Vísir - 14.06.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 14.06.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Ctgcfandi: Reykjaprcnt hf. Framkvæmdastjóri: I)aviö Guömundsson v Ritstjórar: Dorslcinn Pálsson, ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson P'rcttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson Blaöamenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Gíiðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. íþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11G60 8(>G11 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakið. Blaöaprent hf. Merkilegar undantekningar frá ríkisumsvifastefnunni Á siðari árum hafa augu manna i æ rikari mæli beinst að nýjum efnahagslegum markmiðum. Með aukinni hagsæld og velmegun hafa opnast mögu- leikar á að leysa vandamál af ýmsu tagi, sem áður voru látin sitja á hakanum. Full atvinna hefur lengi verið höfuðmarkmið við stjórn efnahagsmála. í fyrstu var einungis við það miðað, að heilbrigðir menn þyrftu ekki að þola böl atvinnuleysisins. Við það var látið sitja, ef unnt reyndist á annað borð að ná þessu marki. Með aukinni hagsæld hafa menn á hinn bóginn reynt að opna atvinnutækifæri fyrir fleiri en áður var. Bæklað fólk er t.a.m. að mjög takmörkuðu leyti hlutgengt á almennum vinnumarkaði. Margir, sem þannig er ástatt fyrir, geta þó unnið ýmiss konar störf. Það er tiltölulega nýtt markmið að tryggja þess- um einstaklingum þjóðfélagsins atvinnu. í þessum efnum eins og reyndar mörgum öðrum i velferðar- þjóðfélögum nútimans hafa stjórnmálamenn ekki séð aðra leið færa en þá að láta rikið leysa hin nýju vandamál. Minni rækt hefur verið við það lögð að búa svo um hnútana að einstaklingar og samtök þeirra gætu tekist á við þessi verkefni. Frá þessari meginreglu eru þó ýmsar mjög merkilegar undantekningar. Að undanförnu hefur t.a.m. verið greint frá starfsemi fyrirtækis i Reykjavik, Iðntækni, sem farið hefur út i fram- leiðslustarfsemi, sem öryrkjar geta mjög auðveld- lega unnið við. Þetta fyrirtæki hefur skipulagt framleiðslustarf- semi sina sérstaklega með það fyrir augum að ör- yrkjar gætu leyst vinnuna af hendi. í rikisumsvifa- þjóðfélagi eins og við búum í er vissulega ástæða til að fagna frumkvæði af þessu tagi. Dæmi það, sem hér hefur verið nefnt, sýnir glöggt að það er unnt að nálgast ný efnahagsleg og félags- leg markmið, án þess að auka i sífellu rikisumsvif. Einstaklingar og félög þeirra geta að sjálfsögðu leyst þessi vandamál. Stjórnmálamenn i öllum stjórnmálaflokkum eru haldnir oftrú á almætti rikisvaldsins og getuleysi einstaklinganna, sem byggja þjóðfélagið. í þessum efnum þarf hugarfarsbreytingu. Það þarf að búa þannig að atvinnu- og félagsstarfsemi i þjóðfélaginu að hún geti tekist á við og leyst þau fjölmörgu nýju efnahagslegu- og félagslegu markmið, sem fylgt hafa i kjölfar aukinnar velsældar. Hér á landi hafa frjáls félagasamtök einstaklinga lyft grettistaki á ýmsum sviðum, ekki sist við heil- brigðisþjónustu. 1 frjálsu þjóðfélagi er bæði heil- brigðara og eðlilegra að frumkvæði og atorka ein- staklinga og félaga þeirra nýtist við lausn margvis- legra verkefna, sem ýmsir halda ranglega, að rikið geti eitt haft með höndum. Það er alveg augljóst, að hin frjálsa atvinnu- og félagsstarfsemi getur með réttu skipulagi tryggt þeim atvinnu sem búa við skerta starfsorku. Tals- vert hefur verið gert i þvi efni, þó að betur megi, ef :?uga skal. Mánudagur 14. júni 1976. VISIR jón: Guðmundur Pétursson Eftirvæntingin, sem rflíti um samkeppni framboösefna demókrataf lokksins i for- kosningunum i Bandarikjunum, er nú liöin hjá, þvi aö Jimmy Carter er öruggur talinn um aö hljóta útnefningu flokksins. Sigraöir keppinautar hans hafa nú slegist I liö meö honum, og kjörfulltrúar þeirra munu bæta Carter upp það, sem hann kann aö skorta til aö ná tilskild- um fjölda á flokksþingi demó- krata. Einn streitist enn viö. Ed- mund G. Brown jr. rikisstjóri Kaliforniu hefur lýst þvi yfir, að hann muni reyna áfram aö keppa viö Carter, en forkosn- ingarnar eru í rauninni búiö spil. Carter vantaði sjálfan ekki nema 379 kjörfulltrúa til aö ná 1,505 fulltrúa takmarkinu, sem mundi tryggja honum útnefn- ingu. Hinir nýju bandamenn hans, Henry Jackson frá Washington og George Wallace rikisstjóri Alabama, ráða yfir miklu fleiri kjörfuíltrúum en þarf til þess aö bæta upp þennan mun. Wallace lýsti þvi yfir á miö- vikudaginn aö hann mundi styðja útnefningu Carters og baö kjörfulltrúa súia aö gera slikt hiö sama. Almennt búast menn viö þvi, aö Henry Jackson muni fara aö fordæmi hans Carter öruggur um útnefningu núna i vikunni. Richard Daley, borgarstjóri Chicago, hefur heitið Carter stuöningi sinna kjörfulltrúa. Jafnvel Hubert H. Humphrey frá Minnesota hefur Iýst þvi yf- ir, að Carter sé nánast öruggur um útnefningu, og er þó Hump- hreysá, sem mestar vonir hefur haft um að geta skákaö Carter á endasprettinum. Humphrey hefur nú lýst þvi yfir, aö hann muni leyfa stuðningsmönnum slnum aö taka upp baráttu fyrir sina hönd um útnefninguna. Morris K. Udall frá Arizona, enn einn keppinautur Carters, segist nú hættur aö reyna aö afla sér fylgis kjörfulltrúa, en vill hinsvegar hvorki draga sig I hlé, né eftirláta Carter fylgiliö sitt aö svo stöddu. Frank Church frá Idaho segist sömuleiöis vilja blöa um sinn, áöur en hann gefet upp. Fyrir forkosningarnar siöasta þriöjudag voru keppinautar Carters fullir baráttuvilja, en þegar úrslitin i Ohio lágu fyrir, breytti skyndilega um tón. Wallace, Daley og Jackson lögðu frá sér vopnin, meöan vonleysishreimurinn kom I tal- anda hinna, allra nema Browns. Carter sigraöi meö miklum yfirburöum I Ohio, eins og les- endum er kunnugt af fréttum, meðan Brown „burstaöi” hann I Kaliforníu, eins og Iþrótta- fréttamennirnir mundu orba þaö. Stuðningsmenn Humph- reys tóku höndum saman viö fylgismenn Browns i New Jersey og tókst sameiginlega aö sigra Carter með nánast þrem gegn hverjum einum. 1 nákvæmum tölum kjörfull- trúa reiknaö er staöan þessi: Carter hefur unnið 1,126 kjör- fulltrúa, en þar viö bætasfkjör- fulltrúar Wallace, 168 talsins, sem hann hefur beðiö aö styöja Carter, og væntanlegir eru 248 kjörfulltrúar Jacksons. Adlai Stevenson III frá Illinois hefur beöið slna fulltrúa 86 talsins (þar á meðal fulltrúa Daileys) um aö styðja Carter, og samtals gera þaö 501 fulltrúi, sem mundi Gerald Ford, einnig talinn nær öruggur um útnefningu. vera meira en nóg fyrir hinn brosandi Jimmy. —En auk þess á hann vonaratkvæði I þeim 470 kjörfulltrúum, sem eru óháöir. Af þessum tölum hljóta menn aö sannfærast um, aö úrslit for- kosninganna séu ráöin. Enda er svo komið, aö menn eru þegar farnir aö beina sjón- um að liklegum frambjóðanda til varaforsetaembættisins viö hlið Jimmy Carters. Church hefur lýst þvi yfir, að hann sé tilbúinn til viöræöna um hugsanlegt framboö sitt. Daley hefur stungiö upp á Stevenson, en aörir hafa nefnt Edward Kennedy. Carter sjálfur frábiöur sér allar sllkar vangaveltur, og seg- ir, að nægur tlmi sé til þess aö ræða þau mál, þegar og ef hann verður útnefndur. A meöan úrslit eru þannig ráöin i herbúðum demókrata, er allt enn I óvissunni innan Repú- blikanaflokksins eftir sigra Ronalds Reagans aö undan- förnu. Það hafa orðiö stakka- skipti á hlutverkum, miðaö viö hvernig var, áöur en forkosn- ingarnar byrjuðu. Menn bjugg- ust þá við þvi, aö Ford forseti mundi sópa aö sér kjörfulltrú- um og Reagan enga keppni geta veitt, en hinsvegar yrði barátt- an tvisýn I demókrataflokknum. 1 þeim forkosningum, sem nú eru aö baki, hefur Ford unniö 965 kjörfulltrúa, en Reagan 862. Það munar þvi ekki nema 103 fulltrúum. — 148 kjörfulltrúar eru óháöir og geyma sér aö gera upp á milli Fords og Reagans þar til nær dregur flokksþingi repúbllkana, þar sem útnefti- ingin fer fram. Til skiptanna eru I þeim for- kosningum, sem eftir eiga aö fara fram, alls 283 k jörfulltrúar, og má Ford hafa sig allan viö til aö ná sinum helming, þvi aö þau riki, sem eftir eiga að kjósa, þykja vera I ihaldsamara lagi og þvi meira á Reagans bandi. Til þess aö vera öruggur um útnefningu Repúblikanaflokks- ins þarf frambaösefni að hafa 1,130 kjörfulltrúa aö baki. Hitt er svo annað mál, aö flokkarnir hafa hingað til ekki sniögengið forseta sinn, þegar þeir hafa út- nefnt frambjóöanda til forseta- kosninganæsta timabils. A jöfn- um kjörfulltrúafjölda er þvi Ford sigurstranglegri þeirra tveggja. Jimmy Carter, öruggur meö útnefningu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.