Alþýðublaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Oktober1997 Er noklcur furða þótt aldraðir métmæli? Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður. I upphafí þings nú í haust, er þingmenn hófu umræðu um fjárlögin, fjölmenntu aldraðir á Austurvöll til að láta í ljós óánægju með kjör sín. Það þarf enga að undra þó að lífeyrisþegar láti í sér heyra. Stjórnvöld hafa beint aðgerðum sín- um sérstaklega að öldruðum, öryrkjum og sjúklingum þegar spara hefur átt í ríkisútgjöldum. Helstu matarholur rík- isstjórnarinnar í þessum efnum virðast vera í velferðarþjónustunni og hjá þeim hópum sem þurfa að treysta á hana. Þó svo að heilbrigðisráðherra og aðrir stjómarliðar hafi reynt að telja al- menningi trú um að þeir sem mest þyrftu á veJferðarkerfinu að halda hafi ekki orðið fyrir niðurskurðinum, tala verkin öðru máli. Atlaga ríkisstjórnarinnar að öldruðum Upprifjun á verkum heilbrigðisráð- herra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á kjörtímabilinu er holl lesning nú þegar það er rúmlega hálfnað. Þjónustugjöld í heilbrigðisþjónust- unni voru hækkuð í upphafi stjórnrar- tíðar þessarar ríkisstjórnar, tvísköttun á lífeyri hjá hluta lífeyrisþega hófst að nýju og greiðslur til aldraðra og öryrkja voru skertar gagnvart fjármagnstekjum áður en fjármagnstekjuskatti var al- mennt komið á. Tekjutenging lífeyris var aukin og þar með jaðarskattar á þennan hóp. Grunnlífeyrir var skertur um 30% í stað 25% gagnvart öðrum tekjum. Þjónustugjöld og skerðingar auknar Aldraðir þurfa nú að greiða fullt gjald fyrir læknisþjónustu, heilsugæslu, sér- fræðiþjónustu qgfjuinsóknir til sjötugs í stað 67 ára nemai undantekningartil- vikum og hámarksgreiðsla þeirra var hækkuð úr 3.000 krónum í 12.000 kr. áður en þeir fá afsláttarkort. Lágmarks- verð fyrir lyf var hækkað og endur- greiðslureglur vegna mikils kostnaðar bæði þrengdar og gerðar flóknari en áður. Kjör lífeyrisþega voru skert á ýmsa lund. Uppbót vegna lyfja- og umönn- unarkostnaðar var tekjutengd og skert, þannig að yfir 2.000 lífeyrisþegar Alþýðuflokkurinn á landsbyggðinni Það orð hefur farið af Alþýðuflokkn- um, að hann sé á móti landsbyggðinni og taki þrönga sérhagsmuni kjósenda á suðvesturhorni landsins fram yfir lífskjör dreifbýlisfólks. Andstæðing- ar flokksins hafa spunnið þennan áróðursvef árum saman svo margir trúa að þetta sé rétt. Það hefur valdið Alþýðuflokknum eríiðleikum við að festa rætur á landsbyggðinni með traustu kjörfylgi. Margar ástæður lig- gja hér að baki. Framsækin og róttæk landbúnaðarstefna flokksins til mar- gra ára féll í grýttan jarðveg hjá bændum og þeim talin trú um að Al- þýðuflokkurinn vilji íslenskan land- búnað feigan. Flokknum var kennt um brotthvarf sfldarinnar af fiskimið- unum fyrir tæpum þrjátíu árum á við- reisnarárunum og þá kreppu em skall á í kjölfarið með miklum erfiðleikum víða á landsbyggðinni. Sumum flokksmönnum á suðvesturhorninu hefur ekki líkað það sérstaklega illa þótt flokkkurinn sé talinn á móti Iandsbyggðinni í þeirri von að það kynni að þjappa fylginu betur saman í Reykjavík og Reykjanesi. Landsbyggðarvæn jafnaðarstefna Stjórnmálaflokkur, sem ekki á fast- ar rætur í landinu öilu, á erfiðara með að skapa sér traust á meðal kjósenda. Þetta gildir líka gagnvart íbúum á suðvesturhorninu. Nú ætti stefna Al- þýðuflokksins í flestum málefnum að höfða vel til kjósenda á landsbyggð- inni eins og t.d. í sjávarútvegsmálum. Þá hefur flokkurinn staðfest það ræki- lega í verkum sínum með þátttöku í ríkisstjórn t.d. á síðasta kjörtímabili, að honum er annt um að verja búset- una í dreifbýlinu. Það kom m.a. fram í baráttu flokksins varðandi flutning ríkisstofhana út á land, lækkun hús- hitunarkostnaðar, stórátaki í sam- göngumálum, uppbyggingu