Vísir - 30.07.1976, Page 3

Vísir - 30.07.1976, Page 3
VISIR Föstudagur 30. júll 1976. 3 Verslunarmannahelgin: Búist við mikilli umferð um allt land A öllum aöalvegum landsins má búast viö mikilli umferö. „Viö eigum von á þvi aö um- feröarstraumurinn veröi þung- ur á hringveginum,” sagöi Siguröur Agústsson hjá umferðarráði, þegar Visir spuröist fyrir um viöbúnaö um- feröarráös fyrir mestu feröa- helgi ársins sem nú fer i hönd. „Fólk vill fara betri vegina þar sem nýbúið er að hefla. Annars er ekki gott að segja um það hvert straumurinn muni liggja. Þó má búast við að tölu- verð umferð verði á leiðunum að helstu samkomustöðunum hér sunnan lands og vestan, sér- staklega ef vel viðrar.” Jón Múli tekur við af Árna Þór Sigurður sagði, að umferðar- ráð yröi aö venju með upp- lýsingamiðstöð i húsakynnum lögreglunnar við Hverfisgötu. Miðstöðin mun safna upplýsing- um um umferð, ástand vega, veður og annað sem ferðafólki kann að vera akkur i. Starfsem- in hefst kl. 13 i dag. Þá verða beinar útsendingar I útvarpi frá upplýsingamiðstöð- inni nokkrum sinnum á dag á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag. „Við höfum ákveðið aö brydda upp á nýjung i þvi sam- bandi sem við vonum að falli i góðan jarðveg hjá fólki,” sagði Sigurður. „Við höfum fengið þekktan mann til þess að vera þulur i þáttunum. Það er Jón Múli Arnason.” í þessum þáttum verður alls konar upplýsingum, áskorunum og áminningum komið á fram- færi, sérstaklega ætluðum þeim sem meö ökutæki fara. Upp- lýsingamiðstöðin mun gefa upp- iýsingar um það hvar F.Í.B. bil- arnir verða á hverjum tima, en miðstöðin hefur talstöðvarsam- band við þá. Meiri og minni viðbún- aður um allt land „Það verður meiri og minni viðbúnaður hjá umferöarlög- reglunni um allt land,” sagði Óskar ólafsson hjá umferðar- deild Reykjavikurlögreglunnar. „Viðbúnaðurinn beinist þó ekki mikið að eftirliti, heldur fyrst og fremst leiðbeiningum og annarri aðstoð sem þörf verður á. M.a. verða 6 lögreglu- bifreiöar staðsettar i' öllum lantísfjörðungum. Við höfum verið að vinna Aðeins jeppar og stærri bilar eiga greiða leið um óbyggðirnar um þessa verslunarmannahelgi. Jón Múli sér um umferðarút- varpið um helgina. nokkuð að updirbúningi þessar- ar helgar. Gerðar hafa verið skyndikannanir á bifreiðum og hafa númerin verið klippt af á annað hundrað bifreiðum, en annars hafa bilarnir yfirleitt verið i góðu lagi. Við reiknum frekar meö aö umferðin dreifist mikið um þessa helgi. Siðastliðnar tvær verslunarmannahelgar hafa verið færrj útisamkomur og er fólk búið að læra að dreifa sér um landið. Það er alveg af sem áður var, að mannfjöldinn hrannaðist allur á tvo til þrjá samkomustaði.” Lögreglan á Selfossi með 6 bila i gangi Um hverja helgi leggur mikill fjöldi reykvikinga leið sina austur fyrir fjall og til Þing- valla. Þarf varla að búast við að sá straumur verði minni nú, nema siður sé. Hjá lögreglunni á Selfossi fengum við þær upplýsingar að viðbúnaöur þeirra beindist fyrst og fremst að löggæslu á Rauð- hettumótinu að Úlfljótsvatni. Að öðru leyti yrði löggæslan hjá þeim eins og um venjulega