Alþýðublaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ÖRSOGUR Vaxandi aðsókn er að Vestur- farasafninu á Hofsósi, og í sumar hefur stundum ekki verið þverfótað fyrir erlendum túristum í bænum. Aðstandendur safnsins hugsa sér gott til glóðarinnar með að nýta þau sambönd sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti kom á við mormónana í Vestur- faraborginni Salt Lake City í Utah, en þar er að finna eitt merkasta safn heimilda um íslenska ætt- fræði sem til er í heiminum. Vigdís Esradóttir, sem er nýráð- inn forstöðumaður safnsins þykir hvalreki fyrir bæði safnið og Hofs- ós, og hún mun hafa á prjónun- um að víkka starfssvið þess á næstu árum. Meðal annars hyggst hún beita sér fyrir að komið verði upp ættfræðiþjónustu á vegum safnsins, sem tekur að sér að rekja ættir afkomenda íslenskra vesturfara, og sömu- leiðis að hafa uppi á ættingjum þeirra innanlands. Þegar hægist um í vetur ætlar Vigdís að leggj- ast í vesturvíking og reyna að koma upp samböndum westra, sem gætu bæði treyst safnið, og þessa nýju starfsemi... Olafur Ragnar Grímsson: Grunaður um að vera að breyta eðli embættisins... Innan utanríkisráðuneytisins er Ólafur Ragnar Grímsson jafn- framt grunaður um það að vera viljandi að breyta eðli forseta- embættisins með því að fikra sig sífellt lengra í póiitískum yfir- lýsingum. En á hinum fræga blaðamannafundi í Bandaríkjun- um talaði hann einsog á ferðinni væru forseti og utanríkisráðherra í einum og sama manninum. Þó forsetinn hafi sneitt hjá utan- ríkisráðuneytinu gætti hann þess hinsvegar að hafa Davíð Odds- son með i ráðum, enda hefur hann varið Ólaf af hörku gegn gagnrýnisröddum. Mandarínar utanríkisráðuneytisins telja hins- vegar að það sé með ráðum gert hjá Davíð að taka með þessum hætti þátt í því með Ólafi að skipta utanríkismálunum í vaxandi mæli á milli forsætisráðuneytisins og forsetaembættisins... Kosningaslagorð Ástþórs Magnússonar úr baráttunni um forsetatignina var einsog menn muna: Virkjum Bessastaði. Ástþór telur að núverandi forseti hafi gróflega misskilið slagorðið, og fráleitt sé að virkja Bessastaði í þágu teiknimyndafígúrunnar Pocahontas. En einsog kunnugt er lagði Ólafur það til við Bill Clinton Bandaríkjaforseta að indjánastúlkunni Pocahontas yrði fundinn bróður í nýrri teikni- myndafígúru um Snorra Þorfinns- son, sem var fyrsti Evrópubúinn Ástþór Magnússon: Ætlar að bjóða sig fram aftur... sem fæddist í Ameríku. Nú heyr- ist úr herbúðum Friðar 2000 að Ástþór sé staðráðinn í að leggja til atlögu við Ólaf þegar kjörtíma- bilinu lýkur og bjóða sig fram aftur gegn honum. Helsta vopn hans í baráttunni á að vera teikni- myndahetja, sem enn er að vísu aðeins á hugmyndastiginu, en á að sjáifsögðu að heita Óli fígúra... Leiðtogadýrkunin innan Friðar 2000, þar sem Ástþór Magn- ússon er hinn óumdeildi foringi, kemur stundum fram með skondnum hætti. Um verslunar- mannahelgina standa samtökin fyrir hátið í Reykholti. Þar koma meðal annars fram diskósveitin Boney M, einnig írsk þjóðlaga- sveit af kránni Dubliners í Reykjavík og boðið er upp á Ma- uri nudd og „aðra áhugaverða dulspeki" einsog segir í flugriti samtakanna. Þar er líka upplýst að Reykholt sé staður þar sem gott sé „að ná sambandi við æðri vitund." Ekki er upplýst hvort formaður Prestafélagins, séra Geir Waage í Reykholti, fái sér Ma-uri nudd