heil- brigðis- og menntastofnana og heil- brigðisþjónustu var hlíft við niður- skurði rekstrarfjár í dreifbýlinu. Þá var flokkurinn í forystu fyrir þyí að tryggja stöðu srriáBataeigenda. Á erf- iðleikatímum í þjóðarbúinu á síðasta kjörtímabili sýndi Alþýðuflokkurinn í verki að styrkja þyrfti búsetuna í dreifbýlinu þar sem hún var veikust fyrir. Það var líka athyglisvert í síð- ustu kosningabaráttu, að ríkisstjórnin var ekki gagnrýnd fyrir slælega fram- göngu í byggðamálum þrátt fyrir fornar hrakspár um að viðreisn legði landsbyggðina í rúst. Að uppræta fordóma Á það hefur verið bent í umræðum um sameiningu vinstri flokka, að það sé erfitt fyrir Alþýðubandalagið að vera með Alþýðuflokknum í sam- starfi í dreifðum byggðum þar sem andstaðan gegn flokknum er mest. Tæpast verður séð að Alþýðubanda- lagsfólk fari að lofa landbúnaðar- stefnu Gylfa Þ. Gíslasonar, þó þeim bændum fjölgi ört sem fullyrða að það sé einmitt það sem bjargað gæti íslenskum landbúnaði, enda raunin orðin sú að margt af því sem Gylfi boðaði fyrir áratugum síðan í land- búnaðarmálum, er orðið að veruleika fyrir forgöngu bændaforystunnar. Afstaða Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks í landbúnaðarmálefnum ætti að geta farið saman ef málin yrðu ýtarlega rædd. Og það gildir á flest- um sviðum sem snerta lífskjör lands- byggðarfólks sérstaklega. En AI- þýðuflokkurinn verður að vinna sína heimavinnu og skoða stöðu sína gagnvart kjósendum á landsbyggð- inni. Þar á flokkurinn erfítt uppdrátt- ar. SrJktstarferekkisístmikilvægttil þess að stuðla enn frekar að samein- ingu vinstri manna, strarf sem skerpti stefnumið og eyddi grónum fordóm- um og ranghugmyndum. Gunnlaugur Stefánsson, Heydölum. misstu hana eða fengu skerðingu. Að missa uppbótina þýddi frekari kjara- skerðingu, því að við það töpuðust þau hlunnindi að fá afnotagjald Ríkisút- varpsins niðurfellt. Það voru skatt- frjálsar 24.000 krónur á ári, sem þenn- an hóp munaði vissulega um. f vor taldi síðan ríkisstjómin sig vera að minnka jaðarskatta lífeyrisþega með því að afnema hlunnindin sem tengd eru ákveðnum bótum almanna- trygginga, niðurfellingu á afnotagjöld- um Ríkisútvarpsins og fastagjalds síma, en fórst það svo óhönduglega að mismunun lífeyrisþega jókst við það. Sérstaklega þeirra sem búa með öðr- um. Upphæðir háðar geðþóttaákvörunum stjórnvalda Auk þess voru upphæðir bóta almanna- trygginga ekki lengur tengdar almennri launaþróun í landinu, sem átti reyndar að vera tímabundin ráðstöfun en nú er boðað í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1998 að hún verði varanleg. Með þessu verða hækkanir á lífeyrisgreiðslum al- mannatrygginga háðar geðþóttaákvör- unum stjómvalda til frambúðar. Þingmenn stjónarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis undir forystu Ágústs Einarssonar, þingflokki jafnaðarmanna, hafa tvíveg- is lagt fram frumvarp til að tengja bæt- ur almannatrygginga við launaþróun- ina í landinu. I vor felldi stjómarliðið tillöguna, en nú er hún komin fyrir þingið aftur og verður fróðlegt að sjá hvemig þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bregðast við henni, en þetta er eitt af stærstu gagn- rýnismálum aldraðra. Útgjöld heimilanna vegna lyfja aldrei meiri Ekki er hægt annað en að nefna í þess- ari upptalningu hina alvarlegu atlögu að hreyfihömluðum í fyrra, þegar styrkjum til bifreiðakaupa var fækkað úr 600 í 335 á ári, þrátt fyrir mikla þörf fyrir þá. Atlagan að kjörum aldraðara og sjúkra hefur varla verið meiri en á þessu kjörtímabili. Það hefði þyí mátt búast við því að stjómvöld hættu að vega að þessum þjóðfélagshópum þeg- ar góðærið væri gengið í garð og frem- ur skila til þeirra einhverju af því sem af þeim hefur verið tekið á undanförn- um árum. Nei, svo er ekki. I