Alþýðublaðið - 22.07.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.07.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1997 AIM9UBLHBIB Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri ðssur Skarphéðinsson Fréttastjóri Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasimi 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 550 5750 Umbrot HBK Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Harkaleg viðbrögð við Kjaradómi Kjaradómur ákvað fyrir helgina að hækka laun æðstu embættis- manna ríldsins, þingmanna og ráðherra um 8,55% . Til viðbótar voru laun allra dómara hækkuð um 5% aukreitis og hjá sumum þeirra hækk- uðu laun jafnvel enn meira. Hinar almennu hækkanir eru rökstuddar í úrskurði Kjaradóms með því að þær séu að mestu leyti breytingar með hliðsjón af almennri launaþróun en grunnlaun þeirra sem undir Kjaradóm heyra voru síðast hækkuð í september 1995. Umframhækkun til dómara er m.a. rökstudd með því að það sé brýnt að sérstaða dómara í stjómkerfinu sé rækilega undirstrikuð, dómumm sé ætlað að vera óháðir úrskurðaraðilar sem almenningur á að geta snúið sér til með ágreinings- og réttindamál, einnig mál gegn fram- kvæmdavaldinu. Miklar hæfniskröfur séu gerðar til dómara og mikil- vægt sé að í stöður dómara sækist hinir hæfustu menn og megi launa- kjör dómara ekki vera því til hindrunar. Þetta er sérstætt orðalag í rökstuðningi Kjaradóms og í ljósi nýgeng- inna dóma Hæstaréttar mætti ætla að Kjaradómur væri að viðra þá skýringu að heimskulegir dómar sem bijóta í bága við réttlætiskennd almennings og nútíma mannréttindakröfur séu til komnir vegna þess að dómarar séu vanhæfir og illa launaðir. En til viðbótar við 8,55% almenna hækkun og sérhækkun um 5% aukreitis fyrir dómara tók Kjaradómur ákvörðun um að greiða skuli ýmsum embættismönnum tiltekinn fjölda yfirvinnutíma á mánuði. Þar sem í mörgum tilvikum er um að ræða hækkanir sem nema jafnvel tug- um þúsunda bregður almenningi í brún við þessi tíðindi. Viðbrögðin í samfélaginu eru því harkaleg eins og kom m.a. fram í Morgunblaðinu nú m helgina. Meira að segja Þórarinn Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ er hissa á þessum úrskurði dómsins. Hann seg- ir launakostnaðarhælckun í síðustu kjarasamningum á almennum vinnumarkaði nema um 6-7%, þannig að Kjaradómur hafi horft til þeirra hópa sem mestar fengu hækkanirnar í síðustu kjarasamningum. Bjöm Grétar Sveinsson formaður Verkamannasambands Islands hefur sagt um þessar hækkanir að samkvæmt eðlilegum leikreglum hefðu embættismennimir átt að fá innan við 5% launahækkun sem var sú lína sem varð ofan á í samningunum hjá almennu launafólki. Hann kveður úrskurð Kjaradóms því ósvífnari en venjulegum íslendingi hafí dottið í hug. Ákvörðun Kjaradóms væri út úr kortinu og í raun þjófn- aður á almannafé. þetta væri pólitísk niðurstaða og að stjómmálamenn ættu að grípa í taumana. -Mér finnst að stjómmálamenn og þeir sem ráða eigi að ryðja þennan dóm og fá til þessa verks fólk sem er í ein- hveijum tengslum við það sem er að gerast í þjóðfélaginu, segir Bjöm Grétar Sveinsson formaður Verkamannasambands Islands. Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokksins gagnrýnir einnig dóminn harkalega. -Það er kannski ekki tilviljun að flest allir þeir sem í dóminum sitja era af sömu stétt og dómarar. Sighvatur segir einnig að það sé slæmt að Kjaradómur skuli fara út á þá braut að kveða á um yfirvinnutíma einstakra embættismanna, því það sé einmitt galli við launakerfið á fslandi hversu ógagnsætt það er og með svona ákvörðun- um séu menn að finna enn eina leið til að hækka raunveruleg laun. Þessi úrskurður Kjaradóms gæti einnig verið til vitnis um að verka- lýðshreyfingin hafi