Vísir


Vísir - 27.03.1976, Qupperneq 9

Vísir - 27.03.1976, Qupperneq 9
visra Laugardagur 27. mars 1976 9 „Fyrsfu fórnarlamb verðlagsyfirvalda" — segir Hermann Bridde Rúgbrauösgeröin var i raun og veru fyrsta fórnardýr verðlagsyfirvalda,” sagöi Hermann Br.dde, bakara- meistari, i samtali viö Visi. Hermann á nú öll tæki og vélar fyrirtækisins og reynir nú að koma einhverjum þeirra i verð. „Bakarinn verður að fá nægjanlegt verð fyrir sitt brauð til þess að geta uppfyllt ströngustu kröfur um hreinlæti og jafnframt fengið laun fyrir vinnu sina. Eins og málin standa i dag, er þetta mjög erfitt. Kökurnar hafa haldið þessu uppi, en aukin innflutn- ingur hefur dregið úr sölu þeirra. bað sem forðaði Rúgbrauðs- gerðinni frá gjaldþroti var að einstaklingar þeir sem að fyrir- tækinu stóðu studdu við það i mörg ár og héldu þvi gangandi mun lengur en annars hefði verið mögulegt.” Kornbirgðir ekki til i landinu „Yfirvöld hér á landi hafa ekki haft skilning á þvi hve brauðið er nauðsynleg vara. Erlentiis er alltaf séð fyrir þvi að nóg brauð sé til i landinu og einnig nægar birgðir korns. Það kemur stundum fyrir að hveiti er ekki til hér á landi. Stundum þarf að hringja i 5-6 heildsala til þess að fá hveiti og fyrir kemur að ekki er hægt að fá það. Það hlýtur að vera skylda hverrar rikisstjórnar að sjá til þess að jafnan séu 1/2 árs Tiirgðir af korni til i landinu. Sérstaklega er þetta nauðsyn- legt hér, vegna þess að landið hefur sjálft ekki upp á neina komframleiðslu að bjóða. Það getur alltaf komið upp sú staða að ekki sé hægt að fá korn og þá er ekkert svigrúm fyrir hendi.” Stórhuga bakarar „Bakararnir sem stofnuöu Rúgbrauðsgerðina voru svo stórhuga.að þeir töldu nauðsyn- legt að i landinu væru miklar kombirgðir. Var miðað við að jafnan væru fyrir hendi 1000 tonn af korni. Þeir byggðu eitt mest, járn- benta hús á landinu, þar sem hægt var að geyma mörg. þúsund tonn af korni i einu. Nú er verið að reisa kom- hlöðu við Sundahöfn, en þær sem komnar eru, eru aðeins ætlaðar skepnufóðri. Þannig er kornhlaðan i húsi Rúgbrauðs- gerðarinnar fyrsta og jafnframt eina kornhlaðan sem ætluð var fyrir korn tii manneldis.” Kornmylla keypt frá Sviþjóð „Hluti hinnar miklu áætlunar um rúgbrauðsframleiðsluna var að bakararnir ætluðu að mala sjálfir sitt korn og spara með Kornhlaðan sem aidrei varð aö veruieika, þ.e.a.s. hún var aldrei notuð til að geyma korn. Hermann Bridde sýndi okkur hvernig pottunum, sem brauödeigiö var hnoðað i, var rennt i hrærivélina. Þessir pottar tóku hver um sig 250 kg. Ljosm: Einár. þvi mikið fé. Var i þvi skyni keypt mylla frá Sviþjóð og hún sett upp i kornhlöðunni. Hugmyndin var að ekki yrði aðeins hægt að mala korn fyrir rúgbrauðsframleiðsluna, heldur átti að sekkja korn fyrir allt landið. Þessi hugmynd varð al- drei að veruleika vegna þess að höfnin var aldrei byggö þar sem hún hafði verið fyrirhuguð. En svona mylla verður ekki byggð aftur hér á landi og væri mjög æskilegt að hún yrði látin standa þar sem hún er og henni haldið við. Ég er búinn að bjóða rikinu hana til kaups og gæti ég imyndað mér að hún myndi njóta sin vel hér sem minja- gripur hvernig sem húsnæðið verður nýtt,” sagði Hermann Bridde. — SJ Gamla kornmyllan stendur enn óáreitt. Bakararnir hrœrðu steypuna í IfljK nainifl - og nú er verið oð að