Alþýðublaðið - 22.07.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.07.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1997 Minning Jens í Kaldalóni „Þar sem jökulinn ber við loft hœttir landið að vera jarðneskt, en jörðin fœr hlutdeild í himn- inum, þar búa ekkiframar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar rík- ir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Kempan úr Kaldalóni, Jens Guð- mundsson vinur minn, er látinn eftir skamma sjúkrahúslegu. Jens í Kalda- lóni fæddist að Lónseyri í Kaldalóni við ísafjarðardjúp 9. nóvember 1910. Þar ólst hann upp og var bóndi þar til ársins 1950. Hann stundaði einnig sjóinn á yngri árum. Arið 1950 flutt- ist hann að næsta bæ við Lónseyri, Bæjum á Snæfjallaströnd. Þar bjó hann búi sínu til ársins 1989 er hann fluttist að Kirkjubæ í Skutulsfirði, enda Ströndin þá nánast öll komin í eyði og bóndi orðinn nokkuð rosk- inn. Á Kirkjubæ bjó Jens myndarbúi til dauðadags. Alla tíð kenndi hann sig við Kaldalón. Tilvitnunin fremst í þessum skrif- um er úr bókinni Fegurð himinsins í Heimsljósi Halldórs Laxness. Hún á sannarlega við hér. Frá bæjarstæðinu á Lónseyri blasir allt Kaldalón við í norðri og austri og inni í botni þess ber fannhvíta bungu Drangajökuls við himin í allri sinni fegurð, um- kringda svörtum hömrum þar sem skriðjökullinn fellur fram. Einnig eru þar rennislétt grasgefin engi, sem sil- ungsáin Mórilla kolmórauð liðast urn. Þar eru líka skógi vaxnar fjalla- hlíðar. í illviðrum á vetrum skiptir þessi umgerð um svip og verður geigvænleg; tætingsleg vindaský á jöklinum, svallrenndir klettarnir, skógarhlíðarnar kaffenntar, margra mannhæða háir móðar fram í sjó. Mórilla í klakaböndum, og rokið svo mikið úr Lóninu að sjórinn rýkur sem mjöll. Andstæður Kaldalóns eru svo miklar að það er engu líkt í feg- urð sinni og hrikaleik. Þar eru sauð- fjárhagar einna bestir við Djúp. Þar kemur grasið grænt undan fönn á vorin. Svo er einnig úti á Ströndinni. I suðri og vestri er svo Isafjarðar- djúp með alla sína firði, varpeyjar og sker, stundum spegilslétt og fagurt á Lóndjúpinu, en einnig getur það ver- ið hvítfyssandi, úfið og grátt, jafnvel ógnvekjandi. Þangað sóttu Lónseyr- arbændur eins og aðrir Djúpmenn björg í bú, í sjálfa Gullkistuna, eins og Djúpið frá Inn-Djúpi út að Stiga og Rit var ævinlega nefnt. Fjöllin vestan Djúps blasa við augum frá Lónseyrarbænum. Ovíða er jafn ægi- fagurt útsýni frá nokkru bæjarhlaði á Islandi. Ekkert jafnast á við dvöl um sól- stöður í Kaldalóni þegar himinn er blár og kindajarmur heyrist í hlíðum, svanasöngur, hnegg í hrossagauk, gól í himbrima, barlómur lómsins og spóinn vellir, og niður í lækjum og ám ásamt einstaka traustabresti í jöklinum. Þama var starfsvettvangur Jens í tæp sjötíu og níu ár eða þar til hann fluttist í Skutulsfjörð Bæjum. Eflaust hefur þetta umhverfi mótað dugnað hans, áræði, ást hans á nátt- úrunni, lífsskoðanir og virðingu fyrir lítilmagnanum. Jens var fimmti liður sömu ættar sem byggði Lónseyri. Þrír fyrstu voru leiguliðar, en faðir hans keypti jörðina skömmu eftir að hann hóf þar búskap. Nú eru þrír sumarbústaðir bama hans á ættaróðalinu og dveljast þau þar langdvölum á sumrin. Hagyrðingur einn sagði um Lóns- eyri: Lónseyri er li'till bœr, lagaður með snilli. Andskotinn þar aldreifcer ósamlyndi á milli. Þetta reyndist sannmæli, því á Lónseyri þekktist aldrei nábúakritur eða ósamkomulag við granna. Jens var næstsíðastur í röð ellefu systkina og em þau nú öll látin, fjög- ur þau síðustu nú á innan við einu ári. Lífsförunautur Jens var eftirlifandi eiginkona hans, Guðmunda Helga- dóttir frá Tröð í Álftafirði, og eignuð- ust þau hjón sex böm og ólu upp fjögur fósturböm. Kynni mín við kempuna úr Kalda- lóni hófust ekki fyrir alvöru fyrr en fyrir um tuttugu ámm, en þá var ég oft í löngum bakpokaferðum með ferðafólk á ystu strandir norðan Djúps. Sumar ferðimar ýmist hófust eða enduðu í Bæjum. Áður hafði ég nokkmm sinnum hitt Jens og átt við hann tal, oftast á bryggjunni í Bæj- um. Eftir þau kynni var eins og við hefðum alltaf þekkst og átti karlinn raunar strax í mér hvert bein. Eg vildi að þessi kynni hefðu hafist fyrr. