Alþýðublaðið - 23.07.1997, Page 7

Alþýðublaðið - 23.07.1997, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Önnur eiginkona rithöfundarins Normans Mailer, af alls sex talsins hefur skrifað endurminningar sínar þar sem meðal annars kemur fram hvernig það endaði með því að stakk hana niður með vasahníf. Síðast þegar heyrðist í rithöfundinum Norman Mailer í útvarpsviðtali var hann fullur af hatri og fyrirlitningu í garð banda- rískra bókmenntagagnrýnenda líkt og hann hafði verið allt sitt líf Hann nefndi nöfn manna sem áttu aö hafa ofsótt hann og lagt steina í götu hans og önnur sem haxm var hættur að eiga nokkuð saman við að sælda, auk þess sem hann rakti nokkur asnastrik sem viðkomandi gagnrýnendur hefðu gert sig seka um í sínum síðustu dómum. Norman Mailer er 74 ára gamall í dag og óþreytandi skríbent jafnt og baráttu- hundur. Adele Morales Mailer er fyrrver- andi eiginkona númer tvö af alls sex eiginkonum í lífi skáldsins, en með henni á hann níu böm. Hún hefur nú skrifað minningar sínar af lífi með rithöfundinum frá árinu 1950 til 1962, og birtast þær í bókinni, The Last Party, (síðasta veislan.) Hjónabandið endaði með hnífsstungu Adele sá eiginmann sinn fara lengra og lengra niður í neyslu og leysast upp í áfengi, hassi, svefnpill- um og eigingimi. Að síðustu batt hann endahnútinn á hjónabandið með því að reka í hana þriggja tommu vasahníf svo hún var nær dauða en lífi þar til lífið tók yfir- höndina og þau skildu. Hann var handtekinn en vinir hans tóku sig saman um að fremja mein- særi og það kom í veg fyrir að hon- um yrði refsað. í varðhaldinu gekkst hann undir geðrannsókn og var greindur með of- sóknarbrjálæði og geðklofa auk þess sem hann hafði sterkar morð og sjálfsmorðstilhneigingar. Þá var hann látinn laus og hefur síðan verið frjáls maður þrátt fyrir að honum hafi jafn- an fylgt talsverður hávaði. Náði í aðdáendur í göturæsinu Bókin The Last Party, er nakin lýs- ing af tólf ára samlífi hennar og Mailers, á þeim tíma sem Norman Mailer hafði þegar öðlast bók- menntafrægð fyrir bókina, Hinir nöktu og hinir dauðu, og gaf út tvær bækur til viðbótar á kæruleysislegum nótum. Til að viðhalda athygli fjöld- ans gaf hann kost á sér í embætti borgarstjóra í New York. Hás og óþægileg rödd hans bergmálaði í skýjaklúfunum. Adele Morales upplifði hvemig ungi, granni, orðheppni, efnilegi rit- höfundurinn varð fómarlamb óbeisl- aðrar innri reiði uns ómögulegt var að búa með honum, en hún segir í bókinni af fleiri ofbeldisverkum hans í hjónabandinu áður en hnífsstungan átti sér stað. Hann hafði óseðjandi þörf fyrir athygli og viðurkenningu. Hann afþakkaði aldrei boð og sat að drykkju heilu nætumar. Hann varð að vera umkringdum tilbeiðumm, þrátt fyrir að hann þyrfti að sækja þá í ræsið sem hann oft og tíðum gerði. Hann dró konuna sína með sér inn í vítahring alkóhólisma, svo það tók hana mörg ár eftir að hjónabandinu lauk að komast þaðan aftur. Þegar hann fékk nóg að drekka sló hann um sig með fölskum og leikrænni Suður- ríkjamálýsku kannski minnugur grófa Suðuríkja herþorpsins, þar sem hann kom sem lítill gyðingastrákur frá Brooklyn. A.fengið magnaði upp árásarhvöt SSi;Í;Í|iK; kvöldið og gefíð honum tíma til að stofna til kunningskapar við hana sem manneskju en ekki bara frægð hennar." Betra er seint en ekki Það tók Mailer 28 ár að segja við Adele: „Ég er leiður yfir því að hafa lagt líf þitt í rúst.