Alþýðublaðið - 23.07.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.07.1997, Blaðsíða 1
■ Óvæntar breytingar gerðar hjá Fiskistofu. Starf lögfræðingsins lagt niður. Kom öllum á óvart Neitaði að hætta rannsókn - vegna kvótamisferlis á Ólafsfirði. Reynt var að stöðva rannsóknina Starf Hilmar Baldurssonar, lög- fræðings veiðieftirlits Fiskistofu, verður lagt niður og í stað þess verð- ur komið á nýju starfi lögfræðings, í aðeins breyttri mynd. Þessar skipu- lagsbreytingar komu starfsmönnum verulega á óvart. Alþýðublaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að ástæð- an sé sú Hilmar hafi ekki tekið tillit til óska yfirmanna sinna og látið af rannsókn vegna kvótamisferlis eig- enda trillunnar Smára ÓF frá Ólafsirði. „Eg vil ekkert um þetta ræða, þið verðið að tala við fiskistofustjóra," var það eina sem Hilmar vildi segja um málið. „Talaðu við fiskistofustjóra um þetta mál,“ sagði Guðmundur Karls- son, forstöðumaður veiðieftirlitsins, þegar hann var spurður hvort rétt sé að verið sé að gera óvæntar skipu- lagsbreytingar innan Fiskistofu. Þórður Asgeirsson fiskistofustjóri var spurður hvort rétt sé að Hilmari hafi verið sagt upp vegna kvótamis- ferlismálsins. Hann sagði það af og frá. Heimildir Alþýðublaðsins segja að eftir að Hilmar hafi hafið rannsókn á máli Smára ÓF hafi strax hafist þrýstingur á hann um að láta málið niður falla, en það hafi hann aftekið með öllu. Veiðileyfi var tekið af Smára, en ekki er um stórmál að ræða, en Smári var gerður út á grá- sleppu en hafði landað nokkru af þorski. í framhaldi af þessu máli var óvænt tilkynnt um skipulagsbreyt- ingamar. „Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist ef Hilmar sækir um þetta nýja starf. Það eru flestir á því að hann hafi til þessa unnið mjög gott starf og því ætti hann að hafa talsverða möguleika, sæki hann um og allt er eðlilegt. Það er samt grun- ur minn að honum sé ekki fyrirgefið að hafa ekki farið að vilja yfirboðara sinna og látið málið niður falla. Skipalagsbreytingin er sennilega til- komin þar sem ekki er hægt að reka Hilmar fyrir það sinna sínu starfi," sagði einn af heimildarmönnum Al- þýðublaðsins. ■ Leikskólakennarar ósáttir með viðsemjend- ur sína Notuðu frestinn í sumarfrí „Það gætir verulegra vonbrigða meðal okkar,“ sagði Kristín Dýr- fjörð, en hún á sæt í samninganefnd Félags íslenskra leikskólakennara, en nánast ekkert hefur gerst í samninga- viðræðum félagsins. Leikskólakenn- ara boðuðu verkfall með fjögurra mánaða fyrirvara til að nægur tími yrði til að vinna að samningum. Við- semjendur þeirra tóku sér hins vegar sex vikna hlé frá viðræðum vegna sumarleyfa og með það eru leik- skólakennarar allt annað en sáttir. Ef til verkfalls kemur verður það í sept- ember. Kristín segist vonast til að þessu muni ekki koma. Krafa leikskólakennara er að lág- markslaun verði 110 þúsund krónur á samningstímanum. „Það hefur ekkert gerst og fundur verður ekki fyrr en 6. ágúst. Við erum ekki í sumarfríi og teljum ekki ástæðu til að taka sumar- frí í miðri kjaradeilu," sagði Kristín Dýrfjörð. Það er engin Dörf að <varta Degar Dlessuð sólin skín Þannig orti skáldið Stefán frá Hvítadal en það má segja að hann hafi verið frægasti Hólm- vfkingurinn þó á síðari tímum hafi menn eignað Gunnari Þórðarsyni þann heiður. Sólin skein á Hólmvíkinga og aðra Strandamenn