Vísir - 06.01.1976, Blaðsíða 8
8
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson 1
Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson
Ritstjórifrétta: Arni Gunnarsson i
Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44^Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands.
i lausasöliu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf.
„Sjá göturnar fyllast af
Ástum og Tótum"
„Hver skilur öll þessi hús, sem i röðum liggja,”
spurði borgarskáldið Tómas Guðmundsson á sinni
tið. Og vister borgin skritin með öllum sinum bunu-
stokkum, malbikuðu strætum og misjafnlega háum
steinkössum. Sumum finnst borgarsamfélagið
ómennskt, en aðrir sjá þar fegurð mannlifsins.
Það er gæfa Reykjavikur að hafa eignast skáld,
sem hefur komið auga á mannlifið sjálft i öllu þessu
mikla múrverki. Meðan aðrir sjá aðeins malbikuð
strætin hefur Tómas fyllt þau af Ástum og Tótum,
hann hefur gætt húsin lifi og jafnvel Vatnsmýrina,
sem i flestra augum er bara mýri, hefur hann gert
að konsertsal, þar sem lóan æfir lög morgundags-
ins.
Svo er Tómasi fyrir að þakka, að Austurstræti er
ekki bara gata. Þar „gripur þúsund hjörtu gömul
kæti”, og þar „lærðist oss að skrópa úr lifsins
skóla.” Jafnvel bankarnir og búðargluggarnir hafa
fengið mannlegt yfirbragð. Þetta hefur Tómas gert
fyrir Reykjavik.
í inngangi að Ljóðasafni Tómasar segir Kristján
Karlsson: „Tómas Guðmundsson er ástsælt skáld.
Ljóðrænir töfrar kvæða hans bjóða heim hlýjustu
lofsyrðum málsins. Svo hugþekkur er maðurinn bak
við kvæðin, og svo persónulegur er andi þeirra
sjálfra, að mannlegt viðhorf lesenda þeirra verður
skilmerkilegast táknað með orðum eins og ástúð og
vinarhug.”
Það eru ekki einvörðungu Reykvikingar, sem
eiga Tómasi þakkir að gjalda. Hann hefur ekki að-
eins fyllt götur Reykjavikur af Ástum og Tótum,
hann hefur lika sagt söguna af hversdagsmönnun-
um tólf, sem fordildarlaust stóðu vörð um rétt sinn-
ar þjóðar. Fyrir allt þetta, ástúðina og vinarhuginn,
eru Tómasi færðar þakkir á þessum timamótum,
þegar hann er 75 ára.
Athyglisverðar hækkanir
Fyrir skömmu var gefin út reglugerð um hækkun
á ýmsum svonefndum dómsmálagjöldum, sem
menn greiða fyrir þjónustu dómsmála og ýmiss
konar leyfi. Gjöld þessi hafa lengi.verið i hróplegu
ósamræmi við veruleikann.
Dómsmálaráðuneytið hefur nú gert á nokkra
bragarbót i þessum efnum þannig að menn greiða
nær sannvirði fyrir ýmsa dómsmálaþjónustu og
leyfi. Það hefur lengi verið tregða hjá opinberum
aðilum að láta menn greiða rétt verð fyrir þjónustu,
sem menn að réttu lagi ættu að greiða hver fyrir sig.
Þess vegna er hér um framfaraspor að ræða, sem
vert er að vekja athygli á.
Sem dæmi má nefna að fram til þessa hafa menn
ekki þurft að greiða nema fimm þúsund krónur fyr-
ir leyfi til smásöluverslunar. Hér er sannast sagna
um broslega upphæð að ræða, og þvi fer fjarri að of
harkalega sé fram gengið, þótt gjald þetta hafi nú
verið tifaldað. Sömu sögu má segja um veðbókar-
vottorðin, sem áður kostuðu aðeins fimmtiu krónur.