“ En þetta sagði hann þar sem þau voru saman við brúðkaup dóttur þeirra árið 1988. En það var þó ekki fyrr en hann hafði fengið sér ríflega af wiskíinu. En tveimur ámm seinna bætti hann þó við og sagði um morðtilraunina í við- tali við tímaritið Esquire: „Það var tíu ára gömul reiði sem fékk mig til að gera þetta, eftirá leið mér miklu betur." Þetta er víðtæk yfirlýsing sem ásamt kunnum staðreyndum um höf- undinn styrkir lesandann í þeirri trú að hann hafi nálgast takmarkið, að hafa það aðeins betra sjálfur, án mik- illar tillitsemi við aðra. í dag staðhæfir hann að þetta sé svo langt að baki, að það hafi enga þýðingu lengur. Hann sagði í viðtali við Times árið 1991 að það væri gömul goðsögn að hann væri upp- reisnargjöm og árásargöm mann- eskja. „Það er rangt að ég sé villtur," sagði hann. „Eg vildi óska þess að ég væri það enn þann dag í dag. Það er svo djúpt á reiðinni í dag að hún er næstum þægileg. Ég veit að ég er að nálgast það tímabil þar sem ég get lifað með henni á heimspekilegum nótum. þká- Politiken Það tók Mailer 28 ár að segja við Adele: „Ég er leiður yfir því að hafa lagt Iff þitt í rúst.“ Hann hafði óseðj- andi þörf fyrir at- hygli og viðurkenn- ingu. Hann afþakk- aði aldrei boð og sat að drykkju heilu nœturnar. Hann varð að vera um- kringdum tilbeiður- um, þrátt fyrir að hann þyrfti að sœkja þá í rœsið sem hann oft og tíðum gerði. Hann dró konuna sína með sér inn í vítahring alkóhól- isma, svo það tók hana mörg ár eftir að hjónabandinu lauk að komast þaðan aftur. hans og oftar og oftar kom hann slag- andi heim í morgunsárið, blóðugur og í rifnum fötum, eftir slagsmál á krám eða torgum - einu sinni vegna þess að einhver hafði kallað hundinn hans homma. Marilyn vildi ekki þekkja hann Einu sinni fluttust þau, Mailer og Adele frá New York til Nýja Eng- lands, án þess að það yrði þeim til gæfu. Þau slógu sér niður í nágrenni Arthurs Millers og þáverandi konu hans Marilyn Monroe. „Öfundin var að drepa Norman," segir Adele. „Hann hefði rutt hverjum sem er úr vegi til að fá Marilyn." Þegar þau fengu loksins heimboð til þeirra lét Marilyn ekki sjá sig. Hún gæti þó hafa haldið sig á efri hæðinni því seinna sagði Miller frá því í æviminningum sínum, Timeb- ends, sem kom út árið 1988 að Mari- lyn Monroe hafi neitað að hitta Mailer, hún þekkti týpur eins og hann og ætlaði að halda þeim frá sér í nýja lífinu sínu, sem átti að vera meðal borgara sem væru ekki hel- teknir af eigin frægð. Norman náði ekki upp í nefið á sér og skrifaði seinna óþægilega og hefnigjama bók um filmstjömuna, en það fékk Arthur Miller til að spyrja sig þeirrar spurningar hvort bókin hefði verið skrifuð ef: „Við hefðum gefið honum að borða eitthvert Úr alfaraleið Kyrkti ommu fyrrverandi konu sinnar til að fá heróín Danska löggan var ekki í mikl- um vafa hvar hún ætti að leita morðingja Ellen Katrine Drags- bæk, konu á níræðisaldri. Fleiri en ein vísbending bentu á fyrrverandi eiginmann bamabams hennar. 29 ára gamlan mann, um 1.80 á hæð, þrekinn, tattóveraðan á vinstri upphandlegg og með hárið í tagli en nágrannamir þekktu taglið aftur og bám að hann hefði sést við heimili hennar á þeim tíma sem morðið var framið. Hann þurfti að útvega sér 200 krónur til að kaupa heróín til að reykja, en hann er háður því. Lög- reglan segir að líklegast sé að hann hafi brotist inn til að ná í peninga en Ellen hafi komið óvænt heim og séð að dymar höfðu verið brotnar upp. Hún Irnngdi þá í son sinn sem lofaði að koma en hún vissi ekki að innbrotsþjófurinn var enn í hús- inu. Af ótta við að hún bæri kennsl á hann kyrkti hann hana með ber- um höndum. Einn þeirra sem missti ömmu sína við þennan hörmulega atburð er sonur morðingjans, átta ára gamall drengur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.