Alþýðublaðið - 23.07.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.07.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUAGUR 23. JULI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ Hann er einskonar guðfaðir marga af þekktustu leikurum heims; Daniel Day Lewis, Jeromy Irons, Anthony Hopkins, Peter O'Toole, Miranda Richardson og fjöldinn allur af mjög stórum nöfnum hafa lært hjá honum. Þau halda öll miklu sambandi við hann. Þetta ár sem ég var þarna var alltaf einhver að koma. Anthony Hopkins kemur til dæmis til hans með hverja rullu og leggur hlutverk- in með honum. Ég var svo heppinn að komast í gott samband við þennan mann. Hann er 88 ára og eins og öldungur sem óendanleg virðing er borin fyrir í leikhúsheiminum. Hann kennir í skólanum, en býður líka ákveðnum nemendum að koma í heimsókn til sín. Maður sat svo tímunum saman og drakk í sig af þekkingarbrunni Rudys." Um hvað töluðu þið? „Um leikhús. Og oft um eitthvað ákveðið leikrit sem hann stakk upp á að ég læsi. Sfðan röbbuðum við um leikiitið." Hvað heillar þig mest í leikhús- inu? „Það sem mér finnst spennandi er að það er alltaf verið að takast á við mannlegar tilfinningar. Leikhús er auðvitað líka sjónarspil og skemmti- legt að fást við þessa spennu sem skapast á milli áhorfenda og leikara. Leiksýning er aldrei tilbúin fyrr það eru komnir áhorfendur í salinn. Mér finnst skemmtilegt að fylgjast með því hvernig sýningar þróast og breyt- ast. Ég fylgist alltaf mjög vel með þeim sýningum sem ég set upp. Bæði Stone Free og þeim tveimur sýning- um sem ég hef leikstýrt á Herranótt, Andorru í fyrra og Sjálfsmorðingjan- um í vetur. Sumir leikstjórar koma sýningum frá sér á frumsýningu en mér finnst ég læra heilmikið á því að horfa á þær og sjá hvað gerist. Halda svolít- ið áfram." Þú lœtirþér ekki nœgja að horfa? „Nei, ekki alltaf. Sýningin heldur áfram að þróast eftir frumsýningu og það er mjög mikilvægt að leikstjór- inn taki þátt í þeirri þróun svo sýn- ingin fari ekki í allar áttir." Til að koma (vegfyrir að húnfjar- lœgist verk leikstjórans? „Yfirleitt er þessi þróun af hinu góða. Sýning þarf að vera tilbúin á frumsýningu og er tilbúin, en það er alltaf hægt að bæta hana. í Stone Free héldum við áfram að breyta og prófa nýja hluti alveg fram á síðustu sýningu." Stone Free gekk vel og greinilega spenningur fyrír Veðmálinu. Finn- urðu fyrir pressu ? „Auðvitað er mikil pressa þegar sett er upp ný leiksýning. Fjölmiðlar eru fyrir löngu byrjaðir að fjalla um Veðmálið og flestir bíða spenntir eft- ir að sjá sýninguna. En svo er stór hluti sem er alveg jafn spenntur fyrir því að sýningin kolfalli." Þú kemur óbeint inn á þá umrœðu sem hefur verið ífjölmiðlum að und- anförnu varðandi Borgarleikhúsið. Þú ert að setja upp sýningu í Loft- kastalanum þar sem sýningar hafa ekki beinlínis fallið fram að þessu, einn af leikurunum, Baltasar, á hlut í leikhúsinu og Stone Free var ein mesta sótta leiksýning síðasta leik- árs. I rauninni er óhœtt að segja að þið sem takið þátt í Veðmálinu hafið óll verið að gera það gott að undan- förnu. „Akkúrat. - Við erum með gríðar- lega sterkt fólk í Veðmálinu, en það er nú alltaf grunnurinn í leikhúsi, að ná rétta fólkinu." Þitt félag, Leikfélag Islands, á frumkvœðið að uppsetningu Veð- málsins. „Veðmálið er okkar