Vísir


Vísir - 25.06.1976, Qupperneq 6

Vísir - 25.06.1976, Qupperneq 6
( Föstudagur 25. júní 1976 VISIR Jakob Malik, sendiherra Sovétrikjanna hjá Sameinuöu þjóöunum lætur „sitthvaö flakka” á fundum S.Þ. Diplómatískar umrœður í öryggisráðinu: fAsni/ sagði róssinn ...Jygari/ œpti hinn Ambassador Sovétríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, Jakob AAalik, kallaði Lai Ya-li, starfs- bróður sinn frá Kína, ,,asna”, en Lai lét hann ekkert eiga hjá sér og kallaði AAalik ,,þjóf og lygara". Hafa fulltrúar hjá Sameinuðu þjóðunum ekki i annan tima heyrt jafn hatrammar orða- hnippingar á fundi á vegum samtakanna. Þetta var undir lokin á fundi öryggisráðsins i gærkvöld, þar sem fjallað var um umsókn Ang óla um aðild að Sameinuðu þjóðunum. — Voru þessi orða- skipti birt i þingtiðindum Sam- einuðu þjóðanna i morgun. Eftir atkvæðagreiðsluna, þar sem Bandarikin felldu ályktun um að veita Angola aðild með neitunarvaldi, urðu nokkrar umræður, þar sem Malik og Lai létu gamminn geysa. — Meðal annars var þetta sagt: Malik: „Afstaða Kina til Angóla i þessu máli er sú skammarlegasta og hneykslan- legasta i utanrikisstefnu Kina, þvi að þar birtist grimulaust, hvernig Kina styður heims- valdasinna og kynþáttaofsækj- endur gegn þjóðfrelsishreyfing- um.” Lai: „Lygar herra Maliks verða ekki til annars en fletta ofan af honum sjálfum. Sovéski fulltrúinn ber sig að á sama klaufalega háttinn og þjófurinn, sem kallar „Gripið þjófinn!”, til að leiða athyglina frá sér. — Þetta er þeim mun fyrirlitlegra, sem blákaldar staðreyndirnar sýna, að sósialheimsvalda- stefna sovétmanna hefur hend- ur sinar ataðar i blóði ibúa Angóla.” Carter með meira en tilskilinn stuðning Við bjóðum hvorki sértilboð né önnur tilboð — heldur lœgsta mögulega verð...... ÚRVAL ÁVAXTA OG GRÆNAAETIS — FISKUR — KJÖTVÖRUR — VESTFIRSKUR HÁKARL — ÚRVAL AAATVÖRU f FERÐANESTIÐ. Hveiti GOLD AAEDAL 5 Ibs. KELLOGG'S CORN FLAKES 12oz. AYTON súkkulaðikex PIZZA au fromage fyrir 4-6 m. PI^ZA napolitaine fyrir 4-6 m PAELLA fyrir 4-6 m. KAKó 1 KG. Kr. 247.00 188.00 142.00 639.00 639.00 899.00 371.00 ATHUGIÐ! Verslið tímanlega til helgarinnar því nú er lokað á laugardögum. í dag er opið fró: 9-12 & 13-22. Komið í Kaupgarð og lótið ferðina borga sig. MKLABRAUT FAKU / I Kaupgaróur .... á leiöinni heim £ & Smiöjuvegi9 Kópavogi Jimmy Carter hefur nú stuðning nær 200 fulltrúa f leiri en þá 1.505, sem hann þarf að hafa á þingi demókrata til þess að tryggja sér útnefningu. Óvissa rikir hins vegar i her- búðum repúblikana, þarsem sam keppnin er tvisýn milli Fords for- seta og Ronalds Reagans. — Framboðsefni repúblikana- flokksins þarf að hafa stuðning 1.130 fulltrúa til þess að vera öruggur um útnefningu flokks- ins i ágúst. Ford er sagður kominn með stuðning rúmlega 1.000 fulltrúa, meðan Reagan hefur 930 fulltrúa. — Reagan þykir liklegur til að draga upp þennan mun i for- kosningum, sem enn eru eftir. En úrslit fást ekki fyrr en komið verður á þingið, og sumir spá þvi, að það verði ekki við fyrstu atkvæðagreiðslu. De Azevedo á bata- vegi — en óvíst um þátttöku hans í kosningunum Jose Pinheiro de Azevedo, forsætisráð- herra, sem af sumum var talinn eiga mögu- leika á að sigra i for- setakosningum Portú- gals á sunnudag, var sagður á góðum bata- vegi i morgun eftir hjartaslagið, sem lagði hann i rúmið. Yfirlæknir Sao Joao-sjúkra- hússins, þar sem forsætisráð- herra Portúgals liggur, sagði þó, aö de Azevedo væri hreint ekki úr allri hættu og þvi enn á gjörgæsludeild. De Azevedo lá meðvitundar- laus 116 klukkustundir fyrst eft- ir hjartaslagið, en i gærkvöldi var hann með fullri rænu og málhress. Hann var sá eini frambjóö- endanna, sem talinn var likleg- ur til þess að veita Antonio Ramalho Eanes hershöfðingja einhverja keppni í kosningun- um. En Eanes, sem nýtur stuön- ings þriggja stærstu stjórn- málaflokka landsins, er sigur- stranglegastur. Læknar höfðu ekki talið nema 50% likur á þvi, að de Azevedo mundi lifa hjartaslagiö af. Höföu verið gerðar ráðstafanir tii þess að fresta forsetakosn- ingunum, ef de Azevedo félli frá. — Ef hann hinsvegar dreg- ur sig i hlé, veröur gengiö til kosninganna. De Azevedo bauö sig fram sem óháöur, og þótti llklegur til þess að laða að sér atkvæði hinna hófsamari i pólitikinni I Portúgal. — Er þvi nú spáð, að þau atkvæði kunni að faUa I skaut Eanes. 1 Lissabon i gærkvöldi var efnt tU útifundar af stuönings- mönnum Eanes og segir í frétt- um Reuter-fréttastofunnar, að um 25.000 manns hafi sótt þann fund. — Samtímis var efnt til annars útifundar til stuönings Octavio Pato, frambjdðanda kommúnista, og herma sömu fréttir, að um 10.000 manns hafi sótt þann fund.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.