Vísir


Vísir - 27.03.1976, Qupperneq 2

Vísir - 27.03.1976, Qupperneq 2
Viltu fá gosbrunn P Reykjavikurtjön? I R I R ■ R H Ileiðar rétursson, voruflutninga-£ bílstjóri: — Ég á • nu heima ág Hornaiirði svo óg hef fjarska litið gj um þetta að segja. Það er hins g vegar gaman af þvi að fegra um- _ hverfi sitt. Og varla getur verið ! neinn lýtir af slikum gosbrunni. “ Guörún Ingjaldsddttir, húsmóðir:' — Ég væri fylgjandi þvi að fá þar gosbruhn. Þaö yrði mikil prýði að honum þarna. Enda finnst mér að það vanti gosbrunn viöar i borg- inni. Sigþór Sigur jónsson, fram- reiðslumaður: — Þvi ekki það? Það yrði tvimælalaust prýði að slikum gosbíunni, ég tala ekki um ef hann væri flóðlýstur. I.augardagur 27. mars 1976 VTSIR Geirfir bótsfe o * inur lét lífið í irð eftir smyg átökum í ilvarningi Dómsrann: sókn í málinu hefst á mánudaginn Geirfinnur Einarsson var ráðinn af dögum, þegar hann var i bátsferð eftir smyglvarningi ásamt hópi manna nóttina, sem hann hvarf. Kemur þetta fram i vitnis- burði tveggja þeirra, sem sitja inni vegna Guðmundarmálsins. Boðaði rannsóknarlögreglan til blaða- mannafundar um þetta mál og Guömundarmálið svonefnda. Einnig kom þar fram, að stúlka sú, sem kom allri þessari rannsókn af staö, og er vinkona eins af þrem- ur, sem sitja inni vegna morösins á Guömundi Einarssyni, kom að þeim þremur, þar sem þeir voru að pakka liki Guðmundar inn. Upphringingar og hótanir Forsaga málsins er sú, að rannsóknarlögreglan var að rannsaka stórt f jársvikamál. Sviknar höföu verið út 950 þúsundir i tvennu lagi. Stóð að þvi par nokk- urt. \ F"ljótlega kom að þvi, að stúlkan skýrði lögreglunni frá öllu saman. Skyröi hún þá jafnframt frá ótil- neydd, að hún hafi komið að þremenningunum, þar sem þeir voru að pakka inn liki Guðmundar Einarssonar og mörgu fleiru. Kvartaði stúlkan undan þvi, að hún væri mjög hrædd. Gekk illa að fá hana til að segja frá við hvað hún væri hrædd. Hafði hún fengið upp- hringingar þar sem henni var hótað. Ekki vissi hún hvaðan hring- ingarnar voru. Þegar gengið var á hana nefndi hún nöfn þriggja manna, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þegar sambýlismaður hennar var spurður hvers vegna hann héldi að hún væri hrædd nefndi hann nöfn sömu manna. Rætt var við þau sitt i hvoru lagi. „Maðurinn var að stæla og þurfti því að hverfa" Þau skýrðu frá þvi, að þau hefðu farið saman i bil ásamt að minnsta kosti tveimur öðrum til Keflavikur um kvöldið 19. nóvember 1974. Var ferðin farin frá Klúbbnum þá um kvöldið. Ekið var niður i fjöru hjá dráttarbrautinni i Keflavik. A leiöinni i bilnum ræddu bil- stjórinn og sambýlismaður stúlk- unnar um það, að einhver maður sem stúlkan vissi ekki hver var, þyrfti að hverfa þvi ekki væri hægt að koma fyrir hann vitinu. Eins og stúlkan orðaði það, var maðurinn með einhverja stæla og þvi þyrfti hann að hverfa. Hefðu honum verið boðnir peningar en allt kom fyrir ekki. Beðiö var nokkra stund hjá dráttarbrautinni. Kvaðst stúlkan þá hafa orðið mjög hrædd, þvi hana grunaði að það ætti að koma henni fyrir kattarnef. Sat hún aðeins smástund i bilnum en var ofsalega hrædd. Læddist hún i burtu og faldi sig i yfirgefnu húsi rétt þarna hjá þar til hún varð mannaferða vör um morguninn. Fór hún á puttanum til Reykja- vikur. Hverjir óku stúikunni i bæ- inn? Frá Keflavik að Gr.indavikuraf- leggjaranum . fór hún með eldri manni á gamalli Moskvits-bifreið