Alþýðublaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 MÞTOUBUBIB Þverholti 14 Reykjavfk Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýöublaösútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéöinsson Fréttastjóri Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 550 5750 Umbrot HBK Prentun ísafoldarprentsmiöja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverö kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Vopnlausir vígamenn Viðbrögð verkalýðsforystunnar við ótrúlegum launahækkunum Kjaradóms er eftirtektarverð. Verkalýðsforkólfar hafa lýst því yfir að eina færa leiðin sé að beita stjómmálamenn þrýstingi með rifr- ildi og naggi. Það eru leiðtogar tug þúsunda launþega sem tala með þessum hætti. Hvers vegna? Getur verið að þeir hafi ekki hlustað á vamarorð þeirra sem töldu uppsagnarákvæði löngu kjarasamning- anna ekki nokkurs virði? Þetta ágæta fólk, sem hefur múlbundið umbjóðendur sína framyfir aldamót, væri í annarri stöðu hefði það til dæmis lesið Alþýðublaðið. í blaðinu urðu margir til að lýsa yfir ugg sínum vegna þessara löngu samninga og meðal annars var vís- að til þess að Kjaradómur ætti eftir að fella sína úrskurði og forsag- an væri slík, að brýnt væri að hafa hemil í samningum, til að forð- ast það sem nú hefur orðið. Það kann að vera rétt hjá foringjunum að Alþingi og ríkisstjóm beri ábyrgð á hvemig komið er. Áður en gengið var frá rúmlega þriggja ára samningum var bent á það í Alþýðublaðinu að það væri ótrúlegt að verkalýðurinn ætlaði að afsala sér sínum rétti og færa allt sitt vald í stjómarráðið. Eins og þeir sem þar starfa hafa hagað sé gagnvart fólki er ekki hægt að búast við mikilli liðveislu þaðan. Verkalýðsforingjar hafa áður rifist og skammast. Þeir hafa hald- ið útifundi þar sem þeir hafa talað svo eftir var tekið. Að loknum fundum hefur hver farið til síns heima. Foringjamir era enn að boða ámóta aðgerðir, þar sem hellt verður úr reiðiskálum. Svo verður haldið heim. Reynslan segir okkur að framhaldið verði á þennan veg. Á meðan bíður fólk eftir næsta þætti í þessum skrípa- leik, en hann verður sýndur eftir aldamótin. Það er hreint furðulegt að heyra þá, sem hafa afvopnað sjálfa sig, tala á þá leið að þeir hafi bara alls ekki átt von á að Kjaradóm- ur úrskurðaði á þá leið sem raun hefur orðið á. Þetta segja þeir þrátt fyrir öll vamaðarorðin. Þetta segja þeir þrátt fyrir reynsluna. Þeim er ekki trúandi. Því miður. Þeir sem fara með umboð fyrir launþega geta ekki, eftir að Kjaradómur hefur opinberað gjörðir sínar, kennt öðrum um allt og varpað ábyrgðinni frá sér. Fjöldi launafólks var tilbúið að berjast fyrir betri samningum, fólk vildi taka á misréttinu. En foringjamir vora ekki tilbúnir. Það sýndi sig vel í verkfalli vestfirsks launafólks sem fékk ekki stuðning frá félögum sínum, til dæmis Verkamanna- sambandinu. Pétur Sigurðsson, foringi þeirra fyrir vestan, gagn- rýndi ítrekað uppsagnarákvæðin sem Verkamannasambandið skrif- aði undir. Það tókst að einangra Pétur og félaga. Stuðning vantaði. Það má ekki gleymast að foringjamir lögðu ríka áherslu á að koma samningum í höfn. Framganga formanns Iðju er gott dæmi þar um. í þrígang kom hann með nánast sömu samningana og hafði að lokum sitt fram, þrátt fyrir að félagsmenn hans hefðu lýst yfir, svo ekki léki vafi á, að þeir vildu ekki sjá þá. Hjá Dagsbrún og Framsókn var samningum þröngva í gegn. Baráttuvilja blysberanna skorti, afleiðingar kraftleysis era að koma fram og eftir því sem þeir sögðu, sem vöraðu við, þá er þetta upphafið á niðurlæging- unni. Það eina sem óbreyttir íslendingar geta gert er að liggja á bæn og vona að vel takist til það sem eftir lifir aldarinnar. Það ber að fordæma þá aukningu á launamuni sem Kjaradómur hefur kallað fram. Það er því miður