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mál- um, var hreinskilinn og skammaði mig fyrir skrif mín í blöðin, ef hon- um líkaði ekki við efnistök eða skoð- anir, hrósaði mér ef honum þótti vel til takast og kom með ábendingar um mál sem þyrfti að skrifa um. Þótti mér ákaflega vænt um þetta. Reynd- ar notaði ég Jens oft sem „barómet- er“ og las fyrir hann greinar mínar og kerknisvísur í símann til þess að fá álit hans á því hvort ætti að láta þetta eða hitt gossa. Sjálfur var Jens sér- stæður snilldarpenni og var fréttarit- ari Morgunblaðsins í Djúpi í áratugi og hélt áfram skrifum í blaðið eftir að hann kom í Skutulsfjörð. Hagyrð- ingur var hann einnig góður. Var hann raunar landskunnur fyrir pistla sína og skrifaði á kjamyrtu alþýðu- máli. Árið 1985 fór ég sem fararstjóri í tíu daga ferð á hestum norður á Homstrandir og hófst ferðin í Bæj- um. Svo háttaði til að fjórtán manns fóm í ferðina með fjörtíu og fjóra hesta. Var ekki hægt að flytja svo marga hesta með gamla Fagranesinu í einu frá Isafirði inn í Bæi svo við fómm þrír á undan með þriðjudags- ferðinni með um þrjátíu hesta. Ætl- unin var að vera í tjaldi á túninu í Bæjum, elda ofan í okkur og passa hestana í girðingu hjá Jens, fram á föstudag því þá var von á hinu fólk- inu og hestunum. Það gerði rok og lélegt tjald fauk og báðumst við þá gistingar í Hærribænum hjá Jens, sem hann hafði þá þegar boðið okkur strax og við stigum á land. Húsfreyja var að heiman, sláttur að byrja og Jens einn heima ásamt Inga fóstur- syni þeirra hjóna. Lítill tími var til eldamennsku, kunnáttan til elda- mennsku kannski ekki mikil, enda þeir báðir vanir kræsingunum hennar Mummu. Þá björguðu þeir Ingi sér og fóstri hans með því að hafa signa grásleppu og hafragraut í allar mál- tíðir, að minnsta kosti meðan við dvöldumst hjá þeim. Nóg var til af grásleppu sem þeir höfðu veitt um vorið. Þetta var kjamafæði sem okk- ur líkaði vel, en langur tími leið þar til ég fékk mér grásleppu eftir þetta. I tímaskortinum við að elda kunnu þessir karlar að bjarga sér húsfreyju- lausir. Hentum við Jens oft gaman að þessu síðar. Jens í Kaldalóni var mikill hesta- maður og átti alltaf marga hesta. Eitt sinn var ég mættur í Bæjum ásamt tveimur bændum úr Djúpi og fleira fólki. Var verið að leggja upp í hesta- ferð í kringum Drangajökul. Þetta var árið 1989 og karlinn þá orðinn sjötíu og níu ára og að flytjast frá Bæjum. Nokkrum sinnum lánaði Jens mér hesta endurgjaldslaust í ferðir sem þessar. Áður en lagt var upp í ferðina þurfti að jáma baldinn hest sem ekki hafði komist undir mannahendur lengi. Klárinn varð óður og hrukku menn frá honum í allar áttir. Þama vom þó einir sex menn við jáminguna. Loksins tókst að binda hestinn við símastaur á hlaðinu. Það dugði ekki því hann lagði staurinn útaf. Þá tók sá gamli til sinna ráða og setti hestahnút á klár- inn, bönd á lappimar, spurði hvort menn væm hræddir við saklausa skepnuna, skipaði að haldið yrði í böndin og síðan tók hann sig til og jámaði hestinn í áföngum og með hvíldum, þrátt fyrir að hann sparkaði og ólmaðist. Allir hinir vom ungir og flestir vanir hestamenn. Svona var Jens í Kaldalóni, hann gafst aldrei upp og var ekkert að tvínóna við verkin. Hann vann þau bara. Eftir að Jens fluttist í Skutulsfjörð fór ég oft í heimsókn til þeirra hjóna, oftast í morgunkaffi, því alltaf var hlaðið borð af brauði og kökum hjá Mummu. Var ævinlega rætt um landsmálin, bæjarmálin og það sem efst var á baugi og stundum heitt í kolunum í þeirri umræðu. Karlinn var oft stríðinn við mig og skammað- ist út í kratana til þess að æsa mig upp. Hann var einstaklega laginn við þetta og tókst oft vel upp. Þá sagði Mumma stundum: „Láttu nú ekki svona við hann Gísla. Hann hættir bara að koma ef þú lætur svona við hann.