Alþýðublaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Ættjarðarsöngvar og sjómannalög á kóramóti 180 söngvarar í átta íslenskum kórum meðal 3000 þáttteknda á móti í Svíþjóð Ættjarðarsöngvar og sjómannalög á kóramóti í Svíþjóð 180 söngvarar í átta íslenskum kórum meðal 3000 þáttteknda Um mánaðarmótin júní - júlí hljómaði söngin og hljóðfæraleik- ur á götum og torgum, vinnustöðum og stofnunum, í kirkjum og tónleik- höllum í borginni Uddevalla í Sví- þjóð. Til borgarinnar voru komnir um 3000 þátttakendur kóra og hljóm- sveita ffá Danmörku, Noregi, Finn- landi, íslandi, Eistlandi, Króatíu, Bandaríkjunum og Svíþjóð til að taka þátt í söngmótinu TON INORDEN - 97. Söngmótið var haldið undir heit- inu Haf og umhverfi og bar dagskrá mótsins merki þess á ýmsan hátt. Lúðrasveitimar, sem allar voru finnskar, og norrænu kóramir em að- ilar að tónlistarsamböndum alþýðu í sínum heimalöndum. A lslandi TÓNAL. Kóramir frá Eistlandi, Bandaríkjunum og Króatíu vom sér- staklega boðnir sem gestir. Þetta var ellefta norræna söngmótið á vegum NASOM, (Nordiska Arbetar- och Musikerförbundet), sem er samband norrænna kóra og hljómsveita, sem starfa á vegum stéttarfélaga eða innan fyrirtækja. Sambandið var stofnað 1947 eða fyrir réttum 50 ámm. Nor- rænt söngmót alþýðukóra var fyrst haldið árið áður og hefur verið haldið síðan á fimm ára fresti, til skiptis í löndunum. Árið 1992 var það haldið á íslandi og verður næst árið 2002 í Tromsö í Noregi. íslensku kóramir, sem tóku þátt í mótinu í Uddevalla, eru: Samkór Trésmiðafélags Reykja- víkur, Álafosskórinn, Reykjalund- arkórinn, Gmndartangakórinn, Kvennakór SFR, Kvennakór Hreyfils, Símakórinn og Landsbankakórinn. Eingöngu íslensk lög á efmsskránni Torfi Karl Antonsson hefur verið formaður TÓNAL síðan 1978, en hann leikur á hom í Lúðrasveit verka- lýðsins. Torfi Karl á jafnframt sæti í stjóm norræna sambandsins, en TÓNAL gerðis aðili að sambandinu 1977. Torfi Karl var auðvitað í Udd- evalla þótt lúðrasveitin hafi ekki tekið þátt í mótinu að þessu sinni. í samtali síðasta dag mótsins sagði Torfi Karl um hlut íslendinga í mótinu: „Hlutur okkar hefur komið mjög vel út og söng Islendinga hefur verið vel tekið. Margir hafa hrósað okkur og ég held að það sé líka hægt að gera það. Und- irbúningurinn hefur verið langur og strangur. Kóramir hafa æft í allan vet- ur og það er ástæða til að þakka ís- lensku þátttakendunum fyrir góða framistöðu og fyrir alla þá vinnu sem þeir hafa lagt að mörkum. Ég hef hlustað á kórana við ýmis tækifæri" sagði Torfi Karl. „Oft hefur það verið reglulega hátíðlegt. Kóramir komu fram hver og einn en auk þess vom haldnir íslenskir tónleikar þar sem kóramir sungu saman ein tíu lög. Við völdum nú eins og áður að hafa ein- göngu íslensk lög á efnisskránni og hófum tónleikana með sjálfum þjóð- söngnum. Islensk sönglög heyrast sjaldan í útlöndum svo okkur finnst norrænu mótin kjörið tækifæri til að láta íslenskan söng hljóma. Meðal laganna, sem kórinn söng, var Vetrar- mávur eftir Þorkel Sigurbjömsson við ljóð Jóns út Vör. Þetta verk var fyrst flutt í fyrra, á tuttugu ára afmælistón- leikum TÓNAL, og höfundurinn til- einkaði það TÓNAL, sem við emm mjög stolt af. Ég er viss um að verkið á oft eftir að heyrast í flutmingi ís- lenskra kóra enda mjög fallegt. Flutn- ingi þess stjómaði Helgi R. Einarsson en annars skiptust söngstjóramir á að stjóma kómum. Tónleikum okkar lauk með flumingi syrpu sjómanna- laga í útsetningu Magnúsar Ingimars- sonar, sem hann gerði fyrir okkur“. Samnorrænn kór Og Torfi Karl hélt áffam að lýsa hlut okkar og sagði: “Islendingar tóku einnig þátt í söng samnorræns kórs sem kom fram á lokatónleikum móts- ins. Þetta var í fyrsta sinn, sem mynd- aður er samnorrænn söngkór innna NASOM, sem er vandasamt að undir- búa. Þátttekendur verða að æfa hver f sínu landi og komu fyrst saman á mót- inu. Þar var flutt nýtt verk En droppe i havet, sem mér finnst trúlegt að við eigum eftir að heyra oftar á vettvandi NASOM og annars staðar. Verkið samdi og stjómaði Finninn Heikki Valpola en ljóðið er eftir Svíann And- ers Dejke.