Alþýðublaðið - 23.07.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.07.1997, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ skooanir MIÐVIKUDAGUR 23. JULI 1997 MMDDDLMD Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Utgáfufélag Ritstjóri Fréttastjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Dreifing og áskrift Umbrot Prentun Ritstjórn Fax Áskriftarverð kr. 1 Alþýðublaðsútgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Sigurjón M. Egilsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 550 5750 HBK ísafoldarprentsmiðja hf. Si'mi 562 5566 562 9244 .500 m/vsk á mánuði. Trúnaðarbrestur við þegnana Það fór ekki mikið fyrir mikilvægri umræðu á Alþingi sl. vetur um lagafrumvarp um fjárreiður stjórnmálaflokka og var það í þriðja sinn sem hliðstætt frumvarp var flutt á þinginu. Þó komu fram merkilegar upplýsingar - og afstaða á þinginu til málsins. Og í ljósi þess hve öflug umræðan hefur verið síðustu misseri um fjármögnun stjórnmálabaráttu annars staðar á Vestur- löndum, ekki síst í Bandaríkjunum, var í rauninni ósköp klént hversu lítt var skýrt frá umræðunni í stærri fjölmiðlum landsins. Hvarvetna á Vesturlöndum gilda ákveðnar reglur og lög um starf- semi og fjárreiður stjórnmálaflokka og er stöðugt og mikið um slík mál fjallað. En hér var málið sveipað þögn. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir mælti fyrir frumvarpi þeirra Össur- ar Skarphéðinssonar um fjárreiður og starfsemi stjórnmálaflokka kvað hún almennt lítið vitað um fjármál stjórnmálaflokka hér á landi, enda væru þeir ekki framtalsskyldir og ekki skattskyldir, - aðeins bókhaldsskyldir. Þetta er fyrirkomulag sem býður hættunum heim. Leynd í kringum fjármál stjórnmálaflokka er einungis til þess fallin að auka á tortryggni almennings í garð stjórnmálaflokka. Sama á reyndar við um aðra starfsemi þeirra. Það er eitt með öðru afar heilbrigt í áður nefndu agafrumvarpi að gerð er tillaga um lag- aramma fyrir stjórnmálaflokka, réttindi þeirra og skyldur. Og það er sérlega gott í frumvarpinu að lagt er til að bundið verði í lög að stjórnmálaflokkar þurfi að vera öllum opnir og gæta jafnræðis milli félagsmanna sinna, og að stjórnmálaflokkar þurfi að sýna fólki lág- markstnínað. Þannig er þeim samkvæmt frumvarpinu meinað að skrá fólk niður á kjörstað. Þá er kveðið á um það í frumvarpinu að stjórnmálasamtök skuh vera bókhaldsskyld samkvæmt ákvæðum laga um bókhald og þeim ber einnig að skila skattframtali. Árlega skulu reikningar stjórn- málasamtaka endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda og lagðir fram og birtir. Auðvitað er auðsæ hætta á hagsmunaárekstrum í núverandi kerfi þar sem fyrirtæki geta aflað sér skattafrádráttar með stuðningi við stjórnmálaflokka samhliða því sem þau kaupa sér velvild. Og flokkar og fyrirtæki geta haldið þessu leyndu gagnvart almenningi. Hvarvetna í hinum siðaða heimi er mikil umræða um þessi atriði og ríkisstjórnir og stjórnmálaflokkakerfi hafa hrunið vegna þess að þau hafa orðið fyrirtækjunum og hagsmunum þeirra að leiksoppi. Hér á landi hafa stjórnmálaskýrendur og fagmenn úr háskólanum t.d. prófessor Svanur Kristjánsson, varað við skorti á reglum og lagaramma um starfsemi stjórnmálaflokka. Auðvitað færi best á því að samfélög eins og hin vestrænu fyrirmyndarþjóðfélög væru það þroskuð að þau þyrftu ekki lög eða opinberar reglur sem snerta siðferði og siðgæði í samskiptum eins og stjórnmálum. En þessi samfélög eru því miður ekki svo þroskuð, ekki heldur okkar ágæta íslenska þjóðfélag. Því þarf reglur, því þarf lög. Davíð Oddsson forsætisráðherra er að ýmsu leyti dæmigerður fyrir vanþroska umræðu um siðferði í íslenskum stjórnmálum á Al- þingi. Hann telur aldeilis ekki þörf á lögum og reglum og sagði m.a.: - Menn geta sett siðferðisreglur um menn og stjórnmála- flokka. Slíkar reglur breyta litlu siðferði viðkomandi manns eða viðkomandi manna. Það gæti kannski hugsanlega hjálpað þeim að fela sig eitthvað pínulítið.- Davíð sagði líka á þessa leið: - Ég tel að samskipti stjórnmála- flokka og stuðningsmanna þeirra eigi að vera þeirra trúnaðarsam- band milli stuðningsaðila stjórnmálaflokka og stjórnmálaflokksins! í þessu efni er forsætisráðherra á miklum villigötum. Við lifum í þjóðfélagi þar sem allir viðurkenna að samþjöppun valds og fjár- muna hefur verið hröð og mikil. Peningakerfið og fyrirtækjakerfið er að stórum hluta komið undir kolkrabbann og hann getur hæglega kæft í örmum sínum hvaða líf sem kviknar í námundanum. Einstakhngar og smáfyrirtæki eiga heimtingu á því að réttindi þeirra séu varin með margvíslegum hætti í lögum og reglum sam- félagsins. Við aðstæður eins og þær sem ríkja meðal okkar