uppsetning eins og Stone Free í fyrra. Það stóð upphaflega til að Leikfélag Reykja- víkur setti það upp, en þeir eiginlega guggnuðu á því. Og þá kom upp sú hugmynd að ég stofnaði fyrirtæki utan um sýninguna." Semfékk nafnið Leikfélag Islands. „Og ég fékk félaga mína, Karl Pét- ur Jónsson og Breka Karlsson til liðs við mig." Viniþína? „Ég þekkti þá nú ekkert, en ég hafði fylgst með því sem þeir höfðu verið að gera og fannst það spenn- andi. Eftir á að hyggja var þetta lang- besta lausnin. Eg var búinn að ganga lengi með Stone Free í maganum og það var gríðarleg vel undirbúið. Þeg- ar Leikfélag Reykjavíkur bakkaði út úr myndinni fékk ég öll völd í mínar hendur og gat ráðið hvaða fólk sem var; leikara og listræna stjórnendur. Ef ég hefði verið hjá LR hefði ég alltaf haft einhvern annan yfir mér." Höldum okkur við velgengni og peningamál: Er hœgt að láta gróða og listrœn gœðifara saman? „Absolút. En eins og tíðrætt hefur verið um þá er engin formúla til fyr- ir því hvað gengur og hvað ekki. Þetta er spurning um að setja upp góða sýningu sem fólki líkar. Ef sýn- ing er góð og þú lætur fólk vita af þvf gengur hún. En ef hún er léleg geng- ur hún ekki." Hvað gerir leiksýningu að góðri sýningu? „Allir listamennirnir sem að henni standa. Mönnum er tíðrætt um list- rænan metnað, en listrænn metnaður er afstætt hugtak. Sumar sýningar, eins og Stone Free eru settar upp til að skemmta fólki. Það er ástæðan fyrir því að hún gekk: Hún snerti við fólki og það skemmti sér. Það er eflaust hægt að segja að Tsjékov sé merkilegra bókmennta- verk en Stone Free, en leikhús þarf að vera bland beggja. Svo er vel hægt að setja Tsjékov upp þannig að hann gangi. En stund- um gerist það að reynt er að setja upp listrænar sýningar sem einfaldlega eru leiðinlegar. Og þá vill enginn sjá þær." Þú segir að Tsjékov sé góður. Er hœgt aðfáfólk í leikhús til að horfa á merkileg bómenntaverk? „Já. Það hefur margoft verið sann- að. A fslandi. Við erum reyndar mun heppnari en Englendingar hvað þetta varðar. Það myndi til dæmis enginn segja að Kœra Jelena, sem var sýnd uppi í Þjóðleihúsi fyrir nokkrum árum væri kassastykki. En hún gekk. Fólki fannst hún góð af því sýningin snart það. Veðmálið er ekki heldur formúla að kassastykki. Uppfærsla á leikriti snýst um það hvernig þú vinnur úr þeim efniviði sem þú ert með í hönd- unum." Þarf leiksýning alltaf að vera skemmtun í bókstaflegri merkingu? „Það væri lfklega réttara að segja að leiksýning þurfi að snerta áhorf- endur. Eins og Jelena. Það er ekki beinlínis hægt að segja að maður hafi skemmt sér. Hún hinsvegar snart mann. En það eru mörg dæmi um að sýningar sem eru ekkert léttar hafi gengið; Rómeó og Júlía í Þjóðleik- húsinu og Mávurinn svo dæmi séu tekin. Þess vegna er ekki hægt að nota það sem afsökun að verið sé að setja upp svo listrænar sýningar að enginn vilji koma." Er ekki eintómur misskilningur að halda að allt sem er listrœnt sé leið- inlegt? „Skilgreiningin á því hvað telst listrænt er mjög afstæð og því erfitt að tala um þessa hluti þótt maður sé auðvitað alltaf á kafi í þeirri umræðu. En það þýðir ekkert að setja sig á háan hest og segja: Ég er svo metn- aðarfullur að enginn skilur það nema ég- Eg sá kvikmynd um daginn sem kristallar umræðuna. Hún heitir The Big Night. Hefur þú séð