Alþýðublaðið - 23.07.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.07.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 23. JULI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ skoðanir Stríðið gegn skynseminni Neyslukönnun sem Hagstofan gerði sýnir að 20 prósent íslenskra heimila eru rekin í leiguíbúðum. Það er dæmigert fyrir fáfræðina og skiln- ingsleysið að embættismenn Hag- stofunnar trúðu ekki niðurstöðum sínum og endurtóku könnunina, en endurtekningin breytti vitaskuld engu. Það er líka til marks um við- horf sældarliðsins að jafnvel Stefán Ingólfsson verkfræðingur, sem oft hefur skrifað um húsnæðiskerfið, segir frá þessu í DT með skelfingar- svip líkt og meiriháttar ótíðindum. Hér er þó ekki um nýjar fréttir að ræða eins og undirskrifaður hefur margítrekað í ræðu og riti. Til dæmis var fyrir fáeinum árum birt niður- staða svipaðrar könnunar sem sýndi að 15 prósent fólks 18-75 ára bjó í leiguíbúð og 11 prósent til viðbótar í ættingjaíbúð eða alls 26 prósent í íbúð sem aðrir töldust eiga. Margar skýrslur aðrar hafa sýnt þessa þróun, meðal annars skýrslur um skulda- stöðu- og greiðsluvanda heimila og er skemmst að minnast óðagotsins fyrir síðustu þingkosningar. Þá er einnig til skýrsla frá SINE um erfið- leika ungs fólks við íbúðakaup og sérlega vönduð skýrsla frá SUS sama efnis. Niðurstaða beggja er sú að ungt fólk getur ekki keypt íbúðir. Þá er nýleg skýrsla útgefin af félags- málaráðuneytinu þar sem lögð er áhersla á eflingu leigumarkaðar og tillögur Sambands íslenskra sveitar- félaga um afnám félagslegra eignarí- búða í núverandi formi og upptöku húsaleigubóta. Svo hellast yfir menn skýrslurnar um skólamenntun og uppeldi ungu kynslóðarinnar. Nú er það ekki Helga Sigurjónsdóttir sem segir til syndanna eins og hún hefur hressi- lega gert, nú koma skýrslurnar „utan- úr hinum stóra heimi" og þá dugar ekki að stinga hausnum í vasann eins og strákurinn sagði. Eða skýrslurnar um drykkjuskap og aðra eiturneyslu barna og unglinga og jafnvel tóbaks- reykingar smábarna. Sem ég er að skrifa þetta koma í póstinum Fréttir SAÁ og þar segir meðal annars: „Þeir sem leita sér meðferðar í fyrsta skipti hafa aldrei verið fleiri í sögu SÁÁ og um leið hafa aldrei jafn margir unglingar komið í meðferð". Og þeim sem sprauta sig fjölgar stöðugt. Við hverju er svo sem að bú- ast í þjóðfélagi þar sem ráðamenn telja hjónabandið helsta úthugsaða glæpafélagið, samanber skattalög og lög um tryggingabætur? Og heimilið vera eðlilegustu gróðrarstíu braskar- anna, samanber húsnæðisstefnuna og framkvæmd hennar? Og þessir sömu ráðamenn tönnlast sífellt á einhverju veiðimannaþjóðfélagi, þótt Pallborö Jón frá Pálmholti skrifar reynd hafa ráðamenn alltaf neitað að viðurkenna og láta jafnvel enn eins og ekkert hafi gerst. Árið 1988 voru stofnuð Samtök fólks í greiðsluerfið- leikum, enda urðu þúsundir heimila gjaldþrota á árunum 1987-1990. Upplýsingar um það ástand eru svo vel faldar að starfsmenn Seðlabank- ans hafa ekki aðgang að þeim. Fyrir þennan tíma voru bankarnir ónýtir og gjaldmiðillinn líka. Húsin urðu hinn Nú hefur prófessor Oswald við Warwickháskólann í Bretlandi kannað tengslin milli húseignar og atvinnu- leysis. Niðurstaðan er sú að bein tengsl eru þar á milli. Þar sem hús- eign er algengust er atvinnuleysi mest og öfugt. langstærstur hluti þjóðarinnar hafi aldrei kynnst öðrum veiðum en at- kvæðaveiðum. Ástæða þessarar þróunar er einföld og ætti að liggja í augum uppi. Þann 10. apríl 1979 