Alþýðublaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð q n i r Baktjaldamakk Mikið kann ég alltaf vel við þá sem koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Þannig hefur formaður Prestafélags íslands talið það ósvinnu, að einhverjir getspakir menn hafi ver- ið að hnýsast í skoðanir manna um það hvemig biskup þeir ætli sér að kjósa yfír íslenska þjóðkirkju. Þetta er að sjálfsögðu mesta ósvinna. Fyrir utan að þetta er brot á lögum um heimulegan kosningarétt. Mér fannst það bara gott að það skyldu þó vera nokkrir prestar og væntanlega leik- menn, sem ekki létu þannig vaða ofan í sig, jafhvel á nýrri upplýsingaröld þar sem aðalsmerki er að segja rétt og satt frá, eins og dæmin sýna og reynd- ar lögin nýju skylda menn til að gera. Mér fmnst þessum rannsóknarblaða- Mér finnst forsetinn reyndar stundum vera of duglegur. Þannig herjaði hann út viötal við Clinton, og ef ég þekki hann rétt þá hefur Clinton ör- ugglega veriö i vörn í því samtali. Pallborð Kjartan Helgason skrifar I mönnum vera gert alltof hátt undir höfði. Enda em menn famir að láta segja að þeir séu í sumarleyfi og svo framvegis til þess að hafa heimilis- frið. Annars fmnst mér þessi biskups- kosning, eða kjör eins og sumir vilja kalla það, vera ámóta og halda aðal- fund í prestafélaginu, og vafasamt að þetta kjör uppfylli allar þær lýðræðis- reglur sem mest er talað um í dag. Mér finnst sjálfum að það ætti að vera ámóta og að kjósa forseta. Að vísu veit ég að laun presta em vart svo mikil að þeir standi undir slíkum ham- fararkostnaði, en ég held þó að það gæti orðið kirkju þessa lands til hins besta að svo verði um framtíð. Dæm- ið úr Garðasókn er nýjasta sönnun þess. Að vísu var kjörsókn sóknar- bama ekki sem skyldi því sumir fóm í fýlu, jafnvel þótt kristnir væm og ættu að sýna umburðarlyndi. Eg er hins vegar sannfærður um að þeim sem valinn var muni líða miklu betur eftir að hafa haft slíkan bakhjarl sem verð- ur að teljast góður, ef miðað er við til dæmis það kjörfylgi sem Clinton fékk í sínum kosningum. Annars skiptir það kannski ekki máli hvemig þessu kjöri er varið, því aðalatriðið er innihald og predikun guðsorðs eins og vera ber, og þar er ég viss um að ekki er mikill munur á hjá frambjóðendum. Þannig var forseti vor kosinn með „bravör“ á sfðasthðnu ári og leikur nú allt í lyndi hjá honum, að því er best verður séð. Eg heyrði lítið til hans í kosningabaráttu hans, ef frá er talið það sem birtist í fjölmiðl- um og trúi ég að það sé það helsta er hann hafi viljað tjá þjóð sinni áður en til kosninga var gengið. Mér fannst boðskapur sá ákaflega dapur, svo ekki sé meira sagt. En þetta gekk allt saman upp. Það verður ekki annað sagt en að hann vinni fyrir kaupi sínu, enda taldi kjaradómur að hann væri einn þeirra manna sem skyfdu fá kauphækkun umfram aðra þegna þessa þjóðfélags. Mér finnst þetta lítilræði. Mér finnst forsetinn reyndar stund- um vera of duglegur. Þannig herjaði hann út viðtal við Clinton, og ef ég þekki hann rétt þá hefur Clinton ör- ugglega verið í vöm í því samtali. Mér finnst illkvittnislegt gagnvart Davíð forsætisráðherra, að stela svona sen- unni ffá honum. Ég hélt að samkvæmt stjómarskránni ætti Davíð einkarétt á að tala við Clinton og gæti jafnvel ekki Halldór átt þar neinn eðlilegan