Alþýðublaðið - 31.10.1997, Page 5

Alþýðublaðið - 31.10.1997, Page 5
OKTÓBER 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ NY FLOKKSMIÐSTOÐ Gestur Páll Reynisson. Þegar ný stjóm flokksins tók við haustið 1996 setti hún sér það markmið, að endurreisa miðstöð flokksins að Hverfisgötu 8-10 í Reykjavík. Þegar var hafist handa við endurbætur á því húsnæði, sem flokkurinn hafði afnot af á 2. hæð. Því verki lauk upp úr áramótum. Innréttað var fundarherbergi, skrifstofa fram- kvæmdastjóra máluð og útbúið viðtalsherbergi. Það húsnæði, sem Alþýðu- blaðið hafði afnot af losnaði s.l. vor. Framkvæmdastjórn ákvað þegar að taka það húsnæði í notkun enda ljóst, að það húsnæði, sem fýrir var dugði langt í frá til þess að hýsa alla starfsemi flokksins. Mikið verk var að taka saman og sortera allan þann aragrúa skjala og muna, sem í húsnæðinu var. Þegar skipulag var á það komið hófst hin eiginlega framkvæmd. Skemmst er frá að segja, að þessa síðustu daga í október erum við taka í notkun fundar- sal, sem rúma mun 50-60 manns í sæti auk annarar aðstöðu. Það þýðir að halda má venjulega flokksstjórnarfundi í húsnæði ílokksins, standa fyrir ráðstefnum og auðvitað Krata- kaffi og öðru því, sem henta þykir hverju sinni. Lögnum er þannig fyrir komíð, að þessum sal má með lítilli fyrirhöfn breyta í kosningamiðstöð. Nauð- synlegra húsgagna hefur verið aflað. Endanleg notkun hús- næðisins hefur ekki verið ákveðin þ.e. hver fær hvað, hve mikið og hvort eitthvað af húsnæðinu verður komið í aðra notkun. Hins vegar er ljóst að komið verður upp aðstöðu fyrir félögin í og utan við Reykjavík sem og landssamböndin ( SUJ og SA ). Þetta verður því miðstöð flokksins á landsvísu. Allt í allt þýðir þetta, að ný flokksmiðstöð er að komast í gagnið og það ekki í fyrsta sinn í sama húsi. Ekki var örgrannt um, að margur léti þá skoðun í Ijósi, að brotthvarf Alþýðu- blaðsins myndi þýða auðn á skrífstofum flokksins. Sú varð ekki raunin. Þegar eftir að fyrstu endurbótum var lokið tóku stjórnir og nefndir að nota þá aðstöðu, sem til var orðin. Segja má, að nú sé stöðugur straumur fólks í flokksmið- stöðina og sú litla fundar- aðstaða, sem til var um s.l. áramót sé vel nýtt. Skrifstofan er fullmönnuð og vakt aila daga. Stór hópur fólks hefur komið við sögu þessara endurbóta og lagt fram ómælda sjálfboða- vinnu. SUJ hefur séð okkur fyrir góðum mannskap og sama má segja um Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur og SA. Hef ég komist að því, að Rúnar formaður er jafnvígur á sleggjur, pensla og hin fínlegustu tilbrigði raffræðinnar. Okkar ágæti Tómas Waage hefur haft vakandi auga á öllum hópnum ( neitar þó nafnbótinni yfirverkstjóri ) að ógleymdum þeim Þorsteini Jakobssyni, Ella smið, Ollu og Asu sem lagt hafa að mörkum mikla vinnu. Þeir meðlimir framkvæmdastjórnar, sem í kallfæri hafa verið og framkvæmdastjóri flokksins hafa og lagt sitt af mörkum. Rúnar Geirmundsson, Magnús Norðdal, Sigrún Benediktsdóttir, Ásta Þorsteinsdóttir og Tómas Waage. Þorsteinn Jakobsson. Hrafnkell Tjörvi Stefánsson. Kristinn Asgeirsson. Salurinn að taka á sig mynd.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.