hana?" Já. „Hún fjallar um listina. Tveir bræður reka veitingastað, annar er þjónn og þarf að halda staðnum gangandi. Hinn er kokkur og lista- maður. Myndin fjallar um það hvenær listamaðurinn á að fórna list- rænum metnaði sínum, sem í þessu tilfelli er matargerðin til að viðskipt- in geti gengið; kúnninn krefst þess að fá tómatsósu með spaghettíinu sínu en kokkurinn neitar honum um hana. Myndin er afskaplega táknræn fyrir einmitt þessa klemmu sem listamenn lenda í." Vandinn kokksins felst í því að sannfœra matargestinn um að smakka á spaghettíinu án þess að nota tómatsósu. Ef honum tekst það ekki verður hann að lúffa eðafara á hausinn annars. „Einmitt. Myndin er um það hversu erfitt það er að finna jafnvæg- ið þarna á milli. í því felst ögrunin. Oft er sagt um sýningar sem ganga að þær séu ómerkileg lágmenning. En það er ekki alltaf svo gott að ætla að flokka list í hámenningu og lág- menningu. Er sá hinn sami að segja að þeir áhorfendur sem skemmtu sér séu fífl?" Eru gagnrýnendur þess megnugir að ganga að sýningum dauðum? skoðun eins manns og að skoðun ein- hvers annars er alveg jafn rétthá þótt þessi ákveðni maður sé fenginn til að fjalla um sýninguna. I leikhúsi er verið að takast á við mannlegar tilfinningar og þess vegna upplifir einn sýninguna svona og annar hinseginn. Við þurfum að treysta áhorfendum til að dæma leik- sýningar sjálfir." Veðmál segir þú fjallar fyrst og fremst um mannlegar tilfmningar. „Veðmálið er skrifað 1975, en það nær einhverri afskaplega góðri teng- ingu við nútímann. Það er gríðarlega hratt tempó í sýningunni og reyndar í leikritinu sjálfu. En við höfum gert mikið til að hraða því enn frekar meðal annars með því að stytta leik- ritið. Hraðinn f bæði leikhúsi og bíó- myndum hefur verið að aukast á und- anförnum árum og fólk á orðið erfið- ara með að sitja undir þriggja og hálfs tíma sýningum. Flestir vilja að hlutirnir gerist hraðar. Þetta eru áhrif Magnús Geir Þórðarson: Fólk þarf að muna að gagnrýni er alltaf skoðun eins manns og að skoðun einhvers annars er al- veg jafn rétthá þótt þessi ákveðni maður sé fenginn til að fjalla um sýninguna. „Ég held að máttur þeirra sé svolít- ið ofmetinn. Þeir hafa áhrif, það er engin spurning, en það hvílir líka á þeim ábyrgð. Aðsóknin stjórnast þó fyrst og fremst af því hvernig sýning spyrst út." Skortir fagmennsku hjá íslenskum leikhúsgagnrýnendum ? „Yfirleitt tekst gagnrýnendum vel upp. Þegar þeir eru málefnalegir. En ég hef líka séð gagnrýni sem er skrif- uð af einhverjum allt öðrum hvötum. Svo er vel hægt að vera ósammála gagnrýni þótt hún sé fagleg. Fólk þarf að muna að gagnrýni er alltaf frá MTV og hröðum klippingum í bíómyndum. Sýningin er mjög spennandi í upp- byggingu en persónurnar eru ekki síður áhugaverðar. Leikritið fjallar um fjóra krakka sem búa saman og eru góðir vinir. Þetta eru ein hjón og tveir vinir sem leigja saman. Á yfir- borðinu er kátína og grín, en undir niðri kraumar heilmikil dramatík. Það er ekki beinlínis hægt að tala um söguþráð með upphafi og endi held- ur sitúasjónir. Ekki ólíkt því sem við hófum verið að sjá í kvikmyndum eins og Secrets and lies og Fargo þar sem öll tengsl persónanna eru afar flókin. I Veðmálinu eru allir að deyja úr ást, en þau þora ekki að segja það af hræðslu við höfnun. Mörkin á milli