Alþýðublaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 8
T Jlooí MPYÐWBIMÐ Fimmtudagur 24. júlí 1997 98. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Renault verksmiðjunni í Vilvorde lokað: womjjw/ae EXPrtESs Nýtt aðalnúmer 5351100 Það er alltaf talað um gróða aldrei um fólk - segir Jean Pas sem sagt var upp störfum Hann heitir Jean Pas og er 46 ára. Harni er einn þeirra 3100 verka- manna sem sagt var upp störfum hjá Renault þegar bflaframleiðandinn ákvað fyrir fjórum mánuðum að loka einni af verksmiðjum sínum, þeirri sem staðsett er í smábænum Vflvorde í Belgíu í júlíbyijun. Gífurleg reiði braust út meðal starfsmanna þegar þeir fengu fréttina um leið og reisupassann enda eygja fæstir þeirra von um aðra vinnu. Þeir reyndu að vekja athygli á afleiðingum lokunarinnar með mót- mælaaðgerðum heima fyrir og í Frakklandi í vor þar sem þeir kröfðust aðgerða frönsku ríkisstjómarinnar. Hún gat hins vegar ekkert að gert þar sem franska ríkið er ekki lengur meiri- hlutaeigandi í fyrirtækinu. Belgíska ríkisstjómin hefur reynt að fmna úr- ræði, því aðeins 400 þeirra sem sagt var upp hafa fundið aðra vinnu. 622 em komnir yfir fimmtugt og eiga því rétt á að vera settir á eftirlaunum þótt þeir séu ekki komnir á löglegan eftir- launaaldur. 400 aðrir eiga von á að fá vinnu hjá öðmm Renault verksmiðj- um eða í nyrri verksmiðju á sama svæði, ef slík verkmiðja verður þá opnuð. Allsendis óvíst er um afdrif 1700 starfsmanna, en þeir geta átt eft- ir að kosta fr anska bflaframleiðandann 1,2 milljarða franka (tæpar 20 millj- arða íslenskra króna). Þar sem 1000 þeirra em á fimmtugsaldri og vonlaus- ir um að fá aðra vinnu hefur Karel Gacoms, talsmaður belgíska verka- lýðsfélagassambandsins óskað eftir því að Renault haldi þeim á launaskrá þangað til þeir verða fimmtugir og komast á þessi svokölluðu „fyrirtíma eftirlaurí*. Jean Pas er orðinn 46 ára og því einn þeirra sem gerir sér engar grillur um framtíðina. Hann hefur unnið nær allan sinn starfsaldur hjá Renault eða síðan 1973: ,JÉg bytjaði að vinna hjá Renault þegar ég var 22ja ára. Á þeim tíma var nóga vinnu að fá í Belgíu. í byijun hverrar viku vom um þijátíu manns ráðnir, en í vikulokin vom kannski fimmtán eftir, hinir höfðu allir farið í aðra vinnu sem þeim lflcaði betur. Færibandavinnan var alls ekki svo illa launuð. Þar sem ég ætlaði að gifta mig og stofna fjölskyldu byijaði ég með því hugarfari í Vilvorde að bráðlega myndi ég leita að annarri vinnu sem kannski væri ekki eins vel borguð, en betri. Af því að færibandavinnan er bæði erfið og forheimskandi. Síðan skall olíukreppan á og þá var allt í einu ekki neina vinnu að hafa lengur. Svo ég var áiram. Og ég hef alltaf unnið í sætadeildinni, það er að segja við að setja áklæðið í bflana. Síð- astliðin átta árin hef ég verið kosinn í stjóm starfsmannafélagsins. Níu stunda vinnudagur Fyrir þremur eða fjómm ámm fór stjómin að tala um sveigjanleika. Hún Ég og konan mín vomm búin að gera áætlun fyrir lífið: Við ætluðum að borga upp húsið á tuttugu áram, koma bömunum upp og þegar því væri lok- ið ætluðum við að byija að spara til elliáranna; samanlagt þénum við um 200.000 íslenskar krónur á mánuði. I dag er staðan þannig að við emm nýorðnir skuldlausir eigendur að hús- inu okkar og ég er búinn að missa vinnuna; ég veit að atvinnuveitendur vilja heldur ráða menn um þrítugt. En ég er svosem ekkert að kvarta. Margir starfsbræður mínir skulda ennþá heil- mikið í sínum húsum, skuldir sem á eftir að taka tíu til fimmtán ár að greiða niður. Sú menntun sem ég