helgi, nema að þeir yrðu með einn bil i Þjórsárdalnum. Alls verður lögreglan á Selfossi með 6 bila i gangi um helgina. Hvert liggur leiðin? Enginn þeirra aðila sem Visir haföi samband viö treysti sér til að spá um aösóknina á hinar ýmsu útisamkomur. Hjá Umferðarmiöstöðinni i Reykja- vik fengum við þær upplýsingar siðdegis i gær, að 7 farmiöar hefðu selstaö Húsafelli, enginn i Galtalækjarskóg, en 280 að Úlf- ljótsvatni. — SJ. Brendan bíður austanbyrjar 'j Hin nýja kvenréttindabar- ótta — mannréttindabaróttan „Það er allt tilbúið núna og Brendan legguraf stað strax og við fáum austanbyr”, sagði Þrándur, færeyski skipverjinn á skinnbátnum Brendan, við Visi. Brendan liggur nú utan á Albert litla, við varöskipa- bryggjuna. Þeir félagar voru með hann inni I Bátanausti I nokkra daga og mökuðu hann þar feiti, til aö þétta húðirnar. „Það hefur tekist vel”, sagöi Þrándur. „Báturinn lekur ekk- ert núna. Kosturinn er líka allur kominn um borð þannig að það er ekkert að vanbúnaöi”. Tim Severin, leiðangursstjóri, sagði Gunnari Brendan (Eyjólfssyni) um daginn, aö þeir ætluðu að bfða eftir austan- átt. Gunnar ráðlagði þeim aö biöja heilagan Brendan um þann byr. Ef þeir félagar ætla af íslandi næstu daga, ættu þeir að huga að þessum orðum. Héðan siglir Brendan til Grænlands, á leið sinni til Bandarikjanna. —ÓT \ Brendan liggur utan á v/s Albert. „Mergurinn málsins, og það sem 19. júni boðar núna, er að við konurnar verðum að fara að takast á við ábyrgð. Við liöfum fengið þau réttindi sem fyrstu kvenréttindakonurnar börðust fyrir. Nú þurfum við að einbeita okkur að viðhorfum okkar sjálfra”, sagði Erna Ragnars- dóttir ritstjóri 19. júni, ársrits Kvenréttindafélags islands, i samtali við Visi. Blaðið kemur út I dag. Það er 76 siður að stærö og mjög fjölbreytt að efni. Meðal þess sem þar má merkilegast telja er „Hringborð á Hellu”. Þær Björg Einarsdóttir, Guðrún Friögeirsdóttir, Linda Rós Michaelsdóttir, Beta Einars- dóttir og Margrét R. Bjarnason komu saman einn sunnudag I vor austur aö Hellu og ræddu þar um fortið og framtið i stööu karla og kvenna. Þá er i blaöinu viðtal við Sigrúnu Hjálmtýsdóttur i Spil- verki þjóðanna og ber það heitiö „Við flytjum boöskapinn um ást- ina”. Einnig eru viötöl viö 4 konur sem allar eru verkfræðingar. Rætt er við stefnend'ur í máli þingskrifara gegn Alþingi og fjallað um máliö. Anna Siguröar- dóttir skrifar annál kvannaársins og sagt er frá leikritunum Saumastofan og Fimm konur. Eitt af þvi sem Kvenréttindafé- lagið hefur bent á eru hin tak- mörkuðu afskipti sem feður hafa yfirleitt af börnum sinum. 1 grein sem ber heitið Dagur með pabba er sagt i máli og myndum frá þvi hvernig dagurinn liður hjá litlum dreng, sem er að mestu leyti i umsjá föður sins á daginn. A forsiðu blaösins er litmynd frá stóra útifundinum á kvenna- fridaginn 24. okt. s.l. Einnig fylgir þvi stórt póstkort frá útifund- inum. Blaöið er til sölu i blaðasöl- unni hjá Eymundsson, i Nesti, Eden-Hveragerði og á skrifstofu K.R.F.I. -SJ. Forsiöa ársrits Kvenréttindafé- lags tslands 1976

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.