Vísir - 25.06.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 25.06.1976, Blaðsíða 7
7 vism Föstudagur 25. júnl 1976 < :: Plastið heppnaðist ekki Penny Priestley, 26 ára fyrirsæta og tiskusýningarmær I Lond- on, vakti á sér athygli I fréttum núna i vikunni, er hún höföaði mál á hendur skurölækni, sem sérfróöur er i plastaðgeröum. Hún sagöi, aö aðgerð á brjóstum hennar heföi misheppnast og brjóstin oröiö mislaga, sem væri til mikils lýtis. — Bar hún sig undan þvi viö dómarann, aö þetta heföi leitt af sér tekjumissi (sem næmi 13.000 pundum), þvi aöhún heföi ekki fengið verkefni slöan I fyrra. Ef myndin lýgur ekki, má mikiö vera, ef dómarinn tekur ekki hennar málaleitan vel. Þaö sýnist synd, ef svona „meistara- stykki” hefur veriö skemmt af klaufaskap. VERDUR VEIÐI Á SKÍÐISHVÖL- UM BÖNNUÐ? Skorað hefur verið á al- þjóðlega hvalveiðiráðið að banna veiðar á skíðishvöl- um og minnka til mikilla muna veiðikvóta búrhvala fyrir næstu vertíð. I fréttaskeyti frá Reuter segir, að ein af undirnefndum ráðsins, skipuð visindamönnum, hafi lagt þetta til eftir ákafar umræður og heitar. — Þótti liklegt, að ráðið mundiverða við þessum áskorun- um á fundi sinum i dag. Tillagan um algert bann við veiði á skiðishvölum sprettur upp af þeim fullyrðingum nokkurra aðildarrikja ráðsins og umhverf- isverndarmanna viða, að stofnum þeirra hvalategunda stafi mikil hætta af ofveiði. Undirnefndin leggur um leið til að á suðurhveli jarðar verði leyft að veiða af búrhvölum 3.033 karl- hvalir og 78 hvalkýr. — En raunar var nefndin klofin og lagði hinn hluti hennar til, að veiðikvótinn i Suðurhöfum yrði 3894 karlhvalir og 897 hvalkýr. — Báðir þessir kvótar mundu verða mikið lægri en i fyrra, en þá mátti veiða 5,870 karldýr og 4.870 kýr. t Norðurhöfum er lagt til að veiðikvótinn verði 4.320 karlhval- ir en 2.880 kýr. — Þar mátti veiða i fyrra 51200 karldýr og 3.100 kýr. Veiðibannið á skiöishvölum mundi koma harðast niður á Japan, meðan sovéskir hvalveiði- menn mundu finna mest fyrir minnkun veiðikvóta búrhvala. Ófríður að nýju í Líbanon Skotblossarnir lýstu upp náttmyrkriö i út- hverfum Beirút, þegar barist var af hörku fram á nótt. — Varð ekki meö Andófsmenn settir í geðveikra- hœli i Austur-þýskalandi Austur-þýskur visindamaður segir i viðtali, sem birtist í blaði i Frankfurt i gær, að þess séu dæmi, að austur-þýskir andófs- menn hafi verið lokaðir inni á geðveikrahælum. Robert Havemann, prófessor — sem var efnafræðingur við Hum- boldt-háskólann i Austur-Berlin, uns honum var vikiö úr kommún- istaflokknum 1964 — lætur hafa þetta eftir sér f viötali viö ,,Me- tall”, málgagn vestur-þýskra málmiðnaðarmanna. Hinn 66 ára gamli prófessor segir við tiðindamann blaösins, að „sé einhver til pólitisks ama i A-Þýskalandi er þeim sama varpaö út”. neinu móti séð, að það ætti að heita vopnahlé í landinu, eða að leiðtogar araba hefðu á prjónunum að halda fund til þes að koma á sáttum í Libanon. Eftir tveggja daga orustur við flóttamannabúðir Palestinu- araba hjá Tel Al-Zaatar réðust skæruliðar paiestlnuaraba i hefndarskyni inn I Ain Al- Rummaneh, sem er hverfi kristinna manna. Var eins og aldrei hefðu verið töluð þau orð, sem fóru á milli forsætisráðherra Sýrlands og Egyptalands i Riyadh þar sem skipst hafði verið á viljayfirlýs- ingum til þes að koma á kyrrð i Austurlöndum nær. Að undanförnu hafa sýrlend- ingar kallað heim herlið sitt að mestu úr Libanon, eftir sam- komulag leiðtoga arabarikj- anna um að senda sameiginlegt friöargæslulið þangað. — Palestinuarabar voru sann- færöir um,aö árás hægri manna á flóttamannabúðirnar i Tel Al- Zaatar væru tilraun til þess að færa sýrlendingum heim sann- inn um að þeir yrðu að hafa áfram herlið i Libanón til að stia ófriðaraðilum sundur. En sýr- lendingar hafa haldið áfram heimflutningi hermanna sinna. Hægrimenn notuðust við skriðdreka i árásinni og stór- skotaliö, en eftir nokkurra klukkustunda bardaga hörfuðu þeir aftur. — Þeim mun hafa verið mest i mun að komast yfir vopnabúr Tel Al-Zaatar, þar sem a ða 1 vopna bir gðir palestinuskæruliða munu greymdar. Suður- og Norður- Víetnam sameinað Suður-Vietnam og Norður-Vietnam verða i framtiðinni nefnd einu heiti „sosialista-lýð- veldið Vietnam”, og verður Hanoi höfuðborg þessa nýsameinaða rikis. Útvarpið i Hanoi, sem flutti i gær opinbera yfirlýsingu, um að þessi tvö riki væru nú sameinuð I eitt, skýrði um leið frá þvl, að hér eftir yrði Saigon, fyrrum höfuð- borg Suöur-Vietnam, kölluð Ho Chi Minh-borg eftir leiðtoga Norður-Vietnama sem lést 1969. Hið nýja riki fær nýjan fána, nýjan þjóðsöng, nýtt rikistakn og nýja stjórnarskrá. — Nýi þjóð- söngurinn verður ,,Tien Qua Ca” (Hermenn áfram gakk), gamall byltingarsöngur, sem Viet Minh-skæruliðar kyrjuöu í and- stöðu sinni gegn frönskum ný- lenduyfirvöldum fyrrum. Nýi fáninn er rauður með gulri stjörnu (fimm-hyrndri), en það er fáni Viet Cong istriðinu gegn Sai- gonstjórninni og Bandarikjunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.