sjálf verið á villigötum við gerð aðalkjarasamnings í vetur. Fréttir úr efnahagslífinu gefa allar til kynna að velferð fyrir- tækjanna hafi vaxið mun hraðar en sem nemur þeim kauphækkunum sem samið hefur verið um fyrir almennt launafólk. Helstu niðurstöður þjóðhagsspár fyrir árið 1997 og næstu árin þar á eftir em t.d. þannig að horfur era á að hagvöxtur verði mikill á þessu ári annað árið í röð. í fyrra var hagvöxturinn hér á landi 5,7%. Þjóðhagsstofnun reiknar með að hagvöxturinn verði áfram mikill á áranum 1998 og 1999, eða 3,8% fyrra árið og 2,8% hið seinna. Það stefnir því í að hagvöxtur á íslandi verði áfram meiri en í helstu viðskiptalöndum. Það hefur einnig komið fram samkvæmt nýjustu fréttum að verð- bólgan verður mun minni en talið var við gerð kjarasamninganna þannig að það mætt álykta sem svo að efnahagslífið hefði borð fyrir bára. Þannig ályktaði Kjaradómur þegar hann var að ákvarða laun fyr- ir hæst launuðu starfsmenn ríkisins. Vert er að hafa í huga að samkvæmt ýtrastu kröfum verkalýðshreyf- ingarinnar var verið að tala um mánaðarlegar kauphækkanir sem námu nokkram þúsundum króna. Með Kjaradómi var hins vegar verið að taka ákvörðun um að laun rjómans af ríkistoppunum hækkuðu um tugi þúsunda króna. Það er því auðvelt að skilja hvers vegna menn reiðast þessum ákvörðunum. Þær meiða réttlætiskennd fólks -og eins og Pét- ur Sigurðsson forseti Alþýðusambands Vestfjarða sagði, - þarf ekki byltingu á íslandi? skoðanir Vormenn íslands Fyrir 150 árum fór mikil frelsisalda um Evrópu. Kóngar sáu sitt óvænna og urðu að gefa nokkuð eftir af valdi sínu, sem þeir höfðu tekið sér um ald- ir. Við Islendingar urðum þessa að- njótandi þó í smáum stíl væri. En mjór varð mikils vísir. Andans menn á ýmsum sviðum þjóðfélagsins drógu andann djúpt og var sem þeir hefðu fyllst ofurkrafti. Ortu hvatningarljóð og hafist var handa um að byggja upp íslenskt þjóðfélag. Verður sú saga ekki tíunduð hér. Þessi andlega og veraldlega spyma þjóðarinnar fannst mér tapa fluginu eftir að við höfðum öðlast sjálfstæði fyrir rúmlega 50 ámm. Heimsstyijöldin síðari braust út og íslenskt þjóðfélag sem byggt hafði verið upp af vinnandi höndum við kröpp kjör tók aðra vendingu. Skyndilega safnaðist þjóðinni erlend- ur gjaldeyrir og skuldir við Hambros Bank greiddust upp. A þessum tíma- mótum stóð lengi styrr um hvort nota ætti þessar innistæður til gagns eða hvort kaupa ætti glysvaming og gera sér glaðan dag. Steína glysvamings- manna varð undir í bili. Það var á þessum ámm sem leiðir okkar Guðmundar Jóhanns Guð- mundssonar lágu saman. Við vomm miklir aðdáendur nýsköpunar í at- vinnulífmu og spömðum lítt aðdáun okkar á henni. Við sáum eins og reyndar fleiri hylla undir velmegun þjóðarinnar um ókomna tíma. Krepp- an sem við báðir höfðum kynnst og búið við væri gleymd og grafin. Slík var bjartsýni ungra manna á þeim tíma. Adam var ekki lengi í Paradís. Pqllborð ^ ^ | Strax að loknum kosningum 1946 hrönnuðust óveðurský í lofti. fsland var komið inn í hringiðu alþjóðamála. Þrátt fyrir gefin loforð um að her skyldi fara úr landi tókst mönnum að draga friðarsamninga svo á langinn að þetta varð eilífur augnkarl í líft þjóðarinnar. Höfðu ekki gleymt draumum sinum Glysvamingsmenn höfðu ekki gleymt draumum sínum. í fyrstu var reynt að gera mönnum þessum dulitla lausn sinna hugsjónamála og tekin upp skömmtun til þess ama. Sóttu glysvamingsmenn jafnt og þétt á með alls kyns frelsishjali til handa al- menningi, en vormenn létu deigan síga. Sitthvað varð til að mgla ýmsa vormenn, sem ekki verður tíundað að þessu sinni. Undirstöðuatvinnuveg- imir urðu fyrr ýmsum áföllum og á Guðmundur Jóhann var einn af vor- mönnum íslands með dulitlu borgara- legu