vetur voru hækkaðar lágmarks- greiðslur sjúklinga fyrir þau lyf sem Tryggingastofnun greiðir að hluta fyr- ir. Aldraðir og öryrkjar greiða einnig hærra lágmarksgjald fyrir þau lyf. Hlutur sjúklinga eykst stöðugt, enda hefur lyfjakostnaður heimilanna aldrei verið meiri, eða á sjöundu milljón króna. Tannvernd og gervigómar Þessi ríkisstjóm hefur einnig sparað við okkur tannlækningar, tannréttingar og eftirlit með tannheilsu. I svari við fyrirspurn minni á Alþingi um afleiðingar af æ meiri kostnaðar- þátttöku foreldra í tannlæknakostnaði barna sinna kom fram að tíunda hvert bam á Reykjavíkursvæðinu hefði ekki komið til tannlæknis eftir að þessi breyting var gerð á sjúkratryggingun- um. Þetta eru alvarleg skilaboð til stjómvalda og þeirra sem láta sig tann- heilsu varða. Afleiðingar af þessu eiga eftir að koma í ljós síðar. Ríkisstjómin skellir skollaeyrum við upplýsingum sem þessum og veltir tannlæknakostnaði yfir á almenning. Fyrir þessari kjaraskerðingu verður ekki aðeins bamafólk heldur einnig þeir sem þurfa á gervitönnum að halda, þ.e. gervigómum, heilgómum eða pört- um. Þeir hafa átt rétt á nýjum tönnum á 5 ára fresti, sem breytt var í 6 ár. Endingartími gervigóma er að jafn- aði 10 ár og eru það undantekningartil- vik ef menn þurfa að endurnýja þá fyrr. Þess er þó þörf hjá ákveðnum hópi fólks sem á við ýmsa sjúkdóma að stríða. Þessir sjúklingar verða nú fyrir barðinu á ráðstöfunum heilbrigðisráð- herra. Útgjöld aldraðra í iðju-, tal- og sjúkraþjálfun aukin Nú síðast í september í sjálfu góðærinu miðju var farið enn eina ferðina í vasa aldraðra og sjúkra til þess að geta skil- að tekjuafgangi á fjáflögum. Þá var þeim gert að greiða fyrir nauðsynlega þjálfun eins og sjúkraþjálfun. Sú þjálf- un gerir mörgum lífeyrisþeganum kleyft að vera á ferli og hugsa um sig sjálfur. Þetta eru það mikil útgjöld fyrir þá sem verða að draga fram lífið á lífeyr- isgreiðslum almannatrygginga ein- vörðungu þannig, að nú sjá einhverjir fram á að þeir muni þurfa stofnanavist, þar sem þeir geta ekki leyft sér af fjár- hagsástæðum að fara í sjúkraþjálfun- ina. Sömu reglur gilda nú um tal- og iðjuþjálfun, sem er mörgum öldruðum nauðsynleg, sérstaklega eftir áföll og sjúkdóma ýmiskonar. vSnúum vörn í sókn undir forystu sameinaðra jafnaðarmanna Hingað og ekki lengra, - verða að vera skilaboð almennings til ríkisstjórnar- innar. Samkvæmt niðurstöðum Félags- vísindastofnunar Háskóla Islands eru lífeyrisþegar 20% þeirra sem lifa undir fátæktarmörkum. Þetta fólk þarf á öfl- ugri velferðarþjónustu að halda. Velferðarkerfið verður að standa undir nafni sem öryggisnet. Það gerir það ekki ef svo heldur fram sem horfir. Þessari þróun verður að snúa við. Snú- um vöm í sókn fyrir bættum kjörum aldraðara og sjúkra, sókn fyrir velferð- arþjónustu, öryggisneti sem heldur. Reynslan sýnir okkur að það þarf áfierslur jafnaðarmanna til þess að þessi mál komist í viðunandi horf. Þess vegna verða jafhaðarmenn, hvar í flokki sem þeir standa, að sameinast í einu framboði fyrir næstu Alþingis- kosningar. Ásta R. Jóhannesdóttir alþingis- maður fyrir Reykjavíkurkjördæmi í þingflokki jafnaðarmanna. Af öfugmælum Það var fyrir nokkrum vikum síðan að ég opnaði fyrir gömlu gufuna og hlust- aði á fréttir. Helst bar til tíðinda að fréttamaðurinn las einhverja yfirlýs- ingu frá Sjálfstæðisflokknum um að Reykjavíkurlistinn hafi bruðlað hressi- lega. Við þessa frétt var nærtækast að klípa sig hressilega í eyrað til að vakna betur. Þetta var rétt, jú ég var vaknað- ur, þvflík endaleysa! Er sjálfsblekking sjálfstæðismanna orðin svo þjakandi að þeir eru farnir að trúa svona mál- flutningi? Þjóðin veit betur, Davíð Oddsson og félagar eyddu að núvirði 8-10 milljörðum í Perlu og Ráðhúsið. Þó að Reykjavíkurlistinn