Vísir


Vísir - 22.05.1976, Qupperneq 3

Vísir - 22.05.1976, Qupperneq 3
vism Laugardagur 22. mal 1976 3 Þannig fœrðu hœrri vexti! Nokkuð hefur á því borið eftir að innláns- vextir voru hækkaðir að fólk áttar sig ekki á þvi, að til þess að fá 22% vexti af eins árs bók, þarf það að verða sér úti um svonefndan vaxta- aukareikning. Siguröur Gústafsson, yfir- maður sparisjóðsdeilda i Lands- bankanum, tjáöi Visi að nokkrir teldu að ef þeir ættu ársbók gengi það sjálfkrafa fyrir sig fyrir að fá hina hærri vexti. Svo væri þó alls ekki. Fólk 1 þyrfti að verða sér úti um stofn- skirteini vegna vaxtaauka- reikningsins. Siðan fengi það sent heim reikningsútskrift likt og gert er með ávisanareikning. Reikningsútskriftin sýnir allar hreyfingar á bókinni. Astæða þess að þetta gengur svona fyrir sig er meðal annars sú að sögn Sigurðar að bankann vantar nánari upplýsingar um viðskiptamenn sina. Nefndi hann sem dæmi að ekki hefði verið beð- iðum nafnnúmer þó menn opnuðu bók. Og i sumum tilfellum væru bækurnar ekki skráðar á nafn, heldur hétu þær eitthvað. Siguröur sagði að þrátt fyrir nefndan misskilning heföi ekki borið á mikillióánægju viðskipta- vina. — EKG VESTFIRÐIR: Vertíðin svipuð og síðasta ór Vertiðaraflinn i Vest- firðingafjórðungi var mjög svipaður i ár og hann var i fyrra. Fram til 11. mai, lokadags- ins, höfðu komið á land á Vestfjörðum 27.142 lestir, 128 tonnum meira en i fyrra. Þessivertíð var mjög hagstæð fyrir linubátana á Vestfjörðum. Heildarafli þeirra að þessu sinni varð rúmar 12 þúsund lestir eða um 45% vertíðaraflans. Til samanburðar má þess geta að i fyrra var línuaflinn tæp 9.700 tonn. Eins og fram hefur komið áður i Visi I samtali við einn skipstjóra lmubáts frá Vest- fjörðum, var þetta ein jafnbesta llnuvertiðin um áraraðir. Afli togara á Vestfjörðum dróst saman um þúsund tonn, miðað við i fyrra. Heildarafli togarana var nú 10,900 lestir, sem er um 40% vertiðaraflans. Sömu sögu er að segja um netaaflann. Hann dróst einnig saman og var að þessu sinni tæp fjögur þúsund tonn. Aflahæsti togarinn á Vest- fjörðum á þessari vertíð varð Guðbjörg með 1.798 lestir, af linubátum varð Kristján Guð- mundsson aflahæstur með 797 lestir og Garðar aflahæstur netabáta með 971 tonn. Gæftir voru nokkuö sæmileg- ar á vertiðinni. En eins og vlðast annars staðar á landinu lágu róðrar niðri vegna verkíallsins. —EKG STYRKJA GÆSLUNA: Nafn sjóðsins er Hliðskjálf „Helga Larsen kom til mín með hugmynd að þessum sjóði í mars siðastliðnum. Tími hefur þó ekki gefist fyrr en núna til að ganga frá formsatriðum í sambandi við hann," sagði Selma Júlíusdóttir þegar Vísir hafði samband við hana vegna sjóðs, sem stofnað- ur hef ur verið til styrktar Landhelgisgæslunni. Selma er formaður sjóðsins en varaformaður er Óskar Ind- riðason. Ritari er Sveinbjörg Guðmarsdóttir og gjaldkeri Guðmunda Helgadóttir. Þær Selma, Sveinbjörg og Guð- munda eiga allar eiginmenn, sem starfa á varðskipunum. Meðstjórnandi er Bára Þórðar- dóttir og mun hún hafa umsjón með þvi að hugsanlegum fram- lögum landsmanna verði vel varið. „Laugardaginn 8. mai stofnuðu vandamenn land- helgisgæslumanna félagið Ýr og mun það starfa með sjóðnum