Alþýðublaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 1
MÞYDUBIIDIÐ Miðvikudagur 30. júlí 1997 Stofnað 1919 101. tölublað - 78. árgangur Halldór Ásgrimsson ver embætti sitt Tekur forsetann á teppið Ráðherrann hefur sætt gagnrýni fyrir frammistöðu sína og snuprar forsetann með óvæntum hætti Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra hefur gripið til þess að kalla forseta lýðveldisins á sinn fund, þeg- ar forsetinn kemur til landsins. Þetta eru viðbrögð ráðherrans vegna þess sem forseti sagði á blaðamannafundi í Bandaríkjunum. Davíð Oddsson forsætisráðherra hafði áður sagt að hann væri fullsáttur með það sem Ólafur Ragnar Grímsson sagði á fundinum, og forsetinn hefði haft fullt samráð við sig. Mikil ólga er innan utanríkisráðu- neytisins vegna þess að þar þykir mönnum sem forsetinn hafi ítrekað gengið framhjá ráðuneytinu með því að hafa til dæmis beint samband við ¦ Súðarvíkurhreppur Minningareitur verður gerður - aðstandendur ráða hvort nöfn ættingja þeirra verður minnst eða ekki „Einstakir aðstandendur verði, eins og kostur, er í samráði varðandi hvað verður um rúst þess húss sem ástvinir þeirra fórust í. Einstakir að- standendur ráði því hvort nöfn lát- inna ástvina verði rituð á minningar- skjöld." Þetta eru orðréttar tilvitnanir í fundargerð sveitarstjórnar Súðavík- urhrepps, en hreppsstjórn hefur ákveðið að gerður verði minningar- reitur vegna snjóflóðsins sem féll á Súðavík 16. janúar 1995. Ágúst Kr. Björnsson sveitarstjóri segir að sér þyki þessi háttur vera skynsamur, en vitað er að aðstand- endur eru ekki á eitt sáttir um að gerður verði minningarreitur. „Með þessu verður hlustað á að- standendur og tekið tillit til vilja þeirra. Þetta er erfitt mál og það má ekki gleymast að líf heldur áfram hér í Súðavfk og það verður að taka af- stöðu til hvað á að verða um svæðið. Þetta er opin gata og um hana er mik- iLumferð, fólk stoppar og gengur um svæðið og það verður að ákveða hvernig þetta verður til framtíðar." f söfhuninni Samhugur í verki söfnuðust nærri 290 milljónir króna. Nú eru eftir rétt rúmar 10 milljónir, en búið er að lofa meirihluta þeirra til byggingastyrkja. Búist er við að á milli tvær og þrjár milljónir verði eft- ir, og hefur sjóðsstjórnin ákveðið að þeim peningum verði varið { gerð minningarreitsins. Sveitarstjórinn segir að nokkuð mikið sé spurt um þær 64 eignir sem Suðarvíkurhreppur hefur auglýst til sölu, en ekkert tilboð hefur komið. Ágúst segir óvíst hvert sölverðið muni vera og hann á alls ekki von á að allar eignirnar seljist, ástand þeirra er misgott, allt frá því að vera mjög gott og sumar eignirnar eru þannig að best er að þær verði fjar- lægðar. Hreppurinn eignaðist allar þessar eignir með styrkjum frá Ofan- flóðasjóði. Mun Súðarvíkurhreppur þá ekki hagnast verulega takist að selja margar þessara eigna. „Við verðum ekki rík af þessu," segir Ágúst Kr. Björnsson. sendiráðin í því landi sem hann heimsækir, varðandi skipulagningu einstakra viðburða. Þá eru nefnd dæmi á borð við yfirlýsingu forset- ans í Noregi, þegar hann hvatti til samninga miili þjóðanna hið fyrsta. Heimildir Alþýðublaðsins segja að innan Framsóknarflokksins hafi ver- ið þrýstingur á Halldór um að bregð- ast við því sem heimildarmenn blaðsins nefndu tangarsókn forsetans og forsætisráðherrans inn á starfssvið utanríkisráðherra. Þingmenn Sjálf- stæðiflokksins, sem talað var við í gær, voru undrandi á viðbrógðum ut- anríkisráðherra, og einn kvað þau jafngilda því að ráðherrann væri að snupra forsetann opinberlega. Ann- ars hefði hann einfaldlega rætt við hann án þess að láta það leka tiJ fjöl- miðla. Sjálfur slær Halldór Ásgrímsson í og úr í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann segir meðal annars: „En það er svör hans eins og okkar hinna, að þau þurfa að vera vönduð". Einnig sagði ráðherrann: „Ég tel að forsetinn hafi ekki farið út fyrir sitt hlutverk". í því ljósi eiga margir erfitt með að skilja, hví ráðherrann hyggst taka forsetann á teppið. Sjá leiðara: Forsetinn og ráð- herrann. ¦ Lára Margrét Ragn- arsdóttír Spurning hver á að tala , „Eg heyrði ekki það sem forset- inn sagði, en hef heyrt úrdrátt af því. Eg hef séð ummæli Halldórs og Davíðs og ég held að ég geti verið sammála báðum. Það er spurning, þegar menn komast í svona viðtöl, hvernig hlutirnir æxlast," sagði Lára Margrét Ragn- arsdóttir, alþingismaður Sjálfstæð- isflokks og fulltrúi í utanríkis- málanefnd Alþingis, vegna þeirra stöðu sem komin er upp eftir Bandaríkjaför Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. - Þykir þér ástœða til að gera athugusemdir við það sem forset- inn sagði? „Ef ég á að segja eins og er þá sýnist mér að Ólafur Ragnar sé að mynda einhverja nýja stefnu sem forseti. Ég held að þá línu verði að dansa mjög vandlega. Af þeim fregnum sem ég hef, þá virðist það sem hann sagði hafa fallið Banda- ríkjamönnum vel í geð, en hitt er annað að það er spurning hver á að tala fyrir hönd lands og þjóðar. Við sjáum að Ólafur Ragnar er með aðrar áherslur en Vigdís var með. Hann er að marka sér sinn völl í embættinu," sagði Lára Margrét Ragnarsdóttir. I þessu húsi, Sóleyjargötu 1, mun Halldór Asgrímsson væntanlega hitta forseta Islands til að láta hann gera grein fyrir orðum sínum. í Morgunblaðinu sagði Halldór hins vegar: "Ég tel að forsetinrt hafi ekki farið út fyrir verkssvið sitt." Flokkstjórnin og blaoið Flokkstjóm Alþýðuflokksins kemur saman í kvóld og þar verð- ur tekin endaleg ákvörðun um með hvaða hætti útgáfumál flokksins verða í nánustu framtíð. Allt bendir til þess að gengið verði til samstarfs við Dagsprent og útgáfu Alþýðublaðsins verði hætt. Síðasta tölublað í núverandi mynd kemur samkvæmt því út næsta föstudag. G ^ ARÐARBER • JARÐARBER • BLANDAÐIR ÁVEXIIR • HNETUR OG KARAMELLA • SÚKKUIAÐIOG JARÐAR^ Mjólkursamlag Saubárkróki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.