þátt að málum, annan en að vera í hlutverki kjölturakka. En svona er hægt að leika stjómar- skrá okkar grátt, enda mun hún varla vera til nema í hugum manna, því enn er verið að endurskoða hana af nefnd- um sem þurft hefur að endumýja með vissu áratuga millibili, þar sem menn hafa látist áður en verkinu er lokið. Að vísu segir forseti vor að þetta sé óopinber heimsókn í „guðs eigið land“, og því ekkert að marka þótt hann hitti ýmsa gamla vini sína á intemetinu sem hann átti samskipti við þegar hann var og hét í stjómmál- um. Það er eins og það æth ekki að renna upp fyrir honum að forseta er ætlað að halda sér utan við stjómmál almennt. Vera fulltrúi þjóðarinnar allr- ar eins og hún kemur af merinni og hélt ég að það væri ærið verkefhi eitt út af fyrir sig. En hann segist vera að heimsækja íslendinga vestan hafs og einna helst þá sem hðnir em, því varla er hann að heimsækja þá sem em orðnir erlendir ríkisborgarar. Þó er þetta sennilega aht sama tóbakið. Enn er ættjarðarástin til hjá sumum, þó þeir viti ekki hvemig land og þjóð er hér á landi og mgli jafnvel saman Irlandi og Islandi þegar verst lætur. Enda em erfðafræðingar í óða önn að sanna að þetta sé allt sama tóbakið. Em menn beðnir um að gefa lokk úr hári sínu, eins og forðum, því til sönn- unar. Þetta getur svosem allt verið í lagi. En ég held að menn verði að hafa það í huga að DGN rannsóknir hafa leitt í ljós að við emm ekki af Neanderdals- manninum heldur komnir sunnan úr svörtustu Afnku. Það þætti mér ekki ósennileg tilgáta. Mér finnst svona í lokin að forsæt- isráðherra þurfi sannarlega að fara að vara sig. Það er mikil ásókn í að gera forsetaembættið að hhðstæðu við það í „guðs eigin landi“ eða Frakklandi, og ég segi bara svona á bak við tjöld- in, að ég óska þess ekki að forsætis- ráðherra okkar, hver sem hann er, þurfi að búa við slíkt lýðræði þar sem forsetinn, valdamikill, er í mótsögn við ríkisstjóm. Verður ekki að byrgja brunninn áður en bamið dettur ofan í? Norðmenn eru farnir að greiða knattpsyrnumönnum verulegar fjárhæðir. Það skýrir vilja íslenskra fótboltamanna til að leika með norskum félagslið- um. Bjarki Gunnlaugsson hef- ur nýverið gengið til liðs við Molde í Noregi og mun hann fá verulega góð laun og sama er að segja um Rúnar Kristins- son sem er að ganga til liðs við Lilleström. Heyrst hefur að landsliðsmenn, eins og Bjarki og Rúnar, séu að fá margföld þau laun sem þeir hafa þekkt til þessa... r Islenskir knattspyrnumenn leita víðar en til Noregs. Nú er veriða að ganga frá sölu á ein- um leikmanna KR, Þórhalli Dan Jóhannssyni til Velje í Danmörku. Félögin hafa komið sér saman um verö og annað og aðeins á eftir að ganga frá undirskriftum og öðrum forms- atriðum. Þaö var af þessum sökum sem Þórhallur Dan var ekki í leikmannahópi KR í Evr- ópukeppninni, þar sem Velje er þátttakandi í sömu keppni. Þór- hallur gekk til liðs við KR fyrir þetta leiktímabili, en hann var áður leikmaður með Fylki, þar sem hann hafði veriö allan sinn feril. KR og Fylkir munu skipta með sér söluverðinu... Brúnin á KR-ingum lyftist heldur betur þegar liðið þeirra vann glæstan sigur á Dinamo frá Rúmeníu. Mikill vilji er meðal stuðningsmanna að fylgja liðinu í seinni leikinn, sem verður i Rímeníu næsta mið- vikudag. Gallinn er bara sá að ferðin