hafi ábyggi- lega gert einhver mistök er heilt haf á milli gerða þess lista og gerða Sjálf- stæðisflokksins. Davíð Oddsson kom í viðtal um dag- inn. Helst var til tíðinda þann dag að ráðherrann taldi ekki þörf á því að setja ströng lög um siðferðislegar kröfur til þingmanna og ráðherra, sem þeir þarna úti í Bretlandi hafa sett sér markmið um auknar kröfur. Enn einu sinni fer ráðherrann með staðlausa stafi. Fjöl- margir landsmenn eru orðnir lang- þreyttir á siðleysi, hrossakaupum og spillingu hjá íslenskum ráðamönnum. Rétt er að gera könnun hjá landsmönn- um um hvað þjóðin teldi sjálf um þetta mál. Ég er sannfærður um að yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar myndi vilja gera mun strangari siðferðislegar kröfur til ráðamanna. Einnig er nauð- synlegt að þeir aðilar sem eru í störfum í almannaþágu séu ábyrgir gerða sinna eins og er raunin á hinum almenna vinnumarkaði. Auðvitað getur fólki orðið á mistök í margflóknum störfum, en þar sem vísvitandi er haft rangt við í opinberu starfi þar að krefja viðkom- andi aðila afsagnar. Mér er spum hvers vegna eru fram- sóknarmenn ekki krafðir uppgjörs gagnvart spillingarmálum Sambands- ins. Peningum sem stolið hefur verið af íslensku þjóðinni í formi geymslu- gjalda Sambandsins nema að núvirði um 14 milljörðum króna. Loforðs- flaumur framsóknarmanna er ekki til eftirbreytni, sérstaklega þegar ekkert er um efndir. Hvers vegna kýs fólk þá ekki Al- þýðuflokkinn? Eg skal viðukenna það að ég þurfti að kynnast því hvemig flokkarnir vinna. Eftir þá viðkynningu komst ég að því að Alþýðuflokksmenn (þingmenn og ráðherrar) hafa a.m.k. reynt að láta réttlætið ná fram að ganga. Sjálfstæðismenn og Framsókn lyfta ekki litlaputta. En aðalspillingarbælið er Sjálfstæðisflokkurinn. Ég er sann- færður um að Jón Þorláksson hefði hætt við stofnun flokksins ef hann hefði séð fyrir hvemig komið er fyrir flokknum núna. Fyrrverandi heimsmeistari í skák, Emanúel Lasker, sagði að hræsni og lygar duga skammt. Þar var Lasker ósammála Adolf Hitler og þeim sjálf- stæðismönnum, sem virðast telja að lýðurinn sé heimskur og gleyminn. Ég tel að Lasker hafi haft á réttu að standa. Til dæmis held ég að meðalgreind ís- lensku þjóðarinnar sé talsvert hærri en meðalgreind þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. Þjóðin er bara svo umburð- arlynd. Við skulum minnast þess að í Þýskalandi á tímum Hitlers voru jafh- aðarmenn erfiðustu andstæðingar Hitlers. Jafnaðarmenn sáu einnig í gegn um blekkingar Kommúnismans. Sé tekið innlent dæmi, þá man ég eftir því að Gylfi Þ. Gíslason lagði það til að notast væri við markaðinn í sambandi við framleiðslu landbúnaðarafurða. Auðvitað var þetta laukrétt hjá Gylfa þó svo að hann hafi ekki hafi ekki alltaf haft á réttu að standa frekar en aðrir. Sjálfstæðisflokkurinn er eins og fólk veit þröngur hagsmunaklíkuflokkur sem hvorki virðir eigin lög og reglur frekar en lög og reglur samfélagsins. Flokkurinn er hrein tímaskekkja. Eins og Sighvatur sagði réttilega sinnir hagsmunum hinna fáu gegn þjóðar- hagsmunum. Hvað er til ráða? Það sem þarf að gera er að flokkurinn þarf að gera mjög siðferðilegar strangar kröfur til þeirra aðila sem fara inn í flokkinn. Vera tals- maður þeirra aðila sem eiga undir högg að sækja svo sem aldraðra (tvísköttun sem er gróft mannréttindabrot), félags- Iega kerfið (sultarstyrkir til atvinnu- lausra og fátækra). Stolnum eignum þjóðarinnar verði skilað svo sem SR- möli og auðlindum s.s. hafsins, orku... Sé þetta gert að aðalbaráttumálum flokksins fær hann góða útkomu í næstu kosningum. NB! ekki bara lof- orð heldur líka efndir!!!!!! Ég væri til í að styðja slfkt framboð. Með baráttu- kveðjum!!!!!! Erlingur Þorsteinsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.