Vísir - 27.03.1976, Side 3

Vísir - 27.03.1976, Side 3
Laugardagur 27. mars 1976 3 Þessi mynd af Geirfinni var tekin .1973. Er hann óþekkjanlegur fyrir sama mann og þann sem mynd birtist af við frumrannsókn máls- ins. Sú mynd var tekin af honum 1968. Nýrri myndin lá fyrir frá upp- hafi að sögn eiginkonu Geirfinns. Haukur Guðmundsson, rannsókn- arlögregtumaður i Keflavik, segir hana hafa komið fram skömmu siðar en hina. Hefur hann gefið þá skýringu á þvi hvers vegna nýrri myndin var ekki birt, að þeir hafi óttast rugiing, sem torveida mundi rannsóknina. Hver á Pierpoint úr númer 267x? Að sögn lögreglunnar er erfitt að upplýsa þetta mál. Þeir menn, sem til yfirheyrslu hafa verið teknir, draga sinn hlut i málinu og þvi erfitt að byggja á framburði þeirra. Þeirsem sitja inni geta ver- ið saklausir og kvaðst lögreglan að sjálfsögðu rannsaka báðar hliðar. Nauðsynlegt var að setja þá i gæsluvarðhald til þess að hægt væri að rannsaka málið. Ekki vildi lög- reglan þó skýra frá yfirheyrslum yfir mönnunum fjórum. Dómsrannsókn i málinu hefst á mánudag en jafnframt mun lög- reglurannsókn halda áfram af full- um krafti. Meðal þess, sem lögreglan bað um að lýst væri eftir var eigandinn að Pierpoint armbandsúri. Kassa- númer úrsins er 2080 en úrið sjálft er númer 267x. — VS. Fyrstu tón- leikar Sinfón- íuhljómsveitar Reykjavíkur eru ó morgun Sinfóniuhljómsveit Reykja- vikur heldur sina fyrstu tónleika á morgun, sunnudag, klukkan 16.00 i sal Mennta- skólans við Hamrahlið. Sveitin er að mestu skipuð áhugamönnum, sem eru þó flestir ýmist fyrrverandi at- vinnumenn i hljóðfæraleik, tónlistarkennarar eða tónlistarnemar. Tildrögin að stofnun hljóm- sveitarinnar voru þau, að á siðastliðnu sumri auglýsti Garðar Cortes eftir fólki sem hefði áhuga á að leika með i slikri hljómsveit. Bar þetta frumkvæði þegar mjög góðan árangur, og i haust hófust æfingar hjá hljómsveitinni. Á tónleikunum á morgun verða eftirtalin tónverk flutt: Forleikur, eftir J.S. Bach, Adagio funebre eftir Karl Ó. Runólfsson, Trompetkonsert eftir Haydn, einleikari Lárus Sveinsson trompetleikari, Finale for an Concert eftir G. Bush, Little Suite eftir M. Arn- old og Pomp & Circumstance march nr. 4 eftir Elgar. Vitlaust hótel Frimerkjauppboðið, þar sem meðal margra annarra sjaldgæfra frimerkja verða boðnar upp tvær seriur af „Hópflugi itala” verður á HótelLoftleiðum en ekki Hótel Sögu eins og mishermt var i blaðinu á miðvikudag. Hefst uppboðið klukkan 14 í dag. Fatlaðir í starfi Aiþjóðadagur fatlaðra er á morgun og ber hann einkunnarorðin Fatlaðir i starfi. Það hefur um árabil verið venja Alþjóðabandalags fatl- aðra að vekja með þessu móti almenning tii umhugsunar um ýmsa þá samfélagsörðugleika sem fatlaðir eiga öðruin frem- ur við að striða. Vinnan er grundvöllur allr- ar velmegunar, bæði andlegr- ar og likamlegrar, en fatlaðir standa mun verr að vigi en flestir aðrir við að fá vinnu við sitt hæfi. Kemur þar bæði tii skortur á hentugri vinnuaðstöðu og hleypidómargagnvart þvi að fatlaðir standi öðrum að baki við vinnu. Staðreyndin er hins vegar sú að fatlað fólk leggur metnað sinn i að mæta vel til vinnu og leysa störf sin sem best af hendi. Sjálfsbjörg beinir þeirri eindregnu ósk til allra at- vinnurekenda, að þeir veiti fötluðum sömu aðstöðu og sama rétt til atvinnu og öðrum þegnum. Um abstrakt- myndir Finns Listasafn Islands hyggst ,taka upp þá nýjung að hafa mánaðarlega fyrirlestra um listfræðileg efni i húsakynnum sinum. Fyrsti fyrirlesturinn flytur Júliana Gottskálksdótt- ir næstkomandi mánudag kl. 20.30. Hann heitir „Um abstrakt- myndir Finns Jónssonar, sem hann gerði á árunum 1922-1925.” — ÓT. Klippingar, snyrt- ing og matarboð á hlutaveltu i dag klukkan tvö opna is- lenskir ungtemplarar hluta- veltu i húsi iðnaðarins við Hallveigarstig. Þar verða vinningar af ýms- um stærðum og gerðum og má þar nefna keramik, heimilis- tæki, bækur, matarborð, klippingar