vináttu og ástar eru líka óljós: Hvenær þykir mér vænt um vin minn eða vinkonu og hvenær elska ég hann eða hana. I Veðmálinu er ekki verið að fjalla um hluti sem eru stór- ir í alþjóðlegu samhengi heldur hluti sem eru dramatískir fyrir hvern og einn. Leikritið er svolftið bíómyndalegt á köflum og dálítið mikið amerískt. Ég á ekki við að það sé eins og svið- sett bíómynd heldur má segja að leikritið sé byggt upp 'á svipaðan hátt og formúiumynd; allt stefnir að einu hámarki, en svo eru lítil klæmöx inn á milli. Það eru enginn dauður tími þar sem þú gætir farið að hugsa um hvað þú ætlar að kaupa í matinn á morgunn." Er orðið svona erfitt að halda at- hygli áhorfenda í leikhási? Þurfa þeir sífellt áreiti? „Það má auðvitað ekki detta alltaf inn í þessa formúiu. En það er allt í lagi að gera það stundum." Leikfélag Islands sér um að afla fjár til uppselningar Veðmálsins. Hafa fyrirtœki yfirleitt áhuga á menningarstarfsemi eins og ykkar? „Þetta snýst um það að vera biss- nesslega þenkjandi. Við komum ekki til fyrirtækja að biðja um ölmusu heldur reynum að sannfæra fyrirtæk- in um að þau græði á því að tengjast sýningunni. Það geti styrkt ímynd viðkomandi fyrirtækis. Og eftir að Stone Free gekk svona vel er auð- veldara að sannfæra þau. Fyrirtæki eru að átta sig á að það er jákvætt fyr- ir þau að tengjast leiksýningum. Sjálfur hef ég mjög gaman að því að fást við þessa viðskiptalegu hlið." Leikfélag Islands fœst viðfleira en uppsetningar á leikritum. „Við sjáum um kynningarmál fyrir fimm bíómyndir á þessu ári og um framkvæmd Hafnardagsins sem var síðasfliðinn sunnudag." Eruð þið með margtfólk ívinnu? „Við erum með átta manns í föst- um skrifstofustörfum. En meðan Stone Free verkefnið stóð yfir vorum við með 100 manns á launaskrá." Eg tók eftirþvíað það var mynd af Baltasar í körfubolta í bœði DV og Mogganum um helgina. Þið kunnið greinlega á kynningarmálin. „Þetta snýst líka um það. Það er ekkert leyndarmál. Við viljum að fóik viti af frumsýningunni á Veð- málinu." Þetta er tiltölulega nýr hugsunar- háttur í (slensku lista- og leikhúslífi, að vekja á sér athygli með þessum hœtti. ,Já. Og hann virkar." Þú vannst mikið með hófundi Sto- ne Free, Jim Cartwright að endan- legri útgáfu handritsins og undan- farna mánuði hefur þú unnið með Guðrúnu Ásmundsdóttur að nýju leikriti, Heilagir syndarar, sem þú œtlar að sitja upp síðar íhaust. Verð- ur leikrit betra þegar leikskáld og leikstjóri vinna saman að endanlegri gerð þess? „Það er engin spurning. Það sem hefur gerst hérna á Islandi trekk í trekk er að íslensk leikrit sem sett hafa verið á svið eru ekki nógu góð, oft einfaldlega vegna þess að þeim er gefinn alltof lítill tími. Leikrit sem er efnilegt þarf tíma til að þróast yfir í það að verða gott. Og oftast er betra ef sú þróun á sér stað með samvinnu leikskálds, leikstjóra og helst einnig leikara." Þú hefur ekkert verið að fást við skriftir sjálfur eða œtlar þér að gera það? „I það minnsta ekki ennþá." Veömáliö er sýnt ( Loftkastalanum, Seljavegi 2, Reykjavík. Höfundur: Mark Medoff. Leikstjóri: Magnús Geir Þóröarson. Leikarar: Baltasar Kormákur, Benedikt Erlingsson, Kjartan Guðjónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir. Frumsýning er í kvöld, 23. júli.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.