegi kippur í sýn- ingarstarfinu sem þó hafði aldrei sýnt nein veruleg þreyrumerki í fjórutíu ár, kom með Hannesi Sig- urðssyni listíræðingi. Honum tókst næstum því að breyta Mokka í al- vöru sýningarsal. En myndlistin hef- ur alltaf verið aðskilin frá kaffisöl- unni, enda getur hún ekki staðið undir henni - og engan bjór að hafa. Þess vegna hefur Hannes Sigurðs- son ákveðið að leggja niður sýning- arhald á Mokka kaffi um óákveðinn tíma frá og með 6. ágúst. Þann dag lýkur yfirstandandi sýningu Hlínar Gylfadóttur. Hún verður þar með síðasta sýningin af um það bil sex hundruð í óslitinni röð myndlistar- sýninga frá því Mokka opnaði árið 1958. Síðastliðin tvö ár hefur Hannes einnig rekið sýningarsalinn Sjónar- hól á horni Ingólfsstrætis og Hverf- isgötu í sjálfboðavinnu. En það mun einnig leggja upp laupana, í lok ágúst, um leið og fyrirhugaðri sýn- ingu á verkum Gunnars Karlssonar lýkur. Hannes Sigurðsson hefur ver- ið einn athafnasamasti og atkvæða- mesti listfræðingurinn í Ustalífi Reykjavíkur síðustu misserin. Auk sýrúngarhaldsins á Mokka og Sjón- arhóli hefur hann staðið fyrir sjón- þingum í samvinnu við Gerðuberg, menningarmiðstöð Reykjavíkur- borgar. Nú er allt óvíst um framhald á þeim næsta vetur og starfi Hannes- ar sem menningarfulltrúa Gerðu- bergs. Ástæðan fyrir því að eldhug- inn Hannes ætlar að hætta skipu- lagningu á myndlistarviðburðum í bili er einföld; hann getur ekki séð sér og sínum farboða með eintómri sjálfboðavinnu. Hannesi þykir leitt að þurfa að hætta afskiftum sínum af myndlistinni og vonar að þetta hlé hans eigi eftir að verða stutt. Islensk taska full af rotnandi sjávarfangi - vekur ugg hjá danskri leigubílastöð „Ég fattaði það ekki fyrr en seinna um kvöldið að það vantaði eina tösk- una," segir Dagmar Þórisdóttir nemi í Kaupmannahöfn en hún varð völd að því sem hlýtur að vera martröð hvers leigubílstjóra. Þann 14 júní var hún á leið til heim- ilis síns í Kaupmannahöfn eftir fjög- urra mánaða dvöl á Islandi, með hreint út sagt rosalega mikinn farangur, 36 kíló í yfrrvigt, þar á meðal tölvu. I einni töskunni var heilmikið af fersk- um fiski, rækjum og öðru sjávarkyns. „Ég tók síðan leigubíl frá Kastrup flugvelU en gleymdi töskunni," segir Dagmar. „Seinna um kvöldið þegar ég uppgötvaði að taskan var týnd gat ég ekki munað hvaða leigubílastöð ég hefði skipt við og hringdi í nokkrar sem höfðu ekki frétt af neinni tósku. Mér og manninum mínum var ráðlagt að leita í tapað fundið hjá Lögreglunni en það opnaði ekki fyrr en eftir helgi en ég kom til landsins á laugardegi. Á mánudeginum hringi ég í lögregl- una sem kannast ekki við að hafa tösk- una undir höndum en ráðleggur mér að bíða fram á föstudag, svona hlutir gætu skilað sér frekar seint. Það voru hinsvegar farnar að renna á mig tvær grímur. Það getur enginn haft ferða- tösku fulla af rotnandi rækjum og öðru sjávarfangi undir höndum án þess að renna á lyktina. Á þriðjudeginum fór ég í gönguferð asamt manninum mínum og þá rak hann augun í leigubíl sem var með eins posatæki í bflnum og leigubfllinn sem tók okkur uppí með töskuna. Við ákváðum því að hringja í þá stöð. Þetta var frekar lítil stóð og þeg- ar ég hringdi og bar upp erindið fuss- aði símadaman og vissi upp á hár við hvaða tösku væri átt. „Við erum búin að henda töskunni," sagði hún en benti mér á að stelpurnar á skrifstofunni sæu annars um svona mál. Næsta morgun þegar ég talaði við þær staðfesm þær að það væri búið að henda henni en eftir þrábeiðni mína veiddu þær hana uppúr ruslafötunni. Ég rak manninn minn framúr og skip- aði honum að ná í töskuna. Hann labb- aði síðan fram á hana þar sem hún stóð við hliðina á ruslagáminum hjá stöð- inni og angaði hræðilega. Hann tók töskuna og fór með hana í srrætó heim og viðbjóðsleg ýldulyktin hékk yfir honum eins og grátt ský alla leiðina. Gamall maður sem kom inn í vagninn fitjaði uppá nefið og sneri við út. Mestu af fisknum hafði sem betur fer verið hent en einn kassi hafði þó óvart fengið að vera, við gátum hins- vegar veitt myndavélina mína úr töskunni og ýmis föt sem ég hafði troðið þar með og þurftu góðan þvott. Síðan fór taskan á haugana." ¦ Jóhann Jónsson Óttaöist Vífilsstaði ,Afstaða mín til lífsins og þetta er sannleikur -afstaða heilbrigðs manns", segir Jóhánn Jónsson skáld í bréfi til Kristins E. Andr- éssonar 24. apríl 1932 örfáum mánuðum áður en hann deyr og er að hafna tilboði um að koma tíl íslands og leggjast innn á Vífil- staði. Sjá bls. 4-5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.