Vísir - 27.03.1976, Page 4

Vísir - 27.03.1976, Page 4
4 Laugardagur 27. mars 1976 VTSIR Hvernig er að vera skósmiður i Reykjavík i dag? Deyr stéttin út eða höldum við áfram að rölta til skósmiðsins til þess að fá gert við hælinn eða sólann? Við spjölluðum við tvo skósmiði um starfið. „það er ekkert fil í sambandi við skó sem við getum ekki gerf" „Ég fór i fagiö af slysni. Það var erfitt að fá vinnu og maöur var að grafa skurði fyrir 600 krónur á viku, svo ég asnaðist út i þetta. En ég sé sannarlega ekki eftir þvi. Ég heid að fiestir starfandi skósmiðir séu ungir menn, og við lifum allir ágætu lifi.” Hann heitir Harald Albert Albertsson sem þetta segir. Harald er skósmiðameistari og er með stofu sina á Hrisa- teignum. Hann er einn af yngri skósmiðunum i Reykjavik, og við spjölluðum við hann um fagið og hvernig það er að vera skósmiður i dag. Harald er þýskur en kom hingað til lands fyrir mörgum árum. 1965 kom hann upp sjálfstæðum rekstri á Hrisateignum. „Allir sögðu mér að hætta við þetta,” segir hann. bað gerði hann ekki. „Ég hef nefnilega alltaf verið nýjunga- gjarn, framsækinn og með stór- an kjaft,” segir hann og hlær. Sn jóaveturnir slæmir fyrir skósmiðina til skósmiðsins, þó gera þurfi við þá.” — Hvaða skór eru endinga- verstir? „Spánskir, italskir og portú- galskir, alveg tvimælalaust. Skósmiðir eiga orðið fieira tii en þaðeitt sem tilheyrir skóm. Hér er kona að kaupa leðurbætur á peysu eða buxur. Ljósmyndie: Jim. „Yfirleitt er meira en nóg að gera hjá mér,” segir Harald, sem er einn á sinni stofu. „1 vetur hefur þó verið fremur litið að gera. Þessir snjóavetúr eru slæmir fyrir okkur skósmiðina. Þá gengur fólk oftast nær i ein- hvers konar bomsum, kulda- skóm eða öðrum slikum. Það þarf á skónum að halda alla daga, og getur ekki sleppt þeim Maður á kannski ekki að segja þetta, en spánskir skór eru dauðadæmd vara. Italskir skór eru mjög fallegir en allt of viðkvæmir.” Eftir þvi sem Harald segir hugsar fólk ekkert allt of vel um skóna sina. „Fötin eru kannski fin og flott, en svo eru sólar og hælar á skónum uppétnir.” „Þá vildu þær láta marra i skónum....” „Ég fékk skúr i Bergstaða- stræti, sem var þá i niðurniðslu. Ég blikkaði hann upp og var þar i nokkur ár, eða þangað til ég byggði hérna á Langholtsvegin- um.” Nú er Brynjólfur með skó- vinnustofuna i herbergi i kjall- ara húss sins. „Ég man eftir þvi að sólningin kostaði 3 krónur á meðan tima- kaupið hjá almenningi var ekki nema 25 aurar. Svo þetta hefur verið nokkuð dýrt þá,” segir Brynjólfur. Hann man lika eftir þvi þegar hann smiðaði skó fyrir kven- fólkið i gamla daga. „Parið kostaði 12 krónur og þegar þær komu til þess að láta smiða skóna, báðu þær okkur um að láta marra i skónum. Það þótti fint og sýndi að þeir voru nýir.” Að þessu hlær Brynjólfur mikið. Skórnir miklu sterkari i þá daga....... „Voru skórnir sterkari þá en nú?” „Já, það voru þeir. Bæði sterkari og vandaðri. Þá smið- uðum við þetta allt sjálfir. Hér var þá engin verksmiðja og litill innflutningur.” „Hvað tók það langan tima að smiða skó?” „Mig minnir að ég hafi verið svona einn dag að smiða kven- skó. Svo setti maður tréspón inn i sólann og þá marraði i! Ef ég átti að smiða hnéstigvél’ þá þóttu það ágæt afköst, að ljúka við þau á einum og hálfum degi. Ætli slik stigvél hafi ekki kostað 20 krónur eða 24 krðnur, — ég man það ekki vel. „Heldurðu að stéttin deyi út?” „Nei, ætli það verði ekki lengi enn, sem einhverjir verða við þetta.” —EA segir brynióMor brynióHsson einn elsti starfondi ckósmiður i rvik „þó bóðu þœr okkur að lóta marra í skónum.." „Ég byrjaði að læra skósmiði 16ára. Nú ég að verða.82ja ára i vor og er enn að dunda svona við þetta'. En ég held nú ég fari að hætta. Samt hefur maður gaman af þessu og ætli ég hangi ekki við þetta á meðan ég hef heilsu.” Brynjólfur Brynjólfsson heitir . sá sem þetta segir. Brynjólfur er einn af elstu skósmiðunum i Reykjavik, og hefur starfað við skósmiði i 30 ár I borginni. Áður var hann lengi á Hólmavik en læröi i Bolungarvik. „Ég fór einu sinni til karlsins sem var skósmiður á Bolungar- vík þá, — mig minnir til þess að láta hann gera við skó. Það fór þá þannig að ég fór að læra hjá Brynjólfur. „Þá voru engar vél- ar, nema saumavélarnar, og maður varð að gera allt saman i höndunum. Besta verkið mitt held ég að ég hafi unnið i Bolungarvik. bá bjó ég til gúmmiskó úr slöngugúmmi og seldi um alla Vestfirði og viðar. Þá voru notaðir sauðskinnsskór og konurnar þurftu að gera við fram á nótt. En með gúmmi- skónum hjálpaði ég vist margri konunni.” Brynjólfur hætti að búa til gúmmiskóna fyrir 2 árum. Það vill þetta enginn orðið. Það er helst þetta sé keypt á stráka sem eru að fara i sveit. Þeir endast vel og strákarnir eru fljótir úr þeim.” „Þegar ég kom til Reykjavik- ur, voru hér um 40 skósmiðir. Flestir voru orðnir gamlir menn. Svo fóru þeir smám sam- an i f jörðina og sárafáir bættust við.” honum. En mig langaði nú alltaf i skipasmiði áður.” Á meðan Brynjólfur lærði fékk hann ekkert kaup. Það eina sem hann fékk var húsnæði til þess að sofa i. Það var þvi svo- litið annað að vera lærlingur þá en nú. „Jú, það var margt öðruvisi i skósmiðinni þá,” segir „Þá smiðuöum við skóna og fólk kom til þess að láta taka mál af fótunum. Með þessu mældum við lengdina....” — Brynjólfur Brynjólfsson skósmið- ur er að verða 82ja ára gamall. „Það hefur liklega verið mitt besta verk að búa til þessa gúmmiskó. Það hjáipaði margri konunni I þá daga. En nú er ég hættur þessu, þvi það kaupir þetta enginn lengur. Það er þá helst á stráka I sveit....”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.