Alþýðublaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUAGUR 24. JÚLÍ 1997 Giovanni Battista Carpi er heiðursdoktor í Disney Doktor í • • Andrési On Háskólinn í Bologna á Ítalíu hefur skipað hinn sjötuga Disneyteiknara, Giovanni Battista Carpi, heiðursdoktor í uppeldisfræði. í hátíðlegum rök- stuðningi með útnefningunni segir akademían meðal annars að teikni- myndir séu síðasta listformið sem með því að festa orð við myndir, segir bömum þær tíu tuttugu sögur sem hafa verið sagðar í árþúsundir, allt frá því að elstu forfeður mannsins notuðu þær til að kenna bömum sínum að óttast ekki myrkrið utan við hellinn. Garpi hóf feril sinn sem teiknari hjá Disney árið 1953, þegar hann tengdist útgáfufyrirtæk- inu Mondadori sem var fyrsta erlenda fyrirtæk- ið utan Bandaríkjanna sem fékk árið 1938 leyfi til að setja sínar eigin Disneyteiknimyndasögur á markað. Carpi hefur sérstaklega sterkar taugar til Andrésar Andar sem hann segir í viðtali ítalska blaðið Repubblica að sé „ekta Itali, í eilífu stríði við allt umhverfið, og hann elskar að hrópa, „OH hvað ég er óheppinn, þegar hann hefur það í raun ágætt.“ Þegar ævintýrinu lýkur segir Carpa að hann sé alltaf í sömu sporum, hvorki rtkari né fátækari. Hann lendir heldur aldrei í neinu hræðilegu, ef það gerist eru þær jafnan svo einstakt og leikrænt að það endar í hreinum farsa. Hinn ítalski Andrés Önd, Paolino Paperino, er mikill leikari og Carpi hefur nýtt sér hæfi- leika hans í paródíur sínar á heimsbókmenntim- ar, svo sem Stríð og frið, Hamlet og önnur sí- gild verk. Sú ítalska hefð að gera grín af bók- menntunum í Disneysögum á rætur sínar að rekja til ársins 1948 þegar Mikka Mús var sleppt lausum í Hinum guðdómlega gleðileik, eftir Dante Alighieris, en síðan þá eru engir leikarar svo fjölhæfir og reyndir að hafa lagt persónur sína við jafn fjölbreyttar persónur heimsbókmenntanna og þeir félagar Mikki og Andrés. Ameríkanamir sem litu á Disneysögumar sem afþreyingu fyrir böm, en ekki fyrir alla fjölskylduna eins og ítalimir höfðu miklar efa- semdir um ágæti þessara bókmenntalegu teikni- myndasagna og fannst þær of þungar. „Þeim fannst þetta alltof háfleygt," útskýrir hinn ný- bakaði doktor. „En þeir létu svo bara kyrrt liggja og höfðu gaman af eins og við hin- ir,“ bætir hann við. En á síðustu tímum hafa teiknarar þó fengið skýrari fyrirmæli frá Kalifomíu og hafa ekki jafn frjálsar hendur. Capri dregur engan dul á það að hann saknar þeirra tíma þegar hlutimir þurftu ekki að vera pólítískt kórréttir. „í dag er það meira að segja óhugsandi að láta Andrés Önd drekka eina rauðvínsflösku,“ segir hann með söknuði. Þad er sama kemur á Rofli okkar besta og þjónustu. REGNBOGA HÓTEL BETKISTO Hótel Sel\ sítni 48~ (Ir alfaralQið Eiginkona bandaríska milljónaprestsins hleypti og brand vegna afbrýðisemi öllu í bá Presturinn Henry Lyons naut blessunar. Hann átti allt, Rolls Royce, ótal milljónir og forseti Bandaríkj- anna leit á hann em vin sinn. En gæfan snerist í hönd- unum á honum þegar eiginkona hans tók upp á þeim óskunda að kveikja í einu heimila hans. Hún var handtekinn og kærð fyrir að kveikja í lúx- usvillunni þar sem ein af samnstarfskonum Lyons bjó en sú er talin hafa verið ástkona hans. Nú er Lyon skyndilega komin í félagskap presta eins og Jimmi Swaggart og Jim Bakker, guðsmönnum sem hafa leyft andanum að lúta í lægra haldi fyrir lystisemdum holds- ins. Þegar hann hélt í viðskiptaferð til Afríku, uppgötv- aði eiginkona hans Deborah að hann átti einbýlishús sem hún hafði ekki hugmynd um að væri til. Hann var skráður fyrir eigninni ásamt fertugri konu Bemice að nafni sem er einnig ein af yfirmönnum kirkjunnar og var stödd í Afríku ásamt Lyon. Deborah fór og skoðaði húsið, gekk inn og fann þar föt af eiginmanni sínum og hún sagði lögreglunni seinna að hún hefði orðið heltekinn af afbrýðisemi, gekk berserksgang í íbúðinni og kórónaði síðan verkið með því að kveikja í. Eftir að hún var látin laus úr fangelsi gegn trygg- ingu hefur hún snúið við blaðinu og verst nú með kjafti og klóm fyrir mannorði eiginmannsins og harðneitar að húsið hafi verið ástarhreiður hans og áðurnefndrar Bemice. Hún gengur svo langt að segja að hún hafi verið fjölskylduvinur og þau hafi keypt húsið sem gestahús fyrir fólk sem dveldi hjá þeim, hvort heldur sem var í einkaerindum eða erindum fyrir kirkjuna. Sjálfur hefur Lyons neitað að hafa notað fjármuni kirkjunnar til að festa kaup á einbýlishúsinu og hann hefur einnig neitað að hann eigi í ástarsambandi við Bemice Edwards og segir einfaldlega: „Ég á engin leyndarmál fyrir konu minni.“ Lyons hefur ráðist harkalega á fjölmiðla fyrir að flytja fréttir af málinu og segist vera ofsóttur. „Að vera ofsóttur er þegar fólk eltir þig og vill ekki láta þig í friði," grenjaði hann í einni stólræðu sinni. Ofsóttur þegar fólk ætlar að rétta yfir þér í dómssölum og fá sér reipi til að hengja þig í gálga.“ Lyons hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir að reyna að snúa vandræðum sínum upp í kynþáttaof- sóknir. „Ég held að hann sé fullur af bulli," segir And- erson Clarke, annar prestur í babtistakirkjunni. „Hann talar við fólk eins og það sé fífl og ætlar að reyna að snúa þessu í kynþáttamál." Lyons hefur frá unga aldri einkum haft tvennt í huga. I fyrsta lagi að stjóma kirkjunni og í öðm lagi að raka að sér peningum, hann er manna ólíklegastur til að láta undan mótlæti. Hann komst í kast við Alríkislögregluna vegna bankasvindls árið 1991, og þurfti að greiða til baka 85 þúsund dollara til að komast hjá því að fara á sakaskrá. Meint ástkona hans hefur einnig komist í kast við lögin, en árið 1994, var hún fundin sek um fjárdrátt. Þeim hefur báðum verið stefnt af fyrirtæki í Flór- ída vegna ógreidds reiknings uppá 89 þúsund dollara, sem seldi þeim vömr, þar á meðal 20 karata demant. Verið er að rannsaka þær staðhæfingar að þau hafi lát- ið skrá Mercedes bifreið Bemice Edwards á kirkjuna til að komast hjá því að greiða söluskatt. Lyon er persónulegur vinur Clintonhjónanna en Hillary hefur látið sig hafa það að ávarpa sókn hans uppi við altarið og Clinton tók hann með til að vera við jarðarföt Yizhak Rabin forsætisráðherra Israel.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.