Það er næsta furðulegt, að menn skuli gagnrýna
skynsamlegar aðgerðir af þessu tagi. Þvert á móti á
að hvetja stjórnvöld til þess að halda áfram á þess-
ari braut. í flestum tilvikum er réttmætt að þeir
gjaldi fyrir þjónustuna, sem hennar njóta. Þessar
hækkanir eru þvi bæði réttmætar og eðlilegar.
y^5wrrtf¥ív
Þriöjudagur 6. janúar 1976. VISIR
Umsjón:
Guömundur Pétursson.
HAKARLAÆÐIÐ
Hræðsla við hákarla er
mikil við baðstrendur
Ástralíu og á þessu ári
gæti hættan orðið hvað
mest.
Strandgæslan hefur
látið f rá sér fara aðvörun
þess efnis að hákarla-
hættan við baðstrendurn-
ar hjá Sidney sé sú mesta
i 20 ár.
Þyrluflugmaður einn sem
eftirlithefur með hákörlum, Ian
Badham, tilkynnti sig hafa séð
yfir 500 hákarla i einu, og voru
sumir þeirra yfir 20 fet á lengd
(sex metrar). Þeir taka að
venja komur sinar meðfram
ströndunum þegar hlýir haf-
straumar færast nær landi.
Hákarlaárásirnar hófust
snemma þegar tvítugum veiði-
manni Peter Cole, var þeytt upp
úr sjónum af tveggja metra
löngum hákarli úti fyrir
Queensscliffe strönd hjá
Sydney. Hákarlinn beit hann
illilega i fótinn.
Cole var þó svo heppinn að
geta kraflað sig i land i tæka
tið.
Hinn ellefu ára gamli Wade
Shipard var ekki eins heppinn,
og er hann siðasta banatilfellið
sem vitað er um.
Móðir hans sá sér til mikillar
skelfingar hvar hann hvarf i
blóðugu löðri, þar sem hann var
að tina krabba hjá Point
Sinclair ströndinni i Suður-
Ástraliu.
En sögurnar af hákörlunum
ganga samt eins og heitar
lummur i almenning, og ekkert
er dagblaðalesendum kær-
komnara en sögur af hákarls-
árásum, þar sem blóðugar lýs-
ingar eru ekki sparaðar.
Fyrirsagnirnar eru þær sömu
áreftirár: ..Hákarlar klippa
fót af kafara,”,,Hroðaiegur
dauðdagi i hákarlskjafti”
„Fótur bitinn af manni við
Remote-strönd” eru nokkur
dæmi um þau æsifréttaskrif
sem almenningur drakk i sig i
fyrra.
Þótt árásir séu tiðar hafa
aðeinsorðið 102 banaslys frá þvi
árið 1791 (Sem eru tæp 3% af
banaslysafjölda i umferðinni
árið 1974)
En yfirvöld trúa þvi að mikill
fjöldi þess fólks, sem opin-
berlega er sagt hafa drukknað,
hafi i raun og veru verið étið af
hákörlum.
Margir eru á þeirri skoðun, að
hákarl hafi étið Harold Holt
fyrrum forsætisráðherra, sem
hvarf i sjóinn nálægt Melbourne
árið 1967. Lik hans fannst aldrei.
Hákarlar Ástraliu eru stór-
hættulegir mönnum, um það
deila fæstir.
Frægur hákarlasérfræðingur,
Dr. Hans Haas, kom til Ástraliu
ásamt hópi kvikmyndatöku-
manna i þeim tilgangi að sýna
fram á, að hákarlarnir væru i
raun og veru meinlausir og hægt
að hræða þá burt með þvi að
kalla. Hann hafði ekki erindi
sem erfiði.
„Þessir hákarlar ykkar eru
þeir verstu i heimi. Þeir eru
allsendis óhræddir” sagði hann
við fréttamenn þegar hinni
skammvinnu dvöl hans lauk.
Sérfræðingur i haflifsvisind-
um, Dr. Victor Coppleson, hefur
gert umfangsmiklar rannsóknir
á atferli hákarla. Hann segir að
þau afbrigði sem hættulegust
séu mönnum séu tigrishákarl-
inn, hviti broddhákarlinn, hval-
hákarlar, gráir hákarlar,
mocóar og sleggjuhákarlinn.
