Vísir - 14.06.1976, Blaðsíða 20

Vísir - 14.06.1976, Blaðsíða 20
VÍSIR Mánudagur 14. júni 1976. Líkfundur í Skerjafirði Lik fannst i Skerjafiröinuin i gær, og reyndist þaö vera af tæpiega fimmtugri konu úr Kópavogi, sem lögregian þar haföi veriö beöin um aö svip- ast eftir. —AH ÞEFAÐ EFTIR HASSI í SMYRLI Hasshundurinn Prins var mættur meö iyktnæmt nefiö á bryggjunni á Seyöisfiröi þegar færeyska ferjan Smyrili lagö- ist þar aö á laugardag. Þetta var fyrsta ferð Smyr- ils til tslands á þessu sumri. Prins þefaði eftir hassi I bilum sem komu með skipinu. Hann smellti sér einnig bak við borð með tollvörðum, og rak trýnið ofan I hverja einustu farang- urstösku. Ekkert hass fannst við þessa leit. —ÓH A hátiðahöldum sjómanna- dagsins i Nauthólsvik voru mörg verðlaun afhent aö venju. Heiðursverðlaun sjómanna- dagsins hlutu þeir Jón Eiriks- son, skipstjóri, Guðmundur Einar Guðmundsson, bryti og Magnús Guðmundsson. Jón hefur með skrifum sinum og störfum verið einn skeleggasti baráttumaður fyrir bættu öryggi sjófarenda. Guömundur hefur stundað sjóinn frá þvi hann var kornungur, en slöustu 30 árin hefur hann verið búr- maöur, matsveinn og bryti viö góðan orðstir. Magnús hefur verið i ýmsum nefndum fyrir Tveir bátanna sem tóku þátt i siglinakeppninni I gær. Alls kepptu 26 bátar af mismunandi eftir tegundum en keppendur voru um 45 á öllum aldri. Ljósm. Loftur. Sjómannafélag Reykjavikur, m.a. i skemmtinefnd um ára- raðir. Gullkrossinn hlutu að þessu sinni þeir Jón Sigurðsson og Tryggvi Helgason. Jón hefur verið formaður Sjómanna- Mikið um að vero í Nauthólsvíkinni sambandsins frá stofnun þess. Arið 1934 réðst Jón sem erind- reki til Alþýöusambands tslands til þess að aðstoða hin ýmsu sjómanna- og verkalýös- félög i landinu i samningum um kaup og kjör. Hann hefur einnig átt sæti i fjölmörgum nefndum, sem allar hafa verið i einhverj- um tengslum við hagsmuni verkalýðsins.. Tryggvi var for- maður i Sjómannafélagi Eyja- fjarðar i 40 ár samfleytt og ,einnig var hann formaður Alþyðusambands Norðurlands i 20 ár. Afreksverðlaun sjómanna- dagsins voru veitt Einari Frið- riki Sigurðssyni, skipstjóra. Honum hefur þrisvar tekist á- samt áhöfn sinni að bjarga skipshöfn úr bátum og einu sinni björguðu þeir færeysku fiski- skipi. Jón Sigurbjörnsson vél- stjóri hlaut Fjalabikarinn, sem veittur er fyrir bestan árangur i vélfræði i 3. stigi I Vélskóla Is- lands. i gcer Ræður og koddaslagur Þrjár ræður voru fluttar á hátiðadagskránni i gær. Fyrir hönd sjómanna talaði Arsæll Pálsson, matsveinn, en Guðmundur Guðmundsson af hálfu útgerðarmanna. Matthias Bjarnason hélt ræðu fyrir hönd rikisstjórnarinnar. Þaö var mikiö margmenni i Nauthólsvikinni i gær á hátiöarhöldum sjómannadagsins. Til skemmtunar var meöal annars siglingakeppni og krakkarnir höföu mjög gaman af aö skoöa bátana. Að hátiðadagskránni lokinni bundnum hætti, efnt til var ýmislegt til skemmtunar kappróðurs, fariö i koddaslag og eins og alltaf áöur. Voru fleira i þeim dúr. skemmtanahöldin með hefð- —AHO „Mjög ánœgður" — sagði Benny Goodman við Vísi um tónleikana á laugardag ,,Ég var mjög ánægður meö tónleikana og sérstaklega meö hvernig áheyrendur tóku okk- ur,” sagöi