fslend- inga þarf löggjafinn stöðugt að vera á verði og þróa lög og reglur til að tryggja einstaklingsfrelsi og sanngjarna samskiptahætti - gegn spillingu. I ljósi einokunar og fákeppni eru ummæli forsætisráðherrans því vitnisburður um ákveðna tegund blindu, -og beinlínis ögrandi við þjóðfélagsþegna sem rétt eiga á að lýðræðislegar leikreglur séu virtar og skráðar, og ummæli hans undirstrika trúnaðarbrest milli staðnaðs ríkisvalds og almennings í landinu. Til hamingju Mikið er skítt að lesa og heyra hvernig verkalýðsforingjar og al- menningur láta vegna löngu tíma- bærrar hækkunar á launum okkar bestu sona og dætra. Hvað meinar þessi þjóð og hvað vill hún? Það er ekki nokkur vafi á að þið eigið þetta margfalt skilið, og þó meira væri. Það ber að bera virðingu fyrir Kjara- dómi. Ég vil nefna fjármálaráðherrann okkar sem dæmi. Hann sem hefur verið lengur fjármálaráðherra en nokkur annar, auðvitað á að hækka launin hans, og það um svo sem ein Grétari Þorsteinssyni. Einkennilegt að heyra menn sem kepptust sjálfir við að semja til það langs tíma að þeir geti haft það notalegt fram yfir aldamót. Áttu þeir ekki von á þessu, blessaðir karlarnir? Nei, sennilega hafa þeir ekki heyrt öll varnaðarorð- in, það voru nefnilega margir sem kepptust við að vara við þessum löngu samningum. Enda meina þeir sennilega ekkert með því sem þeir eru að segja, enda hafa þeir engin ráð önnur en láta fara vel um sig til árs- ins 2000. Öllu verri var vællinn í mömm- ekki svo kaldlyndur að hann vilji slíkt. Ætli Davíð láti svona þar sem hann á öruggt skjól í sumarbústað þjóðarinnar á Þingvöllum, og það leigufrítt. Halli fær mest Olafur Ragnar Grímsson fær ekki hæstu launin, jú reyndar þar sem hann borgar ekki skatta eins og litlu stelpuraar, og því segir lítið að horfa á hver laun forsetans eru, hann er á sérkjórum. En við lestur launanna kemur í ljós að Haraldur Henrysson, Vill Davíð að fleiri af bestu sonum landsins flytjist í sumarhús? Almenningur í landihu er ekki svo kaidlyndur að hann vilji slíkt. venjuleg laun. Heldur einhver að maður sem hefur rekið ríkissjóð með verulegum halla alla sína ráðherratíð eigi ekki að fá umbun erfiðis síns. Þetta er bara eitt lítið og dæmigert tilfelli með ráðherrana. Eða blessaðir dómararnir. Hver getur ekki, í raun og sanni, unnt þeim hærri launa. Heldur fólk að það sé eitthvert grín að dæma mann og ann- an og það oft til langrar fangelsisvist- ar, eða þá hitt sem er ekki síður al- gengt, að dæma menn nánast ekki þó svo þeir hafi framið alvarlega glæpi? En þá með mælistiku þeirra sem borga dómurum, saksóknurum, bisk- upum, ráðherrum, umboðsmönnum, alþingismönnum og öllum hinum launin. Eg styð ykkur og óska til hamingju með launahækkunina. Væll í fólki Þá aftur að viðbrógðunum við löngu tímabærum launahækkunum. Verst láta í eyru stóru orðin sem koma frá Birni Grétari Sveinssyni og unni sem DV ræddi við. Henni þótti hið versta mál að dætur hennar tvær, tveggja og sex ára þurftu að borga fjármagnstekjuskatt, sú yngri túkall og hin eldri þríkall. Það var allt. Mamman verður að skilja að í þjóð- félagi þar sem bestu synirnir og dæt- urnar eiga skilið margfalda launa- hækkun þurfa allir að leggjast á eitt, þá eru tveggja og sex ára stelpubórn ekki undanskilin. Þjóðin þarf að standa sameinuð að baki því fólki sem leiðir okkur, dæmir okkur og blessar okkur. Segir þetta of mikið Fyrsti ábyrgðarmaður, Davíð okk- ar Oddsson, hefur blandað sér í mál- ið. Hann hefur sagt að þessar launa- hækkanir hefðu mátt vera lægri. Hvað er að Davíð? Það er nýlegt dæmi um einn þessara ágætu manna, sem sannar að það er ekki lifandi af þessum launum. Vill Davíð að fleiri af bestu sonum landsins flytjist í sumarhús? Almenningur í landinu er forseti Hæstaréttar, fær mest, tæpa hálfa milljón á mánuði. Munurinn á honum og Davíð er jafnmikill og venjulegur launamaður verður með í laun í febrúar árið 2000. Pétur Kr. Hafstein og hinir óbreyttu dómararn- ir era með sæmileg laun, eða 434 þúsund krónur, enda veitir ekki af, allavega ekki Pétri, sem fjárfesti í kosningum og tapaði, bæði pening- um og kosningunum. Það er áskorun til þjóðarinnar að hætta þessu væli og standa þétt að baki strákunum og stelpunum sem nú loks fengu hluta þess sem þau áttu svo sannarlega skilið að fá. Þar sem verkalýðsforingjarnir hafa afsalað sér möguleikum að vinna fyrir "sitt" fólk, það sem eftir lifir af þessari öld, ættu þeir að sjá sóma sinn í því að verja þá þegna okkar sem ná fram launahækkunum, í stað þess að fyll- ast vandlætingu, og það sem verra er, afbrýðisemi, hún skilar aldrei ár- angri. Enn og aftur til hamingju! a i i c r í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.