Alþýðublaðið - 31.10.1997, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 31.10.1997, Qupperneq 7
Oktober 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Málefni barna horn- reka hjá ríkisstjórninni Fjárlagafrumvarp ríkisstjómarirmar fyrir næsta ár sýnir okkur að helminga- skiptastjóm íhaldsins og framsóknar setur velferð fjármagnseigenda og fyr- irtækja í forgang - ekki velferð fjöld- skyldunnar. Forgangsröðun jafnaðarmanna Á síðasta kjörtímabili þegar jafnaðar- menn fóm með málefni bama í félags- málaráðuneyinu þá tvöfölduðust fram- lög þess til þess málaflokks. Þetta er dæmi um þann forgang sem jafnaðar- menn vilja hafa í þjóðfélaginu. Á þeim tíma vom efnahagsþrengingar. Frám- lög til málefna bama hafa staðið í stað í góðærinu í tíð þessarar ríkisstjómar. Þannig birtist okkur fjölskyldustefna ríkisstjómarinnar í málefnunt bama. Þau em látin sitja á hakanum. Þetta sýnir okkur að opinber fjöl- skyldustefna sem undirbúin var í tíð jafnaðarmanna í félagsmálaráðuneyt- inu og samþykkt var á síðasta Alþingi verður dautt pappírsplagg þar til sam- einaðir jafnaðarmenn komast til valda áný. Skammarlega lág framlög til barnafjölskyldna Samanburður á útgjöldum til mál- efna bama og bamafjölskyldna sýnir að við emm langt á eftir hinum Norður- landaþjóðunum. Þrátt fyrir að böm séu hlutfallslega fleiri hér á landi en ann- arsstaðar á Norðurlöndum em útgjöld vegna málefna bama og bamafjöl- skyldna langlægst hér á landi, - eða um helmingi lægir hér en á hinum Norður- löndunum. Hlutfallslega em miklu fleiri böm á íslandi en á öðmm Norðurlöndum. Miðað við böm að 15 ára aldri er fjöldi bama á Norðurlöndum eftirfarandi: Þrátt fyrir að böm séu hlutfallslega fleiri af heildinni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum, þá em útgjöld til bama og fjölskyldna þeirra langlægst hér á landi. Veikindaréttur - ótrúlegur samanburður Þegar gerður er samanburður á rétti foreldra vegna veikinda bama á Norð- urlöndum kemur í ljós, að Island sker sig mjög úr. Þannig hafa foreldrar ís- lenskra bama nánast hverfandi rétt samanborið við rétt foreldra á hinum Norðurlöndunum. Á Islandi em einungis greiddir 7 veikindadagar að hámarki á ári fyrir böm undir 13 ára aldri, án tillits til alvarleika sjúkdómsins, fjölda bama eða hjúskaparstöðu. I Svíþjóð em grei- dd 90% laun í 120 daga á ári fyrir hvert bam til 16 ára aldurs. í Finnlandi em greidd 66% af laun- um í allt að 90 daga á ári til beggja for- eldra ef nauðsyn krefur og lengur vegna langsjúkra bama. 1 Noregi er greiddir 790 veikindadagar, þar af 100% laun í 260 daga og síðan 65% laun í 520 daga fyrir hvert bam til 16 ára aldurs. Fyrir liggur í Noregi að auka þann rétt enn frekar. I Danmörku er greidd 90% af launum annars for- eldris meðan á meðferð stendur. Launauppbót má síðan greiða í 3 mán- uði til aðlögunar fyrir bamið eftir að meðferð lýkur. Endurgreiðsla nauð- synlegs kostaðarauka vegna umönnun- ar bama er greitt til 18 ára aldurs. Þannig eru útgjöld á íbúa í ísl. kr. eftirfarandi: Danmörk 72.402 Finnland. 73.010 ísland 42.346 Noregur.. Svíþjóð... 76.391 87.279 Á hinum Norðurlöndunum greiðir hið opinbera að mestu bætur vegna launataps aðstandenda sjúkra bama. Hér á landi er stuðningur hins opinbera enginn vegna launataps aðstandenda sjúkra bama, ef undan em skildar um- önnunarbætur sem ekki er til að mæta launatapi aðstandenda sjúkra bama, heldur til að mæta útgjöldum og kosm- aði vegna fatlaðra og langsjúkra bama. Málefni barna hafi forgang Jafnaðarmenn hafa nú haft forystu um það á Alþingi að flytja tvö þingmál, sem tryggja eiga betur rétt bama og foreldra þeirra í þjóðfélaginu í sam- ræmi við nýsamþykkta fjölskyldu- steffiu, en hún kveður á um að umönn- un og uppeldi bama sé mikilvægasta verkefni fjölskyldunnar. 