Alþýðublaðið - 23.07.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.07.1997, Blaðsíða 8
mmumme EXPfíssx Nýtt aðalnúmer 5351100 ÍIIBUBLMÐ Miðvikudagur 23. júlí 1997 97. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Nýtt aðalnúmer 5351100 Verslunarmannahelgin á Siglufirði Sjöunda Síldarævintýrið Síldarævintýrið verður haldið í sjö- unda skipti á Siglufirði um verslunar- mannahelgina. Siglfirðingar leggja auðvitað mesta áherslu á sfldardag- skránna, sýningar á sfldarsöltun í Sfld- arminjasafninu sem stendur við gamla bryggju en þar er hægt að fá nasasjón af því hvernig það var að vinna í sfld. Alls verða fimm sýningar á sfldarsöltun um verslunarmannahelgina, þrjár um eft- irmiðdag á laugardegi og tvær á sunnudegi. Siglfrrðingar taka verslunarmanna- helgina snemma og byrja ævintýrið langt frá sfldinni, með opnun mynd- listarsýningar Siglfrrðingsins Rflceyjar Ingimundardóttur klukkan þrjú á föstudegi. Þeir sem vilja kanna fram- boð dansleikja helgarinnar geta fengið forsmekkin að þeim síðar um daginn með því að mæta á Ráðhústorgið. Þar hefst upphitun helgarinnar með flestum þeim hljómsveitumr sem leika munu fyrir fjölmörgum dansæfingum helgarinnar; Harmonikkusveit Siglu- fjarðar, Ómar Hlynsson trúbador, Miðaldamenn og Gautar, hljómsveitir heimamanna og Tvöföld áhrif frá Ólafsfirði. Gestasveitir sem koma lengra að og leika á Hótel Læk og á Bíókaffi föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld eru Sixties og Sól- dögg. Aðrir dansleikir eru haldnir úti, á Ráðhústorginu og niðri á bryggju þar sem Harmonikkusveitin endurvekur stemmningu sfldaráranna með nikku- spfli. Þangað mæta sfldarkóngur og sfldarstúlkur. Það er örugglega vissara að mæta vel skóaður í allt þetta hopp og húllumhæ. Gestir á Siglufirði um verslunar- mannahelgina ættu líka að nota tæki- færið og bregða sér í siglingu til að finna ölduganginn því hægt verður að komast í siglingu um fjörðinn á göml- um sfldarbáti. Og fyrir þá sem þarfhast munu æðri andlegrar upplyftingar eft- ir allt sfldarskrall helgarinnar leiða hestamenn göngu upp í Hvanneyrar- skál en þar hefst guðsþjónusta klukkan eitt. Eftir messu verður grillað í bæn- um og mikið götulíf, því heill leikhóp- ur ætlar að mæta í veisluna. Ferðamálasamtök Siglufjarðar ásamt Sfldarsaltendum sjá um fram- kvæmd hátíðarinnar undir stjóm Ólafar Kristjánsdóttur. Ferðamálasam- tökin hafa tekið að sér að kynna bæinn ferðamönnum, innlendum og erlend- um, en Sfldarsaltendur skipuleggja sfldarsöltunina um verslunarmanna- helgina eins og þau hafa gert allar helgar í sumar. Ævintýrið er styrkt af hagsmunaaðilum, fyrirtækjum og bæj- arfélaginu og er aðgangur að öllum uppákomum á Ráðhústorginu og úti á bryggju ókeypis. Aðgangseyri þarf að greiða að tjaldsvæðinu, inn á sýningar á sfldarsöltun, í siglingu og á dansleiki innanhúss. Sfldarsaltendur Siglufjar- aðar og Ferðamálasamtökin bíða spennt eftir að taka á móti landsmönn- um á Siglufirði og bjóða alla vel- komna. Verslunarmannahelgin á Neskaupsstað Evíta verður á Neistaflugi Neistaflug á Neskaupsstað er án efa ein fjölskylduvænasta hátíð verslunar- mannahelgarinnar. Gamanið hefst strax seinnipartinn á föstudeginum með virðulegri setningarathöfn og uppákomum heimamanna. Lúðra- sveitin og Harmonikkufélagið sjá um tónlist, lag Neistaflugs verður frum- flutt, handverksfólk dregur fram af- urðir sínar selur þær og sýnir á tjald- markaði og ævintýramenn geta freist- að þess að fara í útsýnisflug eða sigla á kajak. Um kvöldið og fram á nótt ætlar tónlistarfólk frá Neskaupsstað að skemmta á Hótel Egilsbúð. Sama kvöld verður haldinn unglingadans- leikur með hfjómsveitinni Yukon á að- alsviði hátíðarinnar í miðbænum. Á laugardag og sunnudag flykkjast utanað komandi skemmtikraftar á Neistaflug. Páll Óskar Hjálmstýsson skemmtir á laugardeginum ásamt dönsurum, Andrea Gylfadóttir og Baldur Trausti Hreinsson flytja lög úr Evítu á sunnudeginum og um kvöldið syngur Andrea með Todmobile á stórdansleik. Áður en dansiballið hefst verður varðeldur í Lystigarðinum með fjöldasöng undir stjórn Inga Gunnars. Páll Óskar Hjálmtýsson, Bjarni Ara og Milljónamæringarnir halda uppi dans- fjöri á laugardagskvöldið. íþróttaáhugafólk gengur ekki að tómum kofanum hjá Neistaflugi. Arla laugardags hefst Neistaflugsmótið í golfi á golfvellinum við Grænanes og síðar um morguninn byrjar blakmót í Lystigarðinum. Boðið verður upp á þátttöku víðavangshlaupi og í körfu- boltakeppni en blauta hátíðargesti verður væntanlega að frnna á sund- iskói í sundhöll staðarins frá laugar- dagsmorgni og fram á kvöld. Bömum er boðin skemmtun sérsniðin að þeirra þörfum. Leikþátturinn Bé- tveir verð- ur sýndur á laugardeginum, Furðufjöl- skyldan mætir á staðinn báða dagana, en á sunnudeginum birtist Pétur Pókus töframaður og freistar þess að setja heimsmet í afar hættulegum atriðum. Jón Hilmar Kárason og Asmundur Helgi Steinþórsson standa fyrir skipu- lagi Neistaflugs sem haldið er á veg- um Ferðamálafélags Neskaupsstaðar. ,JSÍeskaupsstaður er ekki í leiðinni neitt en Neistaflug er einn Uður í að kynna Norfjörð sem ferðamannastað- inn," segir Amundi. Tjaldsvæðið á Neskaupsstað er við Nípuna, hæsta strandberg við sjó á íslandi, en þaðan er útsýni yfrr Norðfjarðarflóann. Að- gangur að bæði tjaldsvæðinu og úti- skemmtunum hátíðarinnar er ókeypis. Aðeins tíu mfhútna gangur er frá tjald- svæðinum inn í bæinn þar sem öll skemmtidagskrá fer fram og þaðan er aðeins örskot yfir í Lystigarðfnn. Neistaflugið er haldið í fimmta skipti í ár. "••¦-... :mm-'*~-~;-.,¦£&¦ j*n ^. ' ^r ' æ. £**k»^ Bíll ársins 1997 ÁRMÚLA13, SlMI: 568 1200 BEINNSlMI 553 1236 Velkomln um borð arferjuna Baldur Frá Stykkisiiólmi kl. 10.00 &16.30 Frá Brjánsfæk kl. 13.00 & 19.30 Símar: 438-1120 Stykkishólmi 456-2020 Brjánslæk Fax: 438-1093 Stykkishólmi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.