selja hús þeirra, UIU11U W IU U WIUIU sem eitt sinn var stœrsta hús landsins „bað voru verðlagsmálin sem ollu þvi að rúgbrauðsgerðinni var hætt. Við fengum ekki að setja það verð á brauðin sem við þurftum til þess að fyrirtækið gæti borið sig,” sagði Karl Kristinsson, fyrrv. stjórnarfor- maður Rúgbrauðsgerðarinnar h/f, i samtali við Visi. „Visitölunni hefur m.a. verið haldið niðri með rúgbrauðinu. Kökuverð er hins vegar frjálst og ber það brauðframleiðsluna uppi hjá flestum bökurum. í Karl Kristinsson var stjórnarformaöur Rúgbrauösgeröarinnar h/f i 20 ár, eöa öll þau ár sem fyrirtækiö var starfrækt. 1 þeirri verðlagningu eru þeir að- eins háðir samkeppninni og hafa innfluttar kökur haldið verðinu niðri. I Danmörku er t.d. allur hráefniskostnaður mun lægri en hér á landi, sér- staklega eru egg og smjör ódýr. Við vorum aðeins með fram- leiðslu á brauði i Rúgbrauðs- gerðinni lengst af og þvi gat ekkert komið i stað raunhæfs verðs á þeim.” Stærsta hús landsins „Hús Rúgbrauðsgerðarinnar að Borgartúni 6 var tekið i notk- un árið 1947. bað er 22-23 þús. teningsmetrar að stærð og var, þegar það var byggt, stærsta hús á landinu. Ennþá er það með stærstu húsum hér á landi. Bakarameistararnir unnu mikið við bygginguna sjálfir. I lok striðsins var mjög erfitt að fá vinnuafl og þvi varla um ann- að að ræða en að leggja fram eigin vinnu. Enda unnu menn þar a baki brotnu með steypu- hrærivélar og hjólbörur. Slik vinnubrögð eru mjög til fyrir- myndar,” sagði Karl. Húsið teiknaði Einar Sveins- son og var það allt hannað með rúgbrauðsgerðina i huga. A annarri hæð var bökunarsalur- inn og kom brauðdeigið i gegn- um siló af næstu hæð fyrir ofan, þar sem það var hnoðað. Á efstu hæðinni var kornhlaða og korn- mylla. Korninu dælt í húsiö Þegar húsið var teiknað var Sundahöfnin ekki komin til sögunnar,” sagði Karl. „Rauðarárvikin átti að verða hafnarstæði og var húsið byggt með það fyrir augum að korninu yrði dælt beint inn i húsið úr kornskipum, en ekki flutt i sekkjum, eins og nú er gert. Það hefði verið hægt að koma fyrir mörg þúsund tonnum af korni i kornhlöðunni, en höfnin var aldrei byggð hérna og kom þvi aldrei til að kornhlaðan eða myllan yrði notað.” Hrökkbrauðsgerðin eyðilögð með einu útvarpserindi „Við byrjuðum með hrökk- brauðsgerð um leið og brauð- gerðina og keyptum til þeirrar framleiðslu heilmikinn veia- kost. En eitt útvarpserindi reif niður þá framleiðslu, svo við urðum að hætta við hana. Sá sem flutti erindið hélt þvi fram að hrökkbrauð væri óhollt, gæti m.a. skemmt tennur fólks. Siðar viðurkenndi hann fyrir mér að hann hefði haft rangt fyrir sér. en þá var það of seint. Seinna notuðum við hrökk- brauðstækin til kexgerðar og seldum þó nokkuð mikið af bæði matar- og kremkexi. Rikissjóöur kaupir húsið Nú er búið að selja rikinu hús- ið og mun áfengisverslunin fá það allt til afnota. en lyfja- verslunin hefur leigt mikinn hluta hússins af Rugbrauðs- gerðinni. Þessa dagana er verið að rýma úr húsinu öll tæki og vélar Rúgbrauðsgerðarinnar h/f. Þar með lýkur starfrækslu þess fyrirtækis sem um 30 bak- arameistarar stofnuðu fyrir rúmum 30 árum. En auk Karls Kristinssonar stóðu Stefán Sandholt, Guðmundur Ólafsson, Alexander Bridde og Davið Ólafsson helst að stofnuninni. —SJ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.