varð bylting í íslensku efnahagslífi er Alþingi samþykkti vísitölubindingu lána. Þessa stað- raunverulegi gjaldmiðill sem allt var miðað við. Sá sem ekki átti hús gat ekkert og var stimplaður aumingi og drykkjuræfill. Húsið var því ekki að- eins afkomugrundvöllur heldur eins- konar manndómsmerki líka. Þótt þessum tíma hafi lokið fyrir tuttugu árum halda húseigendur og veðhafar dauðahaldi í óbreytta hugs- un hvað sem hún kostar. Uppeldi nokkurra kynslóða hefur verið eyði- lagt, sparnaðar þjóðarinnar sömu- leiðis og fólkið eins og reyttar hænur á vergangi. Stjórnvöld eru enn að þjóna sama sældarliðinu. Þaðan kemur skelfingarsvipurinn á andlit embættismanna eins og Stefáns Ing- ólfssonar. En það er ekki aðeins að foreldrar og kennarar séu fórnardýr húsnæðis- og skuldaþrældóms, því nú hefur prófessor Oswald við Warwickhá- skólann í Bretlandi kannað tengslin milli húseignar og atvinnuleysis. Niðurstaðan er sú að bein tengsl eru þar á milli. Þar sem húseign er al- gengust er atvinnuleysi mest og öf- ugt. Þar sem húseign hefur aukist hefur atvinnuleysi vaxið að sama skapi. I Sviss þar sem 70 prósent íbúa býr í leiguíbúðum mælist ekkert atvinnuleysi. Rökin eru einföld, hús- eigendur flytja ekki vegna kostnaðar og umstangs, þiggja atvinnuleysis- bætur og bíða þess að atvinnan komi til þeirra. Leigjendur flytja þangað sem vinnan er. Ráð prófessors Oswalds er: Eflið leigumarkaðinn til að útrýma atvinnuleysinu, það er ódýrasta aðferðin. Undirskrifaður hefur alltaf verið stuðningsmaður verðtryggingar, þótt deila megi um aðferðina. Án verð- tryggingar myndast engir sjóðir og enginn sparnaður verður til. Án sparnaðar og sjóða verða ekki til fjár- munir til að efla atvinnulíf og greiða velferðarþjónustu. Húsnæðið er löngu hætt að vera sparnaðarform sem betur fer, og leigumarkaðurinn hefði þegar náð til yfir 50 prósent þjóðarinnar ef hann hefði mátt þróast eðlilega. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. Háskóli Islands hefur hætt að nota nafnið Sæmundur á selnum á tímarit sitt. Það var Sveinbjörn Björnsson rektor sem nánast bannaði notkun nafnsins. Ástæðan er sú að SÍNE hefur gefið út blað sem kallað er Sæmundur og töldu SÍNE-félagar að nöfnin væru það lík að blöðun- um væri ruglað saman. Það var ekki fyrr en SÍNE hafði hótað málssókn að háskólamenn sáu að sér og sviptu tímaritið sitt heitinu, Sæmundur á selnum. Blaðið kall- ast nú Tímarit Háskóla íslands. Nú er leitað að nýju nafni... Tímaritið Mannlíf er komið út en þar er meðal annars að finna grein um skipulagt vændi f Reykjavík, stúlku sem starfaði á vændishúsi við Túngötu sem lengi hefur verið á allra vitorði. Frásögn- in er svo óhugguleg að það er ekki fyrir viðkvæmar sálir að lesa hana en hún á væntanlega eftir að hræra upp í mörgum ekki síst nákvæmar lýsingar á viðskiptavin- um stúlkunnar... Islendingar eru sérstakir. Það varð allt vitlaust þegar landsliðið gerði jafnefli undir stjórn Loga Olafssonar, en nú virðast allir í skýjunum eftir að þetta sama landslið tapaði undir stjóm Guð- jóns Þórðarsonar. Það var baulað á þetta sama lið hjá Loga, eftir jafntefli, en það er klappað eftir tap hjá Guöjóni. Kannski er skýringin sú að munurinn var fyrst og fremst að í tapleiknum börðust leikmennimir og haft hefur verið á orði að nú, í fyrsta sinn í nokkum tíma, hafi þurft að þvo búningana að leik loknum... Siglfirðingum brá í brún þegar Ólöf Kristjánsdóttir, bæjar- fulltrúi krata, var dag eftir dag í herbúðum Alþýðubandalagsins. Menn