með V-númeri. Sagði hún honum að hún ynni i frystihúsi i Grindavik. Þaðan komst hún með flutninga- bifreið til Hafnarfjarðar. Hélt hún að sá bill væri i grjótflutningum. Minnir hana að bilstjórinn segðist sækja grjótið upp undir Esju. Af báðum þessum mönnum óskar lögreglan að hafa tal. ,,Skuluö hafa verra af ef þið kjaftið" Stúlkan þekkti nokkra þeirra, sem hún sá i dráttarbrautinni en aðra ekki. Þekkti hún þá af ljós- myndum. Meðal manna, sem hún sá, var maður viðriðinn Guðmund- armálið. Situr sá i gæsluvarðhaldi. Erfiðlega hefur gengið að hafa nokkuð upp úr þeim tveimur sem sitja inni vegna Guðmundarmáls- ins og viðriðnir eru Geirfinnsmálið. Skýrðu þeir frá eins litlu og þeir nauðsynlega þurftu. Meðal annars sagði annar þeirra, að sér hefði verið sagt að farið hefði verið i sjó- ferð, sagðist annar hafa átt að vera dreifingaraðili smyglvarningsins. Þeir hafa nú skýrt frá þvi að allir þeir sem i bilnum voru hafi farið i sjóferðina. Einnig þrir þeirra, sem sitja inni vegna Geirfinnsmálsins. Þar lét Geirfinnur lifið. Þekktu þau öll Geirfinn sem einn þeirra, sem voru við dráttarbrautina. Þekktu þau menn þessa af mynd- um. Drógu þau öll út sameiginlega sumar myndanna en aðrar ekki. Segist þeim tveimur svo frá að til átaka hafi komið um borð en muna ekki eða vita ekki hvort likið kom með i land eða var sökkt. Ekki segjast þeir hafa verið þátttakend- ur i átökunum, en annar þó að þvi leyti að hann segist hafa reynt að koma Geirfinni til hjálpar. Báðir segja að þeim hafi verið hótað þvi, að þeir skyldu hafa verr af ef þeir kjöftuðu frá. Ekki vita þau hve margir fóru i bátsferðina, né hver báturinn var. Ekki eru þau heldur sammála um, hvort lik Geirfinns hafi komið land, eins og áður segir, en eru þó frekar á þvi. Hver ók stúlkunni frá Keflavik að Grinda- vikurafleggjaranum? Hver ók henni þaðan til Hafnarfjarðar? Hver á Pierpoint úr nr. 267x. Öllum þessum spurningum óskar rannsóknar- lögreglan svars við. Vill hún hafa tai af mönnun- um tveimur. Þórir Guöjónsson, vélsmiöur: — Nei, það er margt annað þarfara hægt að gera. Okkur væri nær að fegra mannkyniö. Með þvi að betrumbæta okkur sjálf og auka á væntumþvkju okkar á öðrum. Sæunn Jónsdóttir, skrifstofu- stúlka: — Þvi ekki það? Það yrði bæjarprýöi af slikum gosbrunn- um og raunar mættu þeir vera fleiri. Þorvaldur Sigurösson, skrifstofu- maður: — Alveg endilega. Tjörn- in eins og hún er núna er mikill fegurðarauki, en ef gosbrunni væri komið fyrir i bénni yki það enn á fegurðina. Síðasta bréf til Flosa Það mun vera nokkurt öfundarmál hve tvö Reykja- vikurblabanna birta mikið af lesendabréfum i dálkum sinum. Þessi blöö eru Visir og Dagblað- ið, þau sem óháðust eru og lúta minnstri stjórnmálalegri fyrir- sögn. Auk þesskeppa þau upp á lif og dauða um lesendamarkaö- inn, eins og vera bcr og öllum er fyrir bestu. Eftir þessum blöð- um hcfur Þjóðviljinn tekið upp bæjarpóst, þar sem stendur að fólk skuli skrifa eða hringja. Morgunblaðið hefur Velvakanda, sem stundum er næsta syfjaður, og Timinn Landfara, en þar birtast skrif, sem eru ekki einu sinni skráð á gamla konu i Vesturbænum. Kannski eiga aldnir ritstjórar sjálfir mest af skrifunum, hvort scm veriðer aö tala um CIA eða heimta endurflutning á útvarps- þáttum. t þessum dálkum blaðanna ætti aö réttu lagi aö sjást snert- ing málgagnanna viö lesendur sina. Þeir eru öllum opnir aö ætla mætti, og blööin