að einhverju leyti,” sagði Selma ennfremur. Sjóðurinn hefur hlotið nafnið Hliðskjálf. Dómarasæti óðins bar þetta heiti til forna og er það valið nú til samræmis við goða- og gyðjunöfn skipa Landhelgis- gæslunnar. Stofnendur sjóðsins eru Helga Larsen á Engi sem er 75 ára að aldri og dótturdóttir hennar Helga Bergmann, en hún er aðeins 6 ára. Helga Berg- mann er dóttir Siguröar Berg- mann, háseta á Tý. Stofnfé sjóðsins er 36 þúsund krónur. Markmið hans eru að stuðla að aukinni menntun allra land- helgisgæslumanna i landhelgis- gæslu og björgunarstörfum, og betri aðstöðu og tækjabúnaði fyrir Landhelgisgæsluna. Tekjur sjóðsins veröa frjáls framlög og fjáröflunarleiðir, sem sjóðsstjórn hefur samstarf um hverju sinni með hjálp landsmanna. Stjórnarmenn taka við framlögum og einnig er þeim veitt móttaka i Sparisjóði Vélstjóra, þar sem fé sjóðsins er varðveitt. — AHO ■ Sólskinsdagur á Islandi jafn- ast á viö fimm annars staðar, segja sumir. Það gerir vist tæra loftið. Aðminnsta kosti fóru a 11- ir sem vettlingi gátu valdið út I blfðviðrið sem var i Reykjavik á fimmtudaginn. Loftur tók þá myndirnar hérna á siðunni i Vesturbæjarlauginni, en þar var þá fjöldi fólks að sóla sig. Það voru jafnt austurbæingar sem vesturbæingar, þvi að Laugardalslaugin var lokuð vegna viðhalds. Nú vona allir að veðrið verði eitthvað þessu likt um helgina. Ef veðurfræðingarnir okkar hafa rétt fyrir sér i þetta sinn, eru þó ekki miklar likur á að vonirnar rætist. Spáð er hægri, austlægriátt með 8-10 stígahita og skúraleiðingum. — SJ/Ljósm: Loftur Norrœn fiskmólaróð- stefna hér ó landi Norræn fiskimálaráðstefna verður haidin hér á landi dagana 17. til 19. ágúst. Slikar ráðstefnur eru haidnar annað hvert ár til skiptis á Noröurlöndunum. Siðast var slik ráðstefna haldin hér á landi árið 1966. Að sögn Þórðar Ásgeirssonar skrifstofustjóra i Sjávarútvegs- ráðuneytinu er búist við 150 manns erlendis frá. Þá er talið að Islendingar sem ráðstefnuna sækja geti orðið um 60. Þeir sem sækja ráðstefnuna standa allir framarlega i sjávarútvegi landa sinna. Verður ýmist um að ræða einstaka embættismenn, fulltrúa samtaka innan sjávarútvegsins og menn frá hinum ýmsu sjávar- útvegsfyrirtækjum. Ráðstefnan mun standa yfir i þrjá daga frá 17. til 19. ágúst. Þó ekki sé endanlega búið að ganga frá öllum dagskráratriðum liggur það fyrir að fyrsti dagurinn fer i fyrirlestrahald. Þar á meöal munu tveir Islendingar ræöa um ástand Islenska fiskstofnsins og nýtingu nýrra fisktegunda. Aðrar norðurlandaþjóðir munu leggja til einn eða tvo fyrirlesara. Siðari tvo dagana munu siöan starfshópar vinna að hinum ýmsu verkefnum. — EKG Nýr ritari rithöfunda Nýr ritari var kosinn á aðal- fundi Félags islenskra rithöf- unda, sem haldinn var 19. þessa mánaöar. Gisli J Ast- þórsson baðst undan endur- kjöri og var Indriöi G. Þor- steinsson kosinn i hans stað. Að öðru leyti var stjórnin endurkjörin og skipa hana nú eftirtaldir. Jenna Jónsdóttir formaður, Indriði Indriðason gjaldkeri. Meðstjórnendur, Sveinn Sæmundsson og Ragnar Þor- steinsson og varamenn þeir Jón Björnsson og Þorsteinn Thorarensen. —EKG

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.