hjá Ástþóri, en þó er Ijóst að vitundir þeirra hafa náð saman um skipulagningu útihátíð- arinnar. Formaður Prestafélags- ins hefur nefnilega veitt Frið 2000 góðfúslega afnot af kirkju sinni, þvi um miðnæturskeið verður Séra Geir: Fær hann sér Ma-uri nudd hjá Ástþóri? farið þangað í blysför og siðan haldin friðarstund. Hápunkturinn er hinsvegar að „Raggi bakari" ætlar að baka stærstu tertu sem sést hefur á landinu, í tilefni af því að „einn forsetaframbjóðenda á afmæli." Ekki kemur fram hvaða forsetaframjóðandi það er, en ósjálfrátt grunar mann Ástþór. Úti- hátíðin er því eftir allt saman skipulögð i kringum afmæli leið- toga Friðar 2000 og að minnsta kosti með óbeinni aðild þjóð- kirkjunnar í gegnum formann Prestafélagsins. Kanski það verði séra Geir Waage sem sker afmælistertuna fyrir Ástþór... Flestir myndu án efa telja ákjósanlegt að komast í gott starf í nágrenni við náttúruperluna Mývatn. En vera má að langvinn- ar deilur í sveitarfélaginu um jafn óskylda hluti sem Kísilverk- smiðjuna, silungaveiði og skóla- mál hafi breytt viðhorfinu til þess. Fyrir skömmu var þannig auglýst laust til umsóknar staða prests við kirkjuna á Skútustöðum, þar sem merkispresturinn séra Örn Friðriksson er kominn á aldur og á samkvæmt lögmálinu að hætta um næstu mánaðmót. Flestir bjuggust við fjölda umsókna um þetta ágæta brauð á fallegasta stað landsins. En um kallið sótti hinsvegar nákvæmlega enginn... Mývetningar munu þó tæpast þurfa lengi að hokra prest- lausir þó enginn hafi sótt um Skútustaði. Samkvæmt reglum verður nefnilega biskup að kalla prest til verksins, og getur í sjálfu sér sett hvem sem hann vill. Sveitungamir, sem undanfarið hafa með ágætum árangri reynt að setja niður innasveitardeilur Séra Flóki: Sjá, öldur Mývatns mun lægja... óttast nú mest, að eitt síðasta verk herra Ólafs Skúlasonar verði að kalla til Skútastaða frið- semdarklerkinn séra Flóka Kristinsson... r Ikomandi biskupskjöri þykir sigur séra Karls Sigurbjörnssonar svo viss, að það eina sem prestar geta skemmt sér yfir eru hvers- konar grínsögur sem tengjast stéttinni. Meðal andstæðinga hans eru hinir svokölluðu svart- stakkar kirkjunnar, sem flestir fylgja að málum séra Sigurði Sigurðssyni, vígslubiskup á Selfossi. Svartstakkamir eru á fræðilegu kirkjumáli nefndir litúrgistar, en svo nefnast þeir sem fylgja bókstaf lögmálsins út í æsar. Þeir fallast heldur aldrei á málamiðlanir einsog Langholts- Karl Sigurbjörnsson: Svarstakkarnir í kirkjunni eru á móti honum... “FarSide” eftir Gary Larson Siggi stirðnaði upp. í langan tíma gat hann ekkert annað gert en starað á piparmyntusúkkalðið sem „einhver" hafði lagt á koddann hans. deilan sýndi sællar minningar. Nýjasta skemmtisagan úr heimi prestanna gengur einmitt út á það: Spurning: Hver er munurirm á litúrgista og terrorista? Svar: Það má semja við terrorísta! Höfuðskáld X-kynslóðarinnar Hallgrímur Helgason hefur haft hægt um sig síðustu mánuði, ef frá eru taldir nokkrir fjörsprettir í tengslum við bókmenntaritið Bryndís Schram: Slær f gegn í hlutverki ömmunnar... Hallgrímur Helgason: Hefur varið tíma sínum f húsverk... Fjölni, en í því var hann ein aðal- sprautan ásamt Gunnari Smára Egilssyni. Síðustu vikur hefur hann einkum varið tíma sinum í húsverk, en í þessari viku hefur hann för sína út á landsbyggðina, þar sem hann ætlar að