Vísir


Vísir - 10.06.1976, Qupperneq 6

Vísir - 10.06.1976, Qupperneq 6
Fimmtudagur 10. júnl 1976 visir Guðmundur Péfursson Hersveit á veginum aö alþjóöaflugvellinum I Beirút. Palestínuarabar mótmœla innrásinni í Líbanon Kanada treystir á samninga til að verja 200 mílurnar Kanadamenn ætla frekar aö treysta á alþjóölega samninga en eftirlit til aö koma i veg fyrir ágang fiskiskipa innan fyrir- hugaörar 200 mOna efnahags- lögsögu, sagöi Allan Maceachen utanrikisráöherra Kanada á þingi í gær. Utanrikisráöherrann var aö svara spurningu neðri málstofu þingsins um hvernig vörn 200 milnanna væri fyrirhuguð. Hann sagði að unnið væri að gerð reglugerðar um það að er- lend skip yrðu að fá leyfi til veiða innan efnahagslögsögunn- ar. Kanadamenn ætla að færa út i 200 milur 1. janúar á næsta ári. Við teljum að visu að mikil- vægt sé að hafa varðskip til eft- irlits og varnar, en við teljum það ekki jafn mikilvægtog að ná samningum við aðrar þjóðir um veiðar”, sagði Maceachen. „Mér virðist að það ætti að veita fiskiskipum mest aðhald að þau eigi á hættu að, missa veiðileyfi ef þau virða ekki samninga. A þennan hátt tel ég að best takist að verja landhelg- ina”, sagði ráðherrann. Hryðju verkamenn dœmdir til dauða Ung hjön veröa hengd á irlandi 9. júli, fyrir aö myröa lögreglumann I Dublin i fyrra. Sérstakur dómstóll sem fjallar um málefni hryöjuverkamanna kvaö upp þennan úrskurö i gær. Poel Murray, 25 ára gamall iðnverkamaður og 27 ára gömul eiginkona hans Marie, voru i hópi sem rændi banka i Dublin i íyrra. Hópurinn náði 2,3 milljónum króna út úr bankan- um, og var að flýja á brott, þegar lögreglumaðurinn Micheal Reynolds kom að. Hann var ekki á vakt, heldur ók hann framhjá bankanum af tilviljun. Kona hans og barn voru með honum. Reynolds elti bankaræningj- ana i bil sinum, inn i garð i grenndinni./Þar var hann skot- inn tU bana. Þriðji maðurinn i hópnum biðurdóms, en sá fjórði hefur ekki náðst. Þrir dómarar kváðu upp þann úrskurð að Murray hjónin skyldu hengd fyrir morðið. Þau fá ekki aðáfrýja dómnum. Þau fá þó að áfrýja þeim úrskurði að fá ekki að áfrýja, til áfrýjunar- dómstóls i afbrotamálum. Murray hjónin voru ekki i réttarsalnum þegar dómurinn var kveðinn upp. Þau hafa ekki sótt réttarhöldin, enda hafa þau lýst yfir að þau séu stjórnleys- ingjar. Poel Murray sagði að ef það ætti að hengja þau, þá skyldi bara gera það, en hann sagðist ekki vilja að þau yröu brotin niður andlega. Afbrotamaður var sfðast hengdur á Irlandi 1954, einnig fvrir morð. Ilinir herskáu palestinuarabar á vesturbakka Jórdanárinnar kveiktu elda og æptu i mótmæla skyni við innrás sýrlendinga i Libanon i gærkveldi, að þvi er út- varpiö i israel skýröi frá. Sérstakar sveitir israelsmanna til að bæla niður óeirðir köstuðu táragassprengjum á hóp mót- mælenda i borginni Ablus. Ekki kom samt til átaka. Óeirðir á vesturbakka Jórdanárinnar hafa undanfarnar vikur aðallega beinst gegn israelsmönnum, en nokkurt hlé hefur verið á þeim. Mikill viðbúnaður er nú i israel vegna atburðanna i Libanon. tsrelskar herþotur fljúga þétt upp að landamærunum, og varðbátar eru á sveimi undan strönd Libanon. Allt er þó meö kyrrum kjörum.ogferðamenn svömluðu i gær við baðstrendur i ísrael, að- eins, rúman kilómetra frá landa- mærunum. Karen Anne Quinlan flutt með leynd af sjókrahúsi á hjúkrun arheimili Kvartmíluklúbburinn /íí/BBUÍÚ^ sunnudaginn 20. júní mun K vartmíluklúbburinn standa fyrir j Sandspyrnukeppni við Hraun í Ölfusi Keppt verður í fimm flokkum: 1. flokkur 8 strokka jeppar 2. flokkur 6 strokka jeppar 3. flokkur 4 strokka jeppar 4. flokkur mótorhjól 5. flokkur fólksbílar Vœntanlegir þótttakendur tilkynni þótttöku í síma 50619 fyrir 15. Júní. GÓÐ VERÐLAUN - ENGIN KEPPNISGJÖLD. Stjórnin. Karen Anne Quinlan var flutt í gærkvöldi frá sjúkrahúsinu sem hún hefur dvalist á i New Jersey, til hjúkrunar- heimilis i grenndinni. Karen Anne hefur óbætanlegar heilaskemmdir og liggur i dái. Hún hefur andað með aðstoð öndunarvélar, en fósturforeldrar hennar höfðu fengiö dómsúrskurð fyrir þvi að taka mætti vélina úr sambandi. Þau vildu að Karen Anne fengi að deyja með sæmd. En við tilraunir fyrir nokkrum vikum kom i 'ljós að Karen Anne gat andað án aðstoðar vélarinnar. Karen Anne var flutt með leynd út úr sjúkrahúsinu, og tveir lögreglubilar fylgdu sjúkrabiln- um að hjúkrunarheimilinu. Fósturforeldrar Karen Anne komu nokkru siðar, og voru öll ljós slökkt i hjúkrunarheimilinu þegar þau voru komin inn. Karen hafði legið um nokkurt skeið á einkasjúkrastofu i sjúkra- húsinu, en áður lá hún á gjör- gæsludeild. Engin batavon er talin fyrirhana. Hún skaddaðist á heila eftir aö hafa drukkið áfengi og tekið inn taugapillur með.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.