hef hlotið síð- ustu tuttugu árin tengist verksmiðjunni á einn eða annan hátt. Tölvur? Þær em ekki mín grein. Ég á tvo syni, 20 og 22 ára. Annar þeirra er að læra til íþrótta- kennara, en ég er ekki viss um að hann eigi eftir að finna starf við sitt hæfi. Stærsta vandamálið núna er: Hvemig á ég að eyða deginum, aleinn? Ég get málað aðeins og snyrt til í garðinum, en það endist mér ekki til eilífðar. Og svo? Ég er fyrirffam svoh'tið uggandi, en mér dettur ekkert í hug. Ég hef ekki haft neinn tíma til að hugsa um það, hvað verður svo.“ Stoliö úr L'Evenement du jeudi. sagði: „Ef þið samþykkið að vinna níu stunda vinnudag þá verður enginn at- vinnulaus árið 2000.“ Þetta átti að vera besta keríið og við ætluðum okkur að verða besta verksmiðjan í Evrópu. Eft- ir að hafa skrifað undir samninginn sögðu þeir starfsmenn sem ekki áttu eigið húsnæði: „Við ætlum að kaupa hús, núna getum við gert áætlanir um framtíðina." Áður en þetta vinnufyrirkomulag var samþykkt unnum við til klukkan 10 á kvöldin aðra hveija viku. Ég er svo heppinn að búa ekki mjög langt í burtu ffá verksmiðjunni og gat því verið kominn heim klukkan hálf ell- efu. Ljósin vom enn logandi og ég gat spurt konuna mína og börnin hvemig þeirra dagur hafði verið. Frá því við breyttum yfir í níu tímana er ég kom- inn heim fimmtán mínútur yfir mið- nætti. Þar sem koman mín mætir í vinnu klukkan sjö þýðir ekkert að ætla sér tíma til að spjalla saman. Sam- skipti flestra verkamannanna hjá Renault við eiginkonur sínar fara fram með hjálp pappúsmiða. Það er orðið mjög erfitt að stunda félagslff. Ungu mennimir sem spila blak eða fótbolta komast ekki á æfingar nema aðra hveija viku. Og ef þú kemur ekki á æf- ingar færðu ekki að spila leiki. Að vísu emm við heima næstum alla föstudaga síðan við byijðum að vinna í m'u tím- ana. Ég hvfli mig, tek svolítið til, en það er enginn annar í húsinu og það er ekkeit sérstaklega skemmtilegt að vera einn heima. Stoltir af gæðunum Þetta er ekkert sérstaklega gott líf að vinna svona, en það er ekki gott held- ur að hafa enga vinnu. Helmingur fólks verður að vinna eins og bijálæð- ingar á meðan hinn helmingurinn er atvinnulaus. Þetta er ekki eðlilegt. Hvers vegna getum við ekki deilt með okkur vinnunni? Það er alltaf verið að tala um ágóða en það er aldrei talað um fólk. Þeir sem ráða hafa aldrei ver- ið verkamenn. Þeir vita ekki hvað það er að hafa magaverk yfir því að þurfa að mæta í vinnuna. Það er ekkert sér- staklega skemmtilegt að þurfa að vakna klukkan hálf fimm á morgnana þær vikur sem vaktin byijar korter í sex. Þar til á þessu ári hafði fyrirtækið sett sér það takmark að framleiða margar bflategundir í hverri verk- smiðju. Til að það væri hægt var mik- illar vinnu krafist af okkur og við vor- um stoltir af bflunum okkar. Ef við keyptum okkur Renault, þá var það Renault frá Vilvorde. Ekki af því við væmm vemdarsinnar heldur af því við vomm stoltir af gæðunum. Svo, einn daginn, sagði stjómin: „Við höfðum rangt fýrir okkur, núna verður aðeins ein tegund ffamleidd í hverri verk- smiðju, við lokum Vilvorde. Svo þeir sem hafa unnið hér verður vísað á dyr.“ En stjómin situr áfram þrátt fyrir þessi alvarlegu mistök sín. Ég er ansi hræddur um að ef verkamaður gerði jafn stór mistökum yrði hann sam- stundis rekinn. Velkomin um borð arferjuna Baldur ffiinii Frá Stykkishólmi kl. 10.00 &16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30 Símar: 438-1120 Stykkishóimi 456-2020 Brjánslæk Fax: 438-1093 Stykkishólmi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.