og margt fleira. Miðinn verður seldur á 100 kr. og gildir jafnframt sem happdrættismiði, en allir eiga að fá vinning þar sem engin núll verða i miðaboxinu. Ágóðann af hlutaveltunni ætla ungtemplarar að nota til endurbóta á aðstöðu sinni i Templarahöllinni, en þar hafa þeir m.a. haft diskótek á hverju laugardagskvöldi fyrir unglinga 13 ára og eldri og hafa þau verið vel sótt og notið mikilla vinsælda. Mozart- tónleikar að Kjarvalsstöðum Kammersveit Reykjavikur heidur tónleika f samvinnu við Reykjavikurborg á Kjarvals- stöðum á sunnudaginn kl. 3. Tónleikarnir eru haldnir til að heiðra minningu Asgrims Jónssonar, listmálara, en hann hafði sérstakt dálæti á tónlist Mozarts. Verða leikin 3 verk eftir Mozart: Flautu- kvartett i D-dúr KV 285, Sónata fyrir fiðlu og sembal i G-dúr KVll og Klarinettu- kvintett i A-dúr KV 581. Flytjendur verða félagar úr Kammersveit Reykjavikur og Deborah Davis, sellóleikari. Slökkviliðsmennirnir voru rúma tvo tima að ráða niðurlögum eldsins I fyrrinótt. Var það framan af mjög erfitt, þar sem mikill reykur myndaðist frá brennandi ullar-og skinnavörum. Gifurlegar skemmdir urðu á vörum i verksmiðjunni bæði vegna bruna og reyks. Hér gefur að lita hluta af þvi sem eyðilagðist úti fyrir dyrum skinnalagersins. Myndir: Jón Einar. „Kerfið" sýnir örlœti „Ég er furðu lostin yfir þessum bréfaskriftunrt. Ég hef aldrei á ævi minni átt fasteign og hef búið í sama leiguhúsnæðinu s.l. 50 ár," sagði konan þegar hún fékk fyrir nokkru bréf frá borgarstjóra. Þar var henni tilkynnt að hún mætti búast við hlutfallslega sömu lækkun á fasteigna- sköttum ársins 1976 og hún hefði fengið á árinu 1975. t fyrra fékk hún tilkynningu um að ákveðið hefði verið að lækka fasteignaskatta hennar um u.þ.b- 6000 krónur það árið vegna lágra tekna. Konan fór með þá til- kynningu á skattstofuna og gátu starfsmenn þar ekki gefið neina skýringu á þvi hvernig hún hefði komist á blað sem fasteignaeig- andi. Þess má geta að engin önnur kona á landinu ber sama nafn. Hafði konan á orði, að kominn væri timi til að hún fengi að sjá þessa húseign sina og njóta þeirra hlunninda sem af henni mætti hugsanlega hafa. —SJ BORGARSTJORINN I REYKJAVlK Revkjavík, 5. janúar I97b. JGT/MB Framtalsncfnd Reykjavíkur hefur undanfarin ár í umboði borgarráðs athugað skattframtöl elli- og örorkulífeyrisþega og beitt heimild til lækkunar á álögðum fasteignasköltum, skv. 3. mgr. 5. gr. laga un< tekjustofna svcitar- félaga frá 17. marz 1972, ef lífeyrisþegarnir ná ekki ákvcðnum tekju- eða eignamörkum. Athugun þessi getur ekki farið fram fyrr en skattframtol hafa borizt, og úrvinnsla gagna tekur óhjákvaanilega nokkurn tíma. í byrjun árs sendir Gjaldheimtan í Reykjavík hins vegar út tilkynnmgar um álagningu fastcignaskatta, enda er fyrri gjalddagi þeirra 15. janúar. Með bréíi þessu vil ég gera þeim elli- og örorkulífeyrisþegum, sem fongu tilkynningu um lækkun fasteignaskatta á árinu 1975 gr*in fyrir því, að miðað við óbreyttar aðstæður þeirra, (þ.e. tekjur og eignir) mega þeir reikna með hlutfallslega sömu lækkun á fasteignaskottum 1976. Vakin er athygli á, að heimild til lækkunar á fasteignaskatti nær ekkt til annarra gjalda á fasteignagjaldaseðli, s.s. vatnsskatts, brunabóta- iðgjalds og lóðarleigu. N/-M Binrir ísl. Gunnarsson . ## 200 mílum'' dreift á Út er komið blað sem nefnist „200 niiles” og inniheldur ýms- an fróðlcik um landhelgismálið. Það er Landheigisféiagið sem gefur blaðið út og cr það prentað á ensku. Blaðið liggur viða frammi'hér á landi. Að auki mun ætlunin að senda það til útlanda. bar á meðal verður það sent á Hafréttarráðstefnuna og þar verður þvi dreift. Blaðið inniheldur viðtöl við ýmsa framámenn i islensku atvinnulifi sérstaklega sjávarútvegi. Rætt er við tvo skipherra landhelgisgæslunnar. fulltrúa sjómanna og ýmsa aðra úr verkalýðshreyfingunni. —EKG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.