Vísir - 06.01.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 06.01.1976, Blaðsíða 2
Hvernig fagnaðir þú nýju ári? Gu&björg Eggertsdóttir, hús- móðir: — Ég fór á nýársball. Það er i annað skiptið sem ég fer á slikt ball. Ég skemmti mér alveg' ljómandi vel, og er staðráðin i að fara aftur ef ég mögulega get. Sigurjón Böðvarsson, bifreiða- stjóri:— Ég fagnaöi þvi vel. Ég var bara heima i rólegheitum og naut þess vel — það er alltaf gott að vera heima. Samt skaut ég fáum rakettum. lnga Maria Hannesson, afgreiðslustúlka — Ég notaði áramótin til þess að hvila mig rækilega. Þess vegna sat ég heima en fór ekkert út. Gunnar Birgisson, iagermaður — Ég slappaði af i heimahúsi. Skaut nokkrum rakettum um miðnætt- ið. Svo fékk ég mér lika einn sopa eða tvo og skálaði við kunn- ingjana. Óskar Pavið Gústafsson, niu ára: — Til dæmis með þvi að borða mat heima hjá ömmu. Svo fór ég heim og horfði þar á sjónvarp. Þá fór ég aö skjóta rakettum. Mér fannst vera svaka mikið skotið og skaut sjálfur nærri þvi úr pakka. Þorvaldur Þorsteinsson, húsa- smiöur: — Ég fagnaði þeirti litið enda varla ástæða til. Ég gerði mér engan dagamun var bara heima og naut heimilisfriðarins. Hvert var markmið kvennaórs? Hugrún óladóttir skrifar: ,,t lok kvennaársins ættum við konur kannski að leggja þá spurningu fyrir sjálfar okkur, hvort við höfum skilið markmið þess. Markmiðið var að auka tæki- færi konunnar til alhliða mennt- unar og jafnframt auka vitund hennar um réttindi sin og skyld- ur. Þessiauknuréttindi og tækifæri leggja konunni þær skyldur á herðarað menntabörn sin i bestu merkingu þess orðs. Baháitrúin leggur sérstaka áherslu á mennt- un og uppeldi, þvi uppfræðslan getur ein skapað ný og farsæl viðhorf með einstaklingum og þjóðfélagi. Uppfræðsla barnanna er höfuðskylda móðurinnar og föð- urins, og þar sem móðirin er fyrsti uppalandi barnanna eru skyldur hennar meiri og mennt- unarréttur hennr ætti þvi að vera meiri. Húsmóðurhlutverkið er ekki verðugasta verkefnið, sem konan getur valið sér, en konan verður að taka þátt i mótun heimilis, sem er griðastaður allrar fjölskyld- unnar og þar sem börnin eru elsk- uð og uppfrædd. Ekki er siður mikilvægt að konan varðveiti sjálfstæði sitt og hún verður umfram allt að var- ast að likja eftir karlmönnum. Fram á þessa öld var karlmaður- inn einn um að heyja eyðingar- styrjaldir. Það eyðingarstrið, sem háð er gagnvart ófullburða lifi á okk- ar dögum, getur aðeins orðið til þess að tefja konuna á leið hennar til aukinnar vitundar um sjálfa sig og möguleika sina.” Auglýsinga- plágan er yfirgengileg Lesandi skrifar: ,,Ég er aldeilis orðinn snar- gáttaður yfir öllu þessu auglýsingaflóði sem dynur yfir mann i tima og ótima. Auglýs- ingalesturinn i útvarpinu og sjónvarpinu hefur þó aldrei verið eins yfirgengilegur og núna fyrir jólin. A ég að trúa þvi að þetta til- stand borgi sig? Hver er það sem ekki slekkur á útvarpinu sinu þegar auglýsingalesturinn byrjar, eða a.m.k. hættir að leggja eyrun við? Og á ég að trúa þvi að það sé jákvætt fyrir söluna að hafa sömu sjónvarpsauglýsinguna viku eftir viku á skerminum löngu eftir að allir hljóta að vera orðnir hundleiðir á henni? Ég segi fyrir mig að sumar auglýsingar eru farnar að fara svo I taugarnar á mér að þæi einar mundu nægja til þess aö ég keypti aldrei varning þann sem verið er að auglýsa i þeim Það má vel vera að ég sé eitt hvað sérstakl. sinnaður gagn- vart þessum áróðri en þó er mér nær að halda að svipað sé ástatt með fleiri. Ég held að raunin sé sú að kaupmenn og aðrir þeir sem auglýsa sinn varning sem mest séukomniri kapphlaup hver við annan að auglýsa ekki minna en hinir, en öll þessi peningasóun þeirra beri harla lítinn árangur. Og nú ætlar strætó að fara að aka með allskyns auglýsingar utan a sér. Hvað verður það næst, endar þetta með þvi að hvergi verður hægt að vera i friði fyrir þessari auglýsinga- plágu?” Guðmundur Halisson hringdi: „Við erum hér nokkrir vinnu- félagar að sperúkera I skiptingu i hægri og vinstri öfl. Þeir menn sem telja sig vinstri menn og tala um sig sem slika, ásaka aðra um að vera hægrisinna, fylgjandi afturhaldi og Ihaldi. En mér er bara spurn, hvað er vinstri og hvað er hægri? Eru það vinstri menn sem ráða núna t.d. i Rússlandi? Eru það ekki fremur hægri menn en vinstri, afturhaldsm enn af hörðustu gráðu, sem gangasl fyrir ritskoðunum og bönnum við flestum hlutum. Svo eru áhangendur þessara aðila, bæði hér á landi og annars staðar að tala um sig sem frjálslynda og vinstrisinna. Vif viljum meina að svo sé ekki, þvi undir flaggi þessara aðila kom ast hörðustu afturhaldsmenn irnir til valda. Það er e.t.v. timabært af endurskoða hvað sé hægri og hvað vinstri?” Hvoð er hvað er vinstri, hœgri? Utanáskriftin: VISIR, e/o „Lesendabréf”, Siðumúla 14 — Rvik. Hringið i sima: 86611 miili kl. 13 og 15.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.