Vísir


Vísir - 22.05.1976, Qupperneq 7

Vísir - 22.05.1976, Qupperneq 7
7 vism Laugardagur 22. mal 1976 „Maður hrekkur nú bara IKCT við svona spurningu! ” „Ég ætti kannski að fara að selja Visi” — Palla var boðið aö skoöa Blaðaprent, þar sem verið var að prenta VIsi. — Okkur finnst þú vera dálitið skritinn, þú veist. Af hverju ertu það? „Ég skrítinn? Ég er sko 1 ekkert skrítinn. Mér f innst sumtfólk skrítið, skrítnara en ég. Til dæmis mamma hans Óla. Hún segir að konan uppi sé ferlegur asni, og svo er hún alltaf að bjóða henni í kaffi. Aldrei býð ég ösnum í kaffi. Það finnst mér sko að vera skrítinn." Veit allt um fátœktina og vondu kallana... — Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Pulsur með öllu. Lika kjúklingur með sósu og ananas. Æðislegur hjá Sirrí." — Finnst þér Islenskir krakkar hafa það gott? ,, Já, f lestir. En það er af því að ég veit svo mikið um heiminn. Þess vegna veit ég allt um fátæktina og vondu kallana, sem hugsa ekkert um fólkið." „Eina kellingu á Islandi ætti sko að gera eitthvað við. Það er kellingin sem vildi ekki leigja konu íbúð, af því að krakkarnir hennar eiga svertingja fyrir pabba. Svoleiðis kelling er sko alger sveppur." „Ef ég hefði verið vondur við krakka af því að hann á útlendan pabba, hefði mamma sko flengt mig. En svona fullorðið fólk, svei mér þá." „Ég er rekinn í háttinn svo snemma..." — Hvað ætlaröu að gera I sumar? ,Pabbi ætlar að reyna að koma mér í sveit. Ég sagði honum að auglýsa bara eftir sveitaplássi fyrir sérlega stilltan og þægan og þjóðkunnan dreng. En hann vildi það ekki." — Heldurðu að það sé mögulegt að þú getir verið oftar I sjónvarpinu? „Það veit ég ekki. Mennirnir í sjónvarpinu ráða því. Einn heitir Jón Þórarinsson. Hann býr líka til lög. Spurðu hann." — Hvað horfirðu helst á i sjónvarpinu? „Ég horfi eiginlega ekkert á sjónvarp, ég er rekinn í háttinn svo snemma. Annars má ég heldur ekkert vera að því. Og Stundina okkar horfi ég aldrei á. Ha, ha, ha." „Les margt stórmerkilegt í Vísi" — Hvað lestu I Vísi? „Bara allt. Maður les margt stórmerkilegt í Vísi. Kona missir kjöt úr poka. Maður lærbrotnar. Slökkviliðið gabbað tvisv- ar. Æsifréttir, maður minn." — Kanntu að synda? „Maður hrekkur nú bara i kút við svona spurningu." — Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? „Játvarður". — Þú heitir Páll Vilhjálmsson fullu nafni. Ertu skýrður I höfuðið á einhverjum? „Ég held að presturinn haf i sett vatnið á höf uðið á sjálfum mér, ha, ha, ha, ha..." Okkur fannst við hafa tafið Palla nóg, enda sól og besta veður úti, og Palli kann ágætlega við sig í slíku veðri. En einu vildi hann bæta við: „Veistu hvað Vísir og Dagblaðið eru kölluð? Ha? Stóri vísirinn og litli vísir- inn." „Heyrðu já, og ein spurning enn: Er Vísir frjálst og óháð blað?" — EA

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.