fátt til vamar gegn þeim ósköp- um sem yfir hafa dunið. Sem fyrr segir ber að fordæma þessa mis- munun og lýsa yfir óánægju. Með sama hætti er ekki hægt að hrósa þeim sem halda á málum fyrir hinn almenna launamann. Þeir era löngu hættir að leika sókn- arleik og enn og aftur sannast að þeir era afar slakir vamarmenn. skoðanir Alþingishús Sá sem gengur um miðbæ Reykja- víkur kemst ekki hjá þvr að sjá hið klúðurslega og smekklausa ástand reitsins, sem hús Alþingis stendur á. En þetta er reiturinn milli Kirkju- strætis, Vonarstrætis, Pósthússtrætis og Tjamargötu. Og lengi var ég óánægður með nýja gaflinn á Símstöðvarhúsinu, en kannski mætti venjast honum. Alþingishúsið er virðulegt hús. En mér fannst það missa nokkuð af virðuleik sínum, þegar ég las, að það vantaði í rauninni um það bil einn metra, eða svo, neðan á húsið. Þetta sést einkar skýrt, þegar húsin tvö eru borin saman: Safnahúsið og Al- þingishúsið. Þegar ég ræddi þetta við Hörð Bjamason arkitekt, þá sagði hann mér, á því væm engir tækni- legir erfiðleikar við það að lyfta Al- þingishúsinu í rétta hæð. Eftir hverju er verið að bíða? Alþingi er á hrak- Lausnin: Það þarf að hreinsa til á reit Alþingis, fjarlægja öll húsin sem þar em nema Alþingishúsið. Það þarf ekki að gera allt í einu. í fyrstu lotu þarf að ryðja burt húsunum meðfram Kirkjustræti. Varðveizla þeirra er ekki annað en hégómlegt og smekk- laust kapphlaup við tönn tímans. Alþingishúsin eiga að vera þrjú. Meðfram Kirkjustræti vestur að Tjamargötu verði byggð tvö - tvö - ný alþingishús, í stfl við Alþingis- húsið sem nú mætti kalla gamla Alþingishúsið: Ur höggnu grjóti og í sama stíl. Alþingishúsin yrðu þrjú, með jöfnu millibili, tengd með göng- um, líklega neðanjarðar. Gamla hús- ið yrði mest notað fyrir starfsemi nefnda þingsins. Vestasta húsið yrði að ytra útliti nákvæmlega eins og lagfært gamla Alþingishúsið. Þetta nýja hús yrði innréttað fyrir starfsemi og þjónustu við alþingismennina, skrifstofubygging. Miðhúsið yrði stærst, einnig úr höggnu grjóti. Framhliðin ætti að vera sem líkust framhlið hinna tveggja, þó ef til vill hærra og kannski svolítið veglegra. Þetta hús yrði gert að öllu leyti fyrir þing- haldið: Stór fundarsalur, jafnvel fleiri en einn. Meðfram Kirkjustræti yrði húsið ekki mjög frábmgðið hinum, en þeim mun fyrirferðarmeira í áttina til Tjamarinnar, það er að segja inn á hólum með starfsemi sína. Þing- mennimir eru með skrifstofur sínar hér og þar í umhverfmu, og starfslið Alþingis býr við mikil þrengsli. Ástandið er sem sagt algjörlega óviðunandi. Fyrir nokkmm mánuðum fór ég að hugleiða hvemig leysa mætti þetta bygginga- og skipulagsmál sem þama blasir við. Þá var eins og mér væri sýnd lausnin, einföld og smekk- leg, fannst mér, líkust hugljómun. Ég hafði þegar gert uppkast að þessari grein. En nú hefur Heimir Már Pétursson ýtt við mér með því að slá húsnæðisvanda Alþingis upp í grein í DV hinn 21.7. síðastliðinn. Alþingishúsið er virðulegt hús. En mér fannst það missa nokkuð af virðuleik sínum, þegar ég las, að það vantaði í rauninni um það bil einn metra, eða svo, neðan á húsið. byggingarreitinn. Um leið þyrfti að láta þingmönnum í té nægt rými fyrir bfla þeirra, ofan jarðar eða neðan. Dýrt? Já. það er dýrt að vera fínn. Það er enn dýrara að vera höfðingi. En sjá menn ekki, að vilji þjóðin gera vel við sig - mitt í velgengninni - gerir hún það nokkursstaðar betur en með því að gera vel við Alþingi og höfuðborgina? Núverandi ástand mála er hvort sem er algerlega óvið- unandi. Og menn munu, nauðugir viljugir, verða að Ieita úrlausna, sem allar kosta mikla peninga. Er þá ekki eins gott að eyða þeim í nokkuð sem menn verða ánægðir með þegar upp er staðið, jafnvel stoltir yfir?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.