“ Átta kórar af tólf Torfi Karl minnti á að þátttaka ís- lendinga í þessu móti hafi verið góð og sem dæmi um það sagði hann: , j TONAL em tólf kórar og átta þeirra em hér í Uddevalla. Það er ffábær þátttaka, sem ekkert annað land kemst í hálfkvisti við. Kórfélagar em um 180 og samtals em hér um 250 Islend- ingar auk þeirra, sem búa í Svíþjóð, og hafa komið hingað gagngert til að hlusta á okkur og hitta landann. Is- lenski fáninn blakti víða og alla nokkrar konur úr okkar hópi vom klæddar íslenskum búningi. Strákam- ir í Grundartangakómum vom í nýja íslenska karlbúningnum, sem þeir bám með prýði. Við vorum almennt mjög stolt, verð ég að segja.“ vom orð Torfa Karls formanns TÓNAL og hann bætti við: „Islensku þáttekend- umir vom þeir einu sem vom allan tímann sem mótið stóð sem var í viku- tíma, ffá 30. júní til 5 júlí. Við íslend- ingar tengjum þátttöku í svona ferð gjaman sumarffíi og margir velja að halda ferðinni áffam eftir að mótinu lýkur. Aðrir þátttakendur, t.d. Finnar, sem vom fjölmennir, komu gagngert til að syngja á sfnum tónleikum og stoppa stutt." Króatar, Eistlendingar og Bandaríkjamenn En það vom ekki aðeins norrænir íslensku kórfélagarnirmynduðu einn kór á íslensku tónleikunum og sungu ein 10 lög. Hér undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur. íslensku þátttakendurnir í skrúðgöngu í miðborg Uddevalla á lokadegi norræna söngmótsins. kórar á mótinu, sem vöktu verðskuld- aða athygli. Um þá sagði Torfi Karl: ,T>að hefur verið siður að bjóða sér- stökum gestakómm á þessi mót. Að þessu sinni kom blandaður kór ffá New York, karlakór frá Eistlandi og blandaður kór ffá Króatíu, skipaður ungu fólki og mjög góður. Ég er að gera mér vonir til að sá kór geti kom- ið í heimsókn til íslands, hver veit? Ameríski kórinn, New York City Labour Choms, sett skemmtilegan svip á mótið. Þeirra hefðir í kórsöng em dálítið aðrar en við eigum að venj- ast, en var vel við hæfi enda sungu þeir mest ameríska verkalýðssöngva og baráttusöngva blökkumanna." Hvetjandi fyrir kórana Torfi Karl vék einnig að TÓNAL og starfi þess. Hann benti á að starf- semi sambandsins er starf áhugafólks og því er ekki hægt að gera allt sem menn vilja. Engu að síður hefur tilvist sambandsins og starf þess gefið mörg- um tækifæri til að taka þátt í þessum norrænu mótum, sem er mjög hvetj- andi fyrir kórana og eykur samheldni þeirra. Kóramir hafa að ákveðnu marki að keppa og oft eykst fjöldi kórfélaga fyrir mótin, sem er að sjálfsögðu já- kvætt og Torfi bætti við: „Við gemm auðvitað ráð fyrir að taka þátt í næsta móti í Tromsö í Norður-Noregi og höfum haft á orði að ef Smugudeilan verður ekki leyst munum við koma þangað siglandi á togumm í varð- skipafylgd!“ Ættjarðarsöngvar og skruðganga Svandís Ottósdóttir syngur í Kvennakór SFR, Starfsmannafélags ríksstofnana, og er formaður kórsins. f kómum em 25 söngkonur frá ýmsum vinnustöðum á félagssvæði SFR. Svandís tók þátt í mótinu í Uddevalla, en var það í fyrst sinn sem hún og Kvennakór SFR var með á svona móti.. „Hér úti kölluðum við okkur “munaðarleysingjanna“ sagði Svan- dís. „Stjómandinn okkar hætti nýlega og átti ekki kost á að koma með okk- ur í ferðina. Samt sem áður er um helmingur kórfélaga hér. Ég er viss um að eftir þessa ferð stöndum við í kómum enn þéttar saman en við gerð- um áður. Við tökum þráðinn upp í haust með nýjum stjómenda og stefnum að því að taka þátt í Landsmóti kvennakóra í Borgamesi í október. Dagamir hér í Uddevalla hafa verið vel nýttir. Við höfum farið á marga tónleika og heyrt og séð marga kóra. Þrátt fyrir “mun- aðarleysið" tókum við þátt í íslensku tónleikunum með hinum TÓNAL- kómnum, sem segja má að hafi verið hápunkturinn að ógleymdri skrúð- göngunni um miðborgina síðasta dag- inn. Þar gekk hver kór undir sínu merki og fána og við sungum auðvit- að af krafti íslensku ættjarðarlögin hvert af öðm. Fólk á gangstéttum og í gluggum veifaði til okkar og var ekki annað að sjá en það kynni vel að meta sönginn. Ég hvet tvímælalaust kórinn minn til að fara til Tromsö árið 2002, á næsta söngmót. Sjálf ér ég þegar farin að hlakka til“ sagði Svandís Ottós- dóttir læknaritari og ein af söngvumn- um í Kvennakór SFR“. Tryggvi Þór Aðalsteinsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.