Alþýðublaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 Framsækin gallerí fá styrki í mýflugumynd: Styrkir menningarmálanefndar hafa lækkað um sjö milljónir Heildarútgjöld borgarinnar til menningarmála hafa ekki dregist saman, segir Kristín Árnadóttir aðstoðarmaður borgarstjóra. Niðurskurður Reykjavíkurborgar til menningarmála hefur komið hart niður á þeim útgjaldalið sem fer til styrkveitinga menningarmálanefnd- ar. A síðasta ári hafði menningar- málanefnd 30,1 milljónir til ráðstöf- unar í styrki en á fjárhagsáætlun þessa árs, 1997 er upphæðin komin niður í 24,6 milljónir. Af þeirri upp- hæð er 1,5 milljón sérstaklega ætluð til styrktar einum strengjakvartetti. Kristín Amadóttir aðstoðarmaður borgarstjóra fullyrðir að „þegar á heildina er litið hafi borgin ekki dregið úr fjárveitingum til menning- armála.“ „Lækkunin er ákvörðun borgar- stjómar. Hún er hluti af spamaðarað- gerðum borgarinnar sem nær yfir alla línuna, en niðurskurðurinn hjá menn- ingarmálanefnd er hlutfallslega mestur á styrkjunum" segir Guðrún Jónsdóttir formaður menningarmála- nefndar. Einn fjárlagaliður nefndar- innar hljóðar upp á 4,7 milljónir til ófyrirséðra verkefna. Um þær segir formaðurinn: „Þetta er okkar vara- sjóður. Það hafa allar stofnanir borg- arinnar þar á meðal menningarstofn- anir, þurft að spara, en þar sem þetta er í fyrsta skipti sem fjárhagsætlun er unnin sem rammafjárveiting þótti okkur rétt að taka örlítinn hluta af heildampphæðinni og eiga í vara- sjóði sem getur þá komið stofnunum að gagni ef þær eiga í erfiðleikum með að sinna hlutverki sínu. Einnig má nýta sjóðinn ef upp koma sérstök verkefni sem nefndinni þykir óhjá- kvæmilegt að sinna.“ Heppilegur áningastaður við þjóðveginn Bjóðum upp á aðstöðu tii stæm eða smærrí mannfagnaða Veittngar - Fjölbreyttir gistimöguíeikar Bensínafgreiðsla - Se&la - og kortasjálfssali Hraðbanki - Upplýsingamiðstöð TjaldsUtði - Ferðamannaverslun VertO ávallt velkomln Sumarferð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur er frestað til 23. ágúst n.k. Stjórnin HITAVEITA REYKJAVIKUR NESJAVALLAVIRKJUN Fram til 31. ágúst verður Nesjavallavirkjun opin til skoðunar: mánudaga - laugardaga kl. 9.00 ■ 12.00 og 13.00 -18.00 sunnudaga kl. 13.00 -18.00 Ferðaskrifstofum og stærri hópum er bent á að panta skoðun með fyrirvara. Sími gestamóttöku er 482 2604 Þær 23 milljónir sem veittar eru í styrki á þessu ári skiptast í megin- dráttum þannig: 8,7 milljónir fara til tónlistarverkefna, 6,7 milljónir til myndlistarstarfsemi og 4 milljónir til leiklistarstarfsemi. Þá eru eftir rúmar tvær milljónir; 1,3 milljónum er veitt til verkefna af ýmsum toga, danslist- in fær 500 þúsund og kvikmyndalist- sem og ýmis önnur starfsemi, getur ekki þrifist án styrkja frá Reykjavík- urborg," segir Guðrún. Fjórir um- sækjendur sem deila með sér þeim 700 þúsundum sem eftir eru af heild- arstyrknum til myndlistar: Hannes Lárusson fékk 100 þúsund, Port- myndir 300 þúsund, Safnasafnið 200 þúsund og íslensk Grafík 100 þús- fleiri verkefni eða ellefu alls. Hæsti styrkur til leiklistar fer til Frú Emilíu. Tveir fá 700 þúsund, Islenska leik- húsið og og Kaffileikhúsið. Tónlistin nýtur líka jafnaðarstefhunnar að mestu, þótt Kammersveit Reykjavík- ur fái 1,2 milljónir, Caput hópurinn fái jafn háan styrk og Félag íslenskra hljómlistarmanna 1,5 milljón til að Kristín Árnadóttir: „Það er rétt að rekstrarfé hafi minnkað hjá einstökum stofnunum en á sama hátt hefur hann aukist hjá öðrum.