Vísir - 25.06.1976, Síða 10

Vísir - 25.06.1976, Síða 10
10 Kjarvalsstaðir Listráð að Kjarvalsstöðum auglýsir hér með til umsóknar sýningar-aðstöðu i vestursal timabilið april-desember 1977. Umsóknir um þennan sýningartima þurfa að berast fyrir 1. september 1976 og mun listráð þá taka afstöðu til þeirra. Listráð áskilur sér rétt til þess að hagræða sýningartima umsækjenda eftir þörfum og i samráði við þá. Framkvæmdarstjóri listráðs. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða nú þegar stúlku til al- mennra skrifstofustarfa. Góð vélritunar- kunnátta nauðsynleg. Upplýsingar i sim- um: 27533 — 16858 — 13898 og 13866. Framleiðslueftirlit sjávarafurða Hátúni 4a. Nauðungaruppboð sem auglýst var 177., 78. og 79. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á hiuta i Laugarnesvegi 112, þingl. eign db. Jörglnu Július- dóttur, fer fram eftir kröfu Jóns N. Sigurðssonar hrl. og Axels Kristjánssonar hri. á eigninni sjálfri mánudag 28. júni 1976 kl. 16.30. Borgarfógetaembætti I Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 82., 85. og 87. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á Skriðustekk 19, talinni eign Andrésar Sighvatssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudag 28. júni 1976 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Föstudagur 25. júni 1976 VTSIB VINNUAFLSSKORTUR í HULL ÞRÁTT FYRIR KVEIN UM ATVINNULEYSI Ekki virðist atvinnuieysið i fiskibænum Hull I Bretlandi vera ýkja mikið. Flutningaskip- ið Hvassafell hefur verið þar I tæpa viku og beðið eftir lestun. Skýringin á þessari töf er vinnu- aflsskortur segja bretar. Innflytjandi sem hafði sam- band við Visi sagði: „Bretar hafa grátið yfir þvl i heims- pressunni að atvinnuleysi i fiskibæjunum væri að sálga þeim, En þessar fullyrðingar þeirra virðast samt ekki á betri rökum reistar en þetta.” Hvassafellið kom til Hull á fimmtudag i fyrri viku, og hefur siðan beðið lestunar. „Opinbera skýringin er vinnuaflsskortur,” sagði innflytjandinn sem hafði samband við Visi. —EKG HÚWiit m*sm- AtiiWi VATNAJÖKUK Atriði úr Skjaldhömrum Jónasar Arnasonar er það var sýnt i Iðnó. írar hrifnir af Skjaldhömrum Leikfiokkur sá, sem sýndi leik- rit Jónasar Árnasonar Skjald- hamrar — Shieldhead — á leik- listarhátlð i Dundalk á irlandi i siðasta mánuði, mun sýna leikrit- ið þrisvar i Iðnó I næstu viku og er það I enskri þýðingu Alans Boucher. Sýningar veröa þriðjudaginn 29. júni, miðvikudaginn 30. júni óg fimmtudaginn 1. júll, og hefjast þær allar kl. 20.30. Aðgöngumiöa- sala hefst i dag, föstudag, I miða- sölunni i Iðnó kl. 14.00 og tekið er við pöntunum i sima 16620. Sýning þessi vakti geysilega hrifningu i Dundalk og siöan hafa margir falast eftir verkinu. Með- al annars hefur borist boð um að leikflokkurinn sýni verkið á hinni miklu leiklistarhátið i Dyblin i haust. Enska uppfærslan á verkinu er i nokkrum atriðum frábrugðin þeirri islensku. Breytingarnar eru þó yfirleitt smávægilegar og miða þær að þvi að gera verkið aðgengilegra fyrir útlenda áhorf- endur. I Iðnó verður leikið á sama sviði og notað hefur veriö við sýn- ingar á Skjaldhömrum i vetur, enda var sviðsmynd Steinþórs Sigurðssonar einnig notuð við sýninguna á Dundalk-hátiðinni. —AHO Liðsöfnun og deilur fyrir „Sigöldufund" Þetta er alveg ágætt fyrir viö- skiptin hjá okkur, að svona mikið kapp sé hlaupið I menn, sögðu þeir á umferðarmiðstöð- inni, þegar Visir hringdi til að grennslast fyrir um þátttöku I sumarferðum stjórnmála- flokkana. Astæðan fyrir eftirgrennslan- inni var, að eftir að Visir birti L ------------------------------ frétt I gær um hina hörðu sam- keppni Alþýðubandalagsins og Varöar i Reykjavik með þátt- töku I sumarferðum samtak- anna nk. sunnudag, hófust deil- ur um hvorir hefðu verið fjöl- mennari i fyrra. Alþýðubandalagsmenn töldu sig hafa verið mun fjölmennari i fyrra en eftir þeim upplýsing- um, sem Vlsir hefur nú komist yfir, notuðu báðir aðilar ná- kvæmlega jafnmörg rútusæti. Enn hefur verið hert á lið- smölun i ferðirnar og ættu þess- ar nýju upplýsingar að auka enn frekar á kapp manna. Nauðungoruppboð sem auglýst var 113., 14. og 15. tbl. Lögbirtingablaðs 1976 á hluta I Ránargötu 9, talinni eign Hauks Halldórssonar o.fl. fer fram eftir kröfu Einars Viðar hrl. o.fl. á eigninni sjálfri mánudag 28. júni 1976 kl. 14.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjavík. Laus staða Staða lektors I handlistum (smlðum) viö Kennaraháskóla islands er laus til umsóknar. Laun skv. launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavík, fyrir 20. júli n.k. Menntamálaráðunetið 22. júni 1976.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.