töldu víst að sameining á vinstri vængnun væri langt komin, en svo var alls ekki. Ólöf er fram- kvæmdastjóri Síldarævintýrsins og það hefur aðsetur á skrifstofu allaballa... #¦ Ijúnf var haldin Norræn bók- menntahátíð í Madrid á Spáni þar sem meðal annars komu fram þær Kristín Ómarsdóttir og Fríða Á. Siguröardóttir auk fjölda annarra norræna skáld- kvenna. Lourdes Ortiz, spænsk- ur bókmenntafræðingur hélt erindi á þinginu og talaði meðal annars um að norræni skáldskapurinn væri fullur af nöldri, kvarti og kveini sem væri ekki í neinum takti við góð lífskjör í þessum löndum... Margir höfundar eru nú að skila inn handritum sem eiga að fara á jólabókamarkaðinn, þeirra á meðal eru Fríða Á. Sigurðardótt- ir, Hallgrímur Helgason mun einnig vera að leggja síðustu hönd á bók auk þess sem Kristín Ómarsdóttir með skáldsögu, Gerður Kristný sem er með smásagnasafn og Bjarni Bjarna- son með skáldsögu... Gunnar Smári Egilsson rit- stjóri kvartar undan innihalds- leysi Ijóðsins í Alþýðublaðinu í gær, en í framhaldi að því rifjast upp fyriiiestur þegar Elísabet Þorgeirsdóttir kvartaði undan inninhaldsleysi Ijóðsins í lok ní- unda áratugarins á ráðstefnu hjá Félagi áhugamanna um bók- menntir. Það má segja að Elísa- bet Þorgeirsdóttir sé hinn týndi Fjölnismaður þó ekki hafi hún far- ið í kanalinn í Köben heldur ritstýri hinu eina sanna félagsriti, Veru. hinumcqin "FarSide" eftir Gary Larson Sléttuhundamir - Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins. f i m m fornum vegi Er rétt að byrja framhaldsskólana viku fyrr eins og áætlað er? Þór Þorsteinsson: Ekki að mínu mati. Margrét Ragnarsdóttir: Æ, nei, þetta er svo stutt sumar. Jón Viðar Arnþórsson: Já, já. Sólrún Einarsdótti. Nei, það er hræðilegt. Þorsteinn Sæmundsson: Nei, það er ekki rétt. Þetta er svo stutt sumar. Þeim veit- ir ekki af aurunum. v 111 m « n n Það er andstætt öflugri kjara- baráttu að formönnum banda- laga sé ætlað að tyfta stjórnir aðildarafélganna, stundi þau kraftmikið starf og leiti sókn- arfæra sem þau sjá því til framdráttar. Skýrt og skorinort hjá Mörthu Á. Hjálmars- dóttur, í BHMR- tíðindum. Mér finnst að það eigi að vera alvarlegur söngvari. Það er mín skoðun. Eggert Magnússon, formaður fótbolta- manna, að tjá sig um söng, í DT. Ég fagna því alltaf þegar fólk nær árangri í kjarabaráttu. Þanníg að ég er algjörlega ósammála þessum verkalýðs- foringjum sem hafa tjáð sig um málið. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bandsins, um Kjaradóm, í DT. Ég var íhald og líka í flokknum en ég var rekinn fyrir að trú- lofast framsóknarkonu. Viggó Nathanaelsson 94 ára, í DT. Ég er ekki matvandur maður, ég borða yfirleitt allt nema makkarónumjólk. Hana borða ég ekki, hún er óæt. Annars hef ég ekkert út á matseðilinn að setja. Jón Theódór Lárusson, fastagestur hjá Samhjálp, í DT. íslenska liðið er mjög lélegt og það náði að eyðileggja leikinn, sérstaklega ífyrri hálfleik. Fréttamaður NTB, í DV. Það er stærsti sigurinn að enginn slasaðist. Norska Dagblaðið um landsleikinn, í DV. Það sýður í mér reiðin. ís- lendingar hefðu getað slegið okkar menn niður án þess að fá rautt spjald. Erik Mykland, leikmaður Norðmanna, eftir landsleikinn, í DV. Ég teldi það alveg út í hött að afnema úrskurð kjaradóms. Einar Oddur Kristjánsson í DV. Taktu ekki níðróginn nærri þér. Það næsta gömul er saga, að lakasti gróðurinn ekki það er, sem ormarnir helst vilja naga. Hannes Hafstein.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.