ívafi þó. Ég held samt að kaffi- drykkjan a „betri bæjum“ hafi aldrei átt við hann. Það var eins og hann lifnaði allur við er hann eygði sam- runa vormanna í einn flokk. daginn kom að ýmsir vormenn í at- vinnuuppbyggingunni höfðu ætlað sér um of. Það eitt úrræði var auðvelt, að mati stjómmálamanna: Að lækka gengi ís- lenskrar krónu. Hófst þar með verð- bólgubál sem stóð um nokkur ár. Glysvamingsmenn mökuðu krókinn þrátt fyrir verðlagshöft. Faktúrur fundust í síldartunnum og svo ffam- vegis. Svo fór að lokum að stjóm- málamenn treystu sér eldd að lækka krónuna öllu meir, enda höfðu ýmsir alþjóðlegir guðir tilkynnt stjómvöld- um að slík dæmi sem þessi gengu ekki upp. Má segja að með þessu hafi íslenskri krónu verið veitt náðarhögg- ið. Finna varð nýjar leiðir til að rétta við efnahaginn. Hagfræðingastétt landsins hafði nokkuð fjölgað á þess- um tíma, þótt ekki væm þeir á hvetju strái. Var leitað til þeirra til lausnar vandanum. Ekki verður hér gerð til- raun til að fjalla um þessi hollráð. Mér koma aðeins í hug orð Ama Pálssonar prófessors er hann hafði um rónana og lífsins veigar þegar ég hugsa um þá fræðigrein. Hún hefur reynst glysvamingsmönnum meiri máttarstólpi en alþýðu þessa lands. Bergvatnsár eða jökulár? Því fer ég inn á þessa sálma, að í minningunni um Guðmund Jóhann verður mér oft hugsað til þessara ára. Á þessum ámm námum við ýmislegt í lífsbaráttunni, sem ekki varð numið á skólabekkjum. Við kynntumst hópi baráttufélaga af öllum stigum þjóðfé- lagsins, en þó einna helst verkafólki og námsmönnum. Okkur var báðum ljóst að stundarósigur auðvaldshyggj- unnar yrði tímabundinn. Mændum gjaman til stórabróðurs í austri sem gæti ef til vill snúið þróuninni við, til hagsbóta fyrir alþýðu manna. Þá sögu þekkja allir. Ég held þó að yfirleitt höfum við íslenskir sósíalistar haldið okkur við lest okkar. Island var okkar heimavöllur. Líkt og KR-völlurinn er sönnum vesturbæingum. Góðæri var misskipt þá eins og nú. Fjöldi fólks hafði flutt úr sveitum landsins á mölina. Húsnæðisleysi varð eitt af bölum þessa fólks. Byggði það í óleyfi hús í Blesugróf og Breiðholti án þess að spytja kóng eða prest. Þessu fólki kynntumst við Guðmundur vel. Þar var ætíð opið hús og íslensk gestrisni í hávegum höfð. Kaffi var þar jafnan heitt á könnunni. Margan kaffisopann drukkum við Guðmundur þar á bæ. Það þarf deigan mann til að gleyma slíkum árum. Þeim árum gleymdi Guðmundur held ég aldrei. En svo fór Guðmundur að drekka kafft á „betri bæjum“. Ekki veit ég hvemig kaffi það var. Lauk þá sameiginlegri kaffi- drykkju okkar. Vormönnum Islands fer fækkandi og er þeirra einna helst minnst á tylli- dögum. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að sú kveikja sem vaJcn- aði með vormönnum íslands er langt frá því að vera kulnuð. Hún lumar undh eins og hraunstraumar íslands sem gjósa annars lagið upp á yfir- borðið. Skeyta h'tt um hlutabréf og verðbréfabrask og þaðan af síður lottó. Minna á sig á alvöruþrunginn hátt. Minna á að saman þurfa að fara efnahagsmál og umhverfismál, eins og einn kaffibrúsafélagi Guðmundar Jóhanns lét sér um munn fara á er- lendri gmnd nýverið. Guðmundur Jóhann var einn af vormönnum Islands með dulitlu borgaralegu ívafi þó. Ég held samt að kaffidrykkjan á „betri bæjum“ hafi aldrei átt við hann. Það var eins og hann lifnaði allur við er hann eygði samruna vormanna í einn flokk. Lái ég honum það ekki. í þeim efnum er það hins vegar ætíð sú spuming uppi, hvort þar renni bergvatnsár eða jökul- ár? Það verður tíminn að leiða í ljós. Leirinn fýkur að vísu í burtu og verð- ur seint að gróðurmold. Við skulum samt vona að niðurinn af fallvötnum þeim verði tær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.