Alþýðublaðið - 23.07.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.07.1997, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUAGUR 23. JULI 1997 Enginn tími tíl að hugsa um matar- innkaup Magnús Geir Þórðarson er 23 ára gamall leikstjóri með fjórtán ára reynslu afleikhús. Margrét Elísabet Ólafsdóttir rœðir við hann um leikhúsáhuga barnœskunnar, kynni hans afkennara frœgustu leikara heims, listrænar sýningar skemmtun og leiðindi og áhrif kvikmynda og MTV á leikhús í tilefni frumsýningar Veðmálsins í Loftkastalnum íkvöld. Magnús Geir Þórðarson virðist hafa fæðst með leikhúsbakteríuna svona rétt eins og aðrir fæðast með freknur. Hann var ekki nema 22ja ára þegar hann setti upp Stone Free að- sóknarmestu sýninguna í Borgarleik- húsinu áríð 1996. í kvöld verður uppfærsla hans á Veðmálinu eftir Mark Medoff frumsýnd í Loftkastal- anum. Uppsetningin á Stone Free var frumraun Magnúsar Geirs sem leik- stjóri í íslensku atvinnuleikhúsi, en áður hafði hann vægast sagt komið víða við. Hann byrjaði níu ára og var þá „búinn að vera með leikhúsbakt- eríuna í nokkurn tíma". Þjóðin öll veit líklega núorðið að hann rak Gamanleikhúsið í fjölda mörg ár og leikstýrði þar öllum uppfærslum sjálfur. Auk þess sá hann um að afla fjár til starfseminnar og styrkja ásamt félögum sínum þegar Gamanleikhús- ið tók þátt í hátíð barnaleikhúsa í Hollandi. Þá lét unglingurinn Magn- ús sig ekki muna um að ganga á fund menntamálaráðherra, borgarstjóra og Flugleiða til að koma draumum sín- um í framkvæmd svo hvers vegna ætti hann að hafa hikað við, þegar Leikfélag Reykjavíkur sá sér ekki fært að setja upp Stone Free í fyrra, að stofna Leikfélag íslands, utan um sýninguna. Þín fyrstu kynni af atvinnu- mennsku voru þegar þú lékst í kvik- myndinni Hrafninn flýgur. Hvernig komþað til? ,J3g var, eins og krakkar gera, að leika í skólaleikriti uppi í Melaskóla. Hrafn Gunnlaugsson sá mig þar og fékk mig til að leika í Hrafhinum. Ég lék líka í Þjóðleikhúsinu og í kjölfar- ið kom ég saman leikhópi með krökkum sem langaði til að leika. Leikhúsið varð ansi virkt með tíman- um og lifði í fjólda mörg ár." Þú sett- ir upp allar sýningar Gamanleik- hússins. Hvernig barstu þig að? ,JÉg fylgdist auðvitað mikið með leikhúsi og leiksýningum almennt. Þegar ég lék í Þjóðleikhúsinu fylgd- ist ég vel með og svo kom ég ansi víða við. Lék í útvarpsleikriti, í sjón- varpsmynd og gerði sitt lítið af hverju. Ég lærði auðvitað á því en fyrst og fremst lærði ég af reynsl- Þið hafið rekið þetta eins og hvert annað leikhús? „Jájá. Þetta er svolítið skrýtið allt saman af því manni þótti þetta svo ósköp eðlilegt á sínum tíma. Núna eru allir allt í einu að fá áhuga á þessu og spyrja mikið. Og þá áttar maður sig á því að þetta var kannski ekki alveg eins sjálfsagt og manni fannst það." Hvernig fórstu að því að halda Gamanleikhúsinu gangandi í svona langan tíma? „Þetta var svo gaman." Að þú ákvaðst í menntaskóla að verða leikstjóri? „Ég var búinn að tala um það al- veg frá því ég var barn að mig lang- aði til að verða leikari. Svo fór leik- stjórnin að verða meira spennandi. Ég ákvað að einbeita mér að henni og sé alls ekki eftir því. Leikstjórn er afskaplega skemmtilegt starf." Þú fórst til Bretlands í framhalds- nám. Hvað réði valinu? ,JvIig langaði til að fara út að læra. Eftir að hafa leitað ráða hjá leikhús- fólki ákvað ég að finna skóla sem Ur Veðmálinu: Kjartan Guðjónsson, Benedikt Erlingsson og Baltasar Kormákur. byði upp á styttra námi og fara frek- ar á fleiri staði. Af því leikstjórn er ekki fag sem auðvelt er að læra..." ... í skólum. „Já. Þetta snýst mikið um að sanka að sér reynslu og kynnast ólíkum straumum og stefnum. Ég vildi ekki festa mig á einum stað í langan tíma. Ég fann mjög góðan skóla í Englandi, Bristol Old Vtc Theater School. Þetta er virtur, gamall og rót- gróinn alhliða leikhússkóli. En það eru ekki teknir inn nema tveir leik- stjórnarnemar á ári. Þeir fá að sækja bitastæðustu kúrsana í hverju fagi. Ég fékk að velja mikið úr og gat ein- beitt mér að því sem mér fannst mig vanta." Eins og... „Samvinnu leikstjóra og leik- myndahönnuðar sem mér finnst mjög spennandi og að bókmennta- legri þáttunum í leikritun. Námið gekk líka út á að vera í tengslum við starfandi leikstjóra og leikhús út um allt England. Ég fór mikið á sýning- ar, hitti leikstjóra og ræddi við þá." Sá skólinn um að koma þe'r í sam- bönd? ,J3iginlega var það óljóst. Að vera í þessum skóla var eins og hafa passa. Við leikstjórnarnemarnir vor- um í nánu sambandi við skólastjór- ann sem kom okkur í samband við fjölda leikhúsfólks," Sem er þessi gamli maður, Rudy? „Hann er reyndar ekki skólastjóri. Það væri nær að segja að hann sé að- alkennari skólans. Hann er algjör gullnáma og ég lærði gríðarlega mik- ið af honum. Rudy stofnaði skólann á sínum tíma ásamt Sir Laurence Oliver.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.