“ Eftir að nýja brúin og vegarfyll- ingin kom í botni Skutulsfjarðar varð vinsælt hjá fólki að fara í heilsubót- argöngu inn hjá Hafrafelli, inn að Kirkjubóli, út hjá Kirkjubæ og yfir brúna. Þetta er góður hringur. Eg er einn af þeim sem byrjuðu á þessu líka. En ævinlega þegar kom að Kirkjubæ þá leiddi ég hugann að kaffiborðinu þar, stóðst ekki freist- inguna og bankaði uppá. Þar bætti ég á mig fleiri kaloríum en ég hafði brennt í trimminu. Þetta endaði með því að ég gafst upp við þetta athæfi. Ég er þakklátur og hreykinn af því að hafa þekkt Jens í Kaldalóni. Hann gaf mér svo margt og hafði svo mik- ið að gefa. Hann sagði mér að hann ætlaði aldrei á elliheimili og það rættist. Hann sinnti sínum búskap þar til fyrir þremur vikum að hann veikt- ist og sem betur fer lá hann stutta legu. Jens í Kaldalóni vildi ekki liggja aðgerðarlaus og ósjálfbjarga. Það var honum fjarri. Nú er kempan komin í sitt Kalda- lón hjá Guði og sennilega farinn að kanna landið þar undir bú. Þar er hann örugglega farinn að kanna endalausar slægjur, sauðfé, kýr og hestakyn. Þar mun honum búnast vel. Hann á það skilið. Farðu heill, kæri vinur, og þakka sér samferðina og allt það sem þú hefur gefið mér. Ég votta fjölskyldu Jens í Kalda- lóni, ættingjum hans og vinum sam- úð mína. Þau hafa orðið fyrir sárum missi. I Heimsljósi segir um fegurð him- ins og jökuls: „Best er að gleyma heimi sín- um, bœði því sem maður hefur orðið að þola og eins hinu sem maður þráir, því sem maður hefur misst og hinu sem maður kann að vinna, gleyma lífi stn sjálfs andspœnis þeirri fegurð þar sem mannlegu líft sleppir og eilífðin tekur við, hið full- komna, fegurðin sem efsti dóm- ur. Gísli Hjartarson ritstjóri Skutuls á ísafirði F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboðum í endurnýjun dreifikerfis hitaveitu, lögn á grásteinskanti, snjóbræðslu og hellu og steinlögn í gangstótt í vesturhluta Lækjargötu milli Austurstrætis og Vonarstrætis. Verkið nefnist: Endurnýjun í Kvos 5. áfangi - Lækjargata, gangstétt. Helstu magntölur eru; Upprif á hellum og malbiki 1.900 m2 Snjóbræðsluslöngur7.500 m Hellu og steinlögn 1.800 m2 Grásteinskantur 250 m Endurnýjun HR, tvöfalt dreifikerfi 210 m Síöasti skilad. verksins er 21. okt. 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og meö miövikudeginum 23. júlí nk. gegn 10.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboða: miðvikudaginn 6. ágúst 1997, kl 11.00 á sama stað gat 109/7 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í safnæöar fyrir 3. áfanga Nesjavallavirkjunar. Verkið felst í DN 200/350/400 tengingu fimm borhola og lagningu tveggja DN 700 safnæðarstofna, samtals 4,4 km af pípum úr stáli ásamt tilheyrandi tengingum lagna. Helstu magntölur eru: Gröftur: 8.500 m3 Forsteyptar undirstöður: 250 stk. Staðsteypt mannvirki: 700 m3 Stálundirstööur: 40 tonn DN 700 lagnir: 2.300 m DN 400 lagnir og minni: 2.100 m Einangrun og álklæðning: 8.000 m2 Yfirborðsfrágangur: 45.000 m2 Breytingum stofnlagna í skiljustöö og tengingum safnæðarstofna 1 og 2 skal vera lokið 20. júní 1998. Verkinu skal vera að fullu lokið 15. ágúst 1998. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og meö miövikudegi 23. júlí nk. gegn 25.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: Þriðjudaginn 19. ágúst 1997, kl. 11.00 á sama stað Hitaveita Reykjavíkur býöur væntanlegum bjóöendum tíl vettvangsskoðunar á Nesjavöilum fimmtudaginn 7. ágúst, kl. 14.00. hvr 110/7 INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frlkírkjuvegi 3 - Slmi 552 58 00 - Fax 562 26 16

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.