Vísir - 06.01.1976, Síða 14
14
Þriðjudagur 6. janúar 1976. VISIR
Kraftakarlinn
Joseph Greenstein
Hann fæddist á öldinni sem
leið, og enn getur hann beygt
nagla með berum höndum, slitið
keðjur og ýtt trukkum með
höfðinu.
Hann hvorki reykir né drekk-
ur eða spilar bingó, — hann litur
á það sem timasóun.
Um aldamótin rak Greenstein
bensínstöð i Houston. Nokkrum
árum siðar var hann staddur i
New York. Þar sá hann ýmsa
furðumenn sýna listir sinar og
likaði vel þar til að kraftakarl
einn kom inn á sviðið.
Greensteinfannst litið til hans
koma, hann gekk upp á sviðið og
lék allt eftir jötninum og gott
betur.
Þetta varð byrjun á ferli hans
i skemmtanalifinu, sem staðið
hefur samfleytt i 70 ár.
,,Vissir þú að ég fæddist
ekki,” spurði Greenstein blaða-
mann eitt sinn.
Móðir hans vann hörðum
höndum á meðan hún gekk með
barnið. Fjórum og hálfum mán-
uði fyrir timann fæddist dreng-
urinn. ,,Það” var blóðrautt á lit-
inn og hafði hvorki hár né augu,
skrifaði móðir hans i bréfi.
Hún setti ,,það” i skókassa,
smurði það með oliu og gaf þvi
með dropateljara. Og sjö mán-
uðum siðar opnaði Greenstein
augun i fyrsta sinn.
— Þrátt fyrir erfiða byrjun
varð hann kraftajötunn og enn
þann dag i dag er hann fullur
eldmóði, 94 ára gamall.
Hann vinnur að gerð sjón-
varpsþátta sem teknir verða á
sýningum hans viðs vegar um
Bandarikin.
Og Greenstein unir glaður við
sitt: ,,Ég á tiu börn og gæti vel
átt tuttugu i viðbót.”
Clark Gable sneri
refsingu í stórsigur
Hann gerðist óforskammaður
og langaði forstjórann til að
refsa honum. A þessum timum
var Gable ihlaupamaður hjá
MGM. Forstjórinn sendi
Columbia náungann og þar með
var vandamálið leyst.
Þegar Gable frétti af þessari
ráðstöfun drakk hann sig fullan.
Nokkrum dögum siðar kom
hann á skrifstofuna til min og
var enn drukkinn. Ég var að þvi
kominn að hætta við myndina,
en gat það ekki þvi að MGM
vildisýna kappanum i tvo heim-
ana. Myndin var unnin i einum
hvelli og ekkert gert til að vanda
hana sérstaklega — en hún hitti
beint i mark. Hún fékk fimm
Óskarsverðlaun og eitt þeirra
voru fyrir bestan leik — leik
Clark Cable.
Þegar Gable sneri aftur til
MGM kvikmyndafélagsins urðu
þeir að þrefalda launin hans.
Refsing forstjórans missti
Clark Gable var neyddur til
að leika hlutverkið I ,,It happen-
edOne Night”, — myndinni sem
gerði hann að kvikmynda-
stjörnu.
Yfirmaður Gables krafðist
þess að hann tæki þessu hlut-
verki. Það var refsing vegna
frekjulegrar kaupkröfu.
Frank Capra sem stjórnaði
hinni eftirminnilegu gaman-
mynd segist svo frá: „Þegar
byrja átti á myndinni fékkst
enginn til að leika aðalhlutverk-
ið.
Forstjóri MGM leysti vand-
ann á sinn sérstæða hátt. Hann
hringdi i Columbiufélagið og
sagöist vera i vandræðum með
náunga einn Gable að nafni.
Fimmföid Óskarsmynd. Clark Gable og Claudette Colbcrt í ,,It
Happened One Night” myndinni sem gerði Gable frægan á óvæntan
hátt.
Sagan um
duglausa
Churchill___________________________
Bresk skólabiirn hafa fram til
þessa átt sér huggun, þegar þau
hafa staðið sig illa i skóla.
Aratugum saman hefursagan
um dugleysi Winston Churchill
verið þeim raunabót.
En nú er það á enda, John
Barlett fyrruni skólastjóri við
skóla Churchill tók fram gamlar
einkunnabækur og próf. Þar
keniur i ljós að hinn ungi
Winston var efstur I öllum
greinum i sinum bekk, nema
landafræði. Þar varð hann ann-
ar i röðinni.
Sögunni um duglausa skóla-
strákinn kom Churchill sjálfur
af stað. Á efri árum skemmti
hann sér konunglega við að lýsa
sjálfum sér sem ómögulegum
oglötum skólastrák. Skólabörn i
Englandi geta nú ekki lengur og striðshetjuna, þegar illa
likt sér við forsætisráðherrann gengur með lærdóminn.
Ann- Morgret
kjörin listakona
ársins 1975
marks og Gable fór með sigur af
hólmi.”
sýndi þar hve mikla rödd hún
hefur.
Kjörið hefur það i för með sér,
að Ann-Margret má búast við
fjölda tilboða og getur krafist
dágóðra launa fyrir sinn snúð.
Kaupið hefur ekki komist i
himinháar upphæðir fram til
þessa. Nú þarf hún ekki að
blygðast sin fyrir kaupkröfur
upp á ca. 30 milljónir fyrir að
skemmta i viku á dýrustu
næturklúbbum Las Vegas.
En næturlifið verður að biða
betri tima. Ann-Margret er nú
stödd i Paris þar sem taka
myndarinnar „Twist” er i full-
um gangi. t myndinni leikur hún
á móti bandariska leikaranum
Bruce Derns.
Ann-Margret hefur i mörgu að
snúast.
Eins og vitað er bauð sviakon-
ungur henni að vera heiðursgest
ur i veislu sem hann heldur i
N.Y. i april næstkomandi.
menn og skemmtikraftar héldu
nýlega i Las Vegas var
Ann-Margrct valin besta lista-
kona ársins 1975.
Var þetta fimmta árið i röð
sem verðlaun eru veitt i þessu
skyni. Barbra Streisand og Liza
Minelli eru meðal þeirra sem
hlotið hafa þennan titil.
Árið 1975 hefur verið mjög
viðburðarikt ár á ferli leik- og
söngkonunnar. Rokk-óperan
Tommy i útsetningu Ken Russ-
els hefur farið eins og farsótt
um allan heim og Ann-Margret
Að loknu móti sem sérfræð-
ingar skem mtiþátta, blaða-
Umsjón: Þrúður
G. Haraldsdóttir.