Vísir - 06.01.1976, Side 24
VÍSIR
Þriðjudagur 6. janúar 1976.
GEÐILLUR
FYLLIRAFTUR
skemmir bíla
Eitthvað hefur vinið farið
ilia í einn bæjarbúa Akureyrar
i gærkvöldi. Köðst hann á
nokkra bila og svipti upp á
þeini hurðunum svo að
öry ggisfestingin slitnaði.
Skuilu hurðirnar á brettunum
og eru þeir nokkuð skemmdir
eftir. Kkki tókst honum að
slita festinguna á einum
þeirra og hefur manninum
greinilega mislikað það, þvi
að hann sparkaði þá i hann..
Slóð mannsins var rakin af
Geislagötu upp Oddeyrargötu
i Þórunnarstræti þar sem lög-
reglan tapaði henni.
Af þessu ættu menn aö læra
að skilja ekki bfla sina eftir
ólæsta, en það virðist plága á
Akureyringum að skilja þann-
ig við þá þegar þeir fara að
gamlast. — VS
Fárviðri
í Eyjum
í nótt
Fárviðri var i Vestmannaeyj-
um i nótt en i morgun var aðeins
l'arið að lægja, að sögn lög-
reglunnar.
Ekkert verulegt tjón hlaust af
óveðrinu. en talsvert fauk af
járni. óvanalega mikillsnjór er i
Eyjum, og hefur verið mjög
annasamt hjá lögreglunni.
Lögreglan hefur þurft að að-
stoða fólk við að komast leiðar
sinnar, ýta bilum og annað slikt.
Spáð var rigningu sem enn
hefur ekki látið á sér kræla.
Kannski sem betur fer, þvi ef
rignt hefði i nótt hefði skapast
vandræðaástand vegna flóðs á
götum. Hætt er t.d. við að flætt
heföi inn i kjallara.
Snjóruðningar eru allt að 2
metrum við götur.
-EA.
Hafnarfjörður og Kópa-
vogur ó kafi í snjó
ibúar Kópavogs og Hafnar-
fjarðar hafa ekki farið varhluta
af fannfergi og umferðaröng-
þveiti i kjölfar þcss. Ilefur verið
nær ómögulegt að komast leiðar
sinnar um götur bæjanna i gær-
kvöldi og nótt.
Kópavogslögreglan hefur haft
meira en nóg að gera við að að-
stoða menn i umferðinni. Hafa
þeir haft jeppa i stöðugri notkun
við að draga bila úr verstu
sköflunum. Umferð er engan veg-
inn komin i eðlilegt horf, en byrj-
að er að ryðja götur.
Hafnarfjarðarlögreglan hafði
sömu sögu að segja. Þar hefur
lögreglan haft mjög mikið að
gera við að aðstoða vegfarendur.
Má heita að bærinn hafi verið á
kafi i snjó. Til aðstoðar við sig
fékk lögregla hjálparsveit skáta
með alla sina bila. Hafa þeir unn-
ið stanslaust við að grafa bila úr
fönn i gærkvöldi og nótt. Byrjað
er að ryðja götur. —VS
Loðnubátar leggja upp
Loðnubátarnir eru nú að búa
sig til veiða, en ekki eru nema
tveir lagðir upp cnnþá, að sögn
tilkynningaskyldunnar. Það eru
Eldborgin og Pétur Jónsson, en
þeir voru þó ekki búnir að bleyta
næturnar i morgun.
Loðnuverðsins er nú beðið ineð
nokkurri eftirvæningu enda
hyggjast bátarnir snúa til hafn-
ar ef það verður ekki komið
fyrir 18. þessa mánaðar.
Bragi tók myndina um borð i
Gisla Árna i gær. Einn
skipverja var að ganga úr
skugga um að allt væri vel
bundið sem bundið átti að vera.
—ÓT
Neyðaróstand ó göt-
um borgarínnar...
Björgunarsveitir kallaðar út og
annasamt mikinn hluta nœtur
„Þetta er með mciri skafbylj
um sem liafa komið, en annars
er slikt nokkuð árvisst rétt til
þess að minna okkur aðeins á
tilveruna uppi á islandi”, varð
Magnúsi Einarssyni aðal-
varðstjóra hjá lögreglunni að
orði, þegar við ræddum við
hann i morgun um annasama
nótt lögreglunnar.