eru vænt- anlega þannig úr garöi gerð, að þau vcki áhuga og umræöu les- enda. En séu þessir hættir dæmi um lifandi samband blaða viö lesendur, þá getur hver og einn séö hvar þau eru á vegi stödd. Ekkert kemur i les- endaþáttum blaða eins og Þjóð- viljans, Morgunblaðsins eða Timans, sem áhugavert getur kallast. Þegar mikiö dimmra var yfir þjóðlifinu, og þegar prentaö m/tvar til þess að gera svo sjaldgæft, aðhverju orði var trúað, sem birtist á prenti, því enginn var álitinn svo vitlaus að fara aö kosta þvi til að prenta ó- sannindi, vitnuðu menn um Brahmalifs-elexir og tíunduöu kveisur sinar, eða tilkynntu, að þeir heföu slitið trúlofun sinni, þvi væri „stúlkukindin Sigriður frjáls ferða sinna”. FuIIvissan um að það séu ekki aðrir en framsóknarmenn, sem skrifi i Timann, sjálfstæðis- menn i Morgunblaðið og alþýðu- bandalagsmenn i Þjóöviljann, takmarkar að sjálfsögöu þann hóp fólks, sem leitar til þessara blaöa með skoöanir sinar. Hin pólitiska stjórnun verður þvi að vissu leyti, og aö ósekju, til þess að draga úr almennum skoð- anaskiptum iblööum, sem fyrst og fremst eru talin tengd flokk- um, eða beinlinis gefin út af þeim. öðru máli gegnir um Visi og Dagblaðið. t skiptum við þau blöð virðist engin tregða rikja. Og það efni fer stöðugt vaxandi, sem lesendur ýmist sima til umsjónarmanna les- endadálka eöa senda I bréfi. Og fyrir utan að efla óháð skoðana- skipti er oft að finna i þessum dálkum skemmtilegasta efnið, sem i blöðum sést um þessar mundir, sprottið upp úr þörfinni til aö tjá sig um það, sem dag- lega er til umfiöllunar á al- mennum vettvangi, alveg án ótta við, að nú muni einhver krókódillinn á bak við öll her- legheitin móðgast. Eitt af þessum lesendabréf- um, sem hér er tekið sem dæmi, þótt það sé raunar ekki dæmi- gert, hefur i undanfarin tvö skipti birst i Þjóðviljanum. Það er frá Önnu Þórhalisdóttur, söngkonu, til Flosa ölafssonar, sem hefur haft þann starfa undanfarin ár að freista þess að vcra skemmtilegur á laugar- dögum. Anna Þórhallsdóttir var ung stúlka á Ijósum sumarkjól, þegar heimshetjan Ericson kom fljúgandi yfir hafið i hnattreisu sinniog lentiá Hornaf jarðarósi. Siðar gerði hún sér far um að endurvekja áhuga á hljóðfæri, sem er alveg horfið úr notkun nema i skáldskap. Þetta er þjóðlegt hljóðfæri og hún klæöist gjarnan þjóðbúningi, þegar hún spilar á það. Virðist Anna hafa þá trú að hún geti sungið breta úr landhelginni. Það er ekki ótrúlegra en ýmsar þær heit- strengingar, sem helstu „Ludendorfar” þjóðarinnar bera sér i munn, en Ludendorf vann sér m.a. til ágætis að fá krampa af föðurlandsþótta. t þvi siðasta bréfi til Flosa, sem ég hef fyrir augum, virðist hann hafa ergt góða konu með þvi að skrifa um það, sem hann kallar „söngvopn” hennar (þ.e. lang- spilið). Margt er nú hægt að segja um svona frammistööu. En hverju skiptir hún? Les- endabréf önnu Þórhallsdóttur i Þjóðviljanum er nefnilega merkileg lesning I þvi blaði, kannski mest vegna þess aö allt i einu sér maður heiiaga glóö á siðum Þjóðviljans, sem ekki beinist að þvi að rifa niður þjóö- félagið. Þótt menn trúi ekki beint á það, að Anna hafi þau hljóð, að bretar fljýi, þegar þeir hcyra til hennar, og þó — hver veit, þá er það vist, að þetta les- endabréf konunnar ineð lang- spilið var mikil hvild frá hinum ábúðarmikla stunustil bylting- arinnar. Svarthöfði.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.