Alþýðublaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 1
MPYDUBUÐID Fimmtudagur 24. júlí 1997 Stofnað1919 98. tölublað - 78. árgangur ¦ Bullandi óánægja innan Fiskistofu. Starfsandinn hrikalegur og vonleysi um úr- bætur. Yfirmaður veiðieftirlits gerður nánast óvirkur. Pólitískur þrýstingur á lög- fræðinginn Blöndal blandaði sér í málið og beitti þrýstingi - sem varð til þess að gripið var til óvæntra skipulagsbreytinga til að losna við mann sem vildi ekki láta rannsókn falla niður Bryndís Schram um innan- flokksátökin „Það var aldrei tekið á þessu vandamáli, því þetta er vanda- mál sem verður að uppræta, af- greiða strax, láta það ekki koma upp á yfirborðið. Eins og gert er í öðrum flokkum. Flokkur sem étur sig innan frá er ekki sigur- stranglegur," segir Bryndís Schram um innanflokksátök síðustu ára í Alþýðuflokknum. Bryndís er í opnuviðtali í blað- inu í dag og þar ber margt á góma. Sjá miðopnu. „Það vita allir að það var vegna af- skipta Halldórs Blöndal sem málið fór í þennan farveg," sagði einn af heim- ildamönnum Alþýðublaðsins, vegna fréttar í blaðinu í gær, þar sem greint var frá óvæntum skipulagsbreytingum innan Fiskistofu vegna rannsóknar og eftirmeðferðar kvótamisferlis á Ólafs- frrði. Sjómaðurinn sem átti hlut að máli er flokksbróðir ráðherrans. Hall- dór Blóndal reyndi allt sem hann gat til að málið yrði látið niður falla. Fiskistofustjóri tók vel í það mál, en lögfræðingur Fiskistofu alls ekki. Heimildamenn blaðsins segja að Hilmar Baldursson, lögfræðingur veiðieftirlits, sé fylginn sér og sættist ekki á að taka tillit til vinskapar eða stjórnmálaskoðanna þeirra sem upp- vísir verða að kvótamisferli. Afstaða Hilmars hefur orðið til þess að öllum að óvörum var ákveðið að leggja starf hans niður og stofna til annars, aðeins breytt frá því starfi sem hann gegnir í dag. Fleiri breytingar hafa verið gerðar innan Fiskistofu. Fyrir nokkru var Guðmundur Karlsson, sem verið hafði forstöðumaður veiðieftirlitsins gerður nánast óvirkur, með því að starfi hans var skipt upp. Frá honum var tekið eftirlit í landi og búið til nýtt starf, en Guðmundur heldur aðeins starfi sem yfirmaður veiðieftirlits á sjó. Þessar breytingar voru gerðar mjög óvænt og komu starfsmönnum í opna skjöldu, þar sem góður rómur hafði verið gerður af starfi Guðmund- ar. ¦ Mál ríkissaksóknara taka nýju stefnu Hallvarður hættir í haust Hrafn um ís lenskt dómskerfi „íslenska dómskerfið er orðið að höfuðbóli óréttlætis í land- inu," segir Hrafn Jökulsson rit- stjóri. Sjá bls. 7 Búið er að ganga frá starfslokum Hallvarðar Einvarðssonar ríkissak- sóknara. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins, á aðeins eftir að ákveða hvaða dag Hallvarður lætur af starfi ríkissaksóknara. Mjög leynt er farið með hvernig umsamdist með starfslokin. Með þessari ákvörðun er ljóst að auglýst verður eftir nýjum ríkissak- sóknara innan skamms. Barnaverndarmál Barnaverndin á greinilega undir högg að sækja og er sums staðar rúin trausti. Sjá nánar bls. 3 Ætlar þú út í haust? SAS „Super Jackpot" fargjöldin frá 13. september til 24. október eru auðveld leið til að upplifa litríka haustdaga í Evrópu. Flogið er frá íslandi á laugardögum og heim á föstudögum. Hámarkstími er 1 mánuður og lágmarkstími 6 dagar. Barnaafsláttur er 50%. Fáðu nánari upplýsingar á næstu ferðaskrifstofu eða söluskrifstofu SAS. SAS Jackpot Kaupmannahöfn 21.030 Amsterdam 29.300 Brussel 29.380 París 30.630 Zúrich 30.590 Flugvallarskattar eru innifaldir í veról. M/S4S Laugavegi 172 Sími 562 2211

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.