kynnast lífi og starfi fólks utan póstnúmers 101. Afraksturinn er væntanlegur í formi bókar fyrir þarnæstu jól... Sérstætt verkefni hefur nú rek- ið á fjörur eins merkasta myndlistamnanns þjóðarinnar, Ei- ríks Smith. Alþýðuflokkurinn hef- ur falið honum að gera andlits- mynd af fyrrum foringja flokksins, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Ekki er víst hvort myndin eigi að fegra umhverfi salarkynna þing- flokksins i Alþingishúsinu, þar sem aðdáendum Jóns þykir hún best eiga heima, eða hanga uppi í skrifstofum fiokksins. Engar sög- ur fara af hæfileikum Jóns sem fyrirsætu... Annars gera þau hjónin Jón Baldvin Hannibalsson og frú Bryndís Schram það ekki endasleppt þessa dagana. Síð- astliðinn sunnudag var tvöföld skímarveisla að Vesturgötu 38, Jón Baldvin: Hélt tveimur barnabörnum undir skírn sama daginn... þegar tvö bamaböm þeirra voru skírð. Presturinn sem skírði var Sigurður Arnarson, einn þriggja presta í Grafarvogi. Bæði bömin eru stúlkur, og önnur, dóttir Glúms Baldvinssonar og konu hans Bryndísar Bjarnadóttur heimspekings og fyrrum tísku- módels, hlaut nafnið Melkorka Sóley. Hin var nefnd Marta en foreldrar hennar eru Snæfríður Baldvinsdóttir sem býr á Ítalíu ásamt föður Mörtu, lögfræðingn- um Marco Brancaccia. Það var að sjálfsögðu grand papa JBH sem hélt telpunum undir skím- ina... v i t i m g n n Ég hafði ekkert á móti því að forseti íslands hitti forseta Bandaríkjanna. Halldór Ásgrímsson i Mogganum. Reykjavíkurborg veitir verð- laun til ungra trúða, sem eru sýndir í sjónvarpi þegar þeir bera sápuskúm á geirvörturnar og bera rakvél að brjósti sér. Pétur Pétursson í Mogganum. Ég lék bara ekki eins og ég er vön, en það gerði Ólöf. Herborg Arnardóttir kylfingur, f Mogganum. Það voru leikmenn í liðinu sem greinilega eru í lélegu formi og einhverjir halda að þeir fái mikið fyrir lítið eða jafnvel ekki neitt - ef ekki verður breyting á því hugarfari eru þessir menn á röngum stað. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari að ræða um liðsmenn sína í Mogganum. En Ámundi er hvergi banginn og er þegar búinn að finna fólk sem er ekki aumingjar. Garri Tímans að skrifa um auglýsingastjór- ann og væntanlegan útgefenda, Ámunda Ámundason. Sonur minn hótaði sjálfsmorði frekar en að fara með mömmu á útihátíð. Guðríður Haraldsdóttir, Gurrf, í DT þegar hún var spurð hvort hún ætli með ung- lingnum sinum á útihátíð um verslunar- mannahelgina. Eftir þessa æfingu er Ijóst að stjórnkerfið er alltof þungt. Það brást allt of oft í þessari æfingu. Það eru margir björg- unarsveitarmenn foxiflir út ?f þessu. Þór Magnússon þátttakandi í Samverði, fimm q förnum vegi Ætlar þú út úr bænum um verslunarmannahelgina? Björk Konráðsdóttir: Baldur Baldursson: Já. Ég veit ekki alveg hvert. Ég er óákveðinn ennþá. Júlía Tan Kimsdóttir: Já. En það er ekki alveg ákveðið hvert. Annað hvort til Eyja eða til Akureyrar. Svavar Orri Svavarsson Nei. Benna Knudsen: Ég veit það ekki. í DV. Enn á ný ræðst Bandaríkjaher á hálendi ísiands með vígatól í lofti og á láði. Birna Þórðardóttir í DV. Ef ég frétti að Alþýðublaðinu vegnar vel þykir mér vænt um það, ef því gengur illa kemur það við við- kvæman streng í brjósti tm'nu. Helgi Sæmundsson fyrrverandi ritstjóri Alþýöublaösins í viðtali viö blaöiö áriö 1994.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.