Vísir - 06.01.1976, Blaðsíða 17

Vísir - 06.01.1976, Blaðsíða 17
Sjónvarp, kl. 22.40: Fœrey- ingar og land þeirra Færeyingar og land þeirra, heitir mynd sem er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld. Mynd þessi er endurtekin og nokkuð stutt siðan hún var sýnd i sjónvarpinu, eða 10. desember. Mynd þessi er dönsk og flytur fræðslu um Færeyjar og það fólk sem þar býr. Meðal annars er viðtal við William Heinesen um skáldskap i eyjunum, bæði gamlan og nýjan. Lesin eru ljóð og kvæði. Þulur i myndinni er Kristinn Reyr, en þýðandi Jóhannes Helgi. Myndin hefst klukkan 22.40 og er siðasti liður á dagskrá kvöldsins. —EA Útvarp, kl. 19.35: Kvöldstund með Tómosi Guðmundssyni — í tilefni 75 ára afmœlis hans... Tómas Guðmundsson skáld er 75 ára í dag. í til- efni þess er þáttur á dag- skrá útvarpsins í kvöld sem heitir „Fagra ver- öld". Eiríkur Hreinn Finnbogason f lytur erindi um skáldiö og verk þess. Lesið verður úr Ijóðum Tómasar og sungin lög við Ijóð hans. Þáttur þessi hefst klukkan 19.35 og stendur til klukkan tutt- ugu minútur yfir átta. Tómas fæddist á Efri-Brú i Grimsnesi. Hann útskrifaðist úr Háskólanum 1926 og stundaði málflutningsstörf i Reykjavik til ársins 1929. Eftir það tók hann sér ýmislegt fyrir hendur, og þau eru ekki ófá verkin sem frá honum hafa komið. Skemmst er að minnast ljóða- safnsins sem kom út núna fyrir jólin. Stjörnur vorsins. —EA Sjónvarp/Útvarp: Hér er Tómas með bókina sem kom út fyrir jólin: Stjörnur vorsins. Núdönsum við jólin út Klukkan 21.40 i útvarpinu leikur svo lúðrasveitin Svanur undir stjórn Sæbjarnar Jóns- sonar. En það er ekki nóg með að lúðrasveitin láti frá sér heyra i útvarpinu, heldur heyrum við hana og sjáum i sjónvarpinu klukkan 20.35 i kvöld, i þætti sem heitir ,,Nú er glatt....” Jólin eru svo dönsuð út i út- varpinu i kvöld, en dagskrá lýk- ur rétt fyrir miðnætti. —EA Við verðum að kveðja jólin sómasamlega og þessi ágæta bomba sómir sér sannarlega á þrettándanum sem er i dag. Ljósm: BG. Það er eins gott að gleyma ekki þrettándan- um sem er í dag. Enda gleyma vist fæstir að dansa jólin út. Jónin eru kvödd á veglegan hátt i barnatimanum i útvarp- inu i dag. Stjórnandi er Gunnar Valdimarsson. Guðrún Birna Hannesdóttir les söguna „Jóla- ljósið” eftir Gunnar og Grimur M. Helgason les úr ýmsum þjóð- sögum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Spjall frá Noregi.Ingólf- ur Margeirsson flytur. 15.00 Miðdegistónleikar: Is- lenzk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Jólin kvödd. Barnatimi undir stjórn Gunnars Valdi- marssonar. Guðrún Birna Hannesdóttir les söguna „Jólaljósið” eftir Gunnar og Grimur M. Helgason les úr ýmsum þjóðsögum. 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Fagra veröld. Kvöld- stund með Tómasi Guð- mundssyni á 75 ára afmæli hans. Eirikur Hreinn Finn- bogason flytur erindi um skáldið og verk þess, lesið verður úr ljóðum Tómasar og sungin lög við ljóð hans. 20.20 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 21.00 Að skoða og skilgreina. Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.40 Lúðrasveitin Svanur teikur. Sæbjörn Jónsson st jórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „í verum”, sjálfævi- saga Theódórs Friðriksson- ar.Gils Guðmundsson byrj- ar lestur siðara bindis. 22.40 Jólin dönsuð út. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 ,,Nú er glatt....” LUðra- sveitin Svanur leikur undir stjórn Sæbjarnar Jónsson- ar. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.05 Benóni og Rósa. Fram- haldsleikrit i 6 þáttum, byggt á skáldsögum eftir Knut Hamsun. 3. þáttur. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. (Nordvision-Norska sjónvarpið). 22.00 Þjóðarskútan. Þáttur um störf alþingis. Umsjön- armenn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 22.40 Færeyingar og land þeirra I. Dönsk fræðslu- mynd um land og þjóð. M.a. er viðtal við William Heine- sen um skáldskap i eyjun- um, gamlan og nýjan. Lesin ljóð og kveðið. Þýðandi Jó- hannes Helgi. Þulur Krist- inn Reyr. Aður á dagskrá 10. desember sl. (Nordvisi- on-Danska sjónvarpið). 23.15 Dagskrárlok. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Bragagötu 38 A, þingl. eign Gunnars Jcnssonar, fer fram á eigninni sjálfri, fimmtudag 8. janú- ar 1976 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var i 34., 37. og 39. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á hluta i Alfheimum 56, þingl. eign Guðmundar Norðdahl o.fl. fer fram eftir kröfu Jóns E. Ragnarssonar hrl. á eigninni sjálfri, fimmtudag 8. janúar 1976 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik Nauðungaruppboð annað og siðasta á Fáfnisncsi 10, þinglýst eign Láru Cl. Pétursson fer fram á eigninni sjálfri, fimmtudag 8. janúar 1976 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var i 26.. 28. og 30. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á hluta i Dunhaga 18, þingl. eign Sigrúnar Sturlaugsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavfk á eign- inni sjálfri, fimmtudag 8. janúar 1976 kl. 11.30. Borgarfogetaembættið i Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var i 26., 28. og 30. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á liluta i Flókagötu 54, þingl. eign Leó M. Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Axcls Kristjánssonar hrl. á eigninni sjálfri, fimmtud. 8. janú- ar 1976 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.