Vísir - 27.03.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 27.03.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Útgefandi: Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Hitstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsia: Hverfisgötu 44. Simi 86011 Hitstjórn: Síðumúla 14. simi 86611. 7 linur . Askriftargjaid 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasögu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Þagnarmúr Visir hefur að undanförnu dregið fram i dagsljós- ið ýmsar mjög alvarlegar staðreyndir um fram- kvæmdir i orkumálum. Upplýsingar þessar hafa vakið mikla athygli og þá ekki siður hin djúpa þögn æðstu yfirvalda i þessum málum. í gær greindi þetta blað frá þvi, að allt benti til þess að miðað væri við þær forsendur, sem kunnar eru, að á árunum 1979 og 1980 yrði enn ekki þörf fyrir nema um það bil helminginn af mögulegri orkuframleiðslu Kröfluvirkjunar. En auk þessarar miklu framkvæmdar er verið að leggja byggðalinu til þess að tengja raforkukerfin norðan og sunnan. Svo virðist sem ákvarðanir i þessum efnum hafi verið teknar út i bláinn. Um það bil 70% af öllum lánum til rikisframkvæmda á þessu ári er varið til orkumála. Ríkisstjórnin hefur sætt ámæli fyrir að tefla á tæpasta vaðið i skuldasöfnun. Fram til þessa hafa menn þó haldið að þessu fjármagni væri varið til skynsamlegrar og arðbærrar fjárfestingar. En nú hefur komið á daginn, að pottur virðist viða vera brotinn i þeim efnum. Stjórnmálamenn vilja eðlilega reisa sér minnis- merki og það helst úr steinsteypu. í flestum tilvik- um er ekki nema gott eitt um það að segja. En það verða ekki minnismerki til mikillar frægðar, sem reist eru á þeim grunni, sem hér hefur verið lýst. Það er ekki einvörðungu að skortur sé á ákveðinni stefnumótun i orkumálum, heldur gætir hvergi í kerfinu samræmis i framkvæmdum. Hér þarf ný vinnubrögð. Upplýsingar Visis um þessi efni siðustu daga eru byggðar á heimildum manna, sem gjörþekkja raf- orkukerfið. Æðstu yfirvöld i þessum efnum segja hins vegar ekki eitt aukatekið orð og flokksmál- gögnin hafa sameinast yfirvöldunum i þagnar- stund. Þessi þagnarmúr samtryggingarkerfisins er athyglisverður fyrir margra hluta sakir. En hann stendur ekki lengi eftir að birtar hafa verið upplýs- ingar dr. Jóhannesar Nordal, Aðalsteins Guðjohn- sens og Björns Friðfinnssonar. Réttur almennings í fyrsta sinn i sögunni hefur dómur þurft að ómerkja ummæli dómsmálaráðherra íslands. Það getur ekki verið neinum fagnaðarefni meðan menn vilja bera virðingu fyrir þvi háa embætti. En með þessum dómi hafa fengist lyktir i deilumáli þessa blaðs og dómsmálaráðherra. Visir hefur fengið mikinn og traustan stuðning al- mennings i landinu i máli þessu. Fjöldi manna úr öllum stjórnmálaflokkum hafa sýnt það i verki með þvi að hafa samband við blaðið. Þennan stuðning metur Visir mest. Almenningur i landinu átti rétt á þvi að ummæli dómsmálaráðherra yrðu sannreynd fyrir dómi. Það væri óvirðing við dómsmálaráðherraembættið, ef menn leyfðu sér fyrirfram að lita á orð þessa ráð- herra sem marklaust götustrákahjal. Þess vegna átti almenningur rétt á þvi að dómur skæri úr um það, hvort ummæli ráðherrans um ritstjóra þessa blaðs og útgefendur hefðu við rök að styðjast. Svo reyndist ekki vera. Timinn, málgagn dómsmálaráðherra, er með tituprjónsstungur i dómsstólakerfið i gær vegna þessarar niðurstöðu. Það er i sjálfu sér alvarlegt þegar málgagn dómsmálaráðherra lýsir þannig vantrausti á dómstóla landsins. En eins og á stendur verður að lita á þetta sem mannleg við- brögð. Laugardagur 27. mars 1976 vísm Umsjón: Guömundur Pétursson ) Á meðan ofsóknir öfgasinna i Kina á hendur Teng Hsiao- ping hafa stöðvast i bili, hafa óeirðarseggir úti i sveitum loks tekið við sér. Á meðan veggspjaldaherferð- in stóð sem hæst i Peking og öðrum stórborgum, fóru sveita- mennirnir sér hægar i sakirnar og biðu með að ráðast á Teng og stuðningsmenn hans. En loks nú hefur byltingar- neistinn borist frá borgunum út um land, og frá Changsha, hér aðsmiðstöð Hunans, fæðingar- sveitar Maos formanns, heyrast þær fréttir að róttækir hafi farið um með báli. Brenndu þeir slag- orð sin i grasflötina fyrir fram- SKOÐUN LURIES jp ,,OG ÞÚ SEM SAGÐIR, EFTIR." AÐ HANN ÆTTI STUTT TENG ÞRAUKAR ENN an aðalgistihús staðarins. — Var þar veist að Chang Ping- hua, aðalritara flokksdeildar- innar i Hunan. Enginn óhultur Um leið hefur einnig frést, að i Fukién hafi Liao Chih-kao flokksritari sætt harðri gagn- rýni. Veggspjöld