„Seinni bluta dags var færðin
farin að þvngjast.og þá sérstak-
lega i austari hluta horgarinnar
og úthverfum. Við kölluðum til
aðstoðar Flugbjörgunar-
sveitina, IIjálparsveit skáta og
björgunarsveit Slysavarna-
félagsins Ingólfs, þvi við hefð-
um aldrei getað þetta einir,”
sagði Magnús.
,,Þessar sveitir komu með
rúma 20bila. Við mönnuðum þá
siðan og menn frá okkur voru
með talstöðvar i öllum bilum.
Þessir bilar voru allir til að-
stoðar til miðnættis, og fjórir af
þeim héldu áfram til klukkan
fjögur i nótt.”
Ómetanleg aðstoð
björgunarsveitanna
Uppi i Breiðholti var
staðsettur snjóbill skáta
mannaður af slökkviliðinu.
Biliinnn var sannarlega þarfur,
og Magnús sagði að lögreglan
væri mjög þakklát björgunar-
sveitunum þar sem þær hefðu
veitt ómetanlega þjónustu og
það ekki i fyrsta sinn.
Björgunarsveitirnar að-
stoðuðu læknavakt og neyðar-
þjónustu. Strætisvagnakerfið
gekk úr lagi en björgunar-
sveitirnar komu fólki á
biðstöðum til sins heima svo og
öðrum sem voru i vandræðum
með bila sina eða heimferðir á
annan hátt.
Aðal gatnakerfið var komið i
þokkalegt lag i morgun, en það
verður samt ekki i fullkomnu
lagi fyrr en liður á daginn. Lög-
reglan hvetur fólk sérstaklega
til þess að fara ekki á vanbúnum
bilum. Keðjur og vatnsvarið
rafkerfi er fyrsta skilyrðið til
þess að hægt sé að treysta á
bilana.
Engin stór óhöpp
eöa tjón
Marga þurfti að aðstoða i
gærkvöldi og i nótt, og margir
urðu að skilja bila sina eftir. Þá
kom margt fólk á lögreglu-
stöðvarnar og til kasta lög-
reglunnar og hjálparsveitanna
kom þegar þurfti að skipta um
vaktir t.d. á sjúkrahúsum.
Auk aðstoðar hjálpar-
sveitanna má geta þess að
jeppaeigendur komu möTgum
til hjálpar. Jeppar voru viða á
ferð i gærkvöldi, drógu bila út
úr sköflum og kipptu bilum til
hliðar sem drepist hafði á.
Ekki er vitað til þess að
nokkur'óhöpp hafi átt sér stað
sem orðer á gerandi eða tjón.
Þó var eitthvað um rúðubroten
árekstrar voru engir verulegir,
aðeins nudd.
t Árbænum bjóst lögreglan
við þvi að mannlifið yrði komið i
eðlilegt horf um hádegið. en
þangað upp eftir lokaðist alveg i
gærkvöldi, frá þvi um 5 og fram
eftir kvöldi. Nú er verið að
ryðja götur vtðast hvar, og ætti
þvi að rætast úr þessu öllu rrTeð
deginum, en viða eru skaflar
allt að 3 metrar.
-EA.
Vegir rudd-
ir ó Suður-
landi í dag
og einnig
leiðin til
Akureyrar
Töluverður snjór féll á veginn
til Hafnarfjaröar og fyrir ofan
Hafnarfjörð i gær ogstöövuðust
marglr bilar þar. i morgun var
orðið fært til Keflavikur, sam-
kvsemt upplýsingum vega-
gerðarinnar.
Einnig var snjólaust að
mestu austur á Selfoss, nema
innan borgarmarkanna og voru
aðalvandkvæðin á að komasl
upp fyrir Bæjarhálsinn.
Á Suðurlandsundirlcndi er
viða ófært, en víöast hvar er
liafin vinna við að opna vegina,
neina i Vik i Mýrdal, þar er enn
versta veður. Ekki voru fregnir
um færö lengra austur.
Ofært var i morgun viö Leir-
vogstungu i Mosfellssveit, en
verið var að ryðja og er þess
vænstaöidag verðifært vestur
um allt i Keykhólasveit og
einnig um Snæfellsnes.
Leiðin til Akureyrar verður
fær i dag, en ekki höfðu borist
fregnir af færð þar fyrir^iustan
né heldur af Vestfjörðum.
-EB.