Alþýðublaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 1
Föstudagur 31. október 1997 Stofnað 1919 Sameiningarmál í ReykjanesKjördæmi Á laugardaginn 25.október var haldin ráðstefna í Hafnarfirði sem stofnað var til af fulltrúum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags þar sem sameiningar- málin voru rædd.' Farið var yfir stöðu rnála fyrir komandi Sveitastjómar- kosningar en allt virðist benda til að sameiginlega verði boðið fram í flestum sveitarfélögum kjördæmisins. Tímamót Eyjólfur Sæmundsson, formaður kjör- dæmaráðs Alþýðuflokksins, var einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar og var hann mjög ánægður með ráðstefnuna. „Hún tókst nijög vel og markaði tímamót í samstarfi jafnaðarmanna hér á Reykjanesi því aldrei fyrr hafa Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag í Reykjanesi haldið sameiginlega ráðstefnu." Eyjólfur taldi að um 80-100 manns hefðu mætt á fundinn. „Það var mikill og góður andi í fundarmönnum og menn unnu af heilindum í málefna- starfmu og það var samþykkt á fund- inum að haldin yrði önnur ráðstefna í janúar þar sem við höldum þeirri vinnu áfram og hefjum af krafti undirbúning fyrir sveitastjómarkosningar." Sameiginleg framboð í stærstu sveitrarfélögunum. Þess má geta að Sameiginlegir fram- boðslistar milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og annara í Reykja- nesi verða í næstu kosningum í Kópavogi, Reykjanesbæ og líklega Seltjamamesi en einnig er reynsla fyrir því í Sandgerði og í Vogum. Einnig er verið að vinna að sameiginlegum fram- boðum á Akureyri, ísafirði, Borgamesi og á Akranesi. Þetta gefur vísbendingu um að jafnaðarmenn allra flokka em að ná saman að minnsta kosti í nokkmm af stærstu sveitarfélögum landsins. Málefnastarf Eyjólfur sagði að gott starf hefði verið unnið í málefnahópunr. „Við unnum í málefnahópum sem fjölluðu um þrjú málefnasvið, fjármál sveitarfélaga, umhverfismál og sá síðasti fjallaði um það hvemig jafnaðarmenn sjá fyrir sér félagslega þjónustu í framtíðinni í þeim sveitarfélögum þar sem þeir fara með stjóm mála. Málefnastarfið mun halda áfram á næstu ráðstefnu sem ráðgerð er í janúar" sagði Eyjólfur að lokum. Ályktun Fundurinn sendi frá sér eftirfarandi ályktun: Kjördæmisráðstefna Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags er sammála um að sveitarfélag jafnaðar- og félags- hyggjufólks byggir á frelsi og félags- legu- og efnahagslegu jafnrétti. Ráðstefnan vill að samfélag sem tryggir að allir eigi kost á að njóta þeirra tæk- ifæra sem að samfélagið hefur að bjóða og þar sem markvisst er unnið gegn hvers konar mismunun. Samfélag þar sem raunverulegt jafn- rétti kynjanna er til staðar, þar sem bamauppeldi er viðurkennt sem mikil- vægt samfélagslegt verkefni og uppeld- is- og umönnunarstörf metin sem mikil- vægar undirstöðugreinar. Samfélag þar sem framlag aldraðra er virt í verki, öryggi þeirra tryggt sérstaklega hvað búsetu og þjónustu snertir. Þar sem fötluðu fólki standa opnar leiðir til þros- ka og mannsæmandi lífs. 1 samfélagi jafnaðar- og félagshyggjufólks er það viðurkennt að uppeldi og menntun stuðli að því að gera fbúana hæfari til að móta eigið líf og umhverfi. Ráðstefnan telur nauðsynlegt að samþætta allt uppeldis- og skólastarf í hverju sveitarfélagi og tryggja að öll böm sitji við sama borð, einnig hvað varðar félagslega þátttöku. Kjördæmisráðstefnan er sammála um að þegar sameiginleg framboð birta áherslur sínar verði jafnframt gerð skýr grein fyrir því hvemig þau hyggist ná markmiðum sínum með breyttri og rétt- látari skattheimtu, tilfærslum og útfærslu á því hvaða verkefni verði á hendi hins opinbera og hvað sé skyn- samlegra að fela öðmm aðilum í sam- félaginu. Við undirbúning sameiginle- gra framboða verði lögð áhersla á útfærslu skattheimtunnar og með hvaða hætti sveitarfélögin ætla að setja sér fjöl- skyldustefnu og útfæra samræmda fjölskylduþjónustu. Ahugasamir jafnaðarmenn á ráðstefnunni í Hafnafirði. L Landsbanki íslands / forystu til framtíðar 104.Tölublað - 78. Argangur Össur ritstjóri DV Össur Skarphéðinsson alþingismaður hefur verið ráðinn ritstjóri DV á móti Jónasi Kristjánssyni og hefur hann störf urn áramótin. Össur er þing- maður og hefur hann verið þingmaður fyrir Alþýðuflokl inn í sex ár. Össur er hvorki ókunnur blaða- mennsku né hlutverki ritstjórans því hann hefur áður starfað sem ritstjóri Þjóðviljans og Alþýðublaðsins. Þar að auki hefur hann skrifað eina bók um áhugamál sitt. urriðann í Þingvallavatni, sem mæltist vel fyrir. Það má því segja að það sé hagur fyrir þá DV menn að fá mann með slíka reynslu til starfa. Miðað við þennan gang mega þeir Styrmir og Matthías fara að vara sig. KVOLDSTUND MEÐ TÓNI BALDVINI 0G BRYNDÍSI Stjórn Alþýðuflokksins og aðrir vinir og félagar Jóns Baldvins og Bryndísar efna til kvöldfagnaðar til heiðurs þeim hjónum laugardaginn 8. nóvember n.k. í tilefni þess að þau hverfa nú senn til annara starfa. Kvöldfagnaðurinn verður í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni) og hefst kl. 19:30 með fordrykk. Klukkan 20:30 verður gengið til borðs og snæddur veislukvöldverður. Fjölbreytt dagskrá verður í boði í umsjá listamanna úr hópi vina þeirra hjóna. Tónskáldin Atli Heimir Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson hafa veg og vanda af flutningi hljómlistar og rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason sjá um texta og talað mál. Töframaðurinn Pétur Pókus fremur galdra og gjörninga. Veislustjóri verður Jakob Frímann Magnússon, fjöllistamaður. Hljómsveit Andra Bachman leikur fyrir dansi. Verð miða er 2.500 kr. Pantanir óskast gerðar á skrifstofu Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks íslands, Alþýðuhúsinu í Reykjavík, sími 532-9244, og þar verða miðar afgreiddir. Einnig má kaupa miða við innganginn. Allir vinir Jóns Baldvins og Bryndísar innan og utan Alþýðuflokksins eru hjartanlega velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir. Eigum góða og skemmtilega kvöldstund með Jóni Baldvini og Bryndísi! Vinir og félagar jóns Baldvins og Bryndísar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.