hafa þotið upp i Szechwan, fjallahéraðinu, þar sem höggvið er nærri Chao Tzu- yan. t Hangchow, þar sem kom til óeirðanna i fyrra, fréttist af flokkadráttum, og embættis- menn eru sagðir liggja undir gagnrýni i Soochow, næsta ná- grannahéraði Hangchow. Hins vegar hefur allt verið með kyrrum kjörum i þremur stórborgum, sem eru Shanghai, Tientsin og Shenyang. Teng seiglast Það væri of mikið sagt, að sókn róttækra á hendur „vega- gerðarmönnum auðvaldsins” i kinverskum fjölmiðlum hafi al- veg fjarað út. En báðar hinar striðar.di fylkingar hafa nú greinilega búist um og biða á- tekta. Teng, aðalskotspónn árás- anna, hefur að visu ekki komið fram opinberlega siðan i janúar snemma, enda höfðu flestir talið hann af i þessari pólitisku orr- ustu, en menn eru aftur orðnir beggja átta um það. Teng er frægur fyrir þrautseigju sina og óliklegur til þess að láta bugast þótt á móti blási. Það hefur kvisast að hann eigi enn tryggan stuðning voldugra vina sinna og andæfi. Útlendingar, sem heimsóttu Tsinghua-háskólann i Peking á fimmtudaginn núna i vikunni, grennsluðust fyrir um Teng og spurðu, hvort hann gegndi enn- þá trúnaðarstörfum. Svarið var: „Allir vita, að hann er varaforsætisráðherra og vara- formaður flokksins.” Hefur atlagan mistek- ist? Það hefur ennfremur verið staðfest, að aðalskotmörk rót- tækra á menningarmálasviðinu, Chou Jung-hsin menntamála- ráðherra og Liu Ping, æðstráð- andi i Tsinghua, hafa sömuleiðis haldiðembættum sinum og „eru enn með á málþingum”. — Chou hafði þó verið talinn allur, þegar hann tók ekki á móti mennta- málaráðherra Sri Lanka, sem var i heimsókn i Peking á dög- unum, og var borið við „veik- indum”. Þannig virðist heiftarárás róttækra undir forystu Chiang Ching, eiginkonu Maos for- manns, og Yao Wen-yuan, hug- myndafræðings æðsta ráðsins ekki hafa megnað að fella þessi voldugu tré i stjórnmálaskógi Kina. Þeim hefur heldur ekkert orðið ágengt við að krossfesta opinberlega fleiri „hægri- seggi”. Sáttahljóð i strokkinn Nú hafa hinir hófsamari tekið til við aö reyna að bera klæði á vopnin. Vilja þeir reyna að gera gott úr öllu saman og kalla þessa herferð „meinlausa sjálfskönnun” þjóðarinnar. öllum að óvörum birti „Dag- blað alþýðunnar”, aðalmálgagn kinverska kommúnistaflokks- ins, leiðara á sunnudaginn fyrir viku, sem nánast fól i sér tilboð um uppgjöf saka til handa Teng. — Þrem vikur áður hafði birst i blaðinu hatrammur ádeiluleið- ari á Teng, sem allir töldu smiðshöggið, sem riða mundi honum að fullu. t leiðaranum á sunnudaginn var gefið i skyn, að Teng bjarg- ast af stjórnmálalega séð, ef_ hann tekur einlægum sinna- skiptum. „Alþýðan biður átekta eftir þvi, að sjá, hver afstaða hans er” sagði i leiðaranum. Þeir sem komið hafa nýlega til Changsha segja, að á vegg- spjöldum sé Chang Ping-hua bendlaður við Teng og gefið að sök að „fara ekki að fyrirmæl- um miðstjórnarinnar um að berjast gegn auðvaldsgolu hægriaflanna.” — Chang er i raun æðstráðandi Hunan, þvi að aðalritari flokksdeildarinnar er upptekinn við stjórnarstörf i Peking. Það er nefnilega enginn annar en Hua Kuo-feng, settur forsætisráðherra, sem fékk það embætti öllum að óvörum á sin- um tima, um leið og gengið var framhjá Teng. Fréttasnautt Hugleiðingar vestrænna fjöl- miðla um stjórnmálabaráttuna i Kina eru meira og minna reist- ar á getgátum og orðasveimi, þvi að viða i landinu er útlend- ingum bannað að ferðast um og kinverjar sjálfir sparir á frétt- irnar. Þannig hefur Hangchow verið lokuð útlendingum siðan i miðjum febrúar, rétt eins og i fyrrasumar, þegar óeirðirnar voru þar. — I það sinn fór Teng sjálfur fyrir herflokkum, sem sendir voru þangað til þess að róa ibúana. t opinberum frétt- um hét það, að „herinn hefði verið sendur i verksmiðjurnar til þess að aðstoða við fram- leiðsluna”. t þessum fréttasparnaði hafa ekki fengist staðfestar frásagnir japana, sem á ferð i Wuhan sögðust hafa séð veggspjöld, þar sem veist var að Li Hsien- nien, aðstoðarforsætisráðherra. — Hins vegar hafa menn veitt þvi eftirtekt, að Li hefur ekki sést opinberlega siðan i januar- lok — frekar en Teng. Það er ekki ljóst, hvort hinn 72 ára gamli Teng heldur enn emb- ætti sinu sem yfirmaður her- ráðsins i Frelsisher alþýðunnar, sem var einn aðallykillinn að valdaaðstöðu hans. Hitt rennur upp fyrir mönnum, þegar þeir lita yfir tiðindi siðustu mánaða, að herinn hefur litið sem ekkert haft sig i frammi i áróðursbar- áttunni eða talsmenn hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.