Én öll afbrigði hákarla séu að
meira eða minna leyti hættuleg.
Einnig sagði hann að dýpi það
sem hákarlar réðust helst á fólk
i væri allt frá ótakmörkuðu til 60
centimetra. Veðrið skipti einnig
engu máli.
Dr. Coppleson sagði, að
flestar mannæturnar færu ein-
förum og héldu sig á þvi svæði,
þar sem þær hefðu gert fyrstu
árás sina.
Annar sérfræðingur, Nicholas
Gorshenin er þessu samþykkur,
og segir að flestir mannætu-
hákarlar mörkuðu sér ákveðið
afmarkað svæði, og liðu engum
samkeppni.
„f mörgum tilvikum hefur
hákarlinn elt fórnarlambið
alveg upp að ströndinni, án þess
að gera fleiri árásartilraunir.
Björgunarmenn verða heldur
aldrei fyrir árás er þeir hjálpa
fórnarlambinu upp á þurrt land,
sagði Gorshenin.
Þessu til stuðnings nefndi
hann árásina á hinn 21 árs
gamla Gary Grace, en þar átti i
hlut 3,6 metra langur
tigrishákarl.
„Hann skall á mér eins og
múrbrjótur, og ég fann tennurn-
ar stingast inni mig likt og
rakhnifar” sagði Gary við
fréttamenn, þar sem hann lá á
sjúkrahúsi fölur af blóðmissi og
losti. Um 95 spor voru saumuð i
fótlegg hans allt frá vinstri
þjóhnapp, niður læri og fótlegg.
„Ég sá ekkert nema svartan
skugga, sem reyndi að draga
mig niður. Skoltarnir voru
læstir um mig og sundbrettið
mitt, en gegnum borðið gat hann
ekki bitið, og það varjrvist lifi
minu til bjargar.”
„Eftir nokkur andartök
skyrpti hann mér út úr sér, og
ég buslaði upp á yfirborðið.
v Þá greip hann aftur og dró
hann niður.
„Það hefur þó liklega aðeins
verið smáhúðpjatla, sem hann
beit i, þvi að ég gat losað mig.
Ég sá blóð alls staðar og hélt ég
mundi deyja af hræðslu.”
Aðrir sundmenn komu honum
til hjálpar, en á meðan hringsól-
aði hákarlinn kringum björg-
unarmennina, þar til þeir kom-
ust að ströndinni, en þá synti
hann i burtu.
Gorshensin og Dr. Coppleson
halda þvi báðir fram, að ef
hákarl ræðst einu sinni á mann,
verði að elta hann og drepa,
þvi annars muni hann án efa
endurtaka árásina.
Þeir segja að soltinn hákarl
ráðist á og gleypi næstum hvað
sem er. 1 maga hákarla hafa
fundust trommur, bútar af
harðviði, kolasekkir, stórir
járnbútar, heilir dýraskrokkar
og útlimir manna.
Sérfræðingarnir tveir eru
einnig á þvi máli, að svokölluð
fælilyf gegn hákörlum komi að
litlu sem engu haldi.
Eitt besta ráðið gegn hákörl-
um, sem reynt hefur verið,
segja þeir, hefur reynst vera
netakerfið. Það er nú notað i og
hjá Sidney, sem er fjölmennasta
borg Ástraliu.
Eftir að hryðja hákarlaárása
hafði gengið yfir, fyrirskipaði
stjórn Nýja Suður-Wales að þrjú
stór net skyldu sett upp hornrétt
við fjölsóttar baðstrendur, rétt
utan við brimbrjótslinuna.
Hvert net er 152 metrar á
lengd og sex metrar á breidd.
Á þennan hátt eru um 1.000
hákarlar veiddir á ári hverju úti
fyrir Sydney, og þótt sumir
komist i gegn og skjóti baðgest-
um skelk i bringu, hefur ekkert
dauðaslys orðið úti fyrir þessum
ströndum frá þvi netin voru
fyrst sett upp árið 1937.