1. Að mótuð verði heilstæð og sam- ræmd stefna í málefnum langsjúkra bama sem Tryggi betur réttarstöðu þeirra til félags- og heilbrigðisþjón- ustu, dagvistar, leikskóla - og skólamála og þjónustu og fjárhags- stuðning við aðstandendur þeirra. 2. Að tryggður verði betur réttur for- eldra til launa vegna veikinda bama. Þar á að hafa hliðsjón að fjármögnun, fyrirkomulagi og rétt- indum sem gilda um bætur vegna launataps aðstandenda sjúkra bama á Norðurlöndunum. Sameinaðir jafnaðarmenn eiga alla möguleika á því í næstu kosningum að hnekkja veldi flokkanna sem vinna í þágu sérhagsmuna gegn almannahags- munum. Fjöldi barna Hlutfall af heild Danmörk 893.343 17.2 Finnland 971.487 19.1 ísland 65.724 24.5 Noregur 840.120 19.4 Svíþjóð 1.649.093 18.8 Fiá stjám Alþýduflokks- félagi Reykjavíkur Agætu félagsmenn: Mig langar til þess að þakka ykkur öllum þátttökuna í síðsumarsferð- inni þann 23. ágúst sl. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og var skemmti- leg enda fylltum við þrjár rútur og höfðu menn á orði að það væri ár og dagar síðan þeir hefðu séð svo marga í sumarferð Alþýðuflokksins. En þið sem misstuð af ferðinni verð- ið bara að bíða þar til næst. Nú um nokkurt skeið hafa staðið yfir breytingar á húsnæði því sem Alþýðublaðið var í við Hverfisgötu innaf skrifstofu flokksins. Þar hafa allmargir félagar okkar lagt fram vinnu til þess að koma upp aðstöðu fyrir félögin í Reykjavík og fundar- sal ( nýja Rós ) svo hægt sé að halda félagsfundi í húsakynnum flokksins. Þegar þetta er ritað er útlit fyrir að verkinu ljúki um eða eftir miðjan október og höfum við í stjóm Al- þýðuflokksfélags Reykjavíkur ákveðið að endurvekja okkar ágæta Kratakaffi. Fyrsti fundurinn á þessum vetri verður haldinn mánudaginn 03.11. kl. 20.30 og að sjálfsögðu eins og ávallt áður verður fyrsti ræðumaður vetrarins formaður flokksins Sig- hvatur Björgvinsson. Opið hús verður á hverju mánu- dagskvöldi í nóvember kl. 20.30 þar sem félagsmenn geta komið saman , spjallað og fengið fréttir af fram- boðsmálum og fleira. Hvet ég alla til að mæta og hjálpa okkur til að endurvekja þá stemn- ingu sem alltaf var hjá okkur á þess- um kvöldum. Þess má einnig geta að talsverð vinna hefur farið í undirbúning að áframhaldandi samstarfi Reykjavík- urlistans hjá okkur í stjóm félagsins og í stjóm fulltrúaráðs Reykjavíkur- félaganna. Á fundi samráðs Reykja- víkurlistans 07. oktober var sam- þykkt að efna til opins prófkjörs Reykjavíkurlistans fyrir komandi borgarstjómarkosningar. Hugmynd- in er sú að hver hinna fjögurra flokka sem að listanum standa til- nefni 6-8 manns sem fara í sameig- inlegt prófkjör um sjö efstu sæti list- ans. Jafnræðis verður gætt þannig að engin flokkur fær fleiri en tvo full- trúa í efstu sætin. Rétt til að velja frambjóðendur hafa þeir sem lýsa yfir stuðningi við Reykjavíkurlist- ann. Framkvæmdamefnd samráðs- ins var falið að vinna að frekari út- færslum ofangreindra hugmynda og leggja þær svo fyrir samráðsfund. Sú vinna stendur nú yfir. Um leið og endanleg tillaga um tilhögun liggur fyrir verður hún lögð fyrir fulltrúa- ráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík. Síðan mun stjóm félags- ins kynna það á almennum félags- fundi í kratakaffi. Rúnar Geirmundsson formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Formennirnir að gera sig klára. Jafnaðrmaðurinn Steindór Haraldsson frá Skagaströnd sem fylgdi þingmönnum á ferð þeirra um Norðurland vestra. Steindór er hér í fullum skrúða í heimsókn í Máka á Sauðárkróki. Formaður þingflokks jafnarðarmanna Rannveig Guðmundsdóttir í rjómatertu- veislu sem bœjarstjórn Blönduósbœjar hélt þingmönnum og fylgdarliði eftir áhugaverðan fund með heimamönnum þar sem ýmis málefni voru brotin til mergj- ar. Fyrir aftan Rannveigu glittir í Ingvar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.