þegar blaðamaður Alþýðublaðsins átti leið þar um og smellti þessari mynd af minnisvarða um Stefán, sem reistur var á fæðingarstað skáldsins, þar sem það bjó fyrstu árin við mjög kröpp kjör. MMDUBLMID Þóra Kristín ■ Grétar Mar Jónsson, skipstjóri um mikla þorskveiði og ólík sjónarmið sjó- manna og fiskifræðinga Sjómenn eru afareiddir sem brjálaðir víílimenn - leígukvótinn kominn í sama verð og fæst fyrir þorskinn á mörkuðum. Aðeins um átta þúsund tonn eftir af þorskkvótanum „Það er mokafli hvar sem er, hvort sem er hér við Suðumes eða við Vestfirði. Það sést best á krókabátun- um, en þeir hafa til þess að gera frjálsa sókn. Afli þeirra á úthaldsdag er mun meiri í ár en hann var í fyrra, og þótli aflinn góður þá,“ sagði Grét- ar Mar Jónsson, skipstjóri í Sand- gerði, en hann og fleiri skipstjórar hafa gagnrýnt veiðiráðgjöf Hafrann- sóknarstofnunnar og telja að farið sé of varlega í leyfilegan þorskafla. „Sú staðreynd að það er mikið af þorski á nánast öllum veiðislóðum segir okkur að það er rétt sem við höfum sagt. Við emm svekktir yfir því að það er ekkert tillit tekið til okkar sjónarmiða. Það gleymist líka að við emm að vara við ofveiði í öðr- um tegundum. Við emm afgreiddir sem brjálaðir villimenn sem viljum veiða síðasta þorskinn, þetta er á sama tíma og við vörum við ofveiði. Þetta em mikil vonbrigði. Það er líka vonbrigði þegar fiskifræðingamir segja að nýliðun hafi misfarist síð- ustu tíu ár. Þeir segja þetta á sama tíma og fólk stendur á bryggjum og hafnagörðum með stangir og veiða stórþorska. Það er alveg ljóst að það er hægt að veiða mun meira ráðlagt er,“ sagði Grétar Mar Jónsson. Nú þegar um sex vikur em eftir af fiskveiðiárinu em aðeins rúm átta þúsund tonn af þorski óveidd. Leigu- verð á kvótanum er um 90 krónur, sem era jafnvel hærra verð en fæst fyrir þorsk á mörkuðum. Söluverð á þorskkvóta er um 800 krónur. ■ Nítjánda öldin Engar gifting- ar í mars Þriðjungur allra landsmanna sem giftust á tímum Fjölnis- manna völdu október til að gift- ingarinnar, eða 407 pör af hverj- um 1200. Á ámnum 1856-1860 létu yfir 60 af hundraði pússa sig saman í skammdegismánuðun- um þremur, september, október og nóvember. Langfæstir völdu hinsvegar mars til giftingar, en þá létu næstum engir gifta sig. Árið 1856-1860 giftu þannig aðeins tvenn pör af hverjum 1.200 sig í mars. Sjá bls. 6 ■ Flokkur hinna værukæru Eg stefni á borgar- stjórann - segir Gunnar Gunn- arsson sem hefur stofnað nýjan jafnaðar- mannaflokk ,JEg er að stofna ekta jafnaðar- mannaflokk vegna þess að Alþýðu- flokkurinn hefur ekki staðið sig í stykkinu," segir Gunnar Gunnarsson fyrrverandi Alþýðuflokksmaður en hann segist stefna á að verða borgar- stjóri og eitt af stefnumálum flokks- ins er að koma á sex stunda vinnu- viku fyrir sömu laun. Allir væmkær- ir jafnaðarmenn ættu að geta tekið undir það göfuga markmið. „Árið 1993 stofnaði ég GG-flokk- inn, ekta jafnaðarmannaflokk og þá skrifuðu fjögurþúsund manns undir lista og fleiri hafa bæst við. Eg er á leið í borgarstjóm en af alþingismál- um sem við munum brydda upp á eftir kosningamar má nefna að allir krókaleyfisbátar undir tíu tonnumn fá að veiða eins og þeir vilja og kvót- inn verður fluttur heim í sjávarpláss- in. Það em bæjarstjóminar sem ráða því hvemig á að útbýta honum..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.