Benny Goodman viö VIsi I morgun. „Þetta er skemmtilegur salur .og hljóm- buröurinn góöur. Þaö giaddi mig mjög aö sjá aö áheyrendur virtust skemmta sér jafnvel og ég geröi sjálfur.” Það rikti sannarlega óvanaleg stemning i Laugardalshöllinni þegar „The King of Swing” sannaöi enn einu sinni að honum ber kórónan. Fólk fagnaöi honum og félögum hans innilega og var mjög tregt aö sleppa þeim I lokin. „Ég er nú að búa mig i lax- inn,” sagði Benny Goodman ennfremur. „Ef veiðarnar ganga jafnvel og tónleikarnir, þarf ég ekki að kvarta.” —ÓT. 5,6% GENGISSIG Á ÞREM MÁNÐUM Gengi Islensku krónunnar gagnvart bandarikjadoilar hefur sigið um 5.6% á siðustu þremur mánuöum. Hinn 11. júni sl. var söiuverö dollars 184 isl. kr., en 11. mars var þaö kr. 173.70, eöa rúmum 10 krónum lægra. 12. april kostaði doilarinn 179 krónur. Söluverð sterlingspund- hefur verið heldur hagstæöara, enda hefur pundiö staðiö heldur illa undanfarna mánuði. 11. júni var söluverðið kr. 326.10, eða 6 krón- um lægra en það var 11. mars sl., þegar pundið var selt á kr. 332.30. Lægstvarstaða pundsins 3. júni, kr. 315.60, en siðan hefur það náð sér nokkuð aftur og er söluverð þess nú 326.10. —SJ Gœsluvarðhalds- fanginn ekki tengdur innbrot- inu í Sparisjóðinn Maöurinn sem nú situr i gæslu- varöhaldi I Kópavogi mun ekki vera tengdur innbrotinu i Spari- sjóö Kópavogs, aö sögn rannsókn- arlögreglunnar I Kópavogi I morgun. Maðurinn, sem er sibrotamaö- ur, hefur enn ekki getað gert grein fyrir þeim fjármunum sem hann var með er hann var hand- tekinn, og er málið þvi enn i rann- sókn. —AH KALT FYRIR NORÐAN Kuldalegt var um að litast vfða norðanlands i morgun þar sem talsvert rigndi og jaðraði sums staðar við að væri slydda. Á Raufarhöfn var til dæmis fjögurra stiga hiti, en sunnanlands var hlýrra, allt upp i 13 stig á Kirkju- bæjarklaustri um niuleytiö i morgun. Leyfilegt að auglýsa viðtal við Geir en ekki viðtal við Sigurð Sigurðsson Auglýsingadeild hljóövarps- ins ncitaöi Visi um birtingu nokkurra auglýsinga i hljóö- varpinu á föstudag og iaugar- dag, þar sem þær voru taldar brjóta i bága viö reglur þær, sem stofnuninnni hafa veriö settar um auglýsingaflutning. Þarna var um að ræða auglýsingar, þar sem vakin var athygli á efni Helgarblaðs Visis og skýrt frá, að i blaðinu væri viðtal við Sigurð Sigurðsson, fyrrum íþróttafréttamann og núverandi varafréttastjóra hljóðvarpsins. Þetta mátti ekki nefna i hljóðvarpinu þar sem hér var um að ræöa efni fylgirits dagblaös. Aftur á móti er leyfi- legt aö vekja þar athygli á efni timarita og vikublaða og var einmitt ágætt dæmi um það i þeim auglýsingatimum, þar sem auglýsingarnar um viötalið viö Sigurð Sigurðsson voru ekki leyfðar. Þar var auglýst viötal við Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, sem birtist i Sjómannadagsblaöinu og var i auglýsingunni meöal annars vitnað orðrétt i ummæli ráð- herra. í Visi á morgun verður nánar fjallað um viðleitni blaös- ins til þess aö vekja athygli á viðtalinu við Sigurð Sigurðsson á öldum ljósvakans. —ÓR Hallgrímsson vegna þess að viðtalið við Geir var í tímariti en rœtt var við Sigurð í fylgiriti dagblaðs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.