“ in, nánar tiltekið stuttmyndagar, fær 350 þúsund. Upphæðimar segja ekki allt því þær skiptast misjafnlega, oft- ast eftir umfangi þeirra verkefna sem sótt er um styrk til. Tuttugu og tvær umsóknir deila með sér 8,7 milljón- um til tónlistar ef þau 800 þúsund sem leikhús Frú Emilíu fær til upp- setningar óperu Hjálmars R. Ragn- arssonar eru talin til leiklistar. Ef ekki hækkar upphæðin sem tónlistar- fólk fær sem því nemur, í 9,5 millj- ónir en hlutur leiklistarinnar lækkar að sama skapi. Upphæð hvers styrksins fer að ein- hverju leyti eftir því um hve hárrar fjárhæðar er óskað; langflestir fá minna en þeir biðja um, þó ekki al- veg allir. Menningarmálanefnd hefur engar sérstakar skyldur þegar kemur að því að úthluta styrkjunum og met- ur hverja umsókn fyrir sig. Upphæð styrkjanna er jafnframt alfarið ákvörðun nefndarinnar. Rúmlega helmingur þeirra sem sóttu um fyrir þetta ár fá styrki eða 51 af þeim 94 sem sóttu um. Langflestir fá 100 til 300 þúsund krónur til ólíkustu verk- efna. Sex umsækjendur fá ívið meira eða 400 til 700 þúsund og nokkrir fá yfir eina milljón og allt upp í tvær milljónir. Skiptingin á milli þeirra sem sækja um styrki til tónlistar og leiklistar er nokkuð jöfn, en styrkir til myndlistar fara næstum allir til þriggja umsækjenda. Þær 6,7 milljónir sem fara til myndlsitarstarfsemi er úthlutað til aðeins sjö umsækjenda og deila þrír með sér stærstu sneiðunum; Lista- saíh Sigurjóns Ólafsson, Nýlista- safnið og Myndhöggvarafélag Reykjavíkur fá tvær milljónir hver. ,J>að getur enginn reiknað með því að fá styrk, en starfsemi Nýlista- safnsins og Listafsafns Sigurjóns, und. Snemma í sumar bættust við 300 þúsund krónur til myndlistarirm- ar en þá fékk Sjónarhóll 100 þúsund króna styrk og Gallerí Ingólfsstræti 8 200 þúsund. Leiklistin fær minna en myndlistin og deilast þeir styrkir jafnframt á Þær 6,7 milljónir sem fara til myndlistarstarf- semi er úthlutað til aðeins sjö umsækjenda og deila þrír með sér stærstu sneiðunum; Listasafn Sigur- jóns Ólafsson, Nýlistasafnið og Myndhöggvara- félag Reykjavík- ur fá tvær millj- ónir hver. halda sínu árlegu RúRek djasshátíð. Myrkir músíkdagar fengu nokkru lægri upphæð eða 700 þúsund krón- ur. Myndlistarstyrkimir fara allir til fólks sem vinnur við að koma mynd- list á framfæri, en aðspurð hvers vegna þeim væri svona misskipt seg- ir Guðrún: „Nefhdin hefur aldrei styrkt gallerí nema í mýflugumynd. Við myndum vilja búa til svipað fyr- irkomulag og er með strengjakvar- tettinn og höfum íhugað að taka frá ákveðna upphæð sem gallerí gætu sérstaklega sótt um.“ Um niðurskurð borgarinnar til ein- stakra stofnanna segir Kristín Áma- dóttir: „Það er rétt að rekstarfé hafi minnkað hjá einstökum stofnunum en á sama hátt hefur hann aukist hjá öðrum. Það hefur verið tekin upp markviss forgangsröðun á verkefn- um og því fylgir tilfærsla á fjármagi. Breytingin felst í því að nú fá for- stöðumenn stofnana úthlutað ákveð- inni upphæð sem þeir geta ráðstafað sjálfir í stað þess að fá úthlutað í til- tekna rekstrarþætti. Þetta er liður í endurskipulagningu á rekstri borgar- innar og með henni gemm við þá kröfu að forstöðumenn nýti fjármuni sína betur,“ segir Kristín Ámadóttir. „Niðurskurður til einstakra stofnanna þýðir ekki að heildarútgjöld borgar- innar til menningarmála hafi dregist saman.“ Reykjavíkurborg úthlutar alls 560 milljónum til menningarmála á þessu ári. Þar af fara 50 milljónir til þriggja safna, Borgarskjalasafns, Ljós- myndasafns og Borgarbókasafhs í Tryggvagötu, 60 milljónum er varið til breytinga á Hafnarhúsinu þar sem Listasafn Reykjavíkur opnar á næsta ári og verkefnið Menningarborg árið 2000 fær 20 milljónir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.