Vísir - 30.07.1976, Qupperneq 1

Vísir - 30.07.1976, Qupperneq 1
40 útigangsmenii hqfq lótist frá árinu 1964 Siðan árið 1964 hafa yfir 40 hinna svonefndu útigangsmanna látist á besta aldri vegna of- drykkju. Ýmist er þá að þessir menn deyji hrein- lega af vosbúð, eða þá að þeir farist með voveif- legum hætti sem má rekja beint til ofdrykkju. bess munu jafnvel dæmi að menn hafi orðið úti á götum Reykjavikur, en hin siðari ár hefur þó verið leitast við að að- stoða þetta fólk, m.a. með starf- rækslu dag- og gistiskýla. Lögreglan telur að nú séu hinir svonefndu útigangsmenn eöa rón- ar i Reykjavik á milli 40 og 50, bæði konur og karlar, þó karlar séu þar áberandi fjölmennari. Þetta er yfirleitt fólk á besta aldri, eða frá 25 til 50 ára gamalt. A drykkjuhælinu Viðinesi i Mosfellssveit eru nú 36 vistmenn, og austur i Gunnarsholti i Rang- árvöllum dvelja nú um 40 vist- menn. Meirihluti þessa fólks mun ekki verða fært um að koma út i þjóð- félagið á ný og lifa eðlilegu lifi, þótt alltaf séu einhverjir sem ná nokkrum bata. Drykkjusýki eða alkóhólismi á alvarlegu stigi er þvi greinilega stærra vandamál en flestir gera sér i hugarlund, og er vissulega kominn timi til að til allra hugs- anlegra ráða verði gripið til að aðstoða þetta fólk eftir þvi sem frekast er hægt. —AH Eirlkur Kristófersson og Guðmundur Kjærnested i brúnni á Tý. Visismynd: ÓT. Þeir eru heppnir bretarnir að þorskastriðinu skuli vera lokiö. Þegar varðskipið Týr lagöi upp i eftirlitsferö I gær * voru tveir landsfrægir (og Bretlandsfrægir) garpar I brúnni. Guðmundur Kjærnested og Eirikur Kristtífersson, fyrrverandi skip- herra. Þeir hafa verið bretum erfiöir hvor í sinu lagi og hefðu áreiðan- lega runniö tvær grimur á sæ- garpa hennar hátignar, ef þeir hefðu þurft að fást við þá báða. Það eru nú liðin mörg ár siðan Eirikur „for i land”. En hafið sleppir aldrei alveg tökunum á gömlum sæúlf um og þeir eru ekki ánægðir nema þeirgeti stigið öld- una öðru hvoru. Eiriki skipherra fannst á dög- unum að það væri orðið nokkuð langt siðan hann hafði komiö út á sjó. Hann hafði þvi samband við Gæslunaogforvitnaöistum hvort mögulegt væri aö komast i eina eftirlitsferð. Það var að vonum auðsótt mál. óT. Lyfseðlar sóttir til annarra landa „Þess hefur orðið vart að islenskir sjó- menn eiga auðveldara með að fá lyfseðla fyrir amfetamini og skyldum lyfjum i hafnarborgum Vest- ur-Þýskalands en hér heima,” sagði Almar Grimsson, deildar- stjóri i heilbrigðis- ráðuneytinu, viðVisi „Þess vegna, meðal annars, ræddi ólafur ólafsson, land- læknir, við starfsbróöur sinn þar i landi og að.ra sem hafa með heilbrigðismál að gera.” Landlæknir og Almar hafa samið skýrslu um lyfja- og fiknieöianeyslu hér á landi og i henni er meöal annars fjallað um hvérnig lyfjanna er aflað. „Það sem sjómenn hafa fengið erlendis er i svo litlu magni að ég býst við að í flest- um tilfellum hafi það verið til einkaneyslu,” sagði Almar ennfremur. „Landlæknamir komu sér saman um ýmsar leiðir til aö koma i veg fyrir þetta i þýsku hafnarborgunum. Þýskir læknar hafa fengiðtilmæli þar að lútandi og fikniefnayfirvöld munu einnig fylgjast með þessu.” ,,A íslandi og hinum Norðurlöndunum er miklu strangara eftirlit með lyf- seðlaútskriftum en sunnar i Evrópu. Spánn er til dæmis al- veg sér á parti, þar er litið sem ekkert eftirlit með lyfja- sölu.” „Það á enn að herða þessar reglur hér á landi. Fyrsta ágúst tekur gildi reglugerð sem bannar læknum að gefa út lyfseöla fyrir amfetamin og fjögur skyld lyf, nema sjúk- lingurinn hafi skirteini frá landlækni um að það megi.” —ÓT. TVEIR GARPAR í BRÚNNI Á TÝ .... n Sjúkrapúðar eða sjúkra- kassar með í ferðina i Landinn rrflöl- mennir" ó Matter- horn Vorum við óundirbúnir fyrir loðnu- vinnslu? Véiakostur I mörgum af loönubræöslunum hefur reynst óhentugur tii vinnslu á sutnarioðnu. En með sam- stilltu átaki hefur tekist að bæta árangurinn. Líf og list um helgina ó bls. 8

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.