kostar rétt innan við 100 þúsund krónur á mann og því óvíst að nokkur leyfi sér slíkt ferðalag... Golfara eru ánægðir hvernig til hefur tekist með breyt- ingarnar á Korpúlfsstööum. Golfklúbbur Reykjavíkur hefur lagt alúð í breytingarnar og tek- ist vel til. Tekist hefur að halda ýmsu af því gamla í húsinu, svo sem gluggum og fleiru. Þá lofar hinn nýji golfvöllur góöu og full- yrt er að innan fárra ára verði hann einn af bestu völlum landsins... Það verður mikið um að vera í miðbænum í dag. Útifund- ur á Lækjartorgi og ekki verður minna um að vera á öldurhúsi í miðbænum. Hún góðkunna blaðakona og stoð Alþýðu- blaðsins Kolbrún Bergþórs- dóttir heldur upp á fertugsaf- mæli sitt. Þar verður margt góðra gesta. Þeir sem til þekkja hafa vissu fyrir að Jón Baldvin Hannibalsson muni mæla nokkur velvalin orð til vinkonu sinnar. Valgerður Bjarnadóttir verður veislustjóri. Dóttir Val- gerðar Guörún Vilmundar- dóttir verður meðal gesta og þá er fátt eitt upptalið. Fleiri á boðslistanum eru; Benjamín H.J. Eiríksson, Bryndís Schram, Róbert Marshall, Mörður Árnason, Guðmund- ur Andri, Hallgrímur Helga- son, Haraldur Jóhannsson, Elías Mar, Hrafn Jökulsson, Guörún Kristjánsdóttir, Sæ- mundur Guövinsson, Oddný Sen, Birgir Dýrfjörð, Gunnar Smári, Jón Óskar, Þóra Arn- órsdóttir og Ámundi Ámundason og fleiri og fleiri höföingjar auk nokkurra meðal- menna. Össur missir af hófinu sökum fjarveru frá borginni... hinumggin ' FarSlde" o«lr Gaiy Laraon Talandi um að bæta móögun ofan á meiðsli - ekki aöeins að við værum of seinar heldur skildu þau viljandi eftir líffæragjafaskírteinib. Hvaöa tómstundagaman hefur þú? Björgvin Þorgrfmsson: Tölvur. Eggert Jónsson: Ljósmyndun. Ingólfur Guömundsson: Tónlist. Ásdfs Guömundsdóttir: Saumaskap, föndur og lest- ur. Ásthildur Snorradóttir: Útiveru og starfið. m q n n Ég tel að okkur sé eingöngu sómi sýndur með því að Clint- on hniki til sinni dagskrá til að hitta forseta íslands á ferð hans um Bandaríkin. Davíö Oddsson forsætisráöherra í Morg- unblaöinu. Hættið þessari vitleysu og sof- ið hjá þeim sem þið hafið val- ið til þess, þegjandi og „hljóðalaust“. Jóhanna G. Halldórsdóttir húsmóöir full- yröir í Mogga aö fólk af sama kyni geti aldrei oröiö hjón. Svo eyðir hún engu, þetta er bara eins og saumavélamótor og í stað þess að sauma brennir maður bara í bæinn að borga reikninga. Guörún María Ingvarsdóttir vespueigandi I DT. En hús eru engin tískuvara eins og ballskór og sólgler- augu. Árni Ólafsson arkitekt um húsamálun og litaval í DT. Að vera brúnn og ræða um sólarolíu er ekki synd eða andleysi á borð við það sem heyrist frá þeim sem stíga í predikunarstólinn. Guöbergur Bergsson rithöfundur um þjóö- ina og prestana í DV. Biskupskjör hefur farið fram. Jóhannes í DT . Leikurinn var erfiður, þeir voru meira með boltann en við. Haraldur Haraldsson þjálfari KR i íþrótta- kálfi Morgunblaösins. Stúlkukindin gerir lítið annað en iða sér til, fara höndum um eigin kropp (og annarra) og toga niður um sig efnislitla kjóla. Soffla Auöur Birgisdóttir leiklistargagnrýn- andi Morgunblaösins um Margréti Vil- hjálmsdóttur leikkonu í Veömálinu Þetta eru þakkimar fyrir að vera vinaleg, sagði stúlkan þegar hún eignaðist tvíbura. Danskur oröskviöur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.