Vísir - 14.06.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 14.06.1976, Blaðsíða 9
VXSrit Mánudagur 14. júnl FRA LISTAHATIÐ 1976. Litast um á sýningu á verkum Dunganons Cormorant XII Imperator av Atlantis, Hertogi af Sankta Kilda, „vanliga nevndur Carolus Africanus Einarsson Dunganon, Lord of Hecla". „Myndir Dunganons bera sterkan keim af draumi hans um heim- inn eins og honum fannst að hann aetti að vera," sagði Steinþór Sigurðsson listmálari, þegar hann gekk með blaðamanni Visis um sýningu Dunganons i Bogasalnum. Á meðan við skoðuð- um myndirnar hljóm- aði um hátalarákerfið dagskrá, þar sem lista- maðurinn les úr ljóðum sinum, og syngur þjóð- söng St. Kilda sem hann samdi. Á milli er leikin tónlist ef tir hann. Dagskrá þessi setur skemmtilega stemmn- ingu á sýninguna og veitir sýningargestum innsýn i sérkennilegan hugarheim lista- mannsins. Fastheldnari á mynd- irnar en riddaraskjölin „Dunganon fór ekki aö mála fyrr en hann var kominn á sextugsaldur," sagði Steinþór. „Hann var afar fastheldinn á myndirnar og vildi hvorki gefa þær né selja. Til dæmis verð- lagöi hann þannig myndirnar sem hann sýndi hér á landi fyrir 15 árum, ao augsýnilega vildi hann ekki aö nein þeirra seldist. Lágmarksveröið var $50.000. Vinum hans veittist auöveld- ara aö fá hjá honum riddara- skjal en mynd. Sló hann marga landa sina til riddara og skipaöi i leyndarembætti á St. Kilda. Þó geröi hann einstaka sinnum myndir fyrir stórvini sina. Hér á sýningunni eru 3-4 myndir i einkaeign. Hann gerði drauma- heiminn raunverule Or myndröðinni ,,úr öldugangsins voöa..." Ljósm. Loftur Dunganon safnaði öllum myndum slnum I möppur, stimplaöi þær og númeraði. Viö vitum ekki hver merking núm- eranna er, en Hklega hefur hann haft þau 1 ákveonu kerfi. A hverri möppu er titilsiða, méö skjaldarmerki Dunganons og oröunum: MUSEO DUNGANON — unico en el mundo — Ultima Thule, sem útleggst eitthvað á þennan veg: Safn Dungaons — einstætt i heiminum — frá land- inu lengst I norðri." Draumurinn um St. Kilda Karl Kerúlf Einarsson f æddist á Seyðisfirði árið 1897, en fluttist ungur með foreldrum slnum til Færeyja. Þar tók hann upp nafnið Dunganon. Auk þess gekk hann undir mörgum öðr- um nöfnum, s.s. Carolus Africanus gandakallur og próf. Emarson. Liðlega tvitugur strauk hann frá verslunarnámi til Spánar. Þar hóf hann landshornaflakk það sem hann hélt áfram alla ævi. Um þetta leyti fer hann að búa sér til sinn eigin heim. Þennan heim gerði hann eins raunverulegan og unnt var. Hann tók upp titilinn greifinn af St. Kilda. Þann titil fékk hann viöurkenndan 1946. St. Kilda er litil eyja fyrir norðan Skotland, sem Dunganon gerði að miðstöö draumaheims slns. Aldrei kom hann þó til greifadæmisins. Hann hafði sitt eigiö vegabréf frá St. Kilda og var það tekið gilt. Einnig gerði hann sér skjaldarmerki og notaði það mikið. Að hlátri varð... Dunganon skrifaði mikið af ljóðum. Kjörorð hans, sem vlða kemur fyrir i ritum hans, er haft sem kjörorð sýningarinnar: „Arla tað var um morgunin". Talið er að listamaðurinn sé þarna að lýsa sjálfum sér sem barni. Að hlátri varð I hálfri stöku öll heimsins frægð. Margar myndir listamanns- ' ins eru málaðar við ljóö hans. Myndirnar eru mikið I serlum og er ein serian sérstaklega tengd sjónum. Þær myndir eru málaðar við þetta ljóö: úr öldugangs voða veittist mér björg á þöngla dranga. Rataði ég aftur að raulandi læk og litlu strái ljiifrar æsku. (Úr Draumförinni til St. Kilda) Um tima orti hann myndræn ljóð, glasakvæðin. Dunganon safnaði einnig áhrifum I myndirnar vlðs vegar að. Lét hann eftir sig nokkrar töskur fullar af margs konar myndum og fróðleik, úrklippum úr blöðum, tlmaritum og bók- um, sem vöktu áhuga hans. Ellilaunin fyrstu föstu tekjurnar Dunganon fékkst við hin margvislegustu störf um ævina. Meðal annars rak hann spá- dómsskrifstofu I Brussel, „astro-erótiskan ektaskapskon- tór" I Kaupmannahöfn og hús- næðismiðlun. Um tlma var hann fréttaþulur hjá þýska útvarp- inu. Eitt af fyrirtækjum hans var framleiðsla og sala á St. Kilda dropum. En fyrstu föstu tekjur hans voru ellilaunin sem hann þáði af danska rlkinu siðustu 10 æviár- „Margir, sem þekktu hann litlð, héldu hann ruglaðan," sagði Steinþór. „En þeir sem kynntust honum betur fullyröa að hann hafi verið mjög greind- ur maður. Hann talaði t.d. i'jöl- mörg tungumál og orti á mörg- um þeirra. Meðal þeirra tungu- mála sem hann hafði gott vald á voru Islenska, færeyska, franska, spánska, auk eigin tungumáls, A-Máhla Máhnu, hinnar glötuðu tungu Atlantis. En hann var aðeins viðurkennd- ur af ákaflega þröngum hópi manna." Árskort i dýragarðinn i Kaupmannahöfn „Myndir Dunganons eru að mörgu leyti ákaflega athyglis- verðar," sagöi Steinþór. „Þær eru einlægar og I þeim er sterk persónukennd. Myndirnar eru flestar málað- ar með oliu á pappir, en stund- um notaði Dunganon jafnframt þekjuliti eða túss. Slðan lakkaði hann yfir myndirnar, sennilega með sabonlakki. Þær eru mikið I serium, meðal annars eru I safninu Is- landsmyndir, mannamyndir og dýramyndir. Dunganon athug- aði mikið dýr og hafði hann árs- kort að dýragarðinum I Kaupmannahöfn. Sagöist hann vera að læra apamál. Eins og ég sagði aöan, hélt Dunganon myndum sinum vel saman. Hann arfleiddi Lista- safn tslands að safninu, en I þvi eru um 250 myndir. Skjöl sin og papplra gaf hann Þjóöskjala- safninu eftir sinn